Þjóðviljinn - 27.10.1974, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1974.
Katrín
Guðjónsdóttir
velur gítargrip við
vinsælustu lögin
TÖKUM
LAGIÐ!
Síðast vorum við með eitt vin-
sælasta lag Bitlanna, en nú
vendum við okkar kvæði i kross
og tökum sönglag sem vinsælt
hefur verið að syngja saman á
mannamótum hér heima
undanfarin ár, Það gerðist hér
suður með sjó. Við treystum þvi
að þið kunnið lagið.
Gaman væri að heyra frá
lesendum, sem hafa notfært sér
gitargripin hennar Katrinar,
bæði hvernig þeim hefur gengið
að spila eftir skýringunum og
eins mætti benda á lög, og texta
sem þá langar að fá hér.
ÞAÐ GERÐIST HÉR
SUÐUR MEÐ SJÓ
a E7 a
Það gerðist hér suöur með s j ó,
d G7 C E7 '
að Siggi á Vatnsleysu d — ó,
d
og ekkjan hans Þóra,
a
var ekki að slóra,
E7 a
til útfararveislu sig b j ó.:,:
Það var logndrifa og ládauður sjór
er hinn látni i gröfina fór,
:,: og ekkjan með sjarmi,
brá svuntu að hvarmi,
menn sáu, að hryggðin var stór.:,:
Klerkur sagði: Holdið er hey
vér hryggjumst og kveinum ó vei.
:,: Þann gæða mann tel ég,
sem guði nú fel ég,
við gleymum hans trúmennsku ei.:,:
Þegar gengin frá garði var drótt,
kom granninn og talaði hljótt,
:,: þó góðan með sanni,
þú syrgir nú manninn,
má sorginni gleyma i nótt.:,:
En Þóra sagði: ,,Þvi skal ei leynt,
að þetta er fallega meint
:,: en sorgina ég missti
er ég kistusmiðinn kyssti
þú kemur þvi góði of seint.”:,:
d-hljómur. a-hljómur.
(
c b
é
T
6
Ac 3)
C-hljómur'. G^-hljómur.
E 1 -hl j óraur.
cb
)
0
Tl
ÞORSTEINN
FRÁ HAMRI
TÓK SAMAN
Úr Eiríks sögu
rauða
I Eiriks sögu rauða segir svo
frá lifláti Þorvalds Eirikssonar
á Vinlandi:
„Það var einn morgun, er þeir
Karlsefni sáu fyrir ofan rjóðriö
flekk nokkurn, sem glitraði við
þeim, og æptu þeir á það. Það
hrærðist, og var það einfæting-
ur og skauzt ofan á þann ár-
bakkann sem þeir lágu við. Þor-
valdur Eiriksson rauða sat við
stýri, og skaut einfætingur ör i
smáþarma honum. Þorvaldur
dró út örina og mælti: „Feitt er
um istruna. Gott land höfum vér
fengið kostum, en þó megum
vér varla njóta.” Þorvaldur dó
af sári þessu litlu siðar. Þá
hleypur einfætingur á braut og
suður aftur. Þeir Karlsefni fóru
eftir honum og sáu hann stund-
um. Það sáu þeir sfðast til hans
að hann hljóp á vog nokkurn. Þá
hurfu þeir Karlsefni aftur. Þá
kvað einn maður kviðling
þenna:
þessa einfættu undramenn sem
þó voru svo vigreifir og fótfráir;
en svo vill til, að þegar aldir liða
tekur að þróast allkynjaleg hug-
mynd um einfætinga á Islandi.
Sú tegund einfætinga virðist
einna helzt sverja sig i ætt við
skrimsl eða aðrar óvættir úr riki
þjóðtrúarinnar. Jón Ólafsson
Grunnvikingur lýsir svo ásýnd
þeirra og lifnaðarháttum i einu
af orðasöfnum sinum:
Búa heíst
í giljum
„Einfætingar eru i stöku stöð-
um á íslandi: þeir hafa einn fót
nokkuð stóran, kringlóttan neð-
an með tánum i kring frammjó-
um eður sem neglum á hunds-
fót; þeir eru eigi rétt hávaxnir,
heldur sem meðalmanni I öxl
eður þrjár álnir Islenskar eður
hálf þriðja dönsk. Með soddan
fæti stika þeir þó svo stórt, að
þeir kunna að hafa hér um þrjár
að kvikindið hefði verið hvirfil
bylur, sem þyrlaði upp sandi, og
að snúningsförin hefðu verið
hringir eftir strá, sem vindur
sveigði og sneri. En þetta hvort
tveggja þekktu þeir félagar vel,
og töldu ólikt þvi. Hvirfilstrókur
myndast heldur ekki i skúta,
kemst ekki upp, og hann er
afarhár, en ekki uppmjór, og er
aldrei minútu lengur kyrr á
sama stað. Og hringar utan um
strá geta ekki myndazt i malar-
sandi. Þetta voru þó langllkleg-
ustu skýringarnar”, skrifar
Brynjólfur.
Laufavatn
Aþekkan fyrirburð virðist
hafa borið fyrir Guðmund bónda
Brynjólfsson á Keldum, sam-
kvæmt annarri frásögn
Brynjólfs frá Minnanúpi. Hann
fór yfir Fjallabaksveg hinn
syðra austur I Skaftafellssýslu
og sömu leið til baka. „Þá reið
hann að Laufavatni til að leita
EINFÆTINGAR
Eltu seggir,
allsatt var það,
einn einfæting
ofan til strandar,
en kynlegur maður
kostaði rásar
hart of stopir;
heyr, Karlsefni.
