Þjóðviljinn - 19.06.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19.júni 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5
CIA-skýrslan
Skýrsla Rockefeller-nefndar-
innar sem rannsakaöi ólöglega
starfsemi CIA, leyniþjónustu
Bandarikjanna, hefur valdið
miklu fjaðrafoki vestra og jafn-
vel viðar. Þó gerir hún litið ann-
að en að sanna það sem menn
þegar grunaði eða höfðu jafnvel
vissu um.
t skýrslunni — eða öllu heldur
þeim hluta hennar sem birting
var leyfð á — er sýnt fram á
margvislegt ólöglegt athæfi
CIA, þ.e. starfsemi sem ekki
samrýmist bandariskum lög-
um. Þar kemur fram að stofn-
unin njósnaði um þúsundir rót-
tækiinga og friðarsinna meðan
Vietnamstriðið stóð yfir, las
bréf frá Sovétrikjunum um
tveggja áratuga skeið, hleraði
simtöl, braust inn á heimili
bandarikjamanna og erlend
sendiráð, njósnaði um banda-
riska stjórnmálamenn fyrir
aðra bandariska stjórnmála-
menn o.s.frv.
Meðan nefndin var að störfum
fór hún fram á auknar fjárveit-
ingar og rýmri tima til að kanna
aðra hlið á starfsemi CIA: morð
á erlendum þjóðarleiðtogum og
stjórnmálamönnum, Ford varð
við beiðni nefndarinnar en þeg-
ar afrakstur þessarar auka-
vinnu var fram lagður bannaði
forsetinn birtingu hans. Kvað
hann svo margt ófullnægjandi
og óskýrt i þessum 80 blaðsiðna
kafla að menn gætu misskilið
hann og rangtúlkað. Sem stend-
ur er þessi sama iðja CIA i
rannsókn hjá einni af nefndum
bandarikjaþings og formaður
hennar hefur lofað ýmsum
„heitum” upplýsingum þegar
sú nefnd skilar af sér.
Gömul sannindi
Hér verður ekki farið út i þá
sálma að tiunda nákvæmlega
hin ýmsu lögbrot leyniþjónust-
unnar. Þess i stað er ætlunin að
fjalla um viðbrögð manna við
þeim og þann tviskinnung sem
einkennir þau.
Eins og áður segir koma nið-
urstöður skýrslunnar ekki á ó-
vart. Allt frá þvi á dögum kalda
striðsins hafa vinstri menn um
allan heim verið að klifa á ná-
kvæmlega þeim sömu atriðum
og koma fram i skýrslunni og
öðrum enn fleiri og iskyggilegri.
Til dæmis vissu vinstri menn
innan og utan Chile allan tim-
ann af tilraunum CIA til að
koma i veg fyrir að Allende næði
kjöri og siðar að steypa honum
af stóli. Eins hafa kúbumenn
hvað eftir annað skýrt frá tii-
raunum CIA til að drepa leið-
toga þeirra, Fidel Castro.
Þessum staðhæfingum vinstri
manna var alltaf tekið með vor-
kunnsamlegu brosi þegar best
lét en gifuryrðum og fullyrðing-
um um að þær væru dæmigerð-
ur kommúnistaáróður þegar
verr lét. Eftir valdaránið i Chile
kepptist borgarapressan við að
sannfæra fólk um að Bandarikin
hefðu enga aðild átt að þvi.
Það er þvi fróðlegt að sjá við-
brögð þessarar sömu pressu við
þvi þegar „óhlutvandir” banda-
rikjamenn skýra frá ýmsum
þeim atriðum sem vinstri menn
hafa haldið fram um árabil. Nú
getur hún ekki rengt þá lengur
og hrópað á sannanir. Þær
liggja fyrir.
Vitaskuld bregður hún á það
ráð að láta eins og hún hafi
aldrei heyrt neinn minnast á
glæpaverk CIA fyrr en nú. Það
er mikið notuð aðferð að láta
eins og maður sé einn i heimin-
um þegar svo stendur á — og
borgarapressan hefur styrk til
að telja fólki trú um að hún hafi
aldrei heyrt neinar ávirðingar
um CIA fyrr en grandvarir
bandarikjamenn gátu ekki leng-
ur á sér setið. Og það eru ekki
bara „ófrjáls” flokksmálgögn
uppi á íslandi sem þagað hafa
um glæpi bandarisku leyniþjón-
ustunnar. Samanlögð „frjáls
pressa” Bandarikjanna og
Vestur-Evrópu steinþagði lika.
