Þjóðviljinn - 13.03.1975, Síða 1
DJOÐVIUINN
Fimmtudagur 13. mars 1975 —40. árg. 60. tbl.
IÍTVARPS-
UMRÆÐUR
Að kröfu Alþýðubandalagsins
mun verða útvarpað almennum
stjórnmálaumræðum frá alþingi
næstkomandi fimmtudag þann 20.
mars.
Flugleiðir staðfestu í
fréttatilkynningu sem send
var til blaðanna í fyrra-
kvöld að fyrirtækið færi nú
fram á ríkisábyrgð upp á
2,2 miljarða íslenskra
króna, vegna kaupa á
tveimur þotum sem Loft-
leiðir hafa haft á leigu
undanfarin ár.
Þessi ósk Flugleiða um rikisá-
byrgð er löngu fram komin, en
rikisstjórnin treysti sér ekki til
þess að gera tillögu um hana við
afgreiðslu fjárlaga i vetur. Hins
vegar munu einstakir ráðherrar
hafa heitið forráðamönnum Flug-
leiða þvi að rikisábyrgðin yrði
veitt er þar að kæmi.
I frétt i Morgunblaðinu i gær
kemur fram að Flugleiðir fara
fram á liðlega einn miljarð i
rikisábyrgð vegna rekstrarlána.
Blaðafulltrúi fyrirtækisins fékkst
ekki til að staðfesta þessa frétt er
Þjóðviljinn sneri sér til hans i
gær. Visaði hann öllum spurning-
um frá sér til blaðamannafundar
er forráðamenn Flugleiða boða til
á morgun, föstudag, til þess að
skýra fjárhagsstöðu fyrirtækj-
anna.
Hins vegar kemur talan, 3 milj-
arðar rúmir, sem Morgunblaðið
nefnir, heim og saman við þær
upplýsingar, sem Þjóðviljinn
birti um þessi efni i desember-
mánuði sl.
Stærsta rikisábyrgð
Harald Andrésson hjá Rikisá-
byrgðasjóði sagði i gær að hér
myndi vera um að ræða stærstu
upphæð sem einkafyrirtæki hefði
farið fram á að rikissjóður á-
byrgðist. Neitaði hann að svara
öllum frekari spurningum um
þetta mál.
Þjóðviljinn telur liggja beint
við, að þegar farið er fram á siika
úriausn hijóti rikið að krefjast
aukinnar ihlutunar uin rekstur
fyrirtækjanna, Flugleiðir hf., og
að fráleitt sé ineð öllu að veita
þannig rikisábyrgð án þess að
krefjast yfirráðaréttar i staðinn.
Má i þvi sambandi minnast á að i
Bretlandi hafa þær reglur verið i
gildi að fjárhagsstuðningur við
einkaaðila komi aðeins til greina
að vissu marki: siðan taki við
eign opinberra aðila samfara
aukningu fyrirgreiðslu.
Nógþróar-
rými segja
sjómenn
Staðreynd að
þróarrými er ekki
fullnýtt
á Faxaflóahöfnum
Það er staðreynd að nokkut
mikið þróarrými er ónotað í
Faxaflóahöfnum, til að mynda i
Akranesi og i örfirisey, svo dæm
sé nefnt. Sjómenn á loðnubátun
um eru gramir yfir þessu, þegai
þeir þurfa að biða i allt að þrjá
sólarhringa eftir löndunum.
Gylfi Þórðarson formaður
loðnunefndar staðfesti að þetta
væri rétt. Hann sagði að þróar-
rýmið væri ekki fullnýtt á öllu
Faxaflóasvæðinu eins og verið
hefði undanfarin ár. Astæðan er
sennilega sú að loðnan sem nú er
verið að veiða er orðin mjög léleg
og um það bil að drepast, þannig
að geymsluþol hennar er ekki
mikið.
Þetta sagði Jónas Jónsson
framkvæmdastjóri Sildar og
fiskimjölsverksmiðjunnar i
Reykjavik, einnig. Jónas viður-
kenndi að i örfirisey hefði ekki
verið tekið á móti eins miklu
magni og þróarrými leyfði und-
anfarið, vegna þess hve léleg
loðnan væri sem bátarnir kæmu
með.
1 mörgum tilfellum væri hún
orðin 3ja sólarhringa gömul þeg-
ar bátarnir kæmu með hana og
eins væri sú loðna, sem veiðst
hefði útaf Garðskaga undanfarna
daga og orðin slöpp. Þessi loðna
hefur ekkert geymsluþol og
myndi aðeins eyðileggjast ef við
fylltum þrærnar hjá okkur af
henni og það er engum til gagns,
sagði Jónas.
Hann bætti þvi við að það myndi
ekki standa á verksmiðjunum i
Reykjavik að taka á móti eins
miklu magni og frekast er kostur
ef það væri góð loðna. —S.dór.
Bræðslan i örfirisey og bátar, sem biða iöndunar. m.a. vegna þess aO
þróarrými á Faxaflóasvæðinu er ekki fullnýtt.
