Þjóðviljinn - 24.10.1975, Side 1
UmVIUINN
Föstudagur 24. október 1975 — 40. árg. 242. tbl.
EUGENIO MONTALE
fékk Nóbelsverðlaun
STOKKHÖLMI 23/10 — Sænska
akademian veitti i dag italska
ijóðskáldinu Eugenio Montale
bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir
árið 1975 vegna fimm ljóðabóka,
sem hann hefur sent frá sér
siðastliðin fimmtiu ár. Montale er
nú 79 ára og skrifar bókmennta-
og tónlistagagnrýni i blaðið Della
Sera i Milanó. Auk ljóðaskáld-
skapar hefur hann sent frá sér
verk i óbundnu máli og þýtt á
itölsku verk eftir til dæmis
Melville, O’Neill, Shakespeare og
Marlowe.
KVENNAVERKFALL
Nœr 100% þátttaka
i dag sýna íslenskar
konur samstöðu og sanna
mikilvægi sitt í atvinnulíf-
inu með því að leggja niður
vinnu um allt land. Nær
100% þátttaka er í verk-
fallinu. Stöðvast öll at-
vinna kvenna í fram-
leiðslugreinum, auk þess
margskonar þjónusta eins
og talsímaþjónustan við
útlönd, skiptiborðum
stórra fyrirtækja og
stjórnarráðsins verður lok-
að — og blöðin koma ekki
út.
Á þriöju síðu blaðsins er
greint ítarlega frá atburð-
um dagsins viðsvegar um
landið. Á opnu eru viðtöl
við hóp fólks um kvenna-
verkfallið, jaf nréttissíður
Vilborgar Harðardóttur,
frásögn af ráðstefnu
BSRB og ASí i Munaðar-
nesi, forustugrein um
verkfallið, birtir eru söng-
textar dagsins og sagt frá
uppföku kvennalagaplötu.
Þjóðviljinn flytur is-
lenskum konum baráttu-
kveðjur í tilef ni dagsins, en
næsta blað kemur út
siðdegis á morgun, sunnu-
dagsblaðið.
Bretar innan 50
eftir 13. nóv.
Fréttastofa Reutcrs staðlesti 1 Segir rcuter, að öll afstaða is-
gærkvöldi þaö sem margan hafði lensku sendinefndarinnar sé nú
rennt grun i að íslenska viðræðu- miklu sveigjanlegri en f viðræð-
ncfndin væri að fjalla um veiðar unum i Reykjavik. Er sagt að Is-
breskra togara innan 50 miln- lenska sendinefndin muni i dag
anna. Hefði þessi afstaða fslensku nefna tölur um afiamagn og tog-
nefndarinnar orðið til þess að ' arafjöida, sem hún telji aðgengi-
samningum hefði miðað áleiðis. legar — innan 50 mílnanna.
Undirbúningur kvennaverkfallsins I dag hefur krafist mikillar undirbúningsvinnu, enda eru konur
ákveðnar I að gera þennan baráttudag sinn slfkan að eftir verði munað — og tekst það án nokkurs vafa.
Þessi mynd var tekin I Myndlista- og handiðaskólanum I gær, þegar veriö var að leggja siðustu hönd á
málun kröfuspjalda. (Mynd: Haukur Már)
Ragnar Arnalds.
Ragnar Arnalds við útvarpsumrœðurnar:
Ríkisstjórnin er búin
að ofbjóða þjóðinni
Þjóðin þarf aðra stefnu í efnahagsmálum og vinnufrið, — þarf nýja
forystu í landhelgismálum, — þarf nýja vinstri stjórnl
Formælendur Alþýðubanda-
lagsins I útvarpsumræðunum I
gærkvöldi deildu fast á rfkis-
stjórnina fyrir dugleysi hennar
gagnvart ýmsum aðsteðjandi
vanda og fyrir beinlinis að skapa
og magna vandamál með stéttar-
valdstjórn sinni. i fyrri umferð
umræðnanna talaði Ragnar Arn-
alds formaður Alþýðubandalags-
ins cn i seinni umferðinni Geir
Gunnarsson fulltrúi flokksins i
fjárvcitmgarnefnd þingsins.
1 ræðu sinni minnti Ragnar
Arnalds fyrst á loforð Geirs
Hallgrimssonar i fyrra þegar
hann tók við stjórnartaumum. Og
hvernig allt snýr nú öfugt við
loforðin:
— Verðbólgan aldrei verið
meiri,
— gjaldeyrissjóður nú i minus
— rikissjóður með 2-falt lakari
stöðu en i fyrra
— fjárfestingarsjóðir komnir i
þrot.
Lifskjör almennings hafa
versnað svo hratt og stórstiga að
engin dæmi önnur eru um slikt i
evrópuiandi siðan i striðslok. Al-
menn laun eru nú orðin hér helm-
ingi lægri en i ýmsum grann-
landa.
Þetta stafar af þeirri stjórnar-
stefnu að leggja byrðarnar á al-
menning. En um leið hefur skap-
ast ringulreið i atvinnulifi og
fyrirtækjarekstri. Verkalýðs-
hreyfingin hefur sýnt mikla hóf-
'Framhald a 18. siðu.
Sjómanna-
verkfallið
Árangurslaus fundur
Sjómenn héldu almennan fund í gœrkveldi til þess að skýra málin
Samstarf snefnd sjó-
manna hélt í gær fund
með forsætisráðherra og
hófst hann i forsætisráöu-
neytinu kl. 16. Að þvi er
Þjóðviljinn fregnaði
siðdegis í gær var þessi
fundur algerlega
árangurslaus, en sem
kunnugt er og áður hefur
komið fram telja sjómenn
að ríkisstjórnin eigi næsta
leik í þessu máli. Engin
nema hún getur leyst málið
úr þvi sem komið er.
í gærkveldi boðuðu sjómenn
svo til almenns sjómannafundar i
hátiðarsal Stýrimannaskólans,
þar sem samstarfsnefndin skýrði
gang mála og siðan hófust
almennar umræður um málið.
Þjóðviljinn kannaði i gær
hljóðið i sjómönnum á nokkrum
stöðum á landinu og var allsstað-
ar sömu svör að fá, sjómenn
standa saman sem einn maður i
þessu lifshagsmunamáli sinu og
hvergi minnstu eftirgjöf að finna.
—S.dór
Meira um róðrastöðvunina á baksíðu