Þjóðviljinn - 16.05.1975, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. mai 1975.
DJOÐVHHNN
MÁLGAGN 3QSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFIfsTGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS
tJtgefandi: Otgáfufélag ÞjóOviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
JKijstjórar: Kjartan Ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Vilborg Haröardóttir
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
RÍKISSTJÓRNIN ER SÖKUDÓLGURINN
Stundum er sagt að sagan endurtaki sig
og vissulega er nokkuð til i þvi.að engu er
likara en atburðir og átök gangi aftur i
þjóðfélagsmálum ekki siður en á öðrum
vettvangi. Þannig er farið með kjaradeil-
urnar sem nú standa yfir; þær minna
jafnvel i hinum smæstu atriðum á við-
reisnarárin. Enda er það i báðum tilfell-
um Sjálfstæðisflokkurinn sem ræður ferð-
inni og i báðum tilfellum er hjálparkokk-
urinn næsta litilþægur og slappur milli-
flokkur, sem hefur i rauninni ekkert til
málanna að leggja annað en að halda ráð-
herrastólum fyrir forustumenn sina.
í kjaradeilunum sem nú standa yfir
kemur nefnilega fram megineinkennið á
afstöðu hægristjórna, — þessarar stjórnar
eða viðreisnarstjórnarinnar til alþýðu-
sambandanna: — Afstaða slikra rikis-
stjórna er jafnan fjandsamleg. Þetta eru
ekki orðin tóm, — þetta birtist nú dag eftir
dag þegar einkaaðilar semja um kaupið
og kjörin, en rikið stendur þversum i veg-
inum fyrir hverskonar kjarasamningum.
Togaradeilan er i þessu sambandi slá-
andi. Þar er það rikisstjórnin sem hefur
gengið i lið með útgerðarmönnum til þess
að knésetja sjómenn; rikisstjórnin krefst
þess af sjómönnum að þeir afnemi vöku-
lögin og að þeir stefni öryggismálum sjó-
mannanna i stórfellda hættu. Jafnframt er
afkomu þúsunda heimila ógnað og at-
vinnuleysið gerist fastur gestur á hundr-
uðum heimila. Nú biða 500—600 sjómenn
af togurunum eftir þvi að deilan leysist,
1500 manns i frystihúsunum viðsvegar á
landinu eiga ekki annars úrkosti en að
skrá sig á atvinnuleysisskrá. Skólafólks
biður aðeins atvinnuleysi og þar með
hættan á auknu misrétti til náms. Jafn-
framt atvinnumissinum er hér um að
ræða geysilegt tjón fyrir þjóðarbúið i
heild. Hundruð — 600—700 miljónir —
miljóna i gjaldeyrisverðmætum tapast
þjóðarbúi sem stundar gjaldeyrisviðskipti
sin með betlidölum héðan og þaðan úr
heiminum.
En fleira kemur til en togaradeilan.
Afstaða rikisstjórnarinnar til kjaradeilu
BSRB og kjaradeilu starfsmanna rikis-
verksmiðjanna er ákaflega nakið dæmi
um vinnubrögð ihaldsstjórnarinnar. Þar
er verið að semja við rikið beint, og þá
kemur enda i ljós að tregðulögmálið er
aldrei sterkara; aldrei sýna samninga-
menn núverandi rikisstjórnar minnstu til-
raun til þess að leysa fram úr aðsteðjandi
vanda.
Á þessa fjandsamlegu afstöðu rikisins i
garð verkafólks minnti Magnús Kjartans-
son i ræðu er hann flutti á alþingi i gær. Og
hann bar fram við Geir Hallgrimsson
spurningu, sem nú brennur á vörum
launafólks: Mun rikisstjórnin gripa til
nauðungarlaga gegn launafólki þegar búið
er að reka þingmenn heim nú um helgina?
