Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1974.
VENJU LEG
VIKA
SMÁSAGA EFTIR N. BARANSKAJA
ÞRIÐJI HLUTI: ÞRIÐJUDAGUR
Þessi stutta skáidsaga
segir frá einni viku í ævi
ungrar konu í Moskvu,
Olgu Voronkovu. Hún
vinnur á rannsókarstofu
meö nokkrum konum
öðrum, og mánudag
nokkurn kemur spurninga-
listi um starfsdag þeirra
og fjölskyldumál þeim
nokkuð úr jafnvægi. í
þessum kaf la er mjög vikið
að „fólksf jölgunarkrepp-
unni", og er þar ekki átt
við off jölgun heldur mikla
fækkun barnsfæðinga þar
eystra. Þess skal og geta til
skýringar að fóstur-
eyðingar eru frjálsar í
Sovét. — ÁB
í dag fer ég á fætur á venju-
legum tima. Klukkan tiu minútur
yfir sex er ég tilbúin, á aðeins
eftir að greiða mér. Ég skræla
kartöflur fyrir kvöldmatinn, sýð
graut, bý til kaffi, hita mjölk á
gasloga, vek Dimu og reyni að
koma börnunum á fætur. Ég
kveiki i barnaherberginu og segi
hátt: Góðan daginn hvolpaskinn,
en þau halda áfram að sofa. Ég
klappa Kotja á kollinn, ýti við
Gúlju, svo dreg ég teppin af þeim
báðum. Kotja ris upp á hnén og
felur andlitið i koddanum. Ég tek
i handlegg Gúlju, en hún streitist
á móti og emjar hátt. Ég kalla á
Dima til hjálpar en hann er að
raka sig. Ég læt Kotja i friði, en
færi Gúlju i fötin og hún lætur sig
renna af hnjám mér niður á gólf.
Það er eitthvað að sjóða i eld-
húsinu, ó ég hefi gleymt að
slökkva undir mjólkinni. Ég
hleyp út I eldhús.
— Þetta var eftir þér, segir
Dima, finn og sléttrakaður, þegar
hann kemur út úr baðherberginu.
Ég hefi engan tima til að and-
mæla. Gúlja hefur safnað
kröftum á gólfinu. Vælið i henni
vekur að lokum Kotju. Hann
klæðir sig sjálfur en er svo lengi
að því, að það er ekki hægt að biða
eftir honum. Ég hjálpa honum og
fæ svo smástund til að greiða
mér. Dima ber á borð. Hann
getur ekki fundiö pylsuna i kæli-
skápnum og kallar á mig. Meðan
ég hleyp fram og hjálpa honum
tekur Gúlja hárnálar minar og
felur þær. Það er enginn timi til
að leita að þeim. Ég strýk framan
úr börnunum og við setjumst til
borðs. Krakkarnir drekka mjólk
og borða brauð, Dima borðar, en
ég get engu komið niður, fæ mér
bara kaffibolla
Klukkuna vantar nú tiu
minútur i sjö og Dima er enn að
éta. Það er kominn tlmi til að
færa börnin i yfirhafnir, helst
bæöi i einu ef á að komast hjá þvi
að annað svitni.
— Leyfðu mér að klára kaffiö,
segir Dima önugur.
Ég set krakkana á divaninn,
dreg saman hrúgu af fatnaði og
vinn fyrir okkur bæði; sokkar og
hosur, stigvél peysa og blússa,
annar trefillinn, hinn trefillinn,
vettlingar og...
— Dima, hvar eru vettlingarnir
hans Kotja?
Dima svarar: hvernig ætti ég
að vita það, en fer samt að leita
og finnur þá óvænt i baðher-
berginu. Ég treð fótum i stigvél,
dreg húfur á óstýriláta kolia, flýti
mér og skipa börnunum teins og
vagnhestum: Stattu kyrr, segi
ég. Nú kemur Dima til skjalanna,
hann færir þau i yfirhafnir,
bindur á þau trefla. Ég fer i,
annað stigvélið er of litið, já
einmitt, þarna er greiðan min.
