Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 3
Togaraverkfallið: Föstudagur 23. mai 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Sjómenn styrkja útgerðimar með 23þúsund króna aukaskatti á mánuði RÆTT VIÐ ÁRNA KON- RÁÐSSON ÁENGEY /#Þetta verður langt verkfall/ það stendur í þrjá mánuði eða lengur", sagði Árni Konráðsson, neta- maður á Engeynni frá Reykjavík, en Þjóðvilja- maður hitti Árna á förnum vegi í gær. „Sjáðu til vinur”, sagði Arni, „togarasjómenn eru heldur ó- samstæðir, og þeir eru furðuró- legir yfirleitt. Þeir láta lengi vel niðast á sér, en allt i einu taka þeir við sér, fara að rýna i nóturn- ar sinar og svo er skollið á verk- fall. Þetta verkfall stendur lengi”. Útgerðarmenn leggja til að mönnum veröi fækkað á stóru togurunum, hvernig list þér á það? „Ef mönnum verður fækkaö, þá hætta þeir að fá lögbundið fri. Það stafar af þvi, að þegar einhver afli fæst, þá verðum við að brjóta vökulögin til að bjarga aflanum-, þvi fyrir skemmdan afla fæst lágt verð og hluturinn rýrist. Og við vinnum núna 84 stundir á viku og það er alveg nóg”. Hver voru meðallaun togara- manna fyrir verkfall? „Sennilega um 90.000 á mánuði. Ég er hérna með nótu yfir eina veiðiferð Engeyjarinnar. Ég tek það fram að hún er fádæma gott aflaskip. Veiðiferðin sem ég tek sem dæmi stóð frá 12. sept. 1974 til 6. okt. það ár og aflanum, liðlega 200 tonnum, lönduðum við i Bremerhaven 2. október og fyrir hann fengust 12.725.100 — 46% aflaverðmætis, eða 5.853.546 kr. koma ekki til skipta, en renna til útgerðarinnar og i hina ýmsu styrktarsjóði hennar. Þá eru 6.871.554 kr. eftir til skipta. 13.26% fara á 16 staði og ég fékk i aflahlut 56.948 kr. 24.267 i auka- aflaverðmæti, 31.772 kr i mánað- arkaup eða samtals tæplega 113 þúsund kr. i kaup auk fæðis og or- lofs sem nemur samtals um 10.000 kr. Þetta kaup fæst eftir 84 stunda vinnuviku og úthaldiö var einn mánuður”. Sjómenn gefa með útgerðinni „Samkvæmt samningum okk- ar”, sagði Arni, „þá á útgerðin að taka 25% sem ekki koma til skipta, en vegna laga ihaldsins Atvinnutækin njörvuð við bryggju. um hlutaskipti, sem sett voru i vetur, þá tekur útgerðin núna 46% undan, sem ekki koma til skipta. Þetta kemur raunverulega þann- ig út, að fari sjómaður i fjórar veiðiferðir meö togara, vinnur hann raunverulega kauplaust i fjóröu veiðiferðinni. Við skulum hugsa okkur togara sem fer þrjá siglingatúra og selur fyrir 60 miljónir alls, þá koma 12.6 miljónir ekki til skipta. 1 pró- sentum og aukaprósentum gerir það 125.880 kr. Þá fer skipshöfnin kauplaust i næstu veiðiferð. Þá langar mig lika að nefna þetta með skattafriðindi sjó- manna. Ef við segjum að sjómað- ur fái 300 þúsund i skattaafslátt, þá greiðir útgerðin ekkert orlofs- fé af þeirri upphæð. Ef þetta væri eðlilegt, þá ætti útgerðin að greiða 24.990 kr. i orlofssjóð”. Mánaðarskattur handa útgerðarfyrirtækjum Árni Konráðsson hefur veriö lengi til sjós, og við spurðum hvort hann hefði trú á þvi að út- gerðarmönnum og fyrirtækjum tækist einhvern tima að reka tog- ara með einhverri mynd? „Það hefur verið taprekstur alla mina tið”, sagði Arni og hló, „og það má benda á það