Þjóðviljinn - 27.10.1974, Side 13
Sunnudagur 27. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Imar og
nar
mæöisverk, og þvi spurði blaða-
maður hvort hægt væri að vinna við
slika smiði timbraður. Það taldi
Myndir: Ari
Texti: Úlfar
Hjálmar af og frá, og sagði að ef
menn ynnu við slikt með skjálfandi
höndum þá kæmi það illilega niður
á smiðinni.
Hjálmar notar, eins og reyndar
aðrir gullsmiðir, nokkuö af
islenskum steinum við smiði sina.
Þar á meðal notar hann fjólubláan
Brjóstnæla Ur silfri með kurz og
parz-steini, smiðuð af Hjálmari
Torfasyni.
stein, sem ametist heitir, eða
febrúarsteinn, en islenska gerðin af
honum er fölvari á lit en sú, sem
innflutt er.
I gulli og silfri að Laugaveg 35
hittum viö þrjá feðga, Steinþór
Sigurðsson, gullsmiðameistara,
Sigurð Steinþórsson, gullsmiða-
meistara og Magnús Steinþórsson,
en hann lauk nýverið sveinsprófi I
gullsmiði.
Gull og silfur er þar til húsa, sem
fyrsti formaður Félags islenskra
gullsmiða, Jónatan Jónsson, átti
heima og starfaöi á sinum tima.
Ekki veit ég hvort Sigurður hefur
ætlast til þess að það yrði haft eftir
honum, en það skal samt gert, að
andi Jónatans sveimaði um með
þeim i húsinu, og þar væri góður
andi á ferðinni, þvi ef smiðisgrip-
irnir væru ekki nógsamlega vel
smiðaðir, þá hyrfu þeir, en Jónatan
var hinn mesti Völundarsmiður.
Sigurður sagði að þeir legðu
mesta áherslu á djásnasmíði úr
demöntum, þvi þeir væru æðstir
eðalsteina. Sem dæmi eru þeir að
smiða hring, sem kemur til með að
kosta 280 þúsund krónur, og að
sjálfsögðu verður hann skreyttur
demanti.
Dýrasta skrautsmíði á íslandi
sagði Sigurður að hefði verið sett,
það er eyrnalokkar, hálsmen og
hringur, sem þeir hefðu smiðað
fyrir sýningu nokkra i fyrra. Hefði
settið kostað um 600 þúsund
krónur.
En hvað sem verðinu liður má
fullyrða að sú islensk smiði af
góömálmum með gimsteinum, sem
Þjóðviljamenn sáu á rölti sinu er
haganlega gerð og ber islenskri
verkmenningu gott vitni. —úþ
míði
Björn Th. Björnsson
in. Orsökin var sú, að hún átti leng-
ur gamalli hefð að þjóna en aðrar
greinir og var á hinn veginn fljótari
að svara kröfum nýrra tima.
Sveitasmiðurinn, hagleiksmaður-
inn sjálflærði, kveikti enn sem fyrr
viravirki á stokka og pör, smlðaði
skúfhólka, gróf á signet, silfurbjó
svipur og bauka. En nýi timinn
gerði' einnig sinar kröfur, sam-
kvæmar breyttum venjum, klæðn-
aði og fegurðarmati. Þeirri kvöö
svaraði nú islensk gullsmiði af
miklum myndugleik. Þótt áður
væru allmargir lærðir gullsmiöir,
sem störfuðu sumir hverjir erlend-
is og gátu sér þar orð, fór þeim
gullsmiðum nú óðum fjölgandi sem
fengu góða starfsmenntun og al-
þjóðlega, listræna útsýn. Starfs-
vettvangur þeirra heima fyrir óx
að sama skapi. Þegar hér var kom-
ið, var þvi að nokkru leyti um tvo
hópa að ræða I sömu grein, silfur-
smiði sveitanna og hina læröu gull-
smiði bæjanna. Það er timanna
tákn um þessa þróun, er Félag is-
lenskra gullsmiða var stofnað, árið
1924. Þar má segja, að nútiminn
hefjist i islenskri gullsmiðalist.
Það er þó svo, að allt timabilið
siðan hefur verið af hvorutveggja
lindunum ausið, gamalli islenskri
hefð og listrænni nýmótun sam-
tiðarinnar. Vera má, að þar hafi
hamingjusamlegast verið unnið,
sem þetta tvennt sameinaðist á
eðlilegan hátt.
Svo trú hefur þjóð okkar verið
fornri skarthefð sinni, að enn eru
starfandi á íslandi fleiri gullsmiðir
að tiltölu en með nokkurri annarri
þjóð. Og enn eru hér að myndast ný
þáttaskil i þessari eðlu og ævafornu
grein. Ungir gullsmiðir, með þjálf-
un og viðhorf nútimalegra lista, eru
sestir að vinnuborði og láta æ
meira til sin taka með hverju verki.
Þvi getum við, á þessari af-
mælissýningu, horft með nokkru
stolti bæði aftur og fram: aftur til
rikrar og óslitinnar sögu islenskrar
gullsmiðalistar, og fram á þær
brautir, þar sem listræn nýmyndun
geri sögunni sóma til.
Jéhannes Leifsson, gullsmiður, meft úrval hringa sem hann og þeir aftrir sem hjá honum vinna hafa
smiftaft.
Hálsmen þctta smiðaði Jóhannes
Leifsson. Málmurinn er gull.
Stóri steinninn er dökkrauður og
heitir kunzt, en litlir hvitir safirar
skreyta svo hvern hlekk mensins.
Menið kostar 53 þúsund.
Púnsskál úr sterling-silfri smlft-
uftu I Perú. Skálinni fylgir ausa
og tólf púnsglös. Verftift er 166
þúsund, og þctta geta drykkju-
sælkerar keypt f Gult- og silfur-
búftinni að Laugavegi 35.
Ætli nokkur kona mundi fúlsa við Með þessu tóli, valsara, þynna guilsmiðir gull- og silfurplötur
slikri gjöf sem þessari. Menið SVo og vira.
sjálft er enn að finna að Lauga-
vegi 35.
Skclina þá arna, sem er
mjög litfögur, fékk Hjálm-
ar Torfason á sýningu í
Kaupmannahöfn. Stcinninn
er útlendur ametist, eða
febrúarsteinn. Tveir litlu
steinarnir efst á myndinni
eru islenskir ametiststein-
ar, en Hjáimar hefur hug á
aðsmíða úr þeim. tslensku
steinarnir eru ekki eins lit-
sterkir og þeir erlcndu, en
liturinn er fjólublár. Háls-
menið er handsmlðað silf-
urhálsmen með Islenskum
steini i.