Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 11

Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 11
Sunnudagur 27. oktdber 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Þórarinn Eldjárnt Kvæöi. Myndir eftir Sigrúnu Eld- járn. Reykjavlk 1974. FYRIR NOKKRUM ARUM kom út safniö Nýr Grettir, menntaskólaskáldskapur af öllu land- inu. Það var auðheyrt, að aðrar tóntegundir voru rikjandi i þessum skólakveðskap en menn voru áður vanastir. Rómantiskar úthellingar hjartans eða þá spámannlegir tilburðir heilagr- ar pólitlskrar reiði — allt hafði þetta skroppið mjög saman. Ferðinni réðu ærslaleikur með mál og minni, útúrsnúningar, skopstælingar, skemmtileg vitleysa. Hátiðleikinn var festur á húmorgálga. Þórarinn Eldjárn var með frægustu skips- mönnum á Nýjum Gretti. Guðjónsvisur hans komust á söngskrá rútubllanna. Þegar hann nú eftir volk á Matthildi og viðar gefur út sin Kvæöi, þá er þar vissulega margt „grettislegt”. Tökum til dæmis þennan skólaleik um Drottin; Menn lögðust flatt I heimsumbólið hans með hröðu glingri. Hann græddi sár hins tyfta tötramanns á tá og fingri. Mörg fleiri dæmi hliðstæð mætti rekja. A vegi höfundar verða margar freistingar I þá veru, að setja þekkt fyrirbæri, textabrot, klisjur málsins I grallaralegt samhengi, fólki til skemmtunar. 1 kvæði um Gretti og Glám er byrjað á fimlegu guðlasti I svofelldum samanburði: Glámur minnti á mann sem kom úr jötu mestur varð hann eftir að hann dó. Haldið áfram með orðaleikfimi: Hann lagði margan stein I Grettis götu grimmastur var augnasteinninn þó. Og endað á þvl, aö Grettir biður Glám vægöar meö fleygum orðum dægurlagatextans: Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig ef þú meinar ekki neitt með þvi. Fiugumaður valdsins sem með refsivendi og ránum riður netið fastar um hin snauðu rlku lönd... en getur samt ekki unniö sitt dauðastrlð fremur en Imperium Brittanicum i kvæði Steins Stein- arr. Viö gleymum þvi alls ekki, að hálfkærings- tónn ábyrgðarlausra rimaðra fréttaskýringa er alltaf með I myndinni. En við þurfum heldur ekki að gleyma þvi, að skilningur og túlkun á Tarsan er eitt af alvörumálum lifsins. Ég get ekki stillt mig um að muna eftir greinarstúf i málgagni palestlnumanna, þar sem vel var tekið undir egypska hugmynd um aö rétt væri að búa til afrlskan Tarsan til að vega upp á móti þeim búsifjum, sem þessi hviti beljaki er talinn hafa valdið sjálfsvitund „innfæddra” og orðsti þeirra út á við. Og enn eitt dæmi er freistandi að taka. Kvæöið um Jónatan Livingston máv.sem hefur um skeið verið mikil dýröarf Igúra hjá þeim, sem vildu hressa upp á andann með einstaklings- hyggju I bland við austurlenska visku. Mávi þessum er úthúðað I kvæðinu: Þú vekur bæði fólsku og fyrirtekt og félagsskit I mönnum jafnt sem dýrum... Lát þvl af með hjal þitt hættulegt um himnavist með slöppum auðvaldsspirum... EINS OG VONLEGT er getur það vafist fyrir þeim sem les þessi kvæði og finnur I þeim „af- stöðu” að svara því, aö hve miklu leyti höfundur sjálfur er flæktur i málin. Hann heldur sig i fjar- lægð, hann hefur ekki áhuga á að hleypa alls- konar lesendadólgum inn á gafl, skemmtir þeim þess I stað með óvæntum útleggingum á þekktu efni. í Möwekvæði er sögð sú gamla harmsaga að maður þorir ekki aö kannast við vin sinn vegna þess að almenningsálitið svokallað er honum andsnúið. En það er mikill óravegur frá Slrnoni Pétri og hananum sem galaöi þrisvar til Möwekvæðis. Þar er vinurinn svikni austur- þýskt reiðhjól, sem verður fyrir barðinu á póli- tiskum ofstopa eins og hvað annað, það er kallað drusla og skrapatól og þessi áróður „spillir hjarta” eigandans: feg málaði þig blátt og breytti um hnakk og bætti siðan enn um fólskuverkið: Ég dró úr pússi minu lútsterkt lakk og lakkaði yfir stolt þitt, vörumerkið SAMT RÆÐUR þessi viðleitni ekki húsum I kvæðakverinu. Að minnsta kosti ekki hreinrækt- uð. Hún er I missterkri eða veikri blöndu við aðr- ar freistingar: að hvessa orðið og nota það til aö stinga á hvimleiöu hundshlandi eða blöðrum