Þjóðviljinn - 13.03.1975, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. marz 1975.
Blindingsleikur
Ekki væri óeðlilegt að fólk færi
að velta þvi fyrir sér hvort búið sé
að koma fyrir ætternisstapa full-
trúanum, eða hvað hann nú
nefndist, sem var með málið sem
mest var rætt um fyrr i vetur, slik
alger þögn er yfir þvi, og stingur
mjög i stúf við það sem áður var.
Hér er átt við þegar maðurinn
hvarf af mannavöldum að sögn
lögreglu. Ekki vantaði að lög-
reglan virtist mjög starfsglöð i
fyrstu, hugsaði allt upphátt og
lýstiþvi næstum daglega hvernig
málið stæði, lýst var eftir bifreiö-
um og mönnum dag eftir dag, og
hefur liklega hvorugt gefið sig
fram. Svona gekk þetta langan
tlma, eða þar til allt i einu varð
þögn — alger þögn. Nú gæti
manni dottið i hug að talfærin i
fulltrúanum hefðu bilað i öllu
málæðinu, eða að einhverjum
hafi tekist að reka svona kirfilega
upp i hann að hann fái ekki tungu
hrært siðan.Sú skýring gæti verið
á þögninni, að breytt hafi verið
um aðferð. Kannski er lögreglan
einmitt nú að læðast i kring um
sökudólgana og vonandi ekki
bundið fyrir augu eins og i blind-
ingsleik, þar sem þeir sem leitað
er að geta skotist úr einum stað i
annan, heldur með galopnum
augum. Kannski er hún núna búin
að finna bilinn og er þá liklega að
skafa nýju málninguna ofanaf
þeirri gömlu, til þess að sjá þann
lit. Skeð gæti að þá færi að setja
hroll að leirfinni i leðurjakkan-
um, og hefði mátt vera fyrr.
0@§@[IQ(3Qfl[P
Húsaleiga á
ekki að hœkka
Vinsamlegast upplýsið eftir-
farandi:
Fjórar fjölskvldur eiga þann 15.
mai n.k. aö greiöa fyrirfram
húsaleigu (samkv. skriflegum
húsaleigusamningi) fyrir eitt ár
eða til 15. mai 1976.
Nú fékkst íbúðin ekki á leigu
meö öörum skilmálum en þcim að
leigutaki greiddi 20 þúsund
krónur á mánuöi i leigu fyrir tólf
mánuði (allt árið) i einu fyrir-
fram.
I 1 leigusamningnum er einnig
ákvæöi um aö húsaleigan skuli
hækka í samræmi viö hækkun
visitölu byggingarkostnaöar: Og
nú er spurningin;
1. Hvaö á hver fjölskylda aö
greiöa mikla húsaleigu frá
15/5. 1975 til 15/5. 1976, miöaö
viö kr. 20.000,- leigu á mánuöi
frá 15/5. 1974 til 15/5. 1875 þegar
vfsitölu byggingarkosnaðar
hefur verið bætt ofaná?
2. Má húsaleiga hækka sem þessu
nemur? Nær ekki veröstöövun
til húsaleigu?
Mcö þakkiæti fyrir greinagóöar
upplýsingar.
Fjölskyldufaöir
Við bárum þessar spurningar
undir Björgvin Guðmundsson,
starfsmann i viðskiptaráðu-
neytinu, og sagði hann að verð-
stöðvun næði skilyrðislaust til
húsaleigu. Auk þess er nú aflagt
að miða húsaleigu við byggingar-
visitölu, en hins vegar var hún
miðuð við visitölu húsnæðis-
kostnaöar fyrir það, að verð-
stöðvun tók gildi.
Þvi verður það úr, að við
reiknum ekki dæmið, þvi ólöglega
er að málinu staðiö, og leigan á að
vera óbreytt allan leigutimann.
—úþ
togarinn
Meðan
er í lagi
Þorsteinn Bjarnason,
einn af þremur hrepps-
nefndarmönnum Al-
þýðubandalagsins á Fá-
skrúðsfirði, var á ferð i
Reykjavik fyrir
skömmu, og Þjóðviljinn
náði sem snöggvast tali
af Þorsteini, rétt i þann
mund sem hann fór aft-
ur.