Loks förum viö. Við segjum i
kveðjuskyni: Læstirðu dyrunum?
Ertu með peninga? Hlauptu nú
ekki eins og vitleysingur. — Allt I
lagi, ekki sækja börnin of seint.
(Það er ég sem kalla þetta niðri i
stiga).
Klukkan er fimm minútur yfir
sjö og ég hleyp að sjálfsögðu. Ég
sé langt aö, hvernig biðröðin við
stoppistöðina vex, ég flýg áfram
og baða út höndum til að halda
jafnvægi i hálkunni. Vagninn er
þegar fullur þegar hann kemur,
aðeins fimm þeir fremstu i röð-
inni komast inn, nokkrir fifl-
djarfir menn aftar I röðinni
stökkva á eftir og sumir eru svo
heppnir að ná einhversstaðar fót-
festu eða handfestu.
1 dag er ég þeirra á meðal. Ég
minnist stúdentsáranna þegar ég
iðkaði hlaup. Ég renn eftir isnum,
stekk, þreifa fyrir mér og vona af
hjarta að sterkur handleggur
muni koma til hjálpar og kippa
mér inn. Það gerist reyndar.
Þegar menn hafa stillt sig, tekst
mér að draga timaritið Æskan
upp úr töskunni. Ég les stutta
skáldsögu eftir Axjonof sem allir
aðrir hafa lesið fyrir löngu. Hún
er um fullar tunnur. Ég skil ekki
allt, en sagan kemur mér I gott
skap. Ég held áfram að lesa i
stigum neðanjarðarbrautarinnar
og kemst á siðustu siðu á minni
stöð. Ég kem réttstundis i
vinnuna. Fyrst af öllu bregð ég
mér til Völu á mekanisku
stofunni. Hún reiðist:
— Hvaða endalausu hlaup eru
þetta á þér. Sagði ég þér ekki að
það yrði seinast i vikunni?
— Er það á morgun?
— Nei, hinn daginn.
Hún hefur rétt íyrir sér. Auö-
vitað ætti ég ekki að vera að þess-
um hlaupum. En þetta gera hinir
og ég gæti vel misst af „gati”.
Ég geng upp til min. Ég held
áfram að setja saman yfirlitið
mitt. Klukkan hálf eitt fer ég á
bókasafnið og skipti á timaritum
og vöruskrám.
Ég les kerfisbundið bandarisk
og bresk timarit um byggingar-
efni. Ég fer yfir allt sem hér er og
þegar ég hef tima fer ég á Lenin-
bókasafnið eða tæknibókasafnið.
Ég er ánægð yfir þvi að ég tók
ensku alvarlegum tökum þegar i
skóla. Eftir nokkra tima vinnu er
blátt áfram hvild i þvi að fletta
timariti i kortér. Ég sýni Ljúsu
Markoruan og Jakob Petrovitsj
allt sem getur komið sér vel fyrir
rannsóknastofuna okkar.
1 dag skoða ég „byggingarefni-
68” á bókasafninu, nýtt heft af
timariti sem flytur yfirlitsgreinar
og fletti vöruskrá bandarisks
firma.
Ég lit á klukkuna, hana vantar
fimm minútur i tvö. Ég hef
gleymt að leggja fram innkaupa-
pöntun. Ég hleyp yfir á okkar
stofu og er þar þá allt i einu fullt
af fólki. Fundur eða hvað? Hef ég
gleymt einhverju?
— Við getum spurt Olgu Voron-
kovu af hvaða hagsmunum hún
hafi látið stjórnast, segir Sergé-
évan við Zlnaidu Gústavovnu.
Ég sé það á þeim, að þær eiga i
æstrikappræðu. Um mig? Hef ég
gert mig seka um eitthvað?
— Við vorum að rifast um
þennan spurningalista, segir
Marja Matvéévna. Zinaida spyr,
hvort konan, sovétkonan að sjálf-
sögðu, ætli að láta stjórnast af al-
mennum hagsmunum þjóðarinn-
ar þegar um þaö er að ræða að
eiga börn.