Þeir fóru þá I brott og norður
aftur og þóttust sjá Einfætinga-
land. Vildu þeir þá eigi hætta
liði sinu lengra.”
Einfætingaland
Hvað sem valdið hefur dauða
Þorvalds Eirikssonar, hefur
Einfætingaland vist aldrei verið
til nema i imyndun manna. 1
fornum evrópskum landfræði-
ritum er þetta kynjaland einna
helzt talið til Blálands, hluta af
Afriku, og er svo lýst ibúum
þess i Hauksbók: „Einfætingar
hafa svo mikinn fót viö jörð, að
þeir skyggja sér I svefni við
sólu. Þeir eru svo skjótir sem
dýr og hlaupa við stöng.” Vafa-
laust er einfætingssaga Eiriks
sögu rauða skilgetið afkvæmi
allra þeirra kynja sem kunna að
mæta landkönnuðum á fram-
andi slóðum og stækka og auk-
ast aðvifandi hugmyndum um
kynlegar og fjarlægar þjóðir.
Þegar landkönnuðurinn
Jacques Cartier kom til Kanada
1534 voru honum sögö tiðindi af
landi nokkru þar sem allir ibú-
arnir væru einfættir. Annars er
ekki mikinn fróðleik að hafa um
álnir milli sporanna eður i
hverju sinu skrefi. Höfuðið sést
ei vel, er sem vafið i nokkurri
þoku. Búa helzt i giljum”.
Þórsmörk
Svo er að sjá, þótt Jón Grunn-
víkingur geti þess ekki, að ein-
fætingar þessir hafi tekið sér
bólfestu I Þórsmörk og þar i
grennd, en þar létu þeir að sér
kveða með fáránlegri hegðan á
öldinni sem leið. Brynjólfur frá
Minnanúpi nafngreinir þrjá
menn sem eitt sinn voru aö
smala Merkurranann, suð-
vestur-tagl Þórsmerkur, og hef-
ur eftir þeim, að þeir hafi séð i
hvilft einni eitthvert fyrirbæri
sem hringsnerist i sifellu: „Það
var allt að tvær álnir á hæð, dig-
urt mjög niður við jörð, en
njókkaði smátt og smátt upp
eftir, og var strýtumyndað I efri
enda, án þess að þar markaði
fyrir höfði. Strýtan var hvitleit,
og á einn veginn var hvit rák
neðan frá, svo sem 1/4 hæðar
upp eftir. Breidd þeirrar rákar
gátu þeir ekki ákveðið, þvi kvik-
indið snerist of ótt til þess. Þó
mátti augu á þvi festa. Fyrir ut-
an hvitu rákina að neðan og
strýtuna að ofan sýndist þeim
það allt mógrátt á lit... Þar sem
kvikindið haföi verið þóttust
þeir sjá votta fyrir kringlóttri
lægð, á vidd við kolagröf, en
grynnri mjög, og voru barmar
hennar alsettir meö eintómum
rákum eins og eftir hrisvönd....
Ýmsar skýringatilraunir komu
fram, en allar þvingaðar, t.a.m.
að fjöðrum. Sá hann þá kvikindi
við vatnið. Það var sivalt, upp-
mjótt og hringsnerist eins og
snarkringla út I vatnið. Hann sá
förin eins og eftir keraldsbotn,
er snúizt hefði áfram á löggun-
um.”
Hesteyri
Ýmsar sagnir af einfættum
þjóötrúarverum eiga mun
skyldara við sögur af sjó-
skrimslum og tröllum. Þannig
er i Hornstrendingabók hermt
frá ófreskju einni á Hesteyri i
Jökulfjörðum sem kölluð var
fjörulalli, einfætt, einhent og
með eitt auga i miðju enni.
Fleira einfætt loðir við þær slóð-
ir, þvi að I Kistufelli norðan
Hesteyrar átti forðum að búa
óvættur sem skildi eftir sig spor,
þvi líkust sem væru þau eftir
einn fót, og svo stór sem eftir
kerald væri. Ég kom til Hest-
eyrar sfðastliðið sumar og varð
ekki annars var en að flest væri
þar þá sæmilega mennskt og
tvifætt einsog tiöast gerist, en
tek fram að um aðkomufólk var
að ræða, þvi byggö er horfin af
Hesteyri. Ferðamenn I Þórs-
mörk ættu fyrir sitt leyti að
hafa augun hjá sér og llta eftir
hvort þeir sjá ekki eitthvað ein-
kennilegt sem hringsnýst....
(Eiriks saga rauða; Hauksbók;
Jón ölafsson frá Grunnavik eft-
ir Jón Helgason; Dulrænar
smásögur Brynjólfs frá Minna-
núpi; Hornstrendingabók Þór-
leifs Bjarnasonar).
r
Þögul áminning
Séð á dyrunum úti bflageymsluna
um borð i danskri ferju.
Heldur
áfram
aö fljúga
Richard Bach, sá sem sló öll
bóksölumet hér um árið með frá-
sögninni af máfinum Jonathan
Livingstone, heldur áfram að
fljúga i nýjustu bók sinni, sem
kom út i lok ágúst. „A gift of
wings”. 1 henni eru 46stuttar frá-
sagnir um flug og flugvélar meö
um 50 myndum. Bókin hefur
fengið mjög góða dóma og flýgur
liklega upp á sölulistanum.
Richard Bach