Þjóðviljinn - 04.09.1975, Side 8

Þjóðviljinn - 04.09.1975, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. september 1975 fslendingar voru yfirspil- aöir í stórkostlegum leik verö frá kr. 995 20-75% afsláttur af öllum fatnaði MARKAÐURINN, Aðalstræti 9 Karl Þórðarsson sem sést hér I hörkusókn lék sinn fyrsta landsleik gegn frökkum I gærkvöldi. Rifflað flauel verð frá kr. 795 KJÓLAR Og frakkarnir sigruðu með 3 mörkum gegn engu — Karl Þórðarson lék sinn fyrsta landsleik Arni Stefánsson markvörður var hetja leiksins. brást eöa amk. tókst þeim ekki að halda þeirri byrjun sem vakti svo mikla hrifningu. Eftir hlé voru þeir þó sem nýir menn og fram- linan byrjaöi aftur að ógna á köfl- um. Dýrðin stóð þó ekki lengi. Frakkarnir með tvö blökkumenn sem algerlega „pottþétta” öftustu menn fundu ráð við þessu og náðu öllum tökum á leiknum. 2-0 komu á 28. miniitu og aftur var það Guillou á ferð. Að þessu sinni var það ekki einleikur fram- hjá Arna inn að markteig heldur fullfallegt þrumuskot frá vitateig sem hafnaði i samskeytunum fjær án þess að Arni geröi tilraun til varnar — stórkostlegt mark og franskur sigur var I höfn. Sókn frakka var geysiþung siðustu minúturnar og eitt sinn var margsinnis bjargað á llnu Is- lenska marksins ia sömu minút- unni. Fjórum mlnútum fyrir leikslok innsiglað Marc Berdol sigur frakka með þvl að skorá þriðja mark þeirra. 3-0 sigur frakka var stór sigur eftir gangi leiksins. 1 liði tslands bar Arni Stefáns- son markvörður af eins og áður segir og var sannkölluð hetja leiksins. Atvinnumenn okkar komu einnig mjög vel út, Asgeiri Sigurvinssyni gekk að vlsu illa með sendingarnar I byrjun en hann sýndi þó margsinnis snilli slna og er svo sannarlega engin furða að belgar séu ánægðir með sendinguna sem þeir fengu i hon- um frá tslandi. Þeir Jóhannes og Guðgeir komu einnig vel út og þvi er ekki að neita að þrátt fyrir þriggja marka tap sat maður teinréttur og stoltur meðal fjöl- margra franskra kollega i blaða- mannastúkunni. Það er gaman að geta allt i einu teflt fram landsliði sem leikur skammlausa og oft skemmtilega knattspyrnu með þaulhugsuðum leikkerfum. Franska liðið lék fremur rólega og oft var um hálfgerðan „göngu- bolta” að ræða. Hitinn var 22 stig meðan á leiknum stóð og ekki er dllklegt að landanum hafi komið að vel hve rólega var leikið. Það er erfitt að hafa mikið úthald þegar menn eru óvanir hita og þótt þaðhafi vafalaust ekki verið fyrir kurteisissakir kom leikað- ferð frakkanna sér ekki illa fyrir okkar menn. Möguleikar okkar i þessari Evrópumeistarakeppni landsliða eru þar með endanlega úr sög- unni. Framundan er siðasti leik- urinn I riðlinum gegn belgum næstkomandi laugardagskvöld og vonandi getur maður komið heim með ánægjulegri úrslit en I þess- um leik. öllu betra tóm gefst til að undirbúa sig fyrir þann leik: — Árni Stefánsson hetja leiksins Frá Gunnari Steini stöddum á I Nantes I gærkvöldi: Eftir stórkostlega byrjun Islendinga I leiknum gegn frökkum hér I Nantes I kvöld tóku heimamenn öll völd og yfirspiluuðu islenska liöið gjörsamlega. Frakkarnir léku betri knattspyrnu en nokkurn tima hefur sést á Laugardalsvelli I landsleik þar og er reyndar ólikt að koma á völiinn hér en okkar hrjáða og veöurbitna aðaivöll. En vissulega voru það fleiri en frakkarnir sem sýndu góða hluti I flóðljósunum i Nantes. Okkar menn