Þjóðviljinn - 13.03.1975, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 13.03.1975, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. marz 1975. Að nefna snoru— — Það má vera, sagði Paul. — En nú vitum við að læknirinn er einn af þeim sem stinga snærinu i vasann, þegar þeir taka utanaf pakka. Ég var að ganga úr skugga um það þegar ég sendi honum bókapakkann. Þess vegna var það svo mikilvægt að pakkinn væri afhentur klukkan hálftólf þegar morgunheimsóknartiminn var á enda og hann var sestur til borös. Hefði pakkinn verið af- hentur fyrr, þá hefði snærið lent I vasanum áhvita læknasloppnum. Og i sambandi við snærið... — En hvernig komst hann inn i hótelið? spurði Jói. — Dyrnar stóðu opnar, það var ekki annað en ganga inn fyrir. En fyrst ætla ég að segja ögn meira um snærið. Það var um morgum inn sem óhappið vildi til i járn- vöruverslun Viktorssons og menja slettist á snærishönkina. Auðvitað varð ekki öll snæris- hönkin gegnsósa i menju. Þá heföi hún verið lögð til hliðar og ný sótt i staðinn. Bletturinn hefur verið óverulegur. Þið heyrðuð við réttarhöldin að þarna er einlægt verið að pakka inn vörum. Ystu vafningarnir hafa þvi verið fljótir að fara. Læknirinn fékk raf- magnsplötuna senda heim fyrir hádegi — það hefur hann sagt sjálfur — og þvi var ekki óliklegt aö blettir væru á snærinu hans. — En hvernig komst hann inn á hótelið? endurtók Jói. — Þú segir að útidyrnar hafi staðið opnar. Hvernig stóð á þvi svona um mið- nættiö? — Vitnisburður unglinganna tveggja bendir til þess að morðið hafi ekki verið framið um mið nætti. Enda var læknirinn þá staddur á Silfurakri að búa um beinbrot. — En læknaskýrslurnar... — Við skulum athuga þær nán- ar. Timinn var ákvarðaður þann- ig að læknirinn braut upp oln- bogalið á likinu sem reyndist hafa stirönað aftur nokkrum klukku- stundum siðar. í raun og veru fylgdist enginn með þvi þegar læknirinn braut upp þennan lið. Þaö er hægt að sjá af lögreglu- skýrslunni og Strömberg yfirlög- regluþjónn hefur viðurkennt það. t raun og veru er það læknirinn einn sem segist hafa brotið upp liðinn. — Setjum svo að hann hafi ekki brotið upp liðinn, sagði Jói. — Þá vitum við það eitt að morðið hlýtur að hafa verið fram- iö að minnsta kosti sex stundum fyrir rannsóknina, m.ö.o. ekki siðar en hálfeitt. Það byggist á dauðastirðnuninni sem mörg vitni voru að. Hafi liðurinn hins vegar verið brotinn upp og hann stirönað á ný, vitum við að morð- ið hefði ekki getað verið framið fyrr en sjö stundum fyrir upp- götvunina, eða I fyrsta lagi klukk- an hálftólf. Þegar læknirinn varð þess var að enginn fylgdist með bardúsi hans með lfkið, fann hann upp á þessu með olnbogaliðinn til að tryggja sjálfum sér örugga fjarvistarsönnun. 1 raun og veru hlýtur morðið að hafa verið fram- ið miklu fyrr um kvöldið. —-Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér i þinghúsinu, sagði Lena. — Þar var þvi haldið fram að svefnlyfið hefði verið tekið inn hálftima fyrir dauðsfallið, eða með öðrum orðum milli klukkan ellefu og tólf um kvöldið. En um leið og kom fram af öðrum vitnis- burði að Bottmer væri kvöldsvæf- ur. Hvers vegna i ósköpunum sat hann þá og beið, einmana og að- gerðarlaus klukkustundum sam- an, fyrst sjálfsmorðið var bara I þykjustunni? — I sannleika sagt hlýtur morð- ið