Það var ekki fyrir að fara áhug-
anum á góðu fréttaefni heldur
Nei, herra, við skulum aldrei gera þetta aftur, segir CIA-agent-
inn við Rockefeller á þessari mynd úr NYT.
Hver urðu
viðbrögðin?
Hvernig bregst
borgarapressan
við þegar
staðhœfingar
andstœðinga
hennar eru
skyndilega
sannaðar?
réðu þar þeir sömu hagsmunir
og fyrirskipuðu glæpastarfsemi
CIA: auðmagnið sem heldur
blöðunum á lifi.
,,Styrkur lýðræöisins"
En nú hefur þögnin verið rofin
og þá er gaman að fylgjast með
viðbrögðunum. New York Tim-
es birtir leiðara um CIA-rann-
sóknina um siðustu helgi og er
hann um margt dæmigerður
fyrir viðbrögðin.
Þar er i upphafi sunginn sami
söngurinn og heyrðist er Water-
gate-hneykslið hafði verið rann-
sakað: þessar uppljóstranir
sýna styrk lýðræðisins i Banda-
rikjunum, þ.e. að þær fái yfir-
leitt að viðgangast. Annars
staðar hefði verið þagað. Það er
hins vegar ekkerttalað um þann
„styrk lýðræðisins” sem fram
kemur i þvi sem upp er ljóstrað.
Svo virðist sem njósnir, pólitisk
morð o.þ.h. hafi ekkert með lýð-
ræðið að gera, séu bara sjálf-
sagðar öryggisráðstafanir til
verndar bandariskum hags-
munum.
Þetta kemur enn skýrar i ljós
siðar i leiðaranum. Þar er talað
um það þegar CIA fór út fyrir
þau mörk sem starfsemi stofn-
unarinnar eru sett með þvi að
njósna um bandariska borgara.
„...þetta var óhrekjanlega i
verkahring Alrikislögreglunnar
(FBI). Eina hlutverkið sem
sæmdi CIA var að láta FBI i té
upplýsingar um tengsl róttækl-
inga heimafyrir við erlenda að-
ila...”
Það er sumsé ekkert athuga-
vert við að bandarisk stjórnvöld
afli sér persónulegra upplýs-
inga um tugþúsundir banda-
riskra borgara heldur er glæp-
urinn sá, að vitlaus stofnun var
látin annast upplýsingaöflun-
ina. Væri ekki mun skynsam-
legra fyrir bandarikjamenn að
láta eina stofnun annast um all-
ar njósnir, innanlands sem ut-
an? Það gerir KGB i Sovét, að
þvi er manni skilst á þessum
sömu blöðum og gefur góða
raun. Með þvi móti er hægt að
komast hjá svona óþægindum
eins og Bandarikin verða nú að
glima við.
Eðlilegt samstarf?
Þessi leiðari fjallar ekki að
neinu ráði um morð og morðtil-
raunir CIA, þvi er skotið á frest
þar til frekari upplýsingar
liggja fyrir. Það er ekki tekin
afstaða til þess, svo dæmi sé
tekið, er CIA réð kunnan Mafiu-
foringja, deildarstjóra
Mafiunnar i Chicago, til að ráða
Castro af dögum árið 1960. Það
varkannski „eðlilegt samstarf”
milli tveggja bandariskra stofn-
ana? Mafiunni virðast a.m.k.
ekki settar neinar landfræðileg-
ar skorður fyrir starfsemi sinni.
Nei, þegar talið berst að póli-
tiskum morðum er slegið út
aðra sálma og farið að gagn-
rýna Ford forseta fyrir að vera
ekki samkvæmur sjálfum sér i
þvi að heimila rannsókn á
morðunum en banna svo birt-
ingu á niðurstöðum hennar.