létu boltann ganga á milli sin langtimum saman, honum var varla lyft af eggsláttu grasinu og klöppuð frönsku áhorfendurnir framlinumönnum oft lof I lófa fyrir skemmtilegar fléttur. Atvinnu- menn okkar báru ægishjáim yfir aðra leikmenn en þó má ekki gieyma að geta þess að Arni Stefánsson markvöröur var hetja leiksins. Hann varði hreint út sagt stórkostlega allan tlmann, hentist á miili stang- anna og hirti allt sem að marki kom. Karl Þórðarson lék sinn fyrsta landsleik, hann kom inn á I byrjun slðari hálfleiks og þegar nafn hans var lesið upp er hann hljóp inn á fyrir Hörð Hilmarsson fögnuðu frakk- arnir þessum smávaxna en skemmtilega leikmanni ákaflega. Um 10 þúsund áhorfendur voru mættir á völlinn og þegar við blaöamenn mættum tlu mlnútum áður en leikur hófst voru áhorf- endapallarnir þéttsetnir og söng- ur og stemmning mikil. Islenskir hópferðamenn létu I sér heyra strax I byrjun og Islenskt starfs- ÚTSALA HEFST í DAG Sumarkjólaefni verö frá kr. 495 Terrelin-buxnaefni verð frá kr. 895 Jersey tvíbreið verö frá kr. 595 Prjónasilki verö frá kr. 695 Síðdegiskjólaefni verö frá kr. 495 fólk I Lúxemborg haföi ekið I gegnum þvert Frakkland til að horfa á sina menn. Leikurinn hófst eins og áöur segir með stórkostlegum leik beggja liða. Hver sóknin annarri fallegri leit dagsins ljós og engum duldist að héldi landinn svona leik út þar til dómarinn flautaði til merkis um leikslok yrði sigur frakka ekki auðunninn. Fyrsta markskotið kom þó ekki fyrr en á 10. mlnútu og þá fékk Arni for- smekkinn af þvl sem siðar átti eftir að gerast æ oftar er á leið leikinn: þrumuskot frá vítateig stefndi I netið en Arni bjargaði á elleftu stundu. A sömu mlnútu var Teitur I góðu færi eftir send- ingu frá Guðgeiri Leifssyni en frakkar björguðu. A 19. mlnútu kom svo fyrsta markið, Jean-Marc Guillou fékk óvænta sendingu þar sem hann stóö einn og óvaldaöur inni I vlta- teig Islands. Hann lék á Arna markvörð laglega og á marklin- unni var Ólafur Sigurvinsson einn til varnar, boltinn þaut framhjá honum I netið og frakkarnir fögnuðu mjög. Markið virtist setja landann út af laginu og hvert dauðafærið rak annað við Islenska markiö á næstu mlnút- um. Greinilegt var að heima- menn voru að ná undirtökunum og úr þessu var ógnun Islenska liðsins ekki umtalsverð. Arni Stefánsson átti sem betur fer stórleik I markinu. Þaö skipti einu hve stór varnarmistök okkar manna voru, alltaf endaði boltinn I höndum markvarðarins. Já, — varnarmistökin voru mörg enda stillti þjálfarinn, Tony Knapp upp breyttu varnarkerfi. Gisli Torfason kom inn i miðja öftustu vörn fyrir Jóhannes Eð- valdsson sem var haföur framar. Hann var hins vegar illa f jarri þvl varnarleikurinn var alls ekki góð- ur. Með Glsla á miðjunni var Marteinn Geirsson, Jón Péturs- son hægri markvörður og ólafur Sigurvinsson vinstri bakvörður. A miðjunni voru einnig fjórir menn ( leikkerfi 4-4-2), þeir Jóhannes, Asgeir, Guðgeir og Hörður Hilmarsson. í framlínunni voru þeir skagamenn Teitur og Matt- hías. Jón Alfreðsson kom ekki inn á I þessum leik og Elmar ekki fyrr en 15 mínútum fyrir leikslok, þá i staðinn fyrir Matthías. En áfram með leikinn. Staðan I leikhléi var 1-0 eftir áðurnefnt mark og fjölmörg tækifæri frakka önnur. Islendingar virtust eitt- hvað miður sln er á leið, úthaldið

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.