Þjóðviljinn - 24.10.1975, Blaðsíða 4
4 StDA — ÞJÓQVILJINN Föstudagur 24. október 1975.
DJODVIIJINN
MÁLGAGN sosíalisma
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Franikvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
FYRSTA SKREFIÐ
Stórt skref er stigið i dag. íslenskar kon-
ur úr öllum aldursflokkum, öllum stéttum
og með hinar ólikustu stjórnmálaskoðanir
hafa sameinast og efnt til verkfalls til að
vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags
kvenna i atvinnulifinu og á heimilunum og
til að vekja athygli á þvi misrétti sem
þær eru beittar i launum og verkaskipt-
ingu.
Þótt heita eigi að rikjandi sé launajafn-
rétti að lögum á íslandi blasir hið gagn-
stæða hvarvetna við. Fólk sem vinnur
saman á skrifstofum fær mismunandi
laun eftir kynferði. Karlar og konur i iðn-
aði fá mismunandi laun, karlar og konur i
frystihúsunum fá ekki það sama i launa-
umslaginu sinu og þjónustustörfin er mis-
vel launuð eftir kynferði starfsfólksins.
Þetta er hægt með þvi að fara kringum
lögin, kyngreina störfin og starfsheitin og
raða körlum sér og konum annars staðar.
Á skrifstofunni eru karlar fulltrúar, konur
ritarar, þeir vinna við vélarnar i frysti-
húsinu, en þær eru i pökkunarsalnum, i
búðunum eru þeir verslunarstjórar og þær
afgreiðslustúlkur, i skólunum eru þær
kennarar, þeir skólastjórar.
Mismunun kynjanna i atvinnulifinu nær
enn lengra. Þannig er konum haldið sem
ihlaupavinnuafli, sem kalla má á eftir
þörfum, en senda heim þegar að þrengir á
vinnumarkaðnum. Hvað sem liður öllum
lagasetningum er það hefð i okkar þjóðfé-
lagi að konur hafa ekki rétt til stöðugrar
atvinnu til jafns við karla og þeirri hefð er
viðhaldið með hagstjórnarstefnu i félags-
málum. Samdrætti i atvinnulifi fylgir
niðurskurður á fjárframlögum til barna-
heimila og annarra opinberra þjónustu-
stofnana meðan skortur á vinnuafli kallar
hinsvegar á uppbyggingu slikra stofnana.
Dæmin eru augljós. 1 kjölfar atvinnu-
uppbyggingar vinstri stjórnarinnar um
allt land fylgdi t.a.m. framkvæmd laga
um rikisþátttöku i uppbyggingu dagvist-
unarheimila fyrir börn og margháttaðar
áætlanir varðandi aðstoð við aldraða. Með
samdráttar- og kjaraskerðingarstefnu nú-
verandi rikisstjórnar, þegar aftur skal
skapað „hæfilegt atvinnuleysi” eins og i
tið fyrri afturhaldsstjórnar, koma strax
fram áætlanir um niðurskurð f járveitinga
til þessarar þjónustu og þess verður ekki
langt að biða, að áróðurinn hefjist um að
eini staður konunnar sé á heimilinu, þar
sem henni beri — liklega einni — eð annast
þá yngstu og þá elstu i þjóðfélaginu.
Samstaða kvenna i dag er eitt skref á
réttri leið. Fyrsta skrefið á lengri leið sem
við eigum fyrir höndum áður en jafnrétti
næst. Vegna aldalangrar kynferðislegrar
kúgunar kvenna er barátta þeirra tviþætt,
annarsvegar gegn afturhaldsöflunum
fyrir breyttu þjóðfélagi, hinsvegar fyrir
eigi vitundarvakningu gegn þeim bælandi
uppeldis og umhverfisáhrifum sem gaml-
ir fordómar og úreltar hefðir hafa i för
með sér.
Við efnahagslega kúgun eiga konur að
striða við hlið annars verkalýðs. Verka-
lýðurinn, konur jafnt sem karlar, verður
að standa saman gegn árásum á kjör sin
og stöðu, standa saman i baráttunni fyrir
betra þjóðfélagi, Fullur sigur i verkalýðs-
baráttunni mun aldrei nást án virkari
þátttöku kvenna, helmings vinnandi fólks.
En eigi konur að verða virkar verða þær
að öðlast frelsi og sigrast á bælingu og
mismunun. Sigur i þeirri baráttu kvenna
næst ekki nema með virkri samstöðu
verkalýðsstéttarinnar. Verkalýðshreyf-
ingin verður að taka þátt i henni og gera
að sinni.
