Þjóðviljinn - 13.03.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Málmblendiverksmiðju mótmœlt:
Útifundur á morgun
Eins og sagt var frá í
blaðinu í gær hefur sam-
starf snef ndin gegn Union
Carbide ákveðið að boða
til útifundar á Lækjar-
torgi um fyrirhugaða
málmblendiverksmiðju í
Hvalfirði á morgun,
föstudaginn 14. mars, kl.
17.00. Á fundinum flytja
ræður fulltrúar borgfirð-
inga, Þorsteinn Vil-
hjálmsson, eðlisfræðing-
ur, og Vigfús Geirdal,
kennari. Fundarstjóri
verður Jón Viðar Jón-
mundsson, búfræðikenn-
ari, Hvanneyri. Sam-
starfsnefndin hefur leit-
ast við að ná sem víðtæk-
astri samstöðu um úti-
fundinn og snúið sér til
ýmissa félaga og sam-
taka með beiðni um
stuðning við fundarmál-
efnið.
Málefnagrundvöllur útifundarins á Lœkjartorgi:
^Enga samnínga við
Union Carbide”
Nú þegar ákvörðunar
um málmblendiverksmiðju i
Hvalfirði er að vænta er vert að
benda á eftirfarandi atriði er
varða þetta mál: Nýting inn-
lendra okrugjafa til orkufreks
iðnaðar i samvinnu við erlend
auðfélög hófst um miðjan sið-
asta áratug. Viðreisnarstjórnin
samdi við Alusviss og Johns
Manville um álverksmiöju i
Straumsvik og Kisilgúrverk-
smiðju við Mývatn. Þessari
stefnu var fram haldið i tið
vinstri stjórnar og næsti áfangi
reyndist vera málmblendiverk-
smiðja i Hvalfirði, sem undirbú-
in var af siðustu rikisstjórn. Að
visu var sá stigsmunur að is-
lenska rikið skyldi eiga meiri-
hluta i verksmiðjunni, orkuverð
endurskoðað með vissu árabili
og verksmiðjan skyldi lúta is-
lenskum lögum.
Sá undirbúningur, sem staðið
hefur i nokkur ár hefur farið
fram að mestu leyti fyrir lukt-
um dyrum. Þannig hefur al-
menningi hvorki gefist kostur á
að fylgjast með þróun málsins
né taka þátt i ákvörðunum um
það. Siðastliðinn mánudag rak
iðnaðarnefnd efri deildar al-
þingis smiðshöggið á leynibrugg
stjórnvalda með þvi að hafna
beiðnum um vistfræðilegar og
félagslegar rannsóknir áður en
ákvörðun yrði tekin, sem ýmis
samtök úr Borgarfirði, Náttúru-
verndarráð og nú siðast Búnað-
arþing höfðu farið fram á.
Þannig hafa viðhorf þess fólks
sem kemur til með að þola ná-
lægð verksmiðjunnar gersam-
lega verið hunsuð.
Þegar rætt er um þær vist-
fræðilegu og félagslegu afleið-
ingar sem verksmiðjur éins og
þessi geta haft i för með sér er
nærtækast að lita til reynslu
okkar af þeirri stóriðju sem
þegar er fyrir hendi i landinu.
Mývetningar hafa kynnst þvi
hvernig ólikir atvinnuhættir og
hugsunarháttur sem fylgt hafa i
kjölfar hennar hafa skipt fólk-
inu i andstæðar fylkingar og ger
breytt öllum samskiptum þess.
Málmblendiverksmiðjan og sú
þjónusta, sem henni verður
samfara hlýtur að kalla á
vinnuafl sitt frá þeim atvinnu-
greinum sem fyrir eru i landinu
einkum sjávarútvegi og land-
búnaði. Hin félagslegu áhrif
munu þvi verða mjög viðtæk og
snerta Borgarfjarðarhérað allt.
Hvað varðar mengun sem
verður töiuverð er erfitt að
dæma um hana þar sem vist-
fræöirannsóknir eru ekki eins it-
arlegar og nauðsynlegt hefði
verið Reynsla annarra þjóða af
verksmiðju af þessu tagi er öll á
einn veg þ.e. neikvæð. Almenn-
ingur hefur komið auga á þessa
augljósu staðreynd og varað við
henni, þó hefur hún ekki orðið
islenskum stjórnvöldum viti til
varnaðar.