að hafa verið framið um hálf- niuleytið, sagði Paul, — rétt áður en læknirinn fór I boðið hjá Viktorsson. Meðan hitt fólkið sat með böggum hildar af ótta við það sem Bottmer kynni að taka upp á, var læknirinn einn hinn ró- legasti þvi að hann vissi að hætt- an var liðin hjá. östlund reis á fætur og gekk fram og aftur um gólfið. — Var þetta ekki skelfilegt hættuspil hjá lækninum? spurði hann. — Að kála manni svo að segja fyrir opnum dyrum? — Ég tel vist að hann hafi læst herberginu meðan hann framdi verknaðinn, sagði Paul. — Þvi hefði hann ekki átt að gera það? Og það var svo hljóðbært i húsinu, að hann gat mætavel heyrt hve- nær hentugt var fyrir hann að laumast út. — En ef einhver hefði rekist á hann eftir á? Ef hann hefði hitt frá Nohrström i anddyrinu? — Þá hefði hann getað sagt að hann hefði barið að dyrum hjá Bottmer án þess að fá svar. Það var engin hætta á að Bottmer mótmælti þvi. Nei, áhættan var ekki eins mikil og ætla mætti. — Fyrst þú minnist á kvöld- svæft fólk, sagði Lena Atvid og reis upp af rúminu, — þá finnst mér að við ættum að fara að hugsa til hreyfings. — Er nokkuð fleira sem ég ætti að fá að vita? spurði Jói. — Svefn- lyfjabaukurinn I vasa læknisins? Það var auðvitað baukurinn sem hann hafði lofað að taka með sér handa frú Viktorsson. — Já, og hún fékk hann llka, sagði Paul, — en hann var ekki al- veg fullur, eins og þú skilur. Lena gekk að speglinum fram- an á fataskápnum. — Eruð þið að fara strax? spurði östlund vonsvikinn. — Þvi miður, sagði Paul. — I fyrramálið verð ég að vinna eins og vanalega. Úti er ævintýri. — Ekki alveg úti, sagði Lena við spegilmynd sina. Spegil- myndin brosti þegar augnaráðin mættust. Hún brosti að einhverju sem Lena ein vissi um. Endalok I öðrum bæ Ekkert minnsta hljóð heyrðist frá ökutækjum, aðeins glamrið i sólum við stein, fótatak sem bergmálaði milli húsveggjanna og gaf hlustandanum mynd af margs konar fólki: þreyttu, flaumósa, áhyggjulausu, döpru og áköfu. Heitt loftið var þrungið glamrandi skóhljóði. Paul Kennet hafði tekið upp að nýju visindarannsóknir sinar á hruni borgrikjanna við Adrlahaf. Hann hafði farið til Feneyja strax og sumarleyfið hófst og Lena At- vid hafði fengið leyfið sitt á sama tima. Þau byrjuðu daginn með þvi að fá sér colazivne á eínhverju litla veitingahúsinu milli San Marco og Rialtobrúarinnar, en yfir hana gekk Paul siðan til að grúska I skjalasafninu i gamla klaustrinu við kirkjuna i Fari. Colazionið stóð fyrir framan þau á borðinu: svart kaffi með heitri mjólk, nýít hveitibrauð, ó- saltað smjör og hindberja- marmelaði. Grænir og gullnir ljósflekkir léku um borðdúkinn, speglanir frá næstu húsum og grænu vatni sfkisins sem var á stöðugri hreyfingu. Yfir múr- vegginn hjá þeim héngu blóma- klasar með möndluilmi. Skó- hljóðið talaði án afláts sinu máli. Þau voru hamingjusöm. Þau vissu það án þess að þurfa að hafa orö á þvi. Stundum töluðu þau i lágum hljóðum um hversdags- lega hluti, um áætlanir ferða- skrifstofunnar eða um kvöldið áð- ur á torginu, um smávöxnu, svartklæddu prestana sem flýttu sér framhjá eða um þroskuðu aprikósurnar sem voru að koma á markaðinn handan við Rialto. Iðulega sátu þau þögul og nutu borgarinnar, sem Paul var gagn- kunnugur frá fyrri heimsóknum, og Lena hafði hrifist af. Allt i einu