Þjóðviljinn - 04.09.1975, Side 5
Fimmtudagur 4. september 1975 ÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐA 5
Ólga meðal minni-
Mutahópa í V-Evrópu
Þá eru minnihlutahópar
Vestur-Evrópu skyndilega farn-
ir aö láta á sér kræla aftur. I
Korsikurikir núað þvi er virðist
algert upplausnarástand: eftir
atburðina 22. ágúst, þegar
frönsk lögregla réðst á vinkjall-
ara, þar sem korsiskir
þjdþernissinnar höfðu lokað sig
inni, urðu mjög heiftarlegar
óeirðir i Bastiu aðfaranótt 28.
ágúst. Korsikumenn skutu á
lögregluna, einn féll og fjöl-
margir særðust, og þekkja
frakkarekki dæmi til sliks siðan
óeirðirnar urðu i Algeirsborg
1960vþegar Alsirstriðið stóð sem
hæst. Edmond Simeoni leiðtogi
þjóðernissinna er i fangelsi i
Paris og mun bráðlega koma
fyrir „Oryggisdómstól
Frakklands” (sem fjallar ein-
göngu um pólitisk mál, njósna-
mál og slikt), þar sem hann á
yfir höfði sér dauðadóm.
Lögreglan leitar nú að
þjóðernissinnum um alla eyna,
en i mótmælaskyni gerðu
korsikubúar allsherjarverkfall
á mánudaginn og þriðjudaginn
og lamaðist þá gjörsamlega allt
atvinnulifið og samgöngur lögð-
ust niður bæði á eynni og við
meginlandið.
Mikil tiðindi hafa einnig verið
frá baskahéruðum Spánar að
undanförnu, þótt ástandið sé að
visu ekki eins alvarlegt og á
Korsiku. Þann 22. ágúst voru
samþykkt á Spáni „neyðarlög
gegn hryðjuverkasamtökum”
sem jafngiltu i rauninni þvi að
lýst væri yfir herlögum i land-
inu. Samkvæmt þeim mátti
dæma „hryðjuverkamenn” til
■dauða, refsahverjum þeim sem
veitti slikum mönnum einhvern
stuðning, gera upptæk blöð
o.þ.h. Einnig mátti taka menn
fasta og halda mönnum i
fangelsi án þess að gefa þeim
sakir eða láta þá koma fyrir
dómara. Astæðan fyrir þessum
aðgerðum var aukin andstaða
spánverja gegn fasistastjórn_
Francos, en þó einkum aukin
ólga i baskahéruðum. Talsvert
hefur verið um sprengjuárásir
og tilræði á Spáni undanfarna
mánuði, en hins vegar má geta
þess að spönsk lögregla hefur
ekki verið eftirbátur annarra i
þvi sem venjulega er kallað
„hryðjuverkastarfsemi”: i vor
og sumar hefur það þráfaldlega
komið fyrirað sveitir dulbúinna
spænskra lögreglumanna og
félaga i leynilegum fasistasam-
tökum, sem kenna sig við „Krist
konung” hafi verið sendar inn
fyrir landamæri Frakklands til
að fremja hryðjuverk gegn
baskneskum flóttamönnum,
sem hafa leitað þangað undan
lögreglu Francos. Aðfaranótt
26. ágúst var hópur slikra
manna tekinn fastur á landa-
mærum Frakklands og Spánar.
Þeirhöfðu meðferðis vopn, mik-
ið magn sprengiefna og lista yf-
ir baskneska flóttamenn, sem
væntanlega átti að leika grátt.
