Þjóðviljinn - 04.09.1975, Page 2

Þjóðviljinn - 04.09.1975, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. september 1975 Kjörskrá . fyrir prestkosningu, sem fram á að fara I Nessókn sunnu- daginn 21. sept. n.k. liggur frammi i Neskirkju kl. 13.30 — 18.30 alla virka daga nema laugardaga, á tlmabiíinu 1. sept. til og með 8. sept. Kærufrestur er til kl. 24.00 15. sept. n.k. Kærur skulu send- ar formanni sóknarnefndar Þórði Ag. Þórðarsyni, Greni- mel 44. Kosningarétt viðprestkosningar þessar hafa þeir sem búsettir eru I Nessókn,hafa náð 20 ára aldri á kjördegi og voru I þjóðkirkjunni 1. des. ’74. Enda greiði þeir, sókn- argjald til hennar á árinu 1975. Þeir, sem sfðan 1. des. ’74 hafa flutst i Nessókn eru ekki á kjörskránni,eins og hún er nú lögð fram til sýnis-og þurfa þvl að kæra sig inn á kjörskrána. Eyðublöð undir kærur fást á Manntalsskrifstofu Reykjavlkur I Hafnarhúsinu, sem jafnfrámt staðfestir með áritun á kæruna, að flutn- ingur lögheimilis I Nessókn hafi verið tilkynntur og þarf ekki sérstaka greinargerö um málavexti, til þess að kæra verði tekin til greina af.sóknarnefnd. Þeir, sem flytja lögheimili sitt I Nessókn eftir að kæru- frestur rennur út 15. sept. n.k., verða ekki teknir á kjör- skrá að þessu sinni. Kjördagur og kjörstaðurjnánar auglýst slðar. Reykjavlk 31. ágúst 1975. Sóknarnefnd Nessóknar. Garöahreppur Óska að taka á leigu stórt herbergi i Garðahreppi i 5-6 vikur, helst strax. Upplýsingar i simum 93-2122 og 93-1894 á Akranesi. PÓSTUR OG SÍMI Nemendur verða teknir i póstnám nú i haust, ef næg þátttaka fæst. Umsækjendur skulu hafa lokið gagn- ' fræðaprófi eða hliðstæðu prófi og er þá námstiminn tvö ár. Hafi umsækjendur lokið verslunarskólaprófi, stúdentsprófi eða hliðstæðri menntun er námstiminn eitt ár. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði Póst- og simahússins við Aust- urvöll. Umsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði og ljósriti af prófskirteini, skulu berast fyrir 14. september 1975. Nánari upplýsingar i sima 26000 Póst- og simamálastjórnin. Kaupf élagsst j óri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Fá- skrúðsfirðinga er laust til umsóknar frá 1. des. n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og starfsreynslu sendist formanni fé- lagsins Gunnari Jónassyni, Fáskrúðsfirði eða Gunnari Grimssyni, starfsmanna- stjóra Sambandsins, fyrir 15. sept. Stjórn Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Auglýsingasíminn er 17500 MOÐVIUINN Hörð keppni í Milanó Nú er skammt til loka for- keppni skákmótsins i Milanó. Keppnin hefur verið afar jöfn og enn er ekki unnt að spá hvaða 4 keppendur komast i iokakeppn- ina. Karpbv tók forystuna i upp- hafi og hefur haldiö henni en Protisch er nú jafn honum. Karpov á að tefla við Mariotti I siðustu umferð og hefur þvi bestu möguleikana. Portisch Browne, Ljubojevic, Tal og Petrosjan hafa einnig möguleika. i Grunfeldsbyrjun. Tal teflir mjög nákvæmt en Portisch er ó- venju hikandi. Hann átti að leika e5 i 15. leik til að koma i veg fyrir Rf6 eins og siðar kom i ljós. Þá var 18. Rd2 heldur hægfara. Tal náði þvi frumkvæðinu og virtist ætla að láta kné fylgja kviði. En einmitt þá, fór hann að gefa eftir. t 35. leik átti hann að leika Bxg5 36. Dxg5 Hxa4 37. Hxa4 Ddl 38. Kh2 Dxa4 og svartur vinnui; Portisch notfærði sér vel færin Karpov UMSJÓN: JÓN BRIEM Eins og oft vill verða þegar svo margir sterkir skákmenn tefla i sama móti eru jafnteflin nokkuð mörg. Þó verður ekki sagt að þau séu fleiri i þessu móti en gengur og gerist. Að visu gerði Petrosjan jafntefli i 7 fyrstu skákunum en menn eins og Larsen, Tal, Ljubojevic og Portisch sjá um að þau verði ekki of mörg. Eftir 7 umferöir hafði t.d. Larsen unniö 3 skákir, tapað 3 og aðeins gert 1 jafntefli. Hér á eftir fer ein skákanna úr mótinu. t henni eigast við kapparnir Tal og Portisch. Portisch hefur hvitt og velur enska leikinn. Skákin leiðist þó fljótt út i þekktar stööur sem gáfust á að rétta úr kútnum og skákinni lauk á friðsaman hátt. En hér kemur hún. Hvltt: Portisch Svart: Tal. Enski-leikurinn. 