lyfti hún höfðinu. Paul tók strax eftir hreyfingu hennar. Hann sá ljóst hár hennar bera við múrinn á bakvið og sá að hún var með hálfopinn munninn eins og til að heyra betur. Gegn- um skóhljóðið á götunni mátti allt I einu heyra talaða sænsku. — Ferðamannahópur, sagði Paul. — Feneyjar eru morandi af þeim. Nú er hann á leið til San Marco. Láttu þau eiga sig! En Lena hafði betri útsýn yfir götuna úr sæti sinu. — Hæ, þið þarna, kallaði hún og veifaði. — Okkur langar að heilsa upp á ykkur. Raddirnar fyrir utan hækkuðu og breyttust i hróp á mismunandi stigum undrunar og gleði. Með Viktorsson járnvörusala i broddi fylkingar kom litli hópurinn inn á gangstéttina. Ekki þekktust þó allir. Paul hafði aldrei hitt Desi. Lena hafði aldrei heilsað frú Viktorsson, og hvorugt þeirra þekkti Rune Vá'rmin — en það var fljótlegt að bæta úr þvi. Járn- vörusalinn lét fallast niður á stól, á svipinn eins og járnvörusali sem er orðinn leiður á að skoða kirkjur. — Við ætluðum á stað sem heit- ir San Marco, sagði hann, — en við lentum vist i vitlausu sundi. Hafa þeir almennilegt kaffi hérna? Paul yppti öxlum. — Það er vist ekki alveg eins og þið viljið. — Það gerir ekkert til, sagði frií Viktorsson, — ég tek það sem er á boðstólum. Viljið þið ekki panta bolla fyrir mig, þið kunnið að bera það fram. Paul fannst hún þreytuleg, en trúlega var það ekki annað en ferðaþreyta. Reynsla siðasta vetrar virtist ekki hafa gengið nærri fegurð hennar. Rune Varmin sneri sér kurteis- lega að Lenu. — Eruð þið lika I ferðahóp hérna? spurði hann. — Nei, við búum hér i mánuð. — Búið þið hérna? hrópaði Desi. — En dásamlegt. Þá getið þið kannski visað okkur leiðina til San Marco. Hitt fólkið er þar núna og ég má til með að komast þangað lika. — Komdu með út á götuna og ég skal sýna þér það. Rune dokaði við til að segja nokkur orð við hitt fólkið. Desi brosti til Lenu eins og litil mad- onna sem hefur sitt á þurru. #útvarp 7.00 Morguniitvarp. . Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05/Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna>kl. 9.15. Siguröur Gunnarsson heldur áfram aö lesa „Söguna af Tóta” eftir Berit Brænne (10) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Viö sjóinn kl. 10.25. Ingólfur Stefáns- son talar viö Jón Jónsson forstjóra um hvalveiöar viö lsland. Popp.kl. 11.00. Gísli Loftsson kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét GuÖmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Verkakonur á tslandi I ellefu hundruö ár. Anna Siguröardóttir flytur fjóröa og siöasta erindi sitt. 15.00 Miödegistónleikar. Marcel Ancion og Monique Jooris-Lechat leika Sónötu fyrir klarinettu og píanó eftir Victor Legley. Phyllis Maailing söngkona og Toronto-kvintettinn flytja tvö lög úr lagaflokki fyrir mezzósópran og tréblásara- kvintett eftir Murray Schafer. Fllharmóniu- sveitin I Brno leikur hljóm- s veitarsvituna ,,Frá Bæheimi” op. 64 eftir Vitzslav Novak, Jaroslav Vogel stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veöurfregnir) Tón- leikar. 16.40 Barnatíini: Eirikur Stefánsson stjórnar. Nokkur börn flytja samtalsþátt og fleira um húsdýr. 17.30 Framburöarkennsla I ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Framhaldsleikritiö „Húsiö” eftir Guömund Danlelsson. Nlundi þáttur: Þaö kostar allt. