Þjóðviljinn - 16.05.1975, Blaðsíða 1
PJÚDVIUINN
Föstudagur 16. mail975—40. árg.—109.tbl.
Beitir
ríkisstjórnin
launamenn
valdi með
lagasetningu ?
„Rikisstjórnin vill ekki gefa nein-
ar yfirlýsingar um það hvað hún
ætlar sér að gera”.
FORSÆTISRÁÐHERRA
NEITAR AÐ SVARA
Neitar því ekki að komið geti til setningar bráðabirgðalaga. — Sjá frásögn á 3. siðu.
Borgarstjórn samþykkti með 14 atkvæðum i gærkvöldi tillögu um stofnsamning fyrir borgarleikhús.
Leikarar hópuðust á áheyrendapalla borgarstjórnar til þess að verða vitni að þessum atburði. Myndina
tók Ari Kárason.
Felld tillaga um að
BUR semji strax
Steypu-
leysi
segir
strax
til sin
sagði Benedikt
Daviðsson
— Þetta efnisleysi steypu-
stöðvanna, segir undir eins til
sin hjá hluta trésmiða. Þeir
sem voru að ljúka við uppslátt
daginn sem hætt var að af-
greiða steypu hafa margir
hverjir ekki að öðru verkefni
að hverfa og eru þar með
stopp en einhver hluti tré-
smiða getur haldið áfram
vinnu i fáeina daga, en siðan
hiýtur vinna að stöðvast hjá
þeim lika, sagði Benedikt
Daviðsson formaður Sam-
bands byggingarmanna er við
ræddum við hann i gær.
Benedikt sagði að hann
byggist við að trésmiðum yrði
fljótlega sagt upp atvinnu ef
ekki næðist samkomulag i
deilu rikisverksmiðjanna og
verkalýðsfélaganna.
Meistararnir biða ekki með
uppsögnina nema nokkra
daga.
Múrarar eru betur settir.
Þeir sem að þurfa að láta
múra hjá sér á næstunni hafa
eflaust byrgt sig upp af
sementi áður en til verkfalls-
ins kom, þannig að múrarar
geta haldið eitthvað lengur
áfram en trésmiðir. En stöðv-
un trésmiða hlýtur þó fljótlega
að segja til sin hjá öðrum
stéttum byggingariðnaðarins
mjög fljótlega. — S.dór.
Borgarstjórnarihaldið sam-
þykkti i gærkvöld með 9 atkvæð-
um gegn 6 að hafna tillögu borg-
arfulitrúa minnihlutaflokkanna
um að þegar i stað yrðu hafnar
viðræður við sjómenn á vegum
Bæjarútgerðar Reykjavikur um
kaup og kjör á togurum útgerðar-
innar. Miklar umræður fóru fram
um málið, sem hófust með þvi að
tekin var til umræðu tillaga sem
Björgvin Guðmundsson (A) hafði
flutt I borgarráði um sama efni.
Þeir Sigurjón Pétursson, borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins og
Kristján Benediktsson (F) fluttu
varatillögur, en allt kom fyrir
ekki. thaldið sýndi sinn hug I garð
þeirra hundruða reykvikinga sem
eru þessa dagana atvinnulausir
eða að missa atvinnuna vegna
þrákelkni togaraeigenda sem svo
eru kallaðir.
Ekkert gekk I togaradeilunni i
gærdag. Þessi mál komu til um-
ræðu á alþingi i gær og minnti
Magnús Kjartansson þá á, að tog-
ararnir eru flestir i eigu bæjarfé-
laga þar sem ihaldið ræður mestu
um úrslit mála.
700 miljóna tap
Vegna tæknilegra mistaka varð
einu núlli of margt i frétt Þjóð-
viljans um tapið af togaraverk-
fallinu á forsiðu blaðsins i gær-
dag. Enda er tapið nógu ægilegt
svo að menn fari ekki að gera sér
leik að þvi að bæta við það. Eins
og reikningarnir standa núna
nemur tapið vegna togaraverk-
fallsins fráleitt minna en 700 milj-
ónum króna af gjaldeyrisverð-
mætum.
Verkfallið
borgar sig betur
Kannski er skýringin á þrá-
kelkni útgerðarmanna og for-
svarsmanna Sjálfstæðisflokksins
i bæjarfélögunum bundin þeim
kenningum að það borgi sig betur
að hafa togarna i verkfalli en á
veiðum. í „Frjálsri verslun” sem
er eitt aðalmálgagna Sjálfstæðis-
flokksins segir að tap útgerðar á
dag vegna togara i verkfalli sé 119
þúsund krónur, en tap togara að
veiðum sé á dag 130 þúsund krón-
ur!
Árangurslaus fundur
hjá ríkisverksmiðjum
Fundi sáttasemjara með
samninganefnd fyrir starfsmenn
Aburðarverksmiðjunnar og Sements-
verksmiðjunnar stóð til klukkan hálf
fjögur i fyrrinótt, og var hann árang-
urslaus.
Annar fundir hefur verið boðaður
klukkan hálf fjögur i dag.
Einokunar-
tilhneiging:
Hótel,
bílaleiga,
skrif-
stofa,
leiguflug
Mikil einokunartilhneiging
virðist vera rikjandi meðal
forráðamanna Flugleiða, ekki
aðeins i fluginu, heldur einnig
á öðrum sviðum. Eru þeir þó
flestir sérstakir talsmenn
margumræddrar frjálsrar
samkepppni.
1 ræðu Magnúsar Kjartans-
sonar um Flugleiðamálið á
alþingi i fyrrakvöld kom eftir-
farandi fram:
Flugleiðir eiga nú 70% alls
gistirýmis i borginni, Hótel
Loftleiðir og Hótel Esju. í
skjóli þessarar aðstöðu hafa
Flugleiðir undirboðið aðra að-
ila, til dæmis var tilboð Hótel
Sögu i ferðamannahóp sett til
hliðar vegna þess að Hótel
Loftleiðit bauð 50% lægra.
Hótel Esja er mikill baggi á
Flug'.eiðum. Þess vegna er nú
áformað að gera þar mikla
kaffiteriu. Talið er að sú fram-
kvæmd muni kosta um 60
miljónir króna og ekki óliklegt
að hún dræpi niður hliðstæð
fyrirtæki i grenndinni. Sama
máli gegnir um bilaleigu Loft-
leiða sem skilaði miklum
ágóða á sl. ári. Enn einn þátt-
urinn i starfsemi fyrirtækisins
er ferðaskrifstofan Úrval, og
leiguflug, kvartað er undan
undirboðum i þessum efnum
og það hefur ekki verið hrakið.
— 1 þessu samhengi vakna
kröfur um að það verði sett
sem skilyrði fyrir rikis-
ábyrgðum að lánin verði ekki
notuð til starfsemi eins og
þeirrar sem áður er lýst.
r
Átta farast
NORKOPING 15/5 —Atta manns,
sjö skólabörn og kennslukona,
biðu bana þegar tvær járn-
brautarlestir rákust á járn-
brautarstöðinni i Norrköping i
Sviþjóð i dag. Niu slösuðust, þai
af þrir alvarlega. Skólabörnin
voru frá Stokkhólmi og á skóla
ferðalagi.