Þjóðviljinn - 13.03.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.03.1975, Blaðsíða 12
r JÚÐVIUIM 3 Fimmtudagur 13. inarz 1975. BRETLAND: Sam- komulag við EBE DUBLIN 12/3 reuter — Leiðtogafundur EBE-rikjanna sem hófst á mánudag lauk i nótt umræðum um kröfur breta um nýja skilmála fyrir aðild landsins að bandalaginu. Harold Wilson forsætisráð- herra mun leggja niðurstöður fundarins fyrir stjórn sina á næstunni. Aður en fundurinn hófst hafði náðst samkomulag um allar kröfur bresku stjórnar- innar nema tvær. Þær eru að gjald breta til sameiginlegra sjóða bandalagsins verði lækkað og að þeir fái að halda áfram að flytja inn smjör og osta frá Nýja Sjálandi án þess að leggja á það sömu tolla og önnur bandalagslönd. Fyrri krafa bretanna var rökstudd með þvi að þjóðar- auður þeirra færi minnkandi og þvi yrði aðildargjaldið of hátt eftir nokkur ár. Að sögn reuter fékk Wilson meira fram en hann hafði krafist að þessu leyti. Búist er við að átök verði um þessar niðurstöður innan bresku stjórnarinnar en einnig að þeir Wilson og Callaghan utanrikisráðherra verði ofan á i þeim átökum og að stjórnin muni hvetja þjóðina til að samþykkja áframhaldandi aðild breta að EBE á þessum skilmálum i atkvæðagreiðslu sem fram á að fara i landinu i júni nk. Van- skil togar- anna Vanskil togaranna voru um siðustu áramót 110,3 miljónir við Fiskveiðasjóð og 8,5 miljónir við Byggðasjóð. Þetta kom fram i svari sjávarútvegsráðherra á alþingi i gær i fyrirspurnatima alþingis. Þá eru ekki taldar vanskila- skuldir stærri togaranna við Rikisábyrgðarsjóð. Fiskveiða- sjóður hefur lánað til 30 togara, þar af er 21 i vanskilum. Atta skip eru svo óafgreidd hjá Fiskveiða- sjóði varðandi lán. Vanskila- skuldir togaranna hjá Fiskveiða- sjóði um áramót skiptast þannig á kjördæmi: Reykjavik 5,8 miljónir, Vesturland 4,7 miljónir, Vestfirðir 8,7 miljónir, Norðurland vestra 43,3 miljónir, Norðurland eystra 22,7 miljónir (Reykjanes ekkert). Alls rúmar 110 miljónir. Vanskilaskuldir togaranna við Byggðasjóð voru alls 8,5 miljónir og skiptust á 4 kjördæmi: Vestfirðir 2,5 miljónir, Norðurland vestra 3,9 miljónir, Austurland 0,8 miljónir, og Reykjavik 1,3 miljónir. Ráöherrann sagði, að þeir sem fá lánsloforð nú um stofnlán hjá Fiskveiðasjóði mættu búast við að fá ekki greitt fyrr en á næsta ári, vegna greiðsluerfið- leika sjóðsins. Eigið ráðstöfunar- fé er 900 miljónir króna. PORTUGAL: Byltingarráð og breytt stjórn Lissabon, Madrid, Washington 12/3 rcuter ntb — 200 fulitrúar Herjahreyfingarinnar i Portúgal ákváðu á fundi slnum i nótt að stofnað skyldi byltingarráð hers- ins og að breyta skipan stjórnar- innar. Jafnframt hófust i dag handtökur ýmissa fylgismanna Spinola. Yfir 60 manns sem grunaðir eru um aðild að valdaránstilrauninni voru handteknir i dag. t þeim hópi voru m.a. margir af nánustu samstarfsmönnum Spinola og 7 stjórnarmenn eins stærsta banka landsins. Búist er við að fleiri handtökur muni fylgja I kjölfarið. Spinola var i nótt opinberlega sviptur stöðu sinni innan hersins og sama gildir um þá 18 herfor- ingja sem fylgu honum á flóttan- um til Spánar. Þeir eru enn i haldi á herflugvellinum i Badajoz sem er rétt við landamæri Portúgals. Diplómatar i Madrid sögðu i dag að spænska stjórnin væri andsnú- in þvi að veita þeim landvistar- leyfi þar sem slikt kynni að túlk- ast sem ögrun i Lissabon. Ekki er vitað nákvæmlega hvert verður hlutverk byltingar- ráðsins en i yfirlýsingu fundarins i nótt segir að hlutverk þess sé að leiða byltinguna i landinu. Breyt- ingin á stjórninni á hins vegar að gera hana hæfari til að fram- fylgja stefnu Herjahreyfingar- innar. Almennt telja fréttamenn þessar breytingar boða aukna þátttöku hersins i stjórnmálalif- inu. Hins vegar hefur verið sagt að kosningar þær sem fram eiga að fara 12. april muni verða haldnar. Saraiva de Carvalho hershöfð- ingi hélt i nótt fund með frétta- mönnum þar sem hann sagði að sendiherra Bandarikjanna, Frank Carlucci, væri hollast að hypja sig úr landi eftir atburðina i gær. Hann gæti átt ýmis „óþæg- Þingflokkur ihaldsins klofnar í afstöðu til r æk j umálsins sem Sverrir Hermannsson hafði kallað „þingflokksfrumvarp sjálf - stœðismanna ?? 