Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.05.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. mai 1975 Hverjir vinna gegn erlendu knatt- spyrnuþjálfurunum? Tony Knapp segir íslenska aðila vinna gegn sér og öðrum erlendum þjálfurum hér á landi Landsliðsþjálfarinn I knatt- spyrnu Antony Knapp lætur hafa það eftir sér f viðtali við eitt dagblaðið f fyrradag að hér á landi séu menn sem vinni gegn erlendu þjálfurun- um og hann kallar þá „kaf- báta” og segist vonast til að koma á þá skoti með þvi að Is- lenska knattspyrnulandsiiðið standi sig sem best nk. sunnu- dagf landsleiknum viðfrakka. Knapp er þó ekki sá maður að hann þori að nafngreina þá menn sem hann segir vinna gegn erlendu þjálfurunum, en notar þess I stað dylgjur. Vel má vera að hann og kannski fleiri kollegar hans erlendir hér á landi séu ekki allskostar ánægðir með þá dóma, sem sú knattspyrna sem þeir eru að innleiða á ts- landi, þ.e. varnarleikurinn, 8 til 10 menn I vörn.fær hjá blöð- um og almenningi. En ég trúi þvf vart að Knapp sé svo skyni skroppinnaðhannætlist til þess að menn hrópi húrra yfir þremur 0:0 leikjum og einum 1:0 leik i fyrstu umferð ts- landsmótsins f knattspyrnu. Ef hann hefur búist við þvi, þá hefur hann farið I geitarhús að leita ullar, þegar hann réð sig til tslands. Það bætir ekki is- lenska knattspyrnu að hrúga öllu liðinu i vörn til þess að það hreppi ætið annað stigið. Hins- vegar getur verið gott að koma heim til Englands og geta bent á að liðið mitt hafi ekki tapað leik en gleyma að segja frá þvi að það hafi kannski ekki unnið leik. Það er nefnilega svo að Antony Knapp hefur farið heldur frjálslega með sann- leikann I viðtölum viö erlend blöð eftir veru sina hér á landi i fyrra. Til að mynda birtist við hann makalaust viðtal i er- lendu knattspyrnublaði i vor, þar sem hann gefur 1 skyn að hann hafi komið sem frelsandi engill inni islenska knatt- spyrnu og sem einvaldur landsliðsins islenska lyft þvi uppúr að tapa 14:2, 6:0 og 8:1 I að gera jafntefli við a-þjóð- verja. Hann notar þarna verstu útkomu liðsins sl. 15 ár en „gleymir” að geta um sigra þess eða jafntefli við mjög sterkar þjóðir á þessu sama timabili. Þá segir hann i þessu viðtali að hann hafi verið einvaldur. og þjálfari liðsins sl. sumar og að það hafi veriö sinn mesti höfuðverkur að hafa engan til að ráðfæra sig við um eitt eða neitt sem viðkom landsliðinu. Hvað segir Bjarni Felixson sem var formaður landsliðs- nefndar KSt i fyrra um þetta? Þá má einnig benda Antony Knapp á það að hér starfaði landi hans, honum all-mikið fremri sem þjálfari, ef marka má útkomu liða þeirra sl. sumar, George Kirby, og kannski hann hefði eitthvað getað aðstoðað Antony Knapp ef hann hefði leitað til hans. Nei, Antony Knapp, menn slá sig ekki til riddara svo auðveldlega á tslandi, jafnvel þótt þeir séu gamlir atvinnu- menn i knattspyrnu og fslensk knattspyrna sé ekki hátt skrif- uð i heiminum i dag. Á meðan þú og aðrir félagar þínir breskir komið hingað til lands sem þjálfarar, með það eitt i huga að lið ykkar tapi ekki leik, hvernig sem þið farið að þvi, þá skuluð þið ekki búast við neinu hrósi. Aftur á móti yrði ykkur hrósað ef þið veld- uð þá leiðina að bæta islenska knattspyrnu og gera lið ykkar það sterk að þau töpuðu fáum leikjum þess vegna, en meí þvi að hrúga 8 til 10 mönnum i vörn og ná þannig markalausu jafntefli leik eftir leik og benda svo stoltir á taplausu liðin ykkar sem léku fyrii tómum áhorfendapöllum þegar heirn er komið, vinnif þið ekki til hróss eða heiðurs á tslandi. • —S.dói Ujpest Dosa OL í Montreal í hættu Allar likur eru á þvi, að miklir erfiðleikar séu i uppsiglingu vegna ólym piuleikanna i Montreal