Þjóðviljinn - 04.09.1975, Síða 1

Þjóðviljinn - 04.09.1975, Síða 1
Fimmtudagur 4. september 1975—40. árg. 199. tbl. Skólarnir að hefjast Nær 15.000 nemendur Munið að taka kvittanir Ástæða er til að minna fólk enn einu sinni á, að taka kvittanir fyrir tannviðgerð- um, svo þeir sem rétt eiga á, fái viðgerðarkostnaðinn greiddan hjá sjúkrasamlög- um. Til þess enn einu sinni að ryf ja það upp hverjir eigi rétt á ókeypis tannviðgerðum eða rétt á að fá helming kostnaðarins endurgreiddan, fór blaðið þess á leit við Guð- rUnu Helgadóttur, að hún skýrði lesendum frá þvi. Sagði hún, að börn á aldrin- um 6—15 ára fengju tann- viðgerðarkostnað að fullu greiddan og gilti það frá lsta september 1974. Helming kostnaðar við tannviðgerðir fá börn á aldrin- um 3ja til 5 ára greiddan,svo og 16 ára unglingar. Sama gildir um ellilifeyrisþega (alla þá sem eldri eru en 67 ára) örorkulifeyrisþega og vanfær- ar konur. Fyrir þennan hóp er þó ekki greiddur kostnaður við gullfyllingu, krónu- eða brúar- geröir. Fólki með börn, sem þurfa tannlæknis við, ber ævinlega að leita til skólatannlæknis sé hann finnanlegur i viðkom- andi byggðarlagi. Þá ber fólki aö athuga hvort viðkomandi tannlæknir hefur samið við Tryggingastofnunina, en það hafa flestir tannlæknar gert, en samningur milli þeirra og Tryggingarstofnunarinnar er forsenda fyrir þvi að viðgerðarkostnaðurinn fáist endurgreiddur. Sérfræðingar um tannréttingar og starfs- menn þeirra hafa ekki samið við Tryggingarstofnunina og fæst þvi vinna þeirra ekki endurgreidd, en hins vegar fæst endurgreidd tann- réttingavinna, sem unnin er af þeim tannlæknum, sem undir- ritað hafa samning við Tryggingarstofnunina. Rétt er að taka fram, að sjúkrasamlagið greiðir einnig helming af kostnaði við gervitennur til handa ellilifeyrisþegum. Reikningar vegna tannvið- gerða eru endurgreiddir fólki hjá sjúkrasamlögum. Séu sjúkrasamlög ekki með kontóra sjá skrifstofur sveitarstjórnanna um endur- greiðslur. Fólk, sem þarf að fá endur- greiddan tannviögerðar- kostnað barna sinna skal framvisa sjúkrasamlags- skirteini ásamt reikningi frá tannlækni við endurgreiðslu. Ellilifeyrisþegar framvisi nafnskirteini og reikningi þegar þeir vilja fá tann- viðgerðarkostnað endur- greiddan. öryrkjar þurfa að snúa sér til lífeyrisdeildar Tryggingar- stofnunarinnar eða tryggingarumboða og fá þar til gert skirteini, sem þeir framvisa ásamt reikningi er þeir vilja fá viðgerðar- kostnaðinn endurgreiddann. Vanfærar konur eiga að framvisa læknisvottorði um vanfærni sina. Komi kona með reikning fyrir tannviðgerð, sem fram- kvæmd var meðan hún ekki gekk með þunga sinn, eftir að hún hefur alið barn, þarf hún aö hafa með sér fæðingarvott- orð barnsins _úþ við barna- og unglingaskóla Reykjavíkur t dag hefja barnaskólar borgar- innar vetrarstarf sitt. Þá mæta börn á aldrinum 6—12 ára til leiks en unglingarnir á mánudaginn. Kristján Gunnarsson fræðslu- stjóri i Reykjavik sagði okkur að •samkvæmt á ætiun artölu m myndu 1157 sex ára börn hefja nám ! vetur, börn á aidrinum 7—12 ára verða 8226 og i gagn- fræðaskólum, þe. i 1.—4. bekk, 5260 unglingar. Samtals munu þvi 14.643 nemendur setjast á skóia- bekk i Reykjavik en sú tala á etv eftir að hækka eitthvað. Alls verða i vetur starfræktir 23 barna- og unglingaskólar i borg- inni. Fjölgar þeim um einn. ödlu- selsskóla i Seljahverfi i Breið- holti. i vetur verður starfsemi hans i sex færanlegum kehnslu- stofum þvf skólahúsið er ekki ris- ið. Að sögn Kristjáns er búið að teikna skólahúsið en engin von um að framkvæmdir hefjist fyrr en á næsta ári þvi fjárveiting er ekki fyrir hendi. Kvað hann brýna þörf vera á aö koma skólanum upp fyrir næsta haust. Kristján sagði að húsnæðisleysi þjáði skólana ekki tilfinnanlega i vetur. Að visu hefst fjölbrautar- skóiinn ekki fyrr en 1. október þvi húsið verður ekki tilbúið fyrr. ’Eins varð