1 þessa átt er stigið skref i dag. Og með
þvi að velja dag Sameinuðu þjóðanna er
undirstrikað, að við erum hluti af heimin-
um og okkur ber að taka þátt i viðtækari
baráttu en þeirri sem aðeins nær til ís-
lands, — baráttunni gegn kynþáttakúgun,
gegn nýlendustefnu og undirokun þjóða,
gegn hungurvofunni og fyrir friði.
Dagurinn i dag er stór. En á morgun
kemur lika dagur og þá er það okkar að
sýna styrkinn. Það er hin daglega barátta
sem mestu skiptir — að gefa hvergi eftir
og vera sifellt á verði gegn misrétti hvar
og hvenær sem það birtist. Sú barátta
heldur áfram, skref fyrir skref.
— vh
KLIPPT...
Ræðumaður Vöku, þegar veldi hennar var sem mest i háskól-
anum, var Guðmundur í. Guðmundsson. t>á gengu háskóla-
stúdentar, þar á meðal Jón Baldvin Hannibalsson, á dyr......
Varaþingmaðurinn
A síðasta vetrarþingi brá Jón
Baldvin Hannibalsson, skóla-
meistari, sér nokkrum sinnum
upp 1 ræðustól alþingis, en þing-
sæti hlauthann sem varamaður
Karvels Pálmasonar. Ræðuhöld
varaþingmannsins vöktu mikla
athygli, og voru ræðurnar birtar
með velþóknun og tilvitnaðar i
Morgunblaðinu. Segir það nóg
um efni þeirra. Voru ræðurnar
mjög i anda ihaldsflokka um
flesta hluti.
Mörgum fyrri bandamönnum
Jóns Baldvins Hannibalssonar
fannst leitt til þess að vita
hvernig komið væri fyrir þeim
manni, sem einu sinni i ónefnd-
um flokki var kallaður „póli-
tískt gæðingsefni”. Vonuðu
margir að ræðuhöld Jós Bald-
vins á alþingi væru til marks um
fljótfærni og óhugsaðan glanna-
skap, en slikt á Jón Baldvin
vissulega til. -
Svo var ekki
En nii á þessum hlýju októ-
berdögum kom fram að svo var
alls ekki þegar hann birtist sem
frambjóöandi Vöku i Háskólan-
um. Ræðurnar sem Jón Baldvin
fékk gullhamrana fyrir i Morg-
unblaði i fyrra hafa augsýnilega
verið vandlega igrundaðar af
hans hálfu. Hann hefur um
nokkurt skeið verið á hraðri leið
yfir til hægri og telja margir —
meöal annars eftir bæjarmála-
stefnu hans á ísafirði — að hann
ætti best heima i Sjálfstæöis-
flokknum. Það sem kom i ljós
núna i október, þegar hann bauð
sig fram sem ræðumaður i-
haldsstódenta i Háskóla fs-
lands, staðfesti þvi miður aðeins
það sem áður hafði komið fram.
Varaþingmaður Samtaka
frjálslyndra og vinstrimanna er
ihaldsmaður, frjálslyndur i-
haldsmaður kannski, en ihalds-
maður.
Samfylkingin
A almennum kosningafundi
háskólastúdenta i fyrrakvöld
var enn einu sinni tekist á um
stefnu vinstrimanna annars
vegar og hægri manna hins veg- -
ar. 1 þeim átökum kom fram
samfylking Sjálfstæðisflokksins
og hannibalsarms Samtaka
frjálslyndra gegn vinstrimönn-
um. Var Jón Baldvin flaggskip
hinna fyrrnefndu. Úrslit kosn-
inganna urðu þau að samfylking
hægrimanna beið mikið afhroð.
Hlutu þeir Jón Baldvin og fylgi-
nautar hans aðeins þriöja hvert
atkvæði eða 34,7% greiddra at-
kvæöa. Voru það heldur dapur-
legar kveðjur fyrir samfylking-
una þegar svo voldug stjórn-
málaöfl sem skólameistarinn og
íhaldið lögðu saman.
Iðrun?
Jón Baldvin Hannibalsson er I
dag ekki í þeim flokki manna
sem fagnar unnum glæsilegum
sigri I Háskóla fslands. Hann er
I hópi þeirra sem i dag eru dapr-
ir i bragði — kannski iðrast
hann. Það færi betur.