Þarna kemur mjög vel i ljós
raunverulegt eðli hinnar
„frjálsu pressu”. NYT er ekkert
annað en málgagn annarra yfir-
stéttahópa, sem Ford tilheyrir
og sama gildir um þá sem unnið
hafa að uppljóstrununum. Þess-
um öflum er sama i sjálfu sér
hvað CIA aðhefst nema ef nota
þarf starfsemi stofnunarinnar
til að klekkja á pólitiskum and-
stæðingum. Þá getur verið gott
að gripa til frjálslyndisgrim-
unnar.
—ÞH
Málefni ungs
verkafólks
er eitt af helstu
verkefnum Æsku-
lýðssambands
íslands
á nœstunni
1 aprllmánuði sl. hélt Æsku-
lýðssamband tslands þing sitt en
þau eru haldin á tveggja ára
fresti. Þar urðu stjórnarskipti að
vanda og nýr formaður tók við.
Hann heitir Jónas Sigurðsson og
er fulltrúi Æskulýðsnefndar Al-
þýðubandalagsins i stjórninni.
Blaðið átti nýlega viðtal við hann
um störf ÆSt og ferð sem hann
fór til Bretaveldis fyrir skömmu á
vegum CENYC sem eru heildar-
samtök æskulýðssambanda Vest-
ur-Evrópu.
— Hver voru aðalmál þingsins?
— Það var einkum fjallað um
innri mál sambandsins, félags-
mál, fjármál, lögin og utanrikis-
samskipti. A undanförnum
tveimur árum hefur verið mikil
ládeyða i störfum ÆSt og ýmsir
erfiðleikar steðjað að, einkum
fjárhagserfiðleikar sem gert hafa
allt starfið mjög erfitt. Sam-
bandið fær 400 þúsund krónur af
fjárlögum og auk þess 5 þúsund
krónur frá hverju aðildarfélagi en
þau eru ellefu þannig að tekjur
ÆSl eru 455 þúsund krónur á ári.
Það er þvi augljóst að litið verður
gert fyrir þennan pening enda
hefur mest af honum farið i að
greiða eldri skuldir. Það var þvi
rætt hvernig mætti leysa þessa
erfiðleika auk þess sem mörkuð
var skýr stefna i starfsháttum
sambandsins bæði á innlendum
og erlendum vettvangi. I fyrsta
sinn var mörkuð skýr lina um það
hvað hafa ætti I huga i samskipt-
um við erlend samtök. A innan-
landsvettvangi var ályktað um að
hafa allt starfið i fastari skorðum,
reyna að fjölga þeim hópi sem á
aðild að sambandinu og gera
félögin virkari i starfi þess. Af
Stefnumörkun i utanrikissam-
skiptum má nefna að samþykkt
var að reyna að ná góðum sam-
skiptum við æskulýð i Færeyjum
og Grænlandi, reyna að tengja
þau betur við norræna æskulýðs-
starfið. Samþykkt var að styðja
baráttu undirokaðra þjóða á vett-
vangi CENYC og styðja viðleitni
CENYC við að efla samstarfið við
æskulýð Austur-Evrópu.
Tveggja ára starf
— Þú fórst i ferðalag á vegum
CENYC, ekki rétt?
— Jú, þetta var svokölluð
kynnisferð en hún er liður i miklu
stærra verkefni. Á þingi CENYC
fyrir tveimur árum var samþykkt
að gera málefni ungs verkafólks
að aðalviðfangsefni sambandsins
til tveggja ára. Þetta starf hófst
þó ekki fyrr en i april 1974 þegar
skipuð var vinnunefnd sem i eiga
sæti fulltrúar allra aðildarsam-
bandanna 15oger ég fulltrúi ÆSl
I nefndinni. Þessi nefnd fékk það
hlutverk að setja niður hvernig
ætti að vinna þetta starf og henn-
ar fyrsta verk var að senda
spurningalista til allra aðildar-
landanna um réttindi, skyldur og
möguleika ungs verkafólks, bæði
til starfs og menntunar. Þessu
verkefni lauk um siðustu áramót
og er komin út skýrsla með svör-
um við þessum spurningum.