— Og á ég aö leysa vandann?
spyr ég fegin (ég hélt þær væru
að tala um vinnuna).
Að sjálfsögðu er ég æðsti dóm-
ari i barneignamálum og það
finnst mér leiðinlegt.
Auk þess er spurning Zinaidu
heimskuleg, ef að hún væri borin
fram i einlægni. En af þvi við
þekkjum Zínaidu og sifelldan
fláttskap hennar, þá má eins bú-
ast við þvi að hún beri fram
óþægilegar spurningar af ásettu
ráði til að gera okkur gramt i
geði. Sjálf er hún komin úr barn-
eign.
Sjúra útskýrði fyrir mér, að
rætt sé um fimmtu spurninguna:
Ef þér eigið ekki börn af hvaða
ástæðu er það: heilsufar, lifskjör,
persónulegar ástæður o.fl. (strik-
ið undir það rétta). Ég skil ekki,
um hvað er hægt að tala, þegar
hver og ein getur visað frá sér
spurningunni meö „persónulegar
ástæður”. Ég hefði reyndar
undirstrikað „og aðrar”. En allar
hafa fengið áhuga á fimmtu
spurningu, þeim barnlausu finnst
að það sé verið að troða þeim um
tær.
Alla hefur sagt, að spurningin
sé fram úr hófi ósmekkleg. Og
Sjúra bætir við:
— Ekki lakari en spurningalist-
inn i heild.
En Ljúsa ljóshærða tekur upp
þráðinn frá þvi I gær (hver á að
uppfylla jörðina?) og tekur upp
hanskann fyrir spurningaskrána:
— Við verðum að finna leið út
úr þessari alvariegu og hættulegu
mannfjölgunarkreppu.
Lidia, keppinautur minn um
stöðuna sem er laus, segir:
— Látum þær giftu sigrast á
kreppunni.
Varvara Petrovna, kona vel-
viljug, andmælir:
— Ef vandamálið hefur al-
menna þýðingu þá má segja að
það komi öllum við ... fram að
vissum aldri.
Dökkhærða Ljúsa ypptir öxl-
um:
— Getur það borgað sig að rif-
ast út af jafn vonlausum hlut og
þessum spurningalista?
Ljúsa segir, að þeir sem settu
listann saman stingi upp á per-
sónulegum ástæðum fyrir þvi að
konur eigi ekki börn. Þar með
viðurkenni þeir, að hver fjöl-
skylda sem á börn láti stjórnast
af persónulegum hugmyndum og
að þvi muni það ekki takast „að
hafa áhrif á þessar hugmyndir
með fólksfjölgunarrannsóknum”.
— Þú gleymir „efnahags-
ástæðum” fyrir barnleysi, segi
ég-
Maria Matéévna þolir ekki
þetta tal: Það hefur geysimikið
átak verið gert hjá okkur til að
frelsa konurnar undan oki þeirra
og það er engin ástæða til að efast
um að reynt verður að gera enn
meira, segir hún.
— 1 Frakklandi borgar rikið
vissa upphæð með hverju barni.
Kannski er það áhrifameira en
allir heimsins spurningalistar,
segir dökkhærða Ljúsa.
— Borgar? Eins og á svinabúi,
segir Alla Sergéévna og geiflar
sig af andúð.
— Hvað þið getið látið út úr
ykkur, segir M.M. og um leið
kallar Ljúsa hvellum rómi:
— Hvað finnst ykkur svin og
hvað manneskjur?
— Þetta er i Frakklandi, þar er
kapitalismi, segir Lidia og yppir
öxlum.
Mér er farið að leiðast þetta. Ég
er svöng. Það er kominn timi til
að einhver „fjölskyldumóðir”
geri innkaup. Og á ég aldrei að fá
tima til að greiða mér? Ég lyfti
hendi og set mig i stellingar:
— Félagar. Heyrið margra
barna móður. Ég fullvissa ykkur
að ég hefi átt tvö börn eingöngu af
samfélagslegum áhuga. Ég hvet
ykkur allar til að keppa við mig
og vona að þið farið fram úr mér
bæði að gæðum og magni. En nú
bið ég ykkur aðeins um smá
brauöbita.