Stórsigur
vinstrimanna
Þeir vinstrimenn sem fagna
sigri i Háskóla íslands I dag eru
aö yfirgnæfandi meirihluta til
róttækir vinstrimenn. Þeir hafa
nU unnið stærri sigur en nokkru
sinni fyrr i kosningum innan há-
skólans og að sama skapi er ó-
sigur hægrimannanna einstak-
...nú ræður Vaka ekki lengur
og stúdentar höfnuOu Jdni Bald-
vin sem ræOumanni ihalds-
manna.
ur. Þess ber að gæta að fyrir
ekki allmörgum árum réði i-
haldið eitt — án frjálslynda
armsins lögum og lofum i æðstu
menntastofnun þjóðarinnar,
jafnt meðal stúdenta sem i
kennaraliði. Þegar svikasamn-
ingarnir voru gerðir um land-
helgismálið 1961 voru hægri-
menn skólans svo blygðunar-
lausir að þeir létu svikaleiðtog-
ann Guömund I. Guðmundsson,
þáverandi utanrikisráðherra
halda aðalræöuna i hátiðasal
skólans. Þetta er aöeins nefnt
hér sem dæmi um ósvifni og
höld ihaldsleiötoga háskólans á
þessum árum. Eftir þessu man
Jón Baldvin Hannibalsson, nU-
verandi skólameistari, áreiöan-
lega. Ef mig rangminnir ekki
var hann einn þeirra manna
sem ákveönastir voru i þvi að
votta Guðmundi 1. og land-
helgisstefnu hans tilhlýðilega
viröingu með þvi að ganga Ur
salnum þegar ráðherrann hóf
mál sitt — eins og meðfylgjandi
mynd vitnar best um.
Grjótið og
glerhúsið
Alþýðublaðiö er að fjargviðr-
ast Ut af þvi i gær að Þjóðviljinn
hafi ekki sagt frá lögbrotum við
álagningu á byggingartaxta.
Hér er að sjálfsögðu um argasta
þvætting að ræða, Þjóðviljinn
hefur sagt frá þessum málum
ekki siður en önnur blöð.
En ekki skal sá maður kasta
grjóti sem býr i glerhUsi. Eða
hvernig er það, hefur Alþýðu-
blaðið ekki heyrt af þvi að meg-
inhluti islenskra fiskiskipa ligg-
ur i höfnum um þessar mundir?
Þar er ekki einn einasti stafur
um heimsiglingu fiskiskipanna.
Af hverju? Með hinni rætnu rök-
semdafærslu Alþýðublaðsins
má leggja þetta Ut á þann veg að
Alþýðublaðið vilji fela heimsigl-
inguna! Að Alþýöuflokkurinn sé
andvigur þessari aðgerð sjó-
mannsstéttarinnar! Að það séu
einhver öfl innan Alþýðuflokks-
ins sem banni Alþýðublaðinu
fréttaflutning af þessum við-
tæku mótmælum sjómanna-
stéttarinnar.
Hreinskilni
Viðtal Morgunblaðsins við
Sverri Hermannsson var i senn
skemmtilegt og fróölegt, en
framast öllu hreinskilið. Sverrir
viðurkenndi hreinskilnislega aö
hann væri forstjóri stofnunar
þessarar til þess að Uthluta bit-
um handa landsmönnum sem
þurfa á allskonar lánafyrir-
greiðslu að halda. Sverrir vildi
styrkari pólitiska stjórn á stofn-
unina og þar með tekur hann i
rauninni algerlega undir með
þeim mönnum sem i upphafi
komu þessari stofnun á laggirn-
ar.
Gylfi Þ. Gfslason og nokkrir
Ihaldsmenn hafa á alþingi og i
Morgunblaðinu barið sér á
brjóst og heimtað „ópólitiska”
stjórn Framkvæmdastofnunar-
innar! Er ekki mál til komið aö
alvörumenn hætti svona nokkr-
um skollaleik: Auðvitað vita
þessir menn að fráleitt er með
öllu að finna „ópólitiska” stjórn
slikrar stofnunar. Annað hvort
er hUn beinlinis pólitisk eins og
verið hefur eða óbeint pólitisk
með þeim hætti að yfirstjórnin
sitji og standi eins og rikis-
stjórnin eða meirihluti stjómar
fyrirskipar á hverjum tlma.
Ekki dettur þessum sömu
mönnum, Ellert og Gylfa, i hug
aö halda þvi fram, að embættis-
menn Reykjavikurborgar séu ó-
pólitískir? Eða ráðuneytisstjór-
arnir, sem sumir hverjir eru