Alþýðubandalagið
bauð i fyrsta sinn fram á
Fáskrúðsfirði i siðustu
sveitarstjórnarkosning-
um, og kom út sem sig-
urvegari, fékk þrjá
menn kjörna af sjö, en i-
haldsflokkarnir samein-
uðust gegn Alþýðu-
bandalaginu, Framsókn
(2 menn), og Sjálf-
stæðisflokkur (2 menn),
mynduðu meirihluta. Nú
endurspeglast stjórna-
hættir hægristjórnarinn-
ar i ihaldsmeirihlutan-
um á Fáskrúðsfirði.
œtti
atvinna
á Fáskrúðs-
firði
að vera
sœmileg
Þeir eru Sturlaugur AK 7, sem
fjórir útgerðarmenn á staðnum
keyptu saman og svo Þorri ÞH,
en Kaupfélagið keypti hann. Þá
má og nefna Hilmi, sem gerður er
út frá Fáskrúðsfirði, en sá bátur
stendur sig nú með ágætum á
loönumiðunum.
Við spurðum Þorstein Bjarna-
son um atvinnuástandið á Fá-
skrúðsfirði:
Þorsteinn sagði að nokkuð
margir hefðu verið á atvinnuleys-
isskrá i vetur, jafnt karlar sem
konur, og mætti m.a. kenna það
ástand þvi, að skuttogari fá-
skrúðsfirðinga, Ljósafell SU 70
var bilaður eftir áramótin,
byrjaði ekki að draga björg i bú
fyrr en nokkuð löngu eftir
áramót.
Eftir a.ð skuttogarinn komst
aftur I gagnið og bátar fóru að
koma með loönu til frystingar,
hefur atvinna verið dágóð, aðal-
lega hjá Pólarsild h.f., en það
frystihús er nýlega uppgert.
Frystihús Kaupfélagsins er hins-
vegar ekki með i leiknum sem
stendur, þvi nú er verið að fremja
á þvi miklar endurbætur.
Tveir nýir bátar bættust i flota
þeirra á Fáskrúðsfirði i haust.
10 timar á dag,
helst meira...
Við spurðum Þorstein hve mikil
vinna teldist góð vinna á Fá-
skrúðsfirði.
„Tiu timar á dag, helst meira,
og svo vinna um kvöldin og helgar
— það er góð atvinna”.
Sækir fólk núna austur i vinnu?
„Nei. Það er ekki skortur á
fólki, og á meðan fiskur fæst,
meöan skuttogarinn bilar ekki, þá
ætti að vera næg vinna fyrir
heimanenn”.
Fleira að gera en fiskvinnslan?
„Iðnaðarmenn hafa nú atvinnu
við byggingu nýrrar dráttar-
brautar fyrir Kaupfélagið. A Fá-
skrúðsfirði er lika trésmiðaverk-
stæði sem smiðar m.a. nýja báta,
gerir við báta. Þá má nefna vænt
anlega barnaskólabyggingu og
sex ibúða verkamannabústaö.
Helst er að það vanti ýmsan létt-
an iðnað heima. Það er þar rör-
steypa og Trésmiðja Austur-
lands, en það vantar störf fyrir
roskið fólk.”
Ibúum á Fáskrúðsfirði hefur
aðeins fjölgað siðustu árin, nú eru
þar búsettir um 745 manns.
Húsnæðisskortur
Ungu fólki hefur reynst erfitt að
finna sér húsnæði, hafi það viljað
setjast að á Fáskrúðsfirði, og er
veruleg þörf fyrir þær sex ibúðir
sem verða i verkamannabústaðn-
um. Bygging þess húss er nú
komin á lokastig, umsóknir hafa
borist um allar ibúðirnar sex, en
enn hefur ekki öllum ibúðunum
sex verið úthlutað”.
Hvað með barnaskólabygging-
una?