Og svarið var vissulega i fullu samræmi
við það sem áður er sagt um að rikis-
stjórnunum tveimur, viðreisnarstjórninni
og hægri stjórninni svipar saman: Geir
Hallgrimsson neitaði þvi ekki að slikt yrði
gert, en hann neitaði, eins og hann orðaði
það ,,að gefa yfirlýsingar um það sem
rikisstjórnin ætlar að gera”. Þá hafa
menn það. Þá vita launamenn við hverju
þeir mega búast eftir 1. júni, ef þeir ekki
brýna samtakamátt sinn og skerpa bar-
áttuviljann. Þvi reynslan frá viðreisnar-
árunum sýnir að unnt var að knýja fjand-
samlega rikisstjórn til undanhalds — og
það á einnig að vera unnt nú.—s.
OG STJORNARANDSTAÐAN”
95
1 fyrirsögn i Alþýðublaðinu i gær segir
að ,, Alþýðuflokkurinn og stjórnarandstað-
an” hafi flutt tiitekið mál. Og i texta
fréttar er þetta orðalag endurtekið. Hér er
um ákaflega fróðlegt orðalag að ræða;
Gylfi Þ. Gislason hefur jafnan reynt að
stilla flokki sinum á milli stjórnar og
stjórnarandstöðu. Þetta hafa stjórnar-
flokkarnir þakkað honum með þvi að
troða forustumönnum Alþýðuflokksins i
allskonar nefndir og stjórnir, og Gylfi hef-
ur i f jöldamörgum málum verið eins kon-
ar viðhengi við stjórnarflokkanna. Má i
þvi sambandi nefna nýjasta dæmið,Flug-
leiðamálið, þar sem Gylfi Þ. Gislason, for-
maður þingflokks Alþýðuflokksins, lagðist
á fjóra fætur og gerði allt eins og ihaldið
bauð honum.
Þingstörfin i vetur hafa sannað að for-
mannsskiptin i Alþýðuflokknum hafa ein-
ungis verið til málamynda. Enn heldur
Gylfi Þ. Gislason áfram að stjórna öllum
athöfnum á þeim bænum. —-s.
Nemendur með of litla mætingu
Deilan í Kennaraháskólanum leyst:
fá að sækja um undanþágu
Deilan I Kennaraháskólanum
hefur nú veriö leyst og má búast
viö aö hægt veröi aö halda áfram
prófum þar. Broddi Jóhannesson,
rektor skólans, hefur sent frá sér
yfirlit um aödraganda og gang
deilunnar og einnig bókun og
ályktun, sem gerö var á fundi
skólastjórnar 14. þessa mánaöar.
Nánar verður greint frá skýrslu
Brodda slðar.
Eftirfarandi bókun var gerö á
skólastjórnarfundinum, þar sem
deilan var til lykta leidd:
Rætt var um möguleika á að
kanna aðstæöur fyrir þá nemend-
ur á 1. og 3. ári, sem ennþá hafa
ekki heimild til próftöku, til að
ljúka námi með afbrigðilegum
hætti, gegn þvi að umsóknir
berist um slikt.
Samþykkt var að fela rektor og
skólaráði að taka við umsóknum
um mál þetta, ef þær berast, og
beinir þvi til þeirra, að líta á mál
þetta með velvilja. Atkvæði féllu
þannig:
12 með
O á móti
6 sátu hjá.
Stefán Böðvarsson óskaði eftir
svofelldri bókun: ,,Ég fer fram á,
að á mál viðkomandi einstaklinga
að tölu 7, verði litið með velvilja
og með farsæla lausn þeim til
handa án tillits til þess, sem á
undan er gengið”.
Þá var eftirfarandi ályktun
einnig samþykkt á fundinum.
