Þjóðviljinn - 04.09.1975, Side 6
V-
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. september 1975
Rætt viö
Harald V. Haraldsson,
forstööumanns-
tæknideildar
Húsnæöismála-
stjórnar
ríkisins, sem nú
hefur verið
starfrækt í rúmt ár
„Bindum miklar von-
ir við notkun perlu-
steins til lækkunar
byggi nga r kostnaða r’ ’
Tæknideild Húsnæðis-
málastof nunar ríkisins
hefur nú verið starfrækt í
rúmt ár, en hin upphaf lega
teiknistofa stofnunarinnar
er nú hluti af hinni nýju
deild. Forstöðumaður
deildarinnar er Haraldur
V. Haraldsson arkitekt, og
ræddum við við hann á
skrifstofunni á Laugavegi
77.
,,Teiknistofan selur húsbyggj-
endum, aðallega úti á lands-
byggðinni, teikningar af húsum á
hóflegu verði. Landsbyggðin er á-
kaflega afskipt hvað snertir fólk
með tæknikunnáttu á sviði bygg-
ingarlistar, en m.a. má nefna að
aðeins einn arkitekt er búsettur
utan Stór-Reykjavikur-svæðisins.
Um 90% af byggjendum úti á
landi nota teikningar frá okkur en
aðeins 5—10% af reykvikingum,”
sagði Haraldur þegar við spurð-
um hann um starfsemina.
,,Hver er ástæðan fyrir þvi aö
reykvikingar notfæra sér þessa
þjónustu ekki betur?”
,,Hér á Reykjavikursvæðinu
hefur fólk mun greiöari aðgang
að arkitektum og tæknifólki en úti
á landi og margir vilja láta teikna
fyrir sig sérstaklega. Einnig hef-
ur stundum verið erfitt að sam-
ræma okkar teikningar þeim
kvöðum sem hvila á lóðum hér.
Við erum t.d. með eingöngu
burstaþök á einbýlishúsum, sem
hafa gefið mjög góða raun úti á
landi, en t.d. i Garðahreppi verða
þökin aö vera með lágum halla
o.s.frv. Þó hefur aukist nokkuð að
fólk hérna I Reykjavik og ná-
grenni kaupi teikningar af okkur,
enda geta þær verið allt aö helm-
ingi ódýrari.”
„Hvaö eruð þið með margar
teikningar t.d. af einbýlishús-
um?”
„S.l. haust var safn smáhúsa-
gerða stofnunarinnar tekið til
gagngerðrar endurskoðunar,
fjöldi eldri teikninga og úreltra
felldar úr en nýjar húsgeröir
hannaðar i staðinn eftir kröfum
timans. Liggur nú frammi nýtt
safn smáhúsateikninga, um 20
teikningar og sýnishornamöppur
hafa verið sendar til byggingar-
fulltrúa viðs vegar um landiö.”
„Geturöu sagt okkur hverjar
eru helstu breytingarnar á þess-
um nýju teikningum?”
„í sambandi við hönnun nýrri
húsgerða, hefur nú verið farið
inná nýjar brautir. Eru húsin
teiknuð i mátkerfi, þar sem hinn
svonefndi Evrópustaðall 3M eða
stæröareiningar 30—60—120 cm,
eru lagðar til grundvallar bygg-
ingu ibúðanna. Meö þessu móti er
tekið mið af aukinni stöðlun i
framtiðinni og þeim möguleikum
að hvort sem er megi reisa húsið
á staðnum með hefðbundnum
hætti eða byggja það úr einingum
framleiddum i verksmiðju.
Þá mun tæknideildin jafnframt
leita eftir samvmnu við húsa-
hönnuði almennt un hönnun hent-
ugra og ódýrari ibúöa. Hefur
jafnvel komið til tals, að stofnun-
in kaupi og komi á framfæri góð-
um hugmyndum tæknimanna i
eins konar árlegu samkeppnis-
formi. Verður á næstunni kannað-
ur grundvöllur fyrir sliku sam-
starfi milli Húsnæðismálastofn-
unarinnar og húshönnuða. En
markmiðið með þessu er jafn-
framt að bæta tæknilegan frá-
gang ibúða og stuöla að bættum
húsakosti landsmanna.”