hé- gómleikans. Látum slag standa og tölum um einskonar viðleitni til að hrista saman skopvit og alvöru llfsins. Um þetta getum viö tekiö dæmi úr kvæðum Þórarins Eldjárns, sem fjalla um þekktar flgúr- ur úr bókmenntum og fjölmiðlum. Yfirleitt er útlegging hans samfara meiriháttar endurskoð- un (ef leyfilegt er að nota svo hátlðlegt og skrif- finnskulegt orð I þessu samhengi) — endurskoð- un á viðurkenndu hlutverki hverrar figúru. Kvæðið um Hans og Grétubýður upp á léttúð- lega rauðsokkasamúð með norninni: Blessuð nornin, hún er alltaf að, eldhússtörfin rlð’enni á slig... Á glámbekk liggur grettis- og litu hvorugt glaðan dag upp frá þvl, hjólið og eigandinn, þótt það kunni að standa til bóta með siðarnefndan. KVÆÐI ÞÓRARINS ELDJARNS eru blátt áfram skemmtileg lesning, hressandi blanda af hagmælsku og nokkrum hortittum, hugkvæmni og bláþráðum og andlegu fjöri. Þaðereölilegt aö menn aki slikri bók vel: vissulega sker hún sig úr i löngum straumi leiðindatexta sem ekkert lát er á meðan tsland stendur. Og að lokum skal bent á heimsádeilukvæði sem er nokkuð gott dæmi um þá bragðvlsi sem Þórarinn á til. Fjór- ar einfaldar visur, I finu veðri kemur góður gest- ur á Bakka, sem heilsar fólkinu og skeggræðir almenn tiðindi yfir kaffibolla. Og að lokum spyr þessi „velgreiddur maður i vönduðum jakka I vasanum Morgunblað” og nornin er að þessu amstri i þeim jákvæöa til- gangi að geraHansað „nýtum og þörfum þegn”: Og þá mun búrið opnað upp á gátt og ótai ieiðir fær hann valið um. Vist er það að hann mun stefna hátt hann fær kannski að stjórna mönnum, í KVÆÐINUum Roy og Trigger er boðuð sam- fylking „reiðdýra til sjávar og sveita” gegn knapanum sællega. Tarsan er I samnefndu kvæði orðinn takiö mitt sjálfsagðrar spurningar: Má ég vera i nótt? En með aðeins einu orði sem áður hefur fallið er þessari sælu mynd gjörbreytt. Það er „fasism- inn” sem reið i hlað á Bakka. Þessari ólikinda- legu staðreynd er einhvernveginn svo haglega fyrir komið meðal annarra orða, að sérkennileg- ur óhugnaður dreifist yfir hversdagsleikann. Og lokaorðin „má ég vera I nótt?” verða merkilega iskyggileg I samfélagi orða, sem öll eru jafn sakleysisleg nema eitt. Arni Bergmann. Sitt úr hverri áttinni Allt skal seljast Hvað er skylt með hvltum tefl- onsteikarpönnum og þriðja ára- tugnum rómantlska? Spyrjiö Paramount-kvikmyndafélagið! Um leiö og þeir þar gerðu kvik- mynd eftir bók Scotts-Fitzgeralds „The Great Gatsby” gerðu þeir samning við fjögur stórfyrirtæki um auglýsingar. Fyrirtækin fá að nota aðdráttarafl Gatsbys til að aug- lýsa vörur sinar. Þannig auglýsir td. viskýframleiöslufyrirtækið Ballantine: „Gatsby-partiin . . . Balantines var þar”. Og herra- fatafyrirtæki gefur út pésann „Gatsby Times” —reyniö að likj- ast Gatsby I klæðaburði! (Sveimér ef ekki var álika auglýsing I blöðunum um daginn frá islensku fyrirtæki?)Auðhringursem rekur ma. hárgreiðslustofur hvetur konur til að fá sér „Gatsby-klipp- ingu”, þe. að láta klippa sig eins og Mia Farrow i hlutverki Daisyar. Og að lokum auglýsir DuPont búsáhöld I „klassiskum hvitum lit —eins og hjá Gatsby”. Auglýsingaherferö þessara fyrirtækja kostar um miljón doll- ara. Paramount telur að vöru- auglýsingarnar hjálpi til við að selja kvikmyndina og fyrirtækin fjögur, að vinsældir myndarinnar selji vöruna. Allt skal seljast. í fótspor afa H Joan Hemingway, sonardóttir Ernests, hefur i félagi við rithöf- undinn Paul Bonnecarrére skrif- að „Operation Rosebud”, bók, sem vakið hefur talsverða athygli I Bandarikjunum og fjallár um rán fjögurra rikra ungra stúlkna. Otto Preminger hefur þegar lagt drög að kvikmyndun sögunnar. Joan er 23 ára og var áður oft með afa sínum Ernest Hemingway á Kúbu og i Idaho, en býr nú I Paris, sem afi gamli kallaði „hátið lifs- ins”. Mengun — of eða van „Það er ég viss um, að ibúar þróunarlandanna myndu gleðjast yfir að hafa þótt ekki væri nema eitt prósent af umhverfismengun Bandarikjanna.” Margaret Mead mannfræðing- ur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.