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur auk höfundar, sem fer meö hlutv. sögum. Tryggvi/GuÖmundur Magnússon, Henningsen/- GIsli Halldórsson, óskar læknir/Ævar Kvaran, Frú Ingveldur/Helga Bach- mann, GIsli I Dverg/Valur Gíslason, Jón Saxi/GIsli Al- freösson, Agnes/Anna Kristin Arngrlmsdóttir. 20.30 Staöa verslunar I þjóöar- búskapnum. Páll Heiöar Jónsson stjórnar umræöuþætti I útvarpsal. 22.00 Fréttir, 22.15 Veöurfregnir. Lestur Passlusálma (40). 22.25 Kvöldsagan: „Fær- eyingar” eftir Jónas Arna- son. GIsli Halldórsson leikari les fjóröa hluta frá- sögunnar. 22.45 Létt tónlist frá hollenska útvarpinu. 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. íSþjóðleikhúsið HVERNIG ER HEILSAN? i kvöld kl. 20. KAUPMAÐURt FENEYJUM föstudag kl. 20. KARDEMOMMUBÆRINN föstudag kl. 15. Uppselt. laugardag kl. 15 sunnudag kl. 15 COPPELIA 6. sýning laugardag kl. 20 HVAÐ VARSTU AÐ GERA í NÓTT? sunnudag kl. 20. Leikhúskjallarinn: LÚKAS i kvöld kl. 20.30 HERBERGI 213 ! sunnudag kl. 20,30 ; Miðasala 13,15—20. Slmi 41985 Þú lifir aðeins tvisvar 007 Aðalhlutverk: Sean Connery, Karin Dor. ÍSLENSKUR TEXTI Sýnd kl. 8. List og losti ___________ Hin magnaða mynd Ken Russ- el um ævi Tchaikovskys. Aðalhlutverk: Glenda Jack- son, Richard Chamberlain. tSLENSKUR TEXTI . Bönnuð innan 16 ára. Sýnd ki. 10. Bernskubrek og æsku- þrek Young Winston ISLENSKUR TEXTI Heimsfræg og afarspennandi ný ensk-amerisk störmynd i pajiavision og litum. Aðalhlutverk: Simon Ward, Anne Bancroft, Robert Shaw. Sýnd kl. 10. Siðustu sýningar Fjögur undir einni sæng ISLENSKUR TEXTI. Bráðskemmtileg amerisk kvikmynd i litum með Elliott Gold. Nathaiie Wood, Robert Gulp, Dyan Cannon. Sýnd kl. 6 og 8. Bönnuð börnum. <3iO LEIKFLlAG REYKJAVÍKUR VwHS FLÓ A SKINNI föstudag. Uppselt. DAUÐADANS laugardag kl. 20,30. Fáar sýningar eftir. SELURINN HEFUR MANNSAUGU sunnudag kl. 20,30. 20. sýning. FJÖLSKYLDAN eftir Claes Andersson. Þýðing Heimir Pálsson. Leikmynd Jön Þórisson. Leikstjóri Pétur Einarsson. Frumsýning þriðjudag kl. 20,30. 2. sýning miðvikudag kl. 20,30. Austurbæjarbíó: ISLENDINGASPJÖLL laugardag kl. 23,30. miðnætursýning Aðgöngumiðasalan i Austur- bæjarbiói er opin frá kl. 16. Simi 1-13-84. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. Flóttinn mikli From a barbed-wire camp-to a barbed-wire country! JAMES GARNEfi RICHARD ATTENEOROUGH ''7Ú'i‘por«rror>iDt«"'iJ®ES CHARLES DOtMLO JAMES IHE GREAT ESCAPE donald bronson pleasence coburn . ■■ COLOBSu..-PANAVISION nírtiitsið thrj UnitBd Arti8t8 Flóttinn mikli er mjög spenn- andi og vel gerð kvikmynd, byggð á sannsögulegum at- burðum. Leikstjóri: John Sturges. ISLENSKUR TEXTI. Myndin hefur verið sýnd áður i Tónabiói við mikla aðsókn. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innaii 12 ára. Allra sfðasta sinn. Sími 11544 Bangladesh- hljómleikarnir apple presents GEORGE HARRISON and friends in . I CONCERT FOR BANGLADESH Litmyndin um hina ógleyman- legu hljómleika, sem haldnir voru i Madison Square Garden og þar sem fram komu m.a.: Eric Clapton, Bob Dylan, George Harrison, Billy Prest- on, Leon Russell, Ravi Shank- ar, Ringo Starr, Badfinger og fl. og fl. Myndin er tekin á 4 rása segultón og stereo. Sýnd kl. 5, 7 og 9.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.