Þjóðviljinn - 03.04.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.04.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur J. april 1975. Einar Olgeirsson Forsiða Réttar, árgangs. 1. heftis þessa Þá eru síðustu forvöð að fara að hugsa skýrt Réttur, 1. hefti þessa árgangs sem er 58. árgangur, er komið út. Heftið er um 100 síður og flytur að vanda margvís- legt efni innlent og erlent. Itéttur er nauðsynlegur hverj- um þeim manni sem hugsar á annað borð um þjóðfélagsmál og Þjóðviljinn skorar á alla fslenska sósialista að gerast áskrifendur að Rétti og jafnframt að hvetja aðra til þess að kynna sér Rétt og gerast áskrifendur. Áskriftar- siminn er 17500 — afgreiðsla Réttar er að Skólavörðustíg 19. Kreppan og stéttabaráttan Fyrstu grein ritsins skrifar að þessu sinni ritstjóri Réttar Einar Olgeirsson. Greinin ber yfir- skriftina „Kreppan og stétta- baráttan”. Þar segir ma. i inn- gangi: „begar sú „friverslun” auð- valdsins, sem tsland hefur verið beygt undir, bakar þjóðinni næst- um 16 miljarða viðskiptahalla á einu ári, — markaðsöryggið, sem heitið var á „frjálsum stórmörk- uðum” einokunarhringanna reynist tálvon — og viðskipta- óskapnaður með verðbólgu, verð- falli og atvinnuleysi blasir við I auðvaldsheiminum, þá eru vissu- lega síðustu forvöð að fara að hugsa skýrt. Arásin á lifskjör verkalýðsins er þegar hafin, lög- gjafarvaldinu beitt af yfirstétt- inni til að ræna hann kaupgjaldi, atvinnurekendasamtökin hóta stöðvun reksturs ef rikið ekki tryggir gróða þeirra á kostnað al- mennings, — og atvinnuleysisvof- an birtist i gættinni.” I fyrsta kafla greinarinnar rek- ur höfundur helstu einkenni stéttarandstæðnanna á tslandi: skilgreinir einstaka þætti borgarastéttarinnar eftir mis- munandi stöðu þeirra i þjóðfé- lagsferlinu, en i öðrum kafla vik- ur hann að kreppunni sjálfri, sem fylgifisk auðvaldsins. t þessum kafla og þeim fyrsta leggur Einar aðaláhersluna á nauðsyn þess að verkalýðsstéttin einbeiti sér að þvi að koma i veg fyrir að krepp- an skelli á henni af fyllsta þunga. „Það þarf forsjálni og hyggjuvit, hugsun fyrir land og lýð sem heild.” Einar minnir á að þegar siðasta heimskreppa skall á hafi Kommúnistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn þrátt fyrir allt sameinast um að berjast gegn af- leiðingum kreppunnar. Alþýðu- sambandið setti fram hugmynd sina um „islenska 4-ára áætlun” i þingkosningunum 1934, i fram- haldi af kosningasigri Alþýðu- flokksins var stofnuð „stjórn hinna vinnandi stétta og Rauðka, sérstök atvinnumálanefnd var sett á laggirnar. 1 stjórn hinna vinnandi stétta hindraði aft- urhaldið i framsókn framgang góðra hugmynda. En næst þegar islenskir sósialistar komust til stjórnarforustu tókst þeim að hrinda i framkvæmd ýmsum mikilvægum stefnumiðum og þar með var brotið blað i atvinnu- sögu tslands. „Raunhæfur tækni- legur framleiðslugrundvöllur var settur undir þá lifskjarabyltingu alþýðu er knúin var fram á þess- um árum með stéttabaráttu hennar.” Forsenda nýsköpunarinnar sem pólitiskrar hugmyndar var stórsigur Sósialistaflokksins i þingkosningunum 1942, sterk pólitisk forusta hans i Alþýðu- sambandinu og verkalýðsfélög- unum, marxistiskur skilningur hans á lögmáium efnahagslifsins og byltingarkenndur stórhugur um breytingar á atvinnulifinu.” „Það var erlent vald sem tók i taumana 1947 i þeim tilgangi að svifta islenska alþýðu þeim lifs- kjörum, er hún hafði aflað sér, og beygja islenska þjóð svo undir vald sitt að það gæði ráðið landi voru eftir þörfum sinum.” Þannig lýkur 2. kafla greinar- innar, sem leiðir auðvitað beint yfir i kaflann um drottnunarkerfi auðvaldsins. Þar er minnt á hvemig Marsjall-gjafirnar opn- uðu bandarikjamönnum leiðina til áframhaldandi ihlutunar á tslandi og til valda i Vestur- Evrópu yfirleitt. Vegna þessarar samfléttunar bandarisks og vestur-evrópsks auðvalds urðu einokunarhringarnir sifellt öfl- ugri i auðvaldsheiminum. Einok- unarhringarnir ráða nú um átt- unda hluta alþjóðaverslunar en 1980 er spáð að þeir muni ráða um fjórðungi hennar. Marsjallgjafirnar og sú pólitik ^em borgarastéttin rak eftir 1947 varð til þess að hér rikti neyðar- ástand um tima 30 þúsund smá- testir af freðfiski lágu óseldar 1956 og hraðfrystihúsin voru að stöðvast vegna þess að undir- gefni borgaraflokkanna hafði 1948 eitt til viðskiptaslita við Sovét- ikin. Atvinnuleysið var almennt iti á landi en hernámsvinnan uiómstraði á vellinum. Þessi iheillaþróun varð stöðvuð 1956 með myndun vinstristjórnarinnar fyrri. Þá