1.RÍ3 Rf6 2. c4 C5 3. Rc3 d5 4. cxd Rxd 5. d4 Rxc3 6. bxc gG 7. e3 Bg7 8. Bd3 0-0 9.0-0 Dc7 10.Ba3 Rd7 11. De2 b6 12. e4 Bb7 13. Hfdl Hfd8 14. Habl Hac8 15. De3 Rf6 16. Bb2 e6 17. h3 Dc6 18. Rd2 Da4 19. a3 Ba6 20. Bxa6 Dxa6 21. Rf3 cxd 22. cxd Hc2 23. Hd2 Da4 24. Hel Hxd2 25. Dxd2 Hc8 26. Df4 Db3 27. Bcl Dd3 28. e5 Rd5 29. Dh4 h5 30. Be3 Bf8 31. a4 Be7 32. Bg5 Bb4 33. Hal Hc4 34. Bh6 Be7 35. Bg5 Bb4 36. Bh6 Be7 37. Bg5 Bf84 38. Bd2 Re7? 39. Df6 Df5 40. Dxf5 Rxf5 41. Hcl Hxa4 42. Hc8 Kg7 43. Bg5 gefiö. Jón G. Briem. Nokkur orð um skattheimtu og aðstöði un fólks t stjórnarblöðunum var mikið gumað af þvi I vetur og vor, hve breytingin á skattakerfinu mundi verða öllum þorra launþega hag- kvæm. Og sjálfsagt hefur komið I ljós, þegar skattskráin kom út, að alka tekjulægstu launþegar sleppa betur nú en oft áður. En mér sýnist hins vegar að hámarks-tekjuviðmiðunin sé allt of lág, miðað við hina öru verð- bólguþróun, sem varð á s.l. ári. Og við athugun á skattskránni, raunar mjög lauslega, þvi miður, virðistenn sem fyrr ákaflega litið samræmi milli opinberra gjalda sumra skattþegnanna og lifnaðarhátta þeirra. Maður á t.d. dálitið bágt með að skilja, hvernig iðnaðarmaður með nitíuþúsund króna útsvar hefur ráð á þvi að eiga og reka tvo dýra bila og fara í eina eða tvær sólarlandareisur með fjölskyld- una árlega. Mann grunar, að i slikum lilvikum hafi einhverjar skattskyldar tekjur sloppið fram hjá vökulum augum skattheimt- unnar. Þá hvarflar það að manni, hvort ekki sé fremur tilgangslitið að gera einhverjar breytingar á skattakerfinu, meðan litil sem engin gangskör virðist gerð að þvi að uppræta skattsvikin. Ég held, að enginn beri á móti því, að um margra ára skeið hafi gifurleg. skattsvik átt sér stað hér. En hiö opinbera hefur lagt stórum meira kapp á að leggja á og innheimía gjöld hjá þeim sem telja heiðar- lega fram og greiða skilvislega heldur en reyna að innheimta tugmiljónirnar, sem ríki og bæir eiga að réttu lagi inni hjá skatt- svikurum. Og hvað um þessar „gloppur” I skattalöggjöfinni, sem klókir framteljendur kunna að hagnýta sér og smjúga I gegn- um? Það er auðvitað fásinna að halda þvl fram, að gloppurnar séu visvitandi útbúnar, en hvers vegna er ekki unnið röggsamlega að þvi að stoppa I þær? ' Ein er sú stétt þjóðfélagsins, sem virðist vera i alveg sérstak- lega lágum metum hjá skatta- yfirvöldum og raunar i þjóðfélag- inu yfirleitt. Það eru húsmæður, sem ekki vinna utan heimilis sins. Þær virðast alveg hafa gleymst, meira að segja I allri kven- réttindabaráttu þessa marg- nefnda kvennaárs. Það vantar ekki, að oft er i ræðu og riti talað fjálglega um virðuleik húsmóður- starfsins og gildi þess fyrir þjóð- félagið I heild, en i reynd er starf húsmóðurinnar einskis metið af hinu opinbera. Það hefur verið barist af krafti fyrir ýmsum fríðindum og réttindum útivinn- andi kvenna, og helmingur tekna þeirra er skattfrjáls, ef þær eru giftar, hversu háar tekjur sem eiginmenn þeirra hafa. En konan, sem helgar slnu eigin heimili starfskrafta slna óskipta, nýtur engra þeirra réttinda'sem öðrum starfshópum er boðið upp á. Þó kastar fyrst tólfunum, þegar i hlut eiga húsmæður, sem orðið hafa öryrkjar að einhverju leyti, en örorka fólks er metin i prósentum sem kunnugt er. Þess- ar konureiga rétt á örorkubótum, og fer upphæð þeirra eftir þvi, hve örorkan er metin mörg prósent. En fari brúttótekjur eiginmanna þessara kvenna yfir eina miljón króna, eru þær umsvifalaust sviptar þessum örorkubótum. Þetta finnst mér hróplegt rang- læti. 1 fyrsta lagi fæ ég ekki séð að prósenttala örorkunnar breytist neitt i hlutfalli við upphæð tekna. 1 öðru lagi getur ein miljón króna varla talist neinar hátekjur nú til dags, þegar almennt er talið aö fimm manna fjölskylda þurfi a.m.k. hundraö þúsund krónur á mánuði til að lifa af. t þriðja lagi finnst mér i hæsta máta óréttlátt og ómannlegt að láta fólk þannig óbeinlinis greiða skatt af heilsu- tjóni sinu. Það má vera að hægt sé að rétta bágan f járhag rikisins eitthvað við með þvf að svipta heilsuveilar eða fatlaðar hús- mæður þrjú eða fjögur þúsund króna örorkustyrk á mánuði, en stórum þyngra held ég þó að yrði á metunum I þvi efni að ganga röggsamlegar til verks við að uppræta tiundarsvikin. Skattgreiðandi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.