nokkur seinkun á toyggingu neðstu hæðar Hóla- torekkuskóla og smávegis mun Framháld á bls. 10. þá nokkrar myndir þaðan. Myndin hér að ofan er af ljós- myndurunum fjórum, en þar sem Pétur Þ. Maack er i útlönd- um um þessar mundir stilltu hinir ljósmyndararnir sér upp við ljósmynd af þessum fjar- stadda félaga sinum. Þeir eru talið frá vinstri Mats Wibe Lund, Pétur Þ. Maack, Kjartan B. Kristjánsson og Gunnar S. Guðmundsson. (Mynd: Haukur Már) LJÓS ’ í gær var opnuð að Kjarvals- stöðum ljósmyndasýningin LJÓS ’75. Það eru þremenning- arnir Gunnar S. Guðmundsson, Kjartan B. Kristjánsson og Pét- ur Þ. Maack sem þarna sýna i þriðja sinn ljósmyndir sinar, en 75 að auki sýnir Mats Wibe Lund litmyndir sem sérlegur gestur sýningarinnar. Næstkomandi sunnudag mun Þjóðviljinn gera sýningu fjór- menninganna betri skil og birta Ólíkt hafast þeir að Vinstri stjórn: I Hægri stjórn: A árum vinstri stjórnarinnar, timabilinu frá júli 1971 — april 1974 hækkuðu greiðslur lifeyris frá almannatryggingunum til þeirra sem hafa litiar eða engar aðrar tekjur og njóta þvi tekjutryggingar úr kr. 4.900,— á mánuði hjá einstaklingum I kr. 18.886,—. Þessi hækkun nemur 285%. A sama tima hækkaði verðíag I landinu aðeins um 58% alls samkvæmt framfærsluvisitölu. Þetta þýðir, að á fyrrgreindu timabili óx kaupmáttur, eða raungildi llfeyris tekjulágs aldraös fólks og öryrkja um yfir 100%, — meira en tvöfaldaðist. Á valdatlma núverandi rlkisstjórnar hækkaði allt verðlag I landinu samkvæmt framfærsluvlsitölu um 55% á einu ári frá 1. ágúst 1974 — 1. ágúst 1975. A sama tlma hefur sá elli- og örorkulifeyrir, sem hinir verst settu þegnar þjóðfélagsins hafa fengið greiddan ekki hækkað um fimm- falt hærri prósenttölu, eins og I tlð vinstri stjórnarinnar, heldur aðeins um 36% meðan verðhækkanirnar námu 55% til jafnaðar, — hjá hjónum úr kr. 33.994,— I kr. 46.057,—. Þannig hcfur kaupmáttur lifeyrisins, raungildi hans veriö stórlega skert á nýjan leik. SJÁ LEIÐARA Á 4. SÍÐU í DAG Ódýra nautakjötið rennur út: Kjöt verður að verka á kjötiðnaðarstöðum Bannað að verka kjöt í heimahúsum fyrir Pétur og Pál — mikill vandi að tvífrysta kjöt ,,Það er full ástæða til þess að brýna fyrir fólki að fara varlega með þetta kjöt og þá einkum að láta ekki hvern sem er vinna úr þessu. Það er óleyfilegt að taka kjöt heim og úrbeina fyrir Pétur og Pál. Það þarf sérstakt leyfi og kjötið þarf að vinna á viður- kenndum kjötiönaðarstöðum. Ég á von á þvi að embættið muni Hta betur á þessi mál núna alveg á næstunni,” sagði Magnús Ólafs- son hjá Heilbrigðiseftirlitinu, er við ræddum við hann, cn sem kunnugt er hefur fólk undanfarið átt kost á að kaupa nautskrokka eða hluta úr þeim á 45% lægra verði en almennt gerist. Fjöldi manns taka að sér að verka kjöt- ið, sumir i heimahúsum. Hluti af þessu kjöti hefur þegar verið i frysti i allt að ár og við afþiðingu verður að gæta mikillar varúðar eigi að frystg kjötið aft- ur. Kjötið missir mikið af nær- ingarefnum sinum, en nauðsyn- legt er að láta það þiðna hægt og helst að láta það ekki verða al- veg þitt. Siðan þarf að frysta það strax aftur og ekki er taíið æski- legt að geyma það lengi eftir tvi- frystingu. Magnús benti á mögu- leika á þvi að gerlar kæmust upp þegar verið væri að vinna kjötið i heimahúsum og færu i önnur matvæli. Akaflega erfitt er að fylgjast með framkvæmd þessa heimaiðnaðar og vinnslu úr kjöti hingað og þangað um bæinn, en fólk er minnt á að fara gætilega með kjöt og láta verka það i kulda á viðurkenndum kjötvinnslu- stöðum. Vigfús Tómasson sölustjóri hjá Framhald á bls. 10 LÆKKUN BYGGINGA- KOSTNAÐAR Þessi mynd var tekin af byggingarframkvæmdum i Breiðholti I Reykjavik I gær. Við minnum á viðtal við Harald V. Haraldsson, arki- tekt, forstöðumann tækni- deildar Húsnæðismálastofn- unar ríkisins. Sjá 6. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.