stjórn sprengdi Framsókn i des. 1958 og setti sjálfa sig i 12 ára „útlegð” og „viðreisnarstjórn” verslunarauðvaldsins tók við. Siðan kippti alþýðan i taumana 1971 þegar viðreisnarstjórnin hafði markvisst um árabil stefnt að þvi að gera Island að láglauna- svæði, og islenskan verkalýð að girnilegri beitu fyrir erlenda auð- hringi. Enn á ný, eftir kosn- ingarnar 1974, hrósar verslunar- auðvaldið sigri, svo sem öllum er kunnugt. Og 4. kafli greinarinnar heitir: Ber þú fjanda þinn sjálfur. — bar segir: ,,Ef svo fer að brotsjóar krepp- unnar brotna nú inn yfir Island og atvinnurekendastéttin sem heild ætlar að láta þá skella alla á verkalýð og starfsfólki en hlifa sjálfri sér og eignum sinum þá er engin leið önnur fyrir verkalýð Islands, er þessir herrar byrja að tala um „fórnir” o.s.frv., en að svara þeim fullum hálsi með hinu fornkveðna: „Ber þú sjálfur fjanda þinn! ” — Kreppan er verk auðvaldsskipulagsins. Það er besb að þessir herrar taki sjálfir afieiðingum hennar.” Siðan er minnt á þann mun sem er á atvinnurekstrinum á tslandi úti á landi annars vegar og i Reykjavik hins vegar. Úti á landi sé atvinnureksturinn ekki ein- vörðungu rekinn i gróðaskyni að kapitaliskum hætti, þar sé einskonar „sjálfsbjargarþjóðfé- lag”. Væru gróðasjónarmið kapitalismans látin drottna þar myndu þau valda eyðingu byggðarinnar.” Hins vegar gegnir öðru máli á Reykjavíkursvæðinu. Þar er stéttareðli auðvaldsins berara og i höfuðstaðnum lendir þvi saman af meiri þunga en annars staðar hagsmunaandstæðunum. Þessar andstæður þarf verkalýður lands- ins að þekkja og þekkja vel. Til þess að bægja frá kreppu- boðunum verður að myndast al- þýðuvald sem sameinast um heildarstjórn á atvinnulifinu. Höfuðviðfangsefni slikrar heildarstjórnar væri áætlunarbú- skapur. Aörar greinar — Hér hefur verið rakin laus- lega grein Einars Olgeirssonar „Kreppan og stéttarbaráttan”. Aðrar greinar 1. heftisins eru sem hér segir: Gerður G. óskarsdóttir: Snjó- flóðin i Neskaupstað. Ólafur R. Einarsson: Lifandi mynd af þjóðfélagsgagnrýnanda. — Hugleiðing um gagnmerka ævisögu Skúla Thoroddsens. Arnmundur Bachmann: Nýsköpun sjávarútvegsins i tið vinstristjórnar siðari. Brynjólfur Bjarnason: Stjórn- list sósialiskrar byltingar. Sigurður Guttormsson: Þorbjörn Guðjónsson. Á ÞESS Carillo: menn geta í senn veriö kommúnistar og trúræknir kaþólikk ar... Verkföll og mótmælaað- gerðir gegn stjórn Francos hafa breiðst út með auknu afli um alla hluta Spánar. Þessi hreyfing nær til næstum því allra þjóðfé- lagshópa, verkamanna, stúdenta, presta, jafnvel allmargra liðsforingja: á síðustu vikum hafa 2000 liðsforingjar undirritað á- varp þar sem hvatt er til þess að pólitiskum föngum verði sleppt úr fangelsum. Stjórn Navarros hefur reynt að hamla á móti með fjöldahandtök- um, með þvi að banna blöð og loka háskólum. En það kemur ekki I veg fyrir það, að spánverj- ar finni það á sér að 40 ára valda- skeiði fasistastjórnarinnar sé að ljúka. Andstöðuhópar og flokkar, sem bannaðir hafa verið, búa sig hver sem betur getur undir þann dag. öflugastur slikra flokka er Kommúnistaflokkur Spánar. Sjálfstæð stefna Aðalritari flokksins hefur verið siðan 1970SantiagoCarillo. Þegar borgarastriðið braust út var hann 21 árs að aldri og foringi æsku- lýðssambands sósialista. Hann fór i útlegð eftir ósigur lýðveldis- hersins og hefur viða haft viðdvöl siðan — nú er hann búsettur i Paris. Kommúnistaflokkurinn hefur undir stjórn Carillos haldið uppi mjög sjálfstæðri stefnu. Hann hefur harðlega gagnrýnt innrás- ina i Tékkóslóvakiu og skort á gagnrýni sem „stöðvar þróun sósialismans i vissum löndum”. Eins og að likum lætur er þá sam- band hans við Moskvu með stirð- asta móti. Carillo hefur og verið að ýmsu leyti gagnrýninn i garð flokksbróður sins, Cunhals, sem er leiðtogi kommúnista i Portú- gal. „Þegar ég kem aftur til Spánar, kem ég áreiðanlega ekki akandi á skriðdreka”, segir hann. Hér fer á eftir viðtal við Carillo úr vesturþýska blaðinu Stern, sem fyrst spurði að þvi hvenær hann byggist við hruni stjórnar- fars þess sem er við Franco kennt. Hvað gerið þið? Carillo: Ef að Franco deyr ekki innan skamms, þá gæti einræðis- stjórnin eins vel hrunið áður en hann er allur. Þvi frá pólitisku sjónarmiði er Franco nú þegar liðið lik. Innan kerfis hans eru að verki sterk öfl sem velta þvi fyrir sér, hvort ekki eigi að lýsa hann ófæran um að gegna embætti. Stern: Og hvað gerið þið þá? Carillo: Lýðræðisbandalagið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.