Fljótlega eftir að neyðarlögin
voru sett, voru þrjú vikublöð
gerð upptæk á Spáni og öðrum
hótað svipuðum aðgerðum ef
birt væri efni, sem yfirvöldun-
um likaði ekki. Svo fóru fram,
29. ágúst, réttarhöld yfir tveim-
ur baskneskum þjóðernissinn- ‘
um, José Antonio Garmendia og
Angel Otaegui, sem sakaðir
voru um að hafa myrt lögreglu-
hjón 1974. Akærurnar gegn
þessum mönnum voru byggðar
á „játningum” Garmendia, en
þegar hann var handtekinn fékk
hann byssukúlu i höfuðið, sem
olli þvi að hann bæklaðist and-
lega og likamlega og getur litla
grein gert sér fyrir þvi sem
kemur fyrir hann. Verjendur
baskanna tveggja héldu þvi
þess vegna fram að ekkert
mark væri á þessum „játning-
um” takandi, auk þess leiddu
þeir rök að þvi að Garmendia
hefði verið fjarverandi þegar
lögregluþjónninn var myrtur,
og loks leiddu þeir vitni að þvi
að Otaegui, sem viðurkenndi að
hann væri félagi i samtökum
baskneskra þjóðernissinna en
sagðist hafa verið i áróðursdeild
samtakanna og aldrei snert
byssu, hefði ekki verið við
morðið riðinn á neinn hátt. Eigi
að siður voru þessir menn báðir
dæmdir til dauða eftir aðeins
fimm klukkutima réttarhöid.
Þessir dómar vöktu óhemju-
mikla reiði i baskahéruðum
Spánar,ogþráttfyrirlögin, sem
bönnuðu allan stuðning við svo-
kallaða „hryðjuverkamenn”,
voru mjög viðtæk mótmæla-
verkföll gerð i héruðum Biskaja
og Guipuzcoa 29. ágúst. t ýms-
um bæjum var farið i mótmæla-
göngur og skaut lögreglan á
fólkið með þeim afleiðingum að
margir slösuðust.
Loks má ekki gleyma þvi, þótf
minna fari fyrir þvi I fréttum,
að mörg sprengjutilræði hafa
verið framin i Bretagne siðan 1.
júli, og aðfaranótt 26. ágúst -
sprungu sprengjur á heimilum
tveggja þingmanna i borginni
Rennes. Tilræðismenn hafa ekki
gefið sig fram en flestir telja að
þeir séu úr hópum manna
tengdum „Frelsishreyfingu
Bretange” FLB, sem lét tals-
vert til sin taka i kringum 1968.
Bretónskir þjóðernissinnar hafa
lýst yfir fullum stuðningi við
baráttu korsikumanna og telja
sumir að með sprengjutiiræðun-
um 26. ágúst hafi þeir viljað
undirstrika það með nokkrum
hvelli.
Helgina 23. og 24. ágúst voru
fulltrúar franskra baska, og
bretóna, og einnig^ katalána og
suöur-frakka samankomnir i
rústum kastalans i Montségur.
Sjálfsagt hafa korsikubúar ekki
þorað að sýna sig um of vegna
atburðanna i eynni, en þarna
voru þó um tiu þúsund manns
komnir til að minnast um-
sátursins um Montségur. Arið
1244 gáfust upp á þessum stað
siðustu „villutrúarmennirnir”
af flokki Kaþara eftir tiu mán-
aða umsátur. Norður-franskir
riddarar undir forystu Simonar
af Montfort létu brenna 210
þessara manna á risastórum
bálkesti fyrir. neðaiT kastala-
hæðina og létu siðan greipar
sópa um suður Frakkland.
Þannig lyktaði Kaþara-kross-
ferðinni. A siðustu árum hafa
þjóðernissinnar frá Suður-
.Frakklandi (eða „Occitaniu”
eins og þeir vilja kalla það land-
svæði) minnst þessara atburða,
þvi að þeir telja að með þeim
hafi hnignun suður-franskrar
menningar hafist.
En það er I rauninni alger
óþarfi að leita aftur til
„bálkastarins i Montségur” til
að skilja aðgerðir minnihluta-
hópa i Frakklandi og á Spáni.