1 gær fór fram fyrsta atkvæða- greiðslan á þingi um hið mikla viðkvæmnismál sjálfstæðisþing- manna, frumvarpið um sam- ræmda vinnslu sjávarafurða, sem nefnt hefur verið „rækju- frumvarpið” vegna tengsla þess við rækjumálið á Blönduósi. Hugsjónamenn „einkafram- taksins” i Sjálfstæðisflokknum klufu sig frá flokksforystunni, sem aftur lagði mikla áherslu á samþykkt þess. Ellert Schram, Guðmundur H. Garðarsson, Pálmi Jónsson, svo og Guðlaugur Gislason úr Vestmannaeyjum, greiddu atkvæði gegn frumvarp- ínu, en aðrir sjálfstæðismenn með, að Ingólfi á Hellu þó undan- skildum sem sat hjá. 1. grein frumvarpsins var sam- þykkt að viðhöfðu nafnakalli með 29 atkvæðum gegn 8,1 sat hjá og 2 voru fjarstaddir. Auk greindra sjálfstæðismanna voru á móti frumvarpinu allir alþýðuflokks- mennirnir i neðri deild og Lúðvik Jósepsson. Svipuð hlutföll voru i öðrum atkvæðagreiðslum og var frum- varpinu visað áfram til þriðju umræðu i neðri deild. Var ekki laust við að nokkur feginleiki lýsti sér i ásjónu Matthiasar Bjarna- sonar sjávarútvegsráðherra að atkvæðagreiðslu lokinni. SÍÐUSTU ÍÞRÓTTAFRÉTTIR: Víkingur íslandsmeistari Víkingur varð islands- meistari 1975 i handknatt- leik í gærkvöldi þegar lið- ið sigraði Val með 13 mörkum gegn 11. Leikurinn var nokkuð harður, varnarleikur beggja liðanna mjög góður, en markvarslan réði úrslitum, hún var betri hjá Viking. Vikingur hafði yfirhöndina allan leikinn utan þrisvar sinn- um að Val tókst að jafna. Sigur Vikings vgr fyllilega verðskuld- aður, þar eð liðið sýndi betri leik allan leiktimann út i gegn. Þess má að lokum geta að þetta er i fyrsta sinn sem Vik- ingur vinnur Islandsmeistara- titilinn i meistaraliðsflokki karla i handki.attleik. Sdór. Alþýðubandalagið Stofnfundur annarar deildar Stofnfundur annarar deildar Aiþýðubandalagsins I Reykjavlk, Austur- bæjar- og Sjómannaskólahverfi. Fundarstaður: Hótel Esja. Fundartimi: Nk. mánudag 17. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1. Þröstur ólafsson, form. ABR. kynnir nýja reglu- gerð fyrir félagsdeildir Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik. '2. Kosning stjórnar. 3. Ragnar Arnalds ræðir um stjórnmála- ástandið og svarar fyrir- spurnum. Félagar fjölmennið og takið Þröstur Ragnar með ykkur nýja félaga. indi” i vændum og stjórnin gæti ekki ábyrgst öryggi hans. Banda- riska utanrikisráðuneytið svaraði þessu i dag með þvi að itreka að Bandarikin hefðu hvergi komið nærri uppreisnartilrauninni i gær og sagði að sendiráð Portúgals i Washington hefði lýst þvi yfir að ekki þyrfti að óttast um öryggi sendiherrans. Hópar vinstrisinna réðust I gærkvöldi á höfuðstöðvar kristi- legra demókrata og miðdemó- krata i Lissabon og Oporto og unnu á þeim ýmsar skemmdir. 1 dag réðust þeir einnig inn i hús Spinola I Lissabon. Þar unnu þeir ýmsar skemmdir á húsbúnaði en höfðu húsgögn og aðra muni á brott með sér og kváðust ætla að nota þær i skrifstofum samtaka sinna. Hermenn stóðu yfir þeim Spinola: flúinn til Spánar og sviptur völdum og mannvirðing- um. meðan á þessu stóð en höfðust ekki að. Að minnsta kosti einn hermað- ur féll i átökunum i gær og 10 særðust. I dag var allt með kyrr- um kjörum i landinu en hermenn i skriðdrekum héldu vörð um flug- velli stærstu borga, þ.á.m. Lissa- bon og Oporto. Þeir voru þó opnir fyrir umferð i dag. Amerísk HRÍSGRJÓN ( Kiviana) RIVER hrísgrjón þekkir húsmóöirin og veit hve hagkvæm þau eru, sérstaklega í grauta. RIVIANA býöur nú einnig: AUNT CAROLINE hrisgrjón, sem eru vitamínrik, drjúg, laus í sér, einnig eftir suöu og sérstaklega falleg á boröi. SUCCESS hrísgrjón koma hálfsoöin i poka, tilbúin í pottinn. RIVER brún hýöishrísgrjón holl og góö. FLUFFY wHlTE NETWT. 32 OZ.(2LBS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.