„Og þið ætlið einnig að reyna að
auka þjónustu- og upplýsinga-
starfsemi stofnunarinnar?”
„Já, við ætlum aö gera það,
m.a. með auknum eftirlits- og
leiöbeiningaferöum um landið, en
vegna anna og fæðar tækni-
mannastofnunarinnar hefur hing-
að til reynst erfitt að sinna þessu
sem skyldi. Af sömu ástæðum
hefur of litill timi gefist til að
vinna að rannsóknarstörfum hús-
næðis- og byggingamála, koma á
framfæri tæknilegum nýjungum
og kanna leiðir til lækkunar bygg-
ingarkostnaðar eins og lög og
reglugerðir um Húsnæöismála-
stofnun rikisins gera ráð fyrir.”
„Hvaða leiðir teljið þið vænleg-
astar til þess aö lækka byggingar-
kostnaðinn?”
„Nú er mikill áhugi á að beina
þróun byggingariðnaöarins inn á
nýjar brautir, enda er bygginga-
kostnaður sem kunnugt er oft ó-
eðlilega hár, einkum hér á
Reykjavikursvæðinu. Viö höfum
dæmi um aö hús úti á landi eru
reist fyrir mun minna fé, en sams
konar hér i Reykjavik, vegna
þess að úti á landi er viða unnið á
timakaupi, en ekki eftir uppmæl-
ingu. Með þróun núverandi bygg-
ingarkostnaðar i huga er ljóst að
brýnt er að reyna að finna ein-
hverjar leiðir til úrbóta. Vinnur
tæknideildin nú þegar að ýmsum
athyglisverðum verkefnum, m.a.
i samvinnu við Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins og Iðnþró-
unarstofnun Islands. Má þar m.a.
nefna staðlað verklýsinga- og út-
boðskerfi, og viötækari notkun is-
lenskra byggingarefna, t.d. vænt-
anlegar tilraunir á framleiðslu
milliveggjaplatna úr islenskum
perlusteini, sem ætti að geta
lækkað byggingarkostnaðinn til
muna.”
„Er útlit fyrir að tilraunir meö
vinnslu perlusteins hefjist fljót-
lega?”
„Já, við Prestahnjúk við Lang-
jökul hefur fundist mikið magn af
perlusteini, sem er gosefni, sem
þenst út er það er hitað i 800
gráður. Verður steinninn mjög
léttur, massifur og eirtangrar
mjög vel hljóð og hita. Hann er
blandaður með gifsi og fá plöt-
urnar á sig slétta áferð, og ekki
þarf að pússa þær. betta efni hef-
ur verið notað mjög viða um heim
með ágætum árangri, en Sem-
entsverksmiðjan mun væntan-
lega vinna steininn hér. Er um
svo mikið magn að ræöa, aö bæði
mætti nýta það fyrir innanlands-
markað og einnig til útflutnings.
Við bindum miklar vonir við
þessa vinnslu, ekki sist til ein-
angrunar og i milliveggi i fjöl-
býlishúsum, þar sem oft reynist
erfitt að hljóðeinangra nægilega
vel. Verða gerðar 60 cm breiðar,
misháar plötur úr steininum og
þeim má svo raða saman, fella
hverja inn i aðra, kitta i sam-
skeytin og þá er aðeins eftir að
mála. Það er útlit fyrir að tilraun-
ir með framleiðslu á perlusteins-
plötum hefjist þegar i vetur, og
er ekki ósennilegt að fyrsta bygg-
ingin verði fjölbýlishús á Blöndu-
ósi. bessar plötur hæfa mjög vel
sem innveggjaeiningar i tengsl-
um við ýmsar útveggjaeiningar,
sem hér hafa verið framleiddar.”
„Nú er viða húsnæðisskortur á
landsbyggðinni. Ereldra húsnæði
fúllnýtt á þessum stöðum?”
„Við teljum að mikið sé af eldra
húsnæði úti á landi, sem mætti
nýta betur til þess að brúa bilið á
meðan sveitarfélögin eru að
koma sér upp t.d. leiguhúsnæði.
