Þjóðviljinn - 13.03.1975, Síða 8

Þjóðviljinn - 13.03.1975, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. marz 1975. I En litum nú á stööuna I keppninni um heimsbikarinn eins og hún er i dag: 1. Annemarie Proell-Moser Austurr. 283 stig. 2. Hanny Wenzel Liechten- stein 168 stig. 3. Rosi Mittermaier V-Þýskal. 162 stig 4. Bernedette Zurbriggen Sviss 151 stig. 5. Marie Theres Nadig Sviss 142 stig. Skotfélag Reykjavíkur: 3 mót á næstunni Annemarie Proell-Moser Frá unglinga- meistaramót- inu í júdó Unglingameistaramótið i júdó var háldið s.l. sunnudag. 1 þess- um aldursflokki keppa unglingar 15—17 ára. Margir efnilegir júdó- menn komu fram á þessu móti, og sumir þeirra hafa náð ótrúlegri leikni í iþróttinni. Keppt var i þremur þyngdarflokkum, og urðu úrslit þessi: Léttvigt (undir 58 kg.) 1. Jökull Jörgensen JFR 2. Heimir Guðbjörnsson JFR 3. Hlynur Hinriksson A. Millivigt (58—65 kg.) 1. Styrmir Sigurðsson A. 2. Sigurður Ingason Á. 3. Marteinn Ingi, Gerplu Þungavigt (yfir 65 kg.) 1. Viðar H. Guðjohnsen Á. 2. Sigurður A. Gunnarsson JFR 3. Magnús Þórðarson UMFG Proell hefur meira en 100 st. '4 forskot í HM- keppn- inni Hin ókrýnda skiðadrottning Annemarie Proell-Moser frá Austurríki, hefur tekiö meira en 100 stiga forystu í keppninni um heimsbikarinn. Þetta er 3. áriö I röö sem hún er i algerum sérflokki I heimsbikarkeppn- inni, og i dag er engin skiöa- kona sem kemst neitt nærri henni. Annemarie hefur haft á oröi aö hún ætli aö hætta keppni i vor, enda ekki aö neinu að keppa fyrir hana, hún hefur unniö alla þá titla, sem hægt er að vinna á skiöunum. Þó er lagt hart aö henni að halda áfram næsta ár vegna þess að þaö er ólympfuár. Sunnudaginn 2. febr. var hald- inn i Leifsbúð Loftleiðahótelsins aðalfundur Skotfélags Reykja- vikur. Þar var m.a. kosin ný stjórn félagsins. Hana skipa: Axel Sölvason formaður, Ólafur Ófeigsson gjaldkeri, Vilhjálmur Sigurjónsson varaformaður, Gisli Ófeigsson ritari, Magnús Sigurðs- son og Kári Halldórsson. Vara- maður Birgir Pétursson. Þessi nýskipaðá stjórn er nú þegar búin að ákveða tvö mót, sem halda skal i vetur. Hið fyrra verður haldið 22. mars. Það er Christinsen * mótið. Þar á að skjóta 3x20 skotum á 50 m. færi úr 22 cal. byssum með opnum sigt- um. Vormótið verður siðan haldið 12. april og það er einnig þriþraut, þ.e. 3x20 skot (liggjandi, á hnjám og standandi). Einhvern tima i lok april verður tslandsmótið haldið, en ekki er búið að full- ákveða daginn. Þvi er skipt i tvær greinar 1) 60 skot liggjandi og 2) 3x40 skot (þriþraut) Stjórn Skotfélagsihs vill ein- dregið skora á alla þá sem not- færa sér æfingaraðstööuna i Leir- dal, að þeir gangi betur um svæð- ið en verið hefur á undanförnum Breiðabiik heldur íþróttahátíð t tilefni 25 ára afmælis Breiöabliks veröur fþróttahá- tíö í fþróttahúsi Garöahrepps laugardaginn 15. mars 1975. Þá munu nokkrir flokkar Breiðabiiks keppa viö liö úr öörum félögum. Það er von stjórnar U.B.K. að sem flestir velunnarar fé- lagsins sjái sér fært aö mæta á iþróttahátiðinni. Eftirtaldir flokkar munu keppa. Siöar verður tilkynnt um mótherja. Kl. 2.00 Blak KL 2.30 3. flokkur. Knatt- spyrna. Kl. 2.40 M.fl. kvenna — hand- bolti. Kl. 3.10 Hástökk og glima. Kl. 3.30 Knattspyrna. Stjórn Knattspyrnudeildar gegn stjórn körfub.d. og stjórn handboltad. gegn stjórn frjálsfþróttad. . Kl. 3.40 4. fl. knattspyrna. Kl. 3.50 3. fl. drengja — hand- bolti. Kl. 4.20 5. fl. knattspyrna. Viðar Guöjohnsen m----------------------—>. Stjórn Skotfélags Reykjavfkur: (frá vinstri) Birgir Pétursson, Vilhjálmur Sigurjónsson, Magnús Sigurösson, Kári Halldórsson, i Ólafur ófeigsson, Gfsli ófeigsson og Axel Sölvason. árum. Það er m jög niðurdrepandi fyrir þá sem vinna að uppbygg- ingunni í sjálfboðavinnu að sjá alla skapaða hluti skotna i tætlur, eða skemmda á annan hátt svo til strax. Einnig vill stjórnin benda á að væntanlega mun reynast óhjá- kvæmilegt að læsa hliðinu fyrir allri bflaumferð nú á næstunni, þvi annars fer hann ,,veg allrar veraldar” vegna leysinga. Þá verða menn bara að nota tvo jafn- fljóta. Að lokum skal á það bent að undir stúku Laugardalsvallar eru nú stundaðar inniæfingar af full- um krafti á þriðjudögum kl. 20.50 og laugardögum kl. 13.30. Það er nauösynlegt að menn komi tim- anlega,þvi salnum er læst eftir aö æfingar eru hafnar. Þeir sem hafa hug á að taka þátt i fyrrgreindum mótum eru beönir aö hafa samband við Axel Sölvason i sima 83865, eða Ólaf Ófeigsson i sima 18023, sem allra fyrst. Heimsmet í skautahlaupi Sovéska stúlkan Tatiana Averina setti nýtt heimsmet I 500 m. skautahlaupi f lands- keppni Sovétrfkjanna og Nor- egs I fyrrakvöld, hljóp á 41,70 sek. Eldra metið átti banda- riska stúlkan Sheila Young og er þaö 2ja ára gamalt. Averina setti einnig nýtt heimsmet I 1500 m. hlaupi, hljóp á 2:09,90 mfn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.