Fundur haldinn i skólastjórn
K.H.l. 14. mai 1975 ályktar eftir-
farandi i ljósi þeirrar reynslu,
sem fengist hefur af núverandi
skipan náms og kennslu i skólan-
um:
1. Halda þarf áfram starfi þvi
sem hafið er við endurskoðun á
efni og skipan náms á 1. ári
skólans, einkum með hliðsjón
af þvi hversu nemendur hafa
hlotið misjafna undirbúnings-
menntun i kennslugreinum
grunnskóla, þegar þeir hefja
nám i K.H.l. Er þá eðlilegt að
gengið verði úr skugga um að
hvaða marki mætti undan-
þiggja einstaka nemendur þvi
að að stunda nám i tiltekinni
skyldunámsgrein eða greinum
1. árs, sbr. 8. grein reglugerðar
frá 1974, enda komi þar til mat
i hverju tilviki. Ljóst er hins
vegar að ætla verður öllum
nemendum að stunda nám i
þeim þáttum umræddra
skyldunámsgreina 1. árs er
fjalla um kennslufræði þeirra
og kennsluæfingar.
2. Kanna þarf hvort muni bót að
þvi fyrir menntun kennaraefna
aö þeirhefji valgreinanám sitt
að einhverju leyti á 1. ári (t.d.
á vormisseri), enda færðist
nám þeirra i kjarnagreinum
aftur á siðari kennslumisseri
sem þvi næmi (sbr. 11. gr.
reglugerðar frá 1974).
• 3. Nauðsynlegt er að endurskoða
og fullgera námsskrár i öðrum
kennslugreinum skólans. í þvi
efni er ástæða til að athuga
sérstaklega hvernig haga skuli
vinnubrögðum innan hverrar
greinar eftir eðli viðfangsefna
svo að starfskraftar og timi
bæði kennara og nemenda nýt-
ist sem best.
Fundurinn leggur áherslu á að
ofangreinum verkum verði lokið
eftir þvi sem kostur er fyrir upp-
haf næsta skólaárs, svo að æski-
legum breytingum á námi og
kennslu verði þá við komið. Vænt-
ir fundurinn þess að samstarf geti
tekist milli kennara og nemenda
skólans um undirbúning og
framkvæmd ofangreindra verk-
efna.
Nú er Framkvæmdastofnun
góð eins og hún er!
í gærdag var samþykkt breyt-
ing á þjóöminjalögum sem lýtur
að stofnun húsafriðunarsjóðs og
frumvarpi Ragnars Arnalds og
fleiri um kvikmyndasjóð var að
tillögum þingnefndar visaö til
rikisstjórnarinnar f trausti þess
aö hún beitti sé fyrir aögeröum I
málinu. Ragnar kvaöst telja þetta
alljákvæöa afgreiðslu þótt hann
hefði kosið aö alþingi hefði treyst
sér til að ganga frá málinu að
fullu.
Forsætisráðherra mælti fyrir
skýrslu um Framkvæmdastofnun
rikisins svo sem áskilið er í lögum
hennar. Ragnar Arnalds spuröist
fyrir um efndir á þvi heiti rikis-
stjórnarinnar að endurskoða lög-
in um Fr.í. og minnti á óvægna
gagnrýni Sjálfstæðisflokksins á
fyrirkomulagi hennar. Geir Hall-
grimsson kvaðst ætla að endur-
skoöa þau með haustinu, ekkert
lægi á!
Minna vegafé
Vegaáætlun áranna 1974—77
var til meðferðar i sameinuðu
þingi. Geir Gunnarsson upplýsti
að skerðing á framkvæmdafé er
mjög veruleg. Hækka þyrfti fjár-
veitingar til veganna um 40%
fram yfir það sem meirihlutinn
leggur til að þær verði til þess að
eins mikið verði unnið að nýbygg-
ingu vega og brúa á þessu ári og
var gert á siðasta ári.
Geir minnti á aö Halldór Blön-
dal þingmaður stjórnarandstöð-
unnar i fyrra taldi þá að ný
stjórnarforysta mundi auka
framkvæmdamagnið sem hann
þá taldi of lftið, og Ingólfur Jóns-
son taldi þá sjálfsagt að rikissjóð-
ur legði meira til vegasjóðs af
tekjum sinum af umferðinni. í ár
er áætlað að rikissjóður hafi 2 1/2
miljarð meira i tekjur af tollum
og söluskatti af bilum og bensini
en nemur framlögum hans til
vegasjóðs.
Afstaða þingmanna til ein-
stakra fjárveitinga markaóist
Framhald á bls. 10