Ég hélt að ég gæti fengið þær til
að hlæja og hætta. En ein móðg-
ast og sannkallaö rifrildi sækir i
sig veðrið. Eitraðar athuga-
semdir fara um salinn, þær brýna
raustina og yfirgnæfa hver aðra:
Einstök tilsvör heyrast: stórmál
eru höfð i flimtingum ... ef að
dýrslegar hvatir skyggja á skyn-
semina .... barnlaust fólk er
eigingjarnt allt saman...menn
eyðileggja sitt eigið lif..... taka að
sér að fjölga fólkinu af frjálsum
vilja...en hver á að borga eftir-
launin ef að fólksfjölgunin er of
lítil...engin er sönn kona nema
hún hafi átt börn ..
í þessari ringulreið heyrast
tvær algáðar raddir. Maria
Matvéévna segir reiðilega að
þetta sé ekki umræða heldur
gauragangur eins og á markaði.
Og Varvara Petrovna segir ró-
lega: Af hverju æsið þið ykkur
svona upp, þegar öllu er á botninn
hvolft hefur hver og ein kosið sér
hlut.
Oldurnar hefur lægt þegar litil
og fingerð sál Zinaidu brýst út:
Það er rétt að við höfum sjálfar
valið, en hvað þýðir það, þegar
við erum neyddar til þess aö taka
annað hvort vaktir eða að enda-
sendast um landið og skoða allar
mögulegar verksmiðjur eða fara
á þýðingarmiklar ráðstefnur —
allt þetta kemur inn i dæmið.
Þar með var lokið okkar
kvennahjali um spurningalista og
barnsfæðingar. Og nú sá ég allt i
einu eftir þvi, að tækifæri var
gengið okkur úr greipum til að
tala saman i alvöru um merka
hluti.
A leiðinni heim hugsaði ég um
þau orð sem féllu um að „við höf-
um sjálfar kosið okkur hlut”. Er
val okkar frjálst i raun? Ég man
vel hvernig það vildi til, að við
eignuðumst Gúlju.
Aubvitað vildum við ekki annað
barn. Kotja var ekki orðin hálfs
annars árs þegar ég komst að þvi
að ég var ófrisk aftur. Heimurinn
hrundi saman yfir mig og ég grét.
Ég pantaði fóstureyð-
ingu. En mér leið öðruvisi og
miklu betur en þegar ég gekk með
Kotju. Þetta sagði ég við mér
eldri konu sem sat á móti mér á
ráðleggingarmiðstöðinni. Hún
sagði strax að þetta væri ekki af
þvi, að ég gengi með annað barnið
heldur af þvi að það yröi telpa. Ég
stóð upp og fór. Þegar ég kom
heim sagði ég við Dimu: Það
verður stelpa og ég vil ekki
fóstureyðingu. Hann brást gram-
ur við, sagði ég ætti ekki að hlusta
á svona kerlingaþvaður og reyndi
að fá mig til að breyta um skoðun.
En ég trúði þvi að það yrði telpa
og tók að sjá hana fyrir mér —
ljóshærða og bláeyga eins og
Dima (Kotja er dökkhærður og
móeygur eins og ég). Ég sá hana
hlaupa i stuttu pilsi og hrista
flétturnar. Dima reiddist þegar
ég sagði honum frá þessum sýn-
um og við rifumst.
Fresturinn til að fá fóstureyð-
ingu var að renna út. Við gerðum
upp reikninga. Ég get ekki drepið
dóttur rnina bara af þvi að með
henni verður lifið dálitið erfiðara,
sagði ég og fór að gráta. Vertu
ekki að skæla, bjáninn þinn,
blessuð fæddu þetta barn úr þvi
þú ert svona heimsk, það verður
annar strákur, vertu viss. — Hér
þagnabi Dima, horfði lengi á mig
þegjandi og tók ákvörðun: „Við
skulum eiga þetta barn og svo
ekkertmeira rifrildi og væl. Hann
faðmaði mig að sér og sagði það
væri heldur ekkert á móti þvi að
eignast annan strák, þá fengi
Kotja félagsskap. Svo fæddist
Gúlja, fallegasta vera á jarðriki
og hún var svo lik Dima að það
var blátt áfram spaugilegt.