Þangað til á siðustu öldum voru
riki Evrópu ekki miðhverfð
LESCOR:
W TINO ROSSÍ
PRENÓ lEAlAQOIS
PRENNEIÍT LE/WiUiS
i Frakklandi gerir almenningur sér stundum svipaðar hugmyndir
um korsikubúa og Islendingar um itali: þeim finnst þeir vera „kyn-
leg drótt”, latir, rómantiskir og byssuglaðir. Hér er sýnishorn af
heldur niðangurslegum frönskum skopmyndum af korsikumönn-
um. A myndinni til vinstri er sýnt hvernig „korsikumenn ganga I
neðanjarðarhreyfingu” og á hinni myndinni er hinn kunni söngvari
frá Korsiku, Tino Rossi, oröinn skæruliði.
nema að takmörkuðu leyti, og
þrátt fyrirtrúvillingabrennuna i
Montségur fengu smáþjóðir að
vera i talsverðum friði með
menningu sina, siði og stofnanir
(að visu voru þó undantekn-
ingar frá þvi, sbr. lrland). En
þetta ástand breyttist i byrjun
19. aldar, og er það kaldhæðni
örlaganna að það skuli hafa ver-
ið korsikumaður, Napóleon
Bonaparte, sem lagði stærstan
skerf af mörkum til að skapa
miðhverft Frakkland nú-
timans. Fáa grunar nú hve hart
var gengið fram i að uppræta
menningu smáþjóða innan
landamæra stærri rikja: i
frönskum barnaskólum var
börnum refsað ef þau mæltu eitt
orö á móðurmáli sinu, hengd
voru upp i bretónskum bæjum
skilti þar sem stóð „bannað að
hrækja og tala bretónsku”. 1
skólum i vesturhluta Pyrena-
fjalla er sagt frá skilti þar sem
stóð: „Verið hreinlát, talið
frönsku”.
Þessi menningarkúgun var þó
aðeins hluti stærri heildar, og
miðaði kannske mest að þvi að
skapa grundvöll fyrir efnahags-
lega kúgun. En það er engan
veginn tilviljun að héruð smá-
þjóða innan landamæra
Frakklands eru gjarnan mjög
vanþróuð svæði sem upphafleg-
ir ibúar flosna smám saman
burt úr. Gjarnan er búið þannig
um hnútana að ibúar þessara
héraða fá enga atvinnu þar og
verða að flytja burt og gerast
iáglaunaðir verkamenn annars
staðar, en þegar nýir atvinnu-
vegir eru skapaðir þar eru þeir i
eigu manna sem eru upprunnir
frá öðrum héruðum (eða þá i
eigu einokunarhringa) og
starfsmenn þeirra innfluttir
verkamenn. 1 opinber störf eru
valdir menn frá öðrum 'svæðum.
Dæmi Korsiku sem hér var
nefnt fyrir skömmu er mjög
skýrt: vinrækt eyjarinnar er að
mestu leyti i höndum franskra
flóttamanna frá Alsir, við hana
vinna innfluttir verkamenn,
frakkar frá meginlandinu gegna
60% af opinberum störfum, og
korsikumaður hefur ekki vérið
sýslumaður á eynni siðan 1870!
Hins vegar búa 100,000 korsiku-
menn i Maseille.
Sama máli gegnir um
Bretagne, baskalönd og stór
svæði „Occitaniu”. Kannske er
versta meðferðin sú, þegar á að
gera ýmis þessara héraða að
„ferðamannasvæðum”. Þá eru
Ibúarnir reknir burtu með
offorsi og siðan er hróflað upp
afs ty r m is lega ljótum
sóldýrkendabúðum, sem
afskræma landslagið og grafa
smám saman undan eðlilegu
efnahags- og menningarlifi
héraðanna. Þeir ibúar sem eftir
eru, verða svo kannske undir-
tyllur i túristaiðnaði og þjóna
fólki sem veit varla hvar það er
og stendur nákvæmlega á sama
um það.