„Gamli barnaskólinn er fyrir
löngu orðinn of litill, það verður
varla annaðsagten að sú bygging
sé gjörnýtt, og nú er kennt i fé-
lagsheimilinu lika.
1972 var byrjað á nýjum barna-
skóla I þorpinu, sá skóli er byggð-
ur með tilliti til nýju grunnskóla-
laganna, verður þvi bæði barna-
og gagnfræðaskóli. Nú — við á
Fáskrúðsfirði höfum oft haft á-
stæðu til að vera stolt af þeim i-
þróttamönnum, sem að heiman
hafa komið og getið sér gott orð á
landsmælikvarða. Iþróttaáhugi
hefur jafnan verið mikill heima.
Við vonum að brátt risi iþrótta-
hús, amk. iþróttavöllur — og sú
von ætti ekki að þurfa að vera út I
bláinn, þvi að þegar gamli spari-
sjóðurinn var lagður niður, þá gaf
hann þrjár miljónir króna sem
verja skyldi til gerðar iþrótta-
mannvirkis.”
Og það sakar kannski ekki að
geta þess, að einn sá iþróttamað-
ur, sem þeir á Fáskrúðsfirði
fylgjast með af hve mestum á-
huga, er lyftingakappinn Skúli
Óskarsson, sem annað veifið
kemur i sjónvarpið til að setja
met.
„Skúli er gott dæmi um af-
sprengi iþróttaáhugans á Fá-
skrúösfirði”, sagði Þorsteinn
Bjarnason.
12 leiguibúðir
á fimm árum
Þótt nú sé erfitt ástand i hús-
næöismálum á Fáskrúðsfirði, ætti
eitthvað að rætast úr með ibúðun-
um sex i verkamannabústaðnum.
Þær ibúðir leysa hinsvegar ekki
vanda aðkomufólks, fólks sem
hugsanlega ætlar að setjast að i
byggðinni, og þarf þvi hús. Þvi
hefur verið áætlað, að reisa 12
leiguibúðir á vegum hreppsins á
næstu fimm árum.
Þorsteinn Bjarnason, Fáskrúðs-
firði.
„Það er brýn þörf fyrir slikar
ibúðir”, sagði Þorsteinn, „Búða-
hreppur á reyndar nokkrar leigu-
ibúðir, en þær eru afskaplega lé-
legar, gott ef ekki heilsuspill-
andi.”
Félagslif og þjónusta
„Fáskrúðsfirðingar hafa farið
mjög varhluta af allri þjónustu-
starfsemi þess opinbera. Það hef-
ur ekki verið Landsbankaútibú
þar fyrr en mjög nýlega og við
sjáum ekki sýslumanninn nema
fjórum sinnum á ári.
Sýsluskrifstofan, handhafi hins
opinbera valds, er svo fjarri, að
horfir til vandræða. Það má t.d.
benda á, að það er stórfelld kjara-
skeröing fólgin i þvi fyrir elli-
launaþega og aðra bótaþega, að
bætur eru aldrei greiddar fyrr en
i lok bótatimabils. Þannig eru
bætur fyrir tímabilið janúar —
mars ekki greiddar fyrr en i lok
mars, og þá orðnar uppétnar i
báli gengisfellinga og verðhækk-
ana.
Þá er þjónusta Pósts og sima
afar slök. Það verður ekki annað
sagt en að þjónusta þessa fyrir-
tækis sé i algjöru lágmarki. Og
það hefur orðið óeðlilegur dráttur
á aö við fengjum sjálfvirkan
sima”.
Og loks spurðum við Þorstein
um félagslifið i Búðahreppi,
„Það er i nokkuð góðu horfi.
Nýlega er t.d. lokið skákmóti, þar
sem Einar Þorbergsson varð
efstur, en Hilmar Gunnþórsson
annar. Bridgemót var haldið,
annað slagið eru hjónaböll, en fé-
lagsheimilið okkar er þvi miður
ekki nógu stórt, skólinn verður
lika að nota það, þar sem hann er
gamall og litill.”
—GG