Þessi hús þyrfti að skoða og gera
tillögur um endurbætur, jafn-
framt þvi sem stefnt er að hækk-
un lána til eldra húsnæðis.”
„Er ekki einnig verið að endur-
skoða lánakerfið?”
„Jú, það er nú unnið að gerð
tæknilegs húsamatskerfis
eða „lykils” til notk-
unar við tæknilegt mat á
húsum og sömuleiðis verða
stærðarreglur til grundvallar
ibúðalánveitingum stofnunarinn-
ar teknar til endurskoðunar.
Verður gerð könnun á rýmisþörf-
um einstaklings og mismunandi
fjölskyldustærðar með tilliti til
betri nýtingar ibúðarhúsnæðis og
hagkvæmari reksturs þeirra.
Hugsanlegt væri ákveðið svigrúm
innan stærðarmarkanna með lág-
marks- og hámarksfrávikum
miðað við fjölskyldustærð. Auk
þess mætti beita meiri sveigjan-
leika i úthlutun ibúðalána til þess
að örva til meiri hagkvæmni i
ibúðarbyggingum með þvi að út-
hluta lánum i þrepum, þannig að
þeir sem byggja minna og hag-
kvæmar, fengu hlutfallslega
hærri lánafyrirgreiðslu.”
,,Að lokum, hver eru framtiöar-
verkefni tæknideiidarinnar?”
„Viö munum leggja áherslu á
og hafa með höndum eftirfarandi
verkefni:
1. Aukin leiðbeiningar og eftir-
litsstörf á byggingarstöðum úti
á landi, sem eftirlitsmenn
tæknideildar munu hafa með
höndum.
2. Kostnaðar- og framkvæmda-
áætlunargerö hefur verið sér-
stakur gaumur gefinn. Veröur
stefnt að þvi, að geta gefið al-
mennum byggjendum, sem
leita til stofnunarinnar, svo og
félagslegum framkvæmdaab-
ilum, sem gleggstar upplýs-
ingar um kostnað og efnisnotk-
un væntanlegrar byggingar
miðað við valkosti efnisút-
færslu. Byggjandinn geti
þannig valið sér húsagerö, sem
henti þörfum hans út frá hag-
kvæmni og fjárhagslegri getu.
3. Þá er ætlunin að taka upp vib-
tækari fræðslustarfsemi i hús-
næðis- og byggingarmálum.
Haldnir verði umræöufundir
um byggingarmálefni, kynnt-
ar tæknilegar nýjungar og um-
bætur i þessum efnum, m.a.
meö útgáfu fréttabréfa, bækl-
inga, rita eða i öðru þvi formi,
sem kemur að notum og á er-
indi til hins almenna húsbyggj-
anda. Mun stofnunin leitast við
að hafa samvinnu við Rann-
sóknarstofnun byggingariön-
aðarins, Byggingaþjónustu
Arkitektafélags íslands og
aðra sérfræðinga i þessu
skyni,” sagði Haraldur að lok-
um. ÞS.
Ig.bO
ÍP.40 i
—r
iH6(! I I H II I I I I Mll I i i I i I! i|o°!«í ; II ! III ' M |j| | | ! ; ! !•
VAL 7: SKIPTING GRUNNFLATAR
'I TVÆR MISSTÓRAR IBÚÐIR
VAL 8' ENDAIBUÐ
3 SVEFNHERBERGI
LEIKSVÆÐI TIL AUSTURS
t
4-
Þetta er húsið á Blönduósi, sem rætt hefur veriö um aönota perlusteinsplötur I til tilrauna. Tæknideildin
hefur haft meö höndum áætlunargerö og undirbúning framkvæmda vegna byggingu 1000 leiguibúöa á
vegum sveitarféiaga. Þessi teikning veröur væntanlega fyrst notuö viö byggingu leigulbúöa á Biöndu-
ósi, en miklir möguleikar eru á breytingum á Ibúöunum, stækka þær eöa minnka eftir þvl sem þörf kref-
ur hverju sinni.