Það heyrir sjálfsagt til undan-
tekninga að ferðamenn t.d. i
Bretange gangi með opnum
augum um þorp bretóna, hlusti
á deyjandi tungu þeirra, og velti
þvi fyrir sér hvers vegna
listarnir yfir þá sem féllu i
heimsstyrjöldunum eru miklu
lengri þar en i öðrum héruðum
Frakklands. En minnihluta-
þjóðir eins og bretónar, vaskar
og korsikumenn eru smám
saman að gera sér betur grein
fyrir stöðu sinni sjálfar.
e.in.j.
Breyting í Iðnskólanum
Iðnskólinn-- í Reykjavík
var settur í iyrradag. A
fyrstu námsönn munu um
700 manns stunda nám við
hinar ýmsu deildir skólans
undir leiðsöqn um 90
kennara: Seinna í vetur,
þegar 2. önn hefst, er
reiknað með að nemendur
verði orðnir um 800 og
kennarar um 100.
1 vetur verður Sveinn Sigurðs-
son skólastjóri Iðnskólans, en
hann leysir Þór Sandholt af, en
Þór er i árs leyfi. Sveinn hefur
verið aðstoðarskólastjóri frá ár-
inu 1972.
„Það er fullskipað i allar
deildir”, sagði Sveinn i samtali
við Þjóðviljann, „eina deildin
Afangakerfi.
tekið upp og
námsönnum
fœkkað í tvœr
sem okkur vantar nemendur i, er
verknámsdeild fyrir bifvéla-
virkja. Eins og undanfarin ár, er
mestur fjöldinn i málmiðnaðar-
deildinni.”
Einhverjar nýjungar?
„Já, Þær helstar að verknám’
fyrir hárgreiðslu og hárskurð hef-
ur verið aukið- mjög, þannig að
nemendur þurfa ekki að fara á
samning hjá meistara fyrr en
þegar á siðasta hluta námsins
kemur.”
Breytt annafyrirkomulag
. Sveinn Sigurðsson skólastjóri
sagði að i vetur yrði tekið upp
breytt fyrirkomulag á námsönn-
um. Undanfarin ár hafa náms-
annir við Iðnskólann verið þrjár á
vetri og lýkur hverri önn með
prófum. Nú hefur hinsvegar verið
horfið að þvi að hafa námsannirn-
ar tvær.
„Þannig lengist námstiminn i
heild, nemendur eru lengur i
skólanum I hvert sinn og kennar-
ar fá betri tima, m.a. varðandi
próf-.
•Þetta nýja skipulag hefur og-i
för. með sér,'að við þurfum ekki
að hafa fjóra bekki eins og áður
heldur 3'. A fyrsta áfanga
verður siöan aðeins almennt
nám. Þannig þurfa þeir sem mið-
skólapróf hafa að ganga inn i
fyrsta áfanga, en þeir sem hafa
t.d. gagnfræðapróf hefja nám á
öðrum áfanga. Með þessu móti
reynum viö að aðlagast almenna
skólakerfinu”, sagöi Sveinn
Sigurðsson.
Hagræðing
Sveihn sagði að mikil hag-
Ríkisútvarpið —
Sjonvarp
óskar að taka-á leigu geymsluhúsnæði, 200
til 300 fermetra að stærð með góðri að-
keyrslu og a.m.k, 3-4 m. lofthæð.
Upplýsingar i sima 38800.
Sveinn Sigurðsson
ræðing yrði að nýja kerfinu i sam-
bandi við alla skipulagningu og
prófhald. „Skipulagningin verður
minni, það1 gefst betri timi til
'undirbúnings prófa og námstim-
inn verður i heild lengri”.
.1 vetur munu siðustu nem-
endurnir fara gegnum skólann
eftir gamla þriggja anna kerfinu,
og jafnframt munu þeir sem nú
hefja nám við Iðnskólann i
Reykjavik verða fyrstir til að
nema eftir riýja kerfinu. Næsta
vetur verður tveggja anna kerfið
svo algerlega komið á utan
stjittpa námsskara haust og vor.
—GG