Þjóðviljinn - 11.06.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.06.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. júni 1975 KSÍ fær stór- gjafir Augu margra hafa beinst að isl. knattspyrnu eftir vel- gengni islenska landsliðsins gegn frökkum og a-þjöðverj- um á dögunum. tþróttavöru- fyrirtækið Addidas hefur sent KSÍ bréf þar sem þaö býðst til að gefa KSI knattspyrnuskó og búningstöskur fyrir landsliöið og er þetta gjöf uppá hátt á annað hundrað þúsund kr. Auðvitaö er Addidas aö fá sér auglýsingu með þessu, en þetta sýnir eigi að siður, að eftir isienska iandsliðinu er nú tekið. Þá hefur sýslumaður Eyja- fjarðarsýslu tilkynnt KSÍ að sýslunefnd hafi ákveðiö að gefa KSÍ 25 þúsund kr. I rýran sjóð sambandsins vegna frá- bærrar frammistöðu islenska landsliðsins. Nýtt íslands- met hjá Óskari A innanfélagsmóti hjá tR I fyrrakvöld setti Óskar Jakobsson tR, nýtt tslandsmet i spjótkasti, kastaði 75,80 m. Nokkuð rok var meðan á mót- inu stóð og fór það illa með Óskar. Til að mynda i met- kastinu feykti vindurinn spjót- inu niður, sennilega hefði Ósk- ar náð þarna 80 m kasti við góðar aðstæður. Óskar sló i fyrra út elsta islandsmetið i frjálsiþróttum er hann bætti met Jóels Sigurðssonar i 73,72 og nú er það sem sagt komið uppi 75,80 m. t>að veröur eflaust ekki langtaö bíða 80 m kastsins hjá honum. Magnús Bergs, varnarmaður Vals, er ekki á þvi aö sleppa Vikingnum inn fyrir og nær þarna að krafsa I boltann og fella vikinginn um leið. Margir vildu þarna fá vitaspyrnu en Hinrik dómari var ekki á sömu skoðun. Sigurður Dagsson er tilbúinn I markinu. Valur — Víkingur 1:0 Draumamark hjá Atla Eövaldssyni Annars þarf varla að taka það fram að leikurinn var ein enda- leysa. 1. deildarleikirnir hafa flestir verið þannig og þessi var engin undantekning. Hafi einhver samleikur verið reyndur hjá lið- unum voru þær tilraunir veik- burða og báru a.m.k. litinn sem engan árangur. örfáir og örstuttir kaflar sáust e.t.v. hjá liðunum en öll áhersla var lögð á varnarleikinn að venju og fyrst og fremst hugsaö um að þruma bolt- anum fram völlinn og láta svo framlinumennina hendast á eftir þeim i kapphlaupi við varnar- menn andstæðinganna. Engum dylst þó að strákarnir kunna alls ekki minna i fótbolta en áður. Þeir hafa margir ljómandi góða boltameðferð, eru léttir og hreyfanlegir, hafa auga fyrir spili o.s.frv. En leikaðferð sem byggist ekki á þvi að skora mörk, heldur að halda eigin marki hreinu gerir þá aðalkröfu að hreinsað sé frá eigin marki að töluverðu leyti án tillits til þess hvar boltinn kemur niður. Fyrir bragðið sést minna af léttum og fallegum samleik, en árangur liðanna, reiknaður i stigafjölda verður e.t.v. betri. Guögeir útaf Vikingum gekk fremur illa i þessum leik og verða að teljast lakari aðilinn. Mannskapurinn nýttist illa og landsliðsstjörnur eins og Guðgeir Leifsson, sem nú er kominn yfir til Vikings aftur náðu ekki að sýna snilli sina. Var Guðgeiri t.d. skipt útaf skömmu fyrirleikslok. Honum hafði ásamt félögum sinum i framlinunni gengið illa að vinna úr langsend- ingum varnarmannanna, tæki- færi Vikings voru fá i leiknum og framlinan bitlaus. Hermann Gunnarsson var i fararbroddi hjá valsmönnum og lék sem miðframherji. Hermann var að venju iðinn við að skapa sér tækifæri en hann er aðeins þyngri en áður, e.t.v. kominn af „léttasta skeiðinu” og skorti herslumuninn til að koma bolt- anum i netið. Dómari var Hinrik Lár.usson og kom hann ásarnt linuvörðum vel út úr leiknum. —gsp Sigurmark Atla Eðvaldssonar í leiknum Valur — Vík- ingur var svo sannarlega glæsilegt. Þetta eina mark leiksins kom á 15. min. síðari hálf leiks, þegar hinn korn- ungi Albert Guðmundsson gaf gullfallega sendingu fyrir markið frá hægra kanti. Boltinn barst til Atla þar sem hann stóð úti í vítateignum, hann gaf sér góðan tíma og skaut síðan þrumuskoti í bláhornið fjær, — alveg uppi i samskeytum. Bæði stigin féllu því valsmönríum í skaut og verður það að teljast sanngjarnt eftir gangi leiksins. Bæði liðin áttu sín tækifæri en Valur þó öllu fleiri og þá einkum Hermann Gunnarsson, sem var hvað eftir annað aðeins hársbreidd frá því að pota boltanum i mark Víkings. Frjálsíþrótta- menn Blikanna eru vonsviknir Sem kunnugt er af fréttum léku knattspyrnumenn Breiðabliks sinn fyrsta leik á nýja grasvellinum i Kópavogi um siðustu helgi. Langþráður draumur hafði þar með ræst, völlurinn, scm svo lengi hafði verið ,,i smiðum” var loks kominn á það stig aö hægt var aö leika á honum knattspyrnu. En frjálsiþróttanienn Breiöabliks liafa enn ekki fengið fyrirgreiðslu með sina aöstöðu á nýja vcllinum. Langstökksgryfjur voru jú búnar til en þær voru allt of litíar og þvi ónothæfar. Stang- arstökkssökklar voru smið- aðir en voru þá af gamalli og úreltri gerð. Malarblanda á hlaupabrautirnar hefur tvis- var verið búin til, en önnur var siðan seld til Hafnarfjarðar en hin upp i Breiöholt. Frjálsíþróttadeild UBK hef- ur i allt vor stefnt aö vormóti á nýja vellinum og þá með þátt- töku frjálsiþróttamanna frá öðrum félögum. Vormót Kópavogs hefur af þessum sökum verið fellt niður i ár. Vonandi stendur þó aðstaða frjálsiþróttamannanna til bóta. Völlurinn I Kópavogi er á pappirunum fullkominn til fleiri hluta en knattspyrnu eingöngu og i ræðu forseta bæjarstjórnar við opnunar- leikinn um helgina kom fram að stefnt cr að þvi aö fullljúka framkvæmdunum á næstu tveimur til þremur árum. En vissulega er æskilegt að fara jafnt að öllum iþróttahóp- um og cftir glæsilcga frammi- stöðu frjálsiþróttainanna i Kópavogi er crfitt að réttlæta seinagang viö þeirra hluta af nýju iþróttamannvirkjunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.