Ég neyddist til að hætta að
vinna I verksmiðju þar sem ég
hafði unnið aðeins hálft ár. (Ég
hafði setið heima i heilt ár út af
Kotja og var næstum þvi búin að
missa prófskirteinið mitt). Dima
fékk sér aukavinnu við kvöld-
kennslu i iönskóla. Aftur þurftum
við að spara hvern eyri, lifa á
þorski, hrisgraut og tepylsu. Ég
skammaði Dima út af pakka af
dýrum sigarettum. Dima kenndi
mér um að hann gæti aldrei sofið
út. Við sendum Kotju aftur á
vöggustofu, en hann var alltaf
lasinn og var heima samt sem
áður mestallan timann.
Hafði ég kosið mér þennan,
hlut? Nei, auðvitað ekki-
Er ég að kvarta? Nei, nei, mér'
þykir vænt um þau þessa litlu
óþekktarorma.
Ég flýti mér heim til.þeirra. Ég
hleyp, taskan með matnum slæst
I sifellu utan i hnén á mér.Eg verð
að ná strætisva*ninum, og min
klukka er þegar orðin sjö. Nú eru
þau komin heim. Bara að Dima
láti þau nú ekki belgja sig út af
brauði, bara að hann muni að
setja kartöflurnar yfir.
Ég stytti mér leið yfir lóðina,
hleyp upp tröppurnar og eins og
ég brjóst við sitja þau bæði með
brauðvita.
Dima hefur gleymt sér yfir
tækniriti. Ég kveiki á öllum hön-
um, set yfir kartöflur og mjólk,
teketil og hendi kjötbollunum á
pönnuna. Við borðum tuttugu
minútur yfir sjö.
Við borðum mikið. Þetta er
fyrsta eiginlega máltið dagsins
fyrir mig. Dima verður aldrei
saddur af þvi sem hann fær i mat-
stofunni. Og hver veithvað börnin
hafa fengið.
Þau eru dösuð eftir máltiöina,
sitja með hönd undir kinn og þung
augnalok. Ég snara þeim fram á
bað til að þvo þeim undir heita
krananum og koma þeim i rúmið.
Þau eru sofnuð klukkan niu.
Dima sest aftur við borðið.
Honum finnst gott að drekka sitt
te i ró og næði, kikja i blað og lesa,
En ég þvæ upp og á eftir þvæ ég
barnaföt. Svo lappa ég upp á bux-
urnar hans Kotja. Ég tek til fötin
fyrir morgundaginn. Og nú kem-
ur Dima með frakkann sinn, aftur
hefur slitnað af honum hnappur i
neðanjarðarstöðinni. Ég á eftir að
þurrka leirtauið og tæma rusla-
fötuna. Það er verk Dimu.
Loks er allt búið og ég fæ mér
steypibað. Það geri ég á hverju
kvöldi, þótt ég sé að hniga niður.
Ég fer i rúmið klukkan tólf. Dima
hefur búið um okkur á sófanum.
Svo fer hann fram á bað. Ég er
búin að loka augunum þegar ég
man eftir þvi að ég hafði ekki
heldur i dag saumað lykkjuna á
beltið mitt. En það er ekkert sem
nú gæti dregið mig fram úr rúm-
inu.
Tveim minútum siðar er ég
sofnuð. Ég heyri I svefni að Díma
fer i rúmið, hann spyr um eitt-
hvað en ég get ekki svarað og ég
get ekki svarað kossi hans, þegar
hann kyssir mig.
Dima trekkir upp vekjara-
klukkuna. Eftir sex tima fer sú
vitisvél i gang ...
Framhald næsta dunnudag.