Kjarasamningarnir:
NU REYNIR A
hvort endar nást saman til bráðabirgða
Full ástæða er til að gera ráð
fyrir, að allra næstu daga fáist
úr þvi skorið, hvort samninga-
nefndir verkalýðsfélaganna og
atvinnurekenda komast að
bráðabirgðasamkomulagi um
kjaramálin, sem þá mun vænt-
anlega gilda i 3 mánuði frá 1.
mars til 1. júni. Takist sam-
komulag ekki má vænta laga-
setningar frá rikisstjórninni.
Allra siðustu daga hafa samn-
ingafundir staðið lengur en áður
i þessari samningalotu. í fyrra-
dag hófst fundur með sátta-
semjara klukkan 2 siðdegis og
stóð til klukkan 2 um nóttina. í
gær var svo byrjað á ný klukkan
tvö, og stóð fundur enn þegar
blaðið fór i prentun.
1 gær stóðu mál þannig, að at-
vinnurekendur höfðu hækkað
boð sitt varðandi jafnlaunabæt-
ur i kr. 4.200,- á mánuði (rikis-
stjórnin byrjaði með kr. 3.600.-).
Þá mun rikisstjórnin vera fáan-
leg til að gangast fyrir skatta-
og útsvarslækkun, er nemi i
heild tæplega 2000 miljónum
króna, en slik lækkun mun sam-
svara kringum 6% almennri
launahækkun.
Enn ber mikið i milli i samn-
ingaviðræðunum, og er engan
veginn ljóst, hvort af samning-
um verður. 1 dag heldur Vinnu-
veitendasamband Islands út-
vikkaðan stjórnarfund.
Biðja ríkið að
ábyrgjast
á fjórða
miljarð króna
Forráðamenn
Flugleiða halda
blaðamanna-
fund á morgun
Stærsta
ríkisábyrgð
einkaaðila
Vaka á Siglufirði:
Enga kjarasamninga án vísit. bóta
Fundur, stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs verkalýðsfélagsins
„VÖKU” Siglufirði, haldinn um
siðustu helgi sendi frá sér svo-
hljóðandi ályktun:
„Fundurinn telur það ófrávikj-
anlegt grundvallaratriði að samið
verði um verðlagsbætur á laun,
og að samningar nú án verðlags-
uppbóta, jafnvel þó til skamms
tima séu, komi með engu móti til
greina.
Þá bendir fundurinn á nauðsyn
þess, að verðlagsbætur á laun
verði þær sömu i krónutölu á öll
laun i landinu, og telur að eins og
nú horfir I launamálum, séu slik-
ar verðlagsbætur eina raunhæfa
leiðin til að ná fram þeim launa-
jöfnuði, sem óhjákvæmilegur er,
og allir aðilar i þjóðfélaginu hafa
lýst sig sammála um.
Fundurinn telur, að útgjöld
visitölufjölskyldunnar, eins og
þau eru reiknuð út af Hagstofunni
á hverjum tima, sé réttur grund-
völlur slikra verðlagsbóta.
Fundurinn vill leggja áherslu á,
að ýmis félagsleg og stéttarleg
málefni verkafólks, eru i sliku ó-
fremdarástandi, að það getur
tæpast talist verjandi að ganga til
samninga nema þar verði jafn-
framt ráðin bót á.
Tryggja þarf stjórnunarrétt
verkaíýðsfélaganna á lifeyris-
sjóðum sinum, verðtryggja lif-
eyri sjóðfélaganna, eins og nú er
gert með lifeyri stárfsmanna rik-
isins og breyta reglugerðum sjóð-
anna til samræmis við reglugerð
Lifeyrissjóðs starfsmanna rikis-
ins.
I þessu sambandi vill fundurinn
vekja sérstaka athygli á, að
samningsbundin aðild Vinnuveit-
endasambands íslands að stjórn-
um lifeyrissjóða verkalýðsfélag-
anna, er brot á 67. grein Stjórnar-
skrár islenska lýðveldisins, um
friðhelgi eignarréttarins og að
það er alger óhæfa sem nú við-
gengst að íslendingum sé gróf-
lega mismunað með lögum hvað
viðkemur lifeyrisrétti.
Fundurinn skorar á 9 manna
nefnd ASt, að taka athugasemdir
þær sem hér eru settar fram til
gaumgæfilegrar athugunar áður
en gengið verður til nokkurra
samninga við Vinnuveitendasam-
band tslands og stjórnarvöld”.
Stolin listaverk finnast
Paris 12/2 reuter — Lögreglan i
Paris hefur fundið 14 listaverk
sem stolið var af listasöfnum i
borginni fyrir hálfu ári. Meðal
verkanna eru myndir eftir Cour-
bet, van Dongen, Renoir og
Pissaro. öll listaverkin eru metin
á 2 miljónir franka. Enn eru ó-
fundin nokkur listaverk sem
stolið var við sama tækifæri,
þám. eitt eftir Renoir. Lista-
verkin fundust i leiguibúð i Paris
og var leigjandinn tekinn til yfir-
heyrslu.