— A fundi 1 þessari nefnd i janú-
ar voru lögð drög að áframhald-
andi starfi að þessu verkefni. Þar
var verkefninu skipt i þrjá höfuð-
flokka: atvinnuleysi ungs verka-
fólks, vinnuumhverfi þess og er
þá átt við félagslegt umhverfi og
einnig það sem lýtur að heilsu-
vernd og öryggi á vinnustað,
þriðji flokkurinn er svo möguleik-
ar ungs verkafólks á menntun og
starfsþjálfun. Ákveðið var að
efna til kynnisferða landa i milli
þar sem menn kynntu sér eitt-
hvað af þessum þremur höfuð-
atriðum. Ég fór núna um daginn i
slika ferð en þá tóku Norðurlönd-
in sig saman og sendu menn i
Rœtt við
Jónas
Sigurðsson
formann
sambandsins
kynnisferð til Dublin og London
til að kynna sér vinnuumhverfi.
Bretar og irar munu svo heim-
sækja Norðurlöndin, þýskumæl-
andi þjóðir heimsækja lönd Suð-
ur-Evrópu osfrv.
— Annar þáttur þessa verkefnis
verður að haldnar verða þrjár
ráðstefnur, ein um hvern af
höfuðþáttunum, og þar verða
notaðar skýrslur úr kynnis-
ferðunum ásamt skýrslunni sem
fyrstvar nefnd um spurningarn-
ar. Fyrsta ráðstefnar. verður
haldin i Belgiu i september um
atvinnuleysi ungs verkafólks,
önnur i Irlandi i nóvember um
iðju- og starfsþjálfun og sú þriðja
i Austurriki i janúar um vinnu-
umhverfi. Loks verður haldin
fjórða ráðstefnan þar sem starfið
er vegið og metið og settar fram
tillögur til úrbóta ef um þær næst
samstaða.
— Jafnframt þessu er lögð
áhersla á að hvert aðildarsam-
band vinni að þessu verkefni i
sinu landi. Það starf þarf ekki að
einskorðast við þessa þrjá höfuð-
þætti heldur að fjalla um málið
almennt og þær spurningar sem
heitast brenna i hverju landi. t
samræmi við þetta höfum við
ákveðið að halda ráðstefnu hér
sem sennilega fer fram i byrjun
september ef allt fer að likum.
Þar verða ræddir fjórir megin-
þættir: húsnæðismál ungs fólks,
kjaramál, vinnuumhverfi og það
sem við nefnum hópmyndun ungs
fólks i verkalýðshreyfingunni.
Undir siðasta liðnum ræðum við
hvort ungt fólk hefur einhverjar
sérþarfir innan verkalýðsfélag-
anna og hvort nauðsynlegt sé að
stofna æskulýðssamtök innan
þeirra sem einbeiti sér að ungu
verkafólki og þeirra þörfum og
hvernig hægt er að tengja unga
fólkið betur verkalýðshreyfing-
unni. Þátttaka 1 þessari ráðstefnu
verður að mestu leyti bundin við
unga félaga verkalýðshreyfing-
arinnar en búist er við um 60 þátt-
takendum. Þess má svo geta að
utanrikisnefnd ÆSl fór þess á leit
viö Iðnnemasambandið að það
skipaði nefnd til að starfa að
þessu verkefni hér á landi. i þá
nefnd voru skipaðir þrir menn,
þeir Rúnar Bachman, Sævar
Guðbjörnsson og Ljótur Magnús-
son en ég er svo formaður nefnd-
arinnar fyrir hönd utanrikis-
nefndar. Þessi ráðstefna er i okk-
ar huga upphaf að starfi ÆSI að
málefnum ungs verkafólks. Til-
gangur hennar er tviþættur:
annars vegar að búa okkur undir
ráðstefnur CENYC og áfram-
haldandi starf þar og hins vegar
að leggja linur um ákveðið starf
innanlands að málefnum ungs
verkafólks, tengja ungt verkafólk
betur Æskulýðssambandinu og
hefja starf sem gæti virkað sem
hvatning fyrir ungt verkafólk til
að taka meiri þátt i störfum
verkalýðshreyfingarinnar og
félagsstörfum almennt. —ÞH