I Kanada á næsta ári. Verkfall á verkfall ofan hefur skollið á við framkvæmdirnar i sambandi við leikana og nú sem stendur er þar verkfall. Forsætisráðherra Quebec- fylkis sagði að alls óvist væri að hægt yrði að halda leikana eins og áætlað var næsta sumar. Hann sagði að visu að allt yrði gert til þess að það mætti takast en ef svo færi að það tækist ekki væri hægt að fresta leikunum til ársins 1977. Formaður undirbúningsnefnd- ar leikanna sagði að slikt kæmi ekki tii mála. Ujpest Dosa varð ungverskur meistari i knattspyrnu i 7. sinn er liðið sigraði Zalaegerszeg 4:2 i fyrradag. Ujpest Dosa hafði 3 stig framyfir næsta félag þegar upp var staðið eða 46 stig úr 26 leikj- um. 1 öðru sæti varð Honved með 41 stig, og i þriðja sæti varð Ferencvaros með 31 stig. Nafnarnir sigruðu Þetta eru þeir óskar Guð- mundsson, sem allir badmin- tonáhugamenn kannast við og Óskar Bragason, 14 ára gamall badmintonleikari, en þeir nafnar sigruðu i firma- keppni KR i tviliðaleik í bad- minton fyrir skömmu, og kepptu þeir fyrir fyrirtækið Bandag. Aldursmunur á þeim nöfnum mun vera nálægt ald- arfjóröungur. (Ljósm: Rafn Viggósson) Þrenna hjá Heynckes tryggði sigurinn V-þýzka liðið Borussia Möenchenbladbach varð UEFA- meistari I knattspyrnu I fyrra- kvöld þegar það sigraði hollenska liðið Twente of Enschede 5:11 sfð- ari leik liðanna sem fram fór 1 HoIIandi. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 0:0. Það var glæsileikur landsliðs- mannsins Heynckes sem tryggði Möenchengiadbach þennan stóra sigur, en hann skoraði þrennu i leiknum. Danski leikmaðurinn Simonsen sem leikur með v- þýska liðinu skoraði tvö mörk I leiknum, það fyrsta og siðasta. Heyknecks Moenchengladbach UEFA-meistari Dómaranámskeiö hjá FRÍ Dómaranámskeið FRÍ hefst á skrifstofu sambandsins i Iþrótta- miðstöðinni i Laugardal næst- komandi laugardag kl. 15. Nám- skeiðiö heldur siðan áfram á sunnudagsmorgun kl. 10 og lýkur á þriðjudagskvöld. Kennari verð- ur Guðmundur Þórarinsson, iþróttakennari. Ennþá geta fleiri komist að, og væntanlegir þátttakendur hafi samband við skrifstofu FRt I Laugardal kl. 5-7 I dag simi 83386. Viðar ráðinn landsliðs- þjálfari Draumurinn um erlendan þjálfara til landsliðsins i handknattleik flaug úti bláinn i fyrradag þegar Viðar Simonarson var ráðinn lands- liðsþjálfari næsta keppnis- timabil að minnsta kosti. bjaitsagl ei Viðar I hópi skárri þjálfara okkar og ekkcrt við ráðningu hans að segja annaö en það að nauðsynlegt var og er að fá nýtt blóð i þjálfun íslenskra handknattleiks- manna og það kemur ekki nema með erlendum þjálfara. Skipstjórinn bar sigur úr býtum í golfmóti hjá Keili Golfklúbburinn Keilir i Hafnarfirði hélt sitt árlega hvitasunnumót um siðustu helgi og Iauk þvi svo að Sigurður Héðinsson skipstjóri sigraði á 154 höggum, en keppnin var 36 holu keppni. I öðru sæti varð Ægir Ármanns- son á 156 höggum og þriðji Agúst Svavarsson á 157 högg- um. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem Sigurður kemur beint af sjónum og hrellir golfmenn með þvi að sigra þá litt eða ekkert æfður. Hvað gæti hann ef hann æfði eins og hinir? Golfmót í minningu Bubnovs Sjálfsagt muna allir fjaðrafokið sem varð I fyrra þcgar Mbl. upplýsti að einka- vinur formanns varnamála- nefndar og forstjóra Kókverk- smiðjanna á tslandi sovéski sendiráðsmaðurinn Bubnov, væri njósnari. En hvort sem það var rétt eða ekki þá halda jieirhjá Golfklúbbi Ness, mik- iö uppá Bubnov og halda ár- lega golfmót tii minningar um hann. Bubnov-mótið 1975 fór fram um siðustu helgi og fór keppnin svo að Gunnar Hjartarson sigraði.en keppnin var 18 holu keppni með for- gjöf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.