núna i sambandi við þessa skertu hluta- skiptaprósentu, að hún samsvar- ar þvi að sjómenn séu skattlagðir um 23.000 kr. á mánuði útgerðinni til styrktar. Það þætti vist ein- hverjum hár skattauki”. —GG. Endanlegt samkomulag við Sigöldu 1 fyrradag var samþykkt meö öllum atkvæöum gegn tveimur á starfsmannafundi i Sigöldu end- anlegt samkomulag í deilu starfs- manna viö verktakann Energo- projekt. A föstudaginn var undir- ritaö samkomulag miili fulltrúa verktakanna og fulltrúa Verka- lýössambanda og Verkalýösfé- lags Rangárvallasýslu meö fyrir- vara um samþykki starfsmanna. Þegar starfsmenn gerðu setu- Róbert sýnir í Aðalstræti 12 Dagana 23. mai til 1. júni heldur Róbert Guillemette málverka- sýningu i kjallara Aðalstrætis 12 (gengiö inn frá Grjótagötu). Opið verður frá 15 til 22 daglega. A sýningunni, sem er 3ja sýning Róberts hér á landi, verða 10 oliu- málverk, 16 vatnslitamyndir og 5 pennateikningar. Róbert Guillemette er fæddur i Normandi árið 1948. Hingað til lands kom hann haustið 1970 og hefur stundað ýmis störf til sjáv- ar og sveita auk þess sem hann hefur náð góðu valdi á islenskri tungu m.a. með námi við Háskóla tslands. Af fyrri sýningum Róberts var sú fyrri þeirra samsýning með Gaston i mai ’72 og sú seinni einkasýning i júli ’73, báðar i Gallery Grjótaþorpi. verkfall við Sigöldu snemma i þessum mánuði voru nýhafnir samningar um fjöldamörg sam- búöarvandamál milli verktakans og þeirra. Eftir tveggja daga verkfall tókst að ná samkomulagi um þrjú meginatriði deilunnar og samþykktu þá starfsmenn að hefja vinnu aftur með þvi skilyrði að haldið yrði áfram að reyna að komast að samkomulagi um önn- ur ágreiningsatriði. Þessar við- ræður stóðu alla siðustu viku og tóku þátt i þeim auk fulltrúa verkalýösfélags Rangárvalla- sýslu Þórir Danielsson frá Verka- mannasambandinu, Jón Snorri Þorleifsson frá Sambandi bygg- ingarmanna, Helgi Arnlaugsson frá Málm- og skipasmiðasam- bandinu og Bjarni Sigfússon frá Rafiðnaðarsambandinu. í samkomulaginu, sem sam- þykkt var I gær, eru auk þeirra á- kvæða, sem áður hafði orðið ein- ing um, þ.e.a.s. að starfsmenn fengju greidd laun fyrir tvo daga, sem styr stóð um, vegna lenging- ar á úthaldi, og um áhættuþóknun og laun til járnamanna, ákvæði um hvernig bætt skuli úr ýmsum öryggis- og aðbúnaðarmálum. Úr þeim málum á að hafa verið bætt fyrir fimmtudag i næstu viku og þá koma samningsaðilar sam- an að nýju til þess að meta árang- urinn.Fjölmörg önnur atriði eru I samkomulaginu, svo sem viður- kenning á starfsaldri tækja- manna hjá öðrum atvinnurekend- um.hæöarálag til verkamanna til jafns við iðnaðarmenn, prósentu- álag til trésmiða til jafns við raf- iönaðarmennog mólmiðnaðar- Framhald á 11. siðu. TIZKUSYNINGAR AÐ HOTEL LOFTLEIDUM ALLAFOSTUDAGA KL. 12.30—13.00. Hinir vinsælu islenzku hádegis- réttir verða enn Ijúffengari, þegar gestir eiga þess kost að sjá tízkusýningar, sem íslenzkur Heimilisiðnaður, Módelsamtökin og Rammagerðin halda alla föstudaga, til þess að kynna sér- stæða skartgripi og nýjustu gerðir fatnaðar, sem unninn er úr íslenzkum ullar- og skinnavör- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.