Auðfélagið Union Carbide er
einn aðalviðskiptavinur banda-
riska hérsins og einn helsti
framleiðandi eiturvopna, sem
sá her beitti i Vietnam. Þetta
auðfélag, sem islenska rikið
ætlar nú að taka upp samstarf
við, einokar 70% sölu alls
málmblendis sem framleitt er I
heiminum og getur þess vegna
ráðið þvi sem það vill I „sam-
starfinu”. Meirihlutaeign is-
lenska rikisins i verksmiöjunni
sjálfri breytir þar engu um. Sú
stefna að hleypa erlendum auð-
félögum inn I landið með starf-
semi sina og gera Islenskt at-
vinnulif að hlekk i framleiðslu-
keðju þeirra hlýtur að veikja
aðstöðu verklýðs bæði hvað
varðar baráttu hans fyrir bætt-
um kjörum og þjóðfélagslegum
áhrifum.
Ýmsum mun finnast að nú sé
of seint að blása til aðgerða
gegn málmblendiverksmiðj-
unni. Það má til sanns vegar
færa en seinagangurinn á meðal
annars rætur að rekja til þess
leynimakks sem einkennt hefur
framgang þessa máls. Þvi riður
á að krefjast allra gagna og á-
kvarðanir séu teknar með vit-
und og vilja fólksins i landinu.
Jafnframt þarf framkvæmd
þessa máls að verða vlti til
varnaðar og lærdómur fyrir Is-
lenska alþýöu I framtiðinni en
miklar áætlanir eru nú uppi um
uppbyggingu stóriðju i landinu i
samstarfi við erlend auðfélög.
Þess vegna krefjumst viö:
1. Enga samninga við Union
Carbide.
2. Opnar umræöur um allar
stóriðjuáætlanir á íslandi.
3. Rannsóknir á vistfræðileg-
um og félagslegum áhrifum áð-
ur en stóriðjuver eru reist.
4. Engar ákvarðanir án
stuðnings almennings.
Útkjálkamenn þinga hér
— Ráðstefna ungmenna um vandamál jaðar-búa
Ungt fólk, sprottið upp i svo-
kölluðum jaðarbyggðum i Norð-
urálfu, Græniandi, tsiandi, Fær-
eyjum, Noröur-Noregi og reyndar
miklu viðar að situr nú ráðstefnu
hér i Reykjavik og ræðir um
vandamál þjóðflokka sinna og
byggöa.
Ráðstefnan hófst á Hótel Loft-
leiðum á sunnudaginn var, og
henni lýkur i kvöld.
Það er Æskulýðssamband ís-
lands sem stendur fyrir þingi
þessu, og nýtur til þess fjárstuðn-
ings frá Sameinuðu þjóöunum.
Þingfulltrúar, sem eru um 50
talsins, fóru i gær og sáu sýningu
á Inúk — sýninguna sem nokkrir
leikarar Þjóöleikhússins og fleiri
ÖKUKENNSLA
Æfingatímar, ökuskóli og
prófgögn. Kenni á Volgu
1 973. Vilhjálmur
Sigurjónsson, sími 40728
skrifuðu og unnu eftir för til
Grænlands.
Inúk fjallar einmitt um útrým-
ingu fornrar menningar, innrás
útlendinga á lif jaðarbúanna og
þá eyöileggingu sem erlend áhrif
hafa unnið á heilbrigðu lifi frum-
byggjanna.
Grænlendingarnir sem sáu In-
úk i Kjallara Þjóðleikhússins i
gærdag voru mjög hrifnir af sýn-
ingunni, einn þeirra sagði reynd-
ar: „Það sem þið, leikarar, hafiö
nú sagt með örfáum orðum og
sýnt með fáum hreyfingum, höf-
um við verið að reyna að tala um i
löngum ræðum”.
—GG
3. árs nemandi að gera keramikmuni fyrir basarinn.
Basar í Austurstræti
Nemendur 3. árs Myndlista- og handiðaskóla íslands halda basar I dag
til styrktar ferðasjóði, en þeir ætla i námsferð til Hollands nú um pásk-
ana.
A basarnum eru eingöngu munir geröir af nemendum 3. árs. Þar kenn-
ir margra grasa, svo sem graffkmynda, barnaleikfanga, fata,
keramikmuna og fl. Basarinn veröur við Útvegsbankann I Austur-
stræti.
Hvað verður um erindreka NATO?
Enn ekkert
útvarpsráð
Enn hefur ekki verið
kosið nýtt útvarpsráð,
enda þótt liðinn sé hálfur
mánuður síðan frumvarp
Vilhjálms Hjálmarssonar
og ríkisstjórnarinnar í
heild um að reka frá það
útvarpsráð, sem setið hef-
ur frá 1971, var samþykkt.
En samkvæmt nýju lögun-
um átti að kjósa nýtt út-
varpsráð strax.
Öneitanlega stingur þessi
seinkun allmjög i stúf við hama-
ganginn á alþingi, þegar knýja
áttifram samþykkt frumvarpsins
og brottrekstur útvarpsráðs fyrir
jól.
Það er reyndar á flestra vitorði,
sem fylgjast meö störfum á al-
þingi, að ástæða þessa dráttar er
sú, að i þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins hefur reynst mjög örð-
ugt að fá samkomulag um endur-
kjör Magnúsar Þórðarsonar,
launaðs erindreka NATO á Is-
landi, sem fulltrúa flokksins i út-
varpsráði.
Svo sem lesendum Þjóðviljans
er kunnugt var upplýst við um-
ræöur á alþingi i vetur um út-
varpsráð, aö þessi fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins i útvarpsráöi,
sem hefur áróðursstörf fyrir At-
lantshafsbandalagið að aðal-
starfi, nýtur hér samkvæmt
samningi við NATO sams konar
friðinda og gilda um erlenda
sendiráðsmenn, er hér starfa.
Hann þarf enga skatta aö greiða
tilislenska rikisins af launum sin-
um, sem greidd eru frá NATO.
Hann má ekki lögsækja frekar en
starfsmann i rússneska sendiráð-
inu, o.s.frv. Maðurinn er sem sagt
ekki undir islenskum lögum,
nema aö takmörkuðu leyti, en til-
heyrir alþjóðlegu starfsliði hern-
aðarbandalagsins.
Allt var þetta skjallega sannað
á alþingi i vetur, og hefur enginn
gert tilraun til að mótmæla þeim
staðreyndum, sem fyrir liggja.
Vitað er að áöur en þessi mál
komust I sviðsljósið á alþingi var
forysta Sjálfstæðisflokksins búin
að slá þvi föstu, að Magnús
Þórðarson, NATOerindreki, yrði
áfram helsti fulltrúi flokksins i
útvarpsráði.
Þegar gerð hafði verið grein
fyrir hinni „sérstæðu” stöðu hans
i islensku þjóðfélagi á aiþingi,
kom hins vegar hik á nokkra
þingmenn flokksins við að fylgja
þessari ákvöröun fram. Einn og
einn þingmaður hikaði við, að
axla ábyrgð á þvi hneyksli, sem
vera bessa sendimanns hern-
aðarbandalagsins i útvarpsráði
er, og órói kom i allmarga.
Siðan hefur verið deilt um það i
þingflokki þeirra Gunnars og
Geirs, hvort setja eigi NATO-
manninn á vetur hjá útvarpsráði
eða slátra honum.
Óneitanlega verður fróðlegt að
sjá hver úrslitin verða, en þau
hljóta að ráöast alveg á næstunni.
Hagkaup í
Kjörgarði
f dag opnar Hagkaup
nýja verslun á jarðhæðinni
í Kjörgarði á Laugavegin-
um. Þetta er alhliða versl-
un á um 800 fermetra gólf-
fleti og eru innréttingar hin
ar snyrtilegustu. Jafn-
framt hættir Hagkaup að
versla i Lækjargötunni, en
að öðru leyti verður engin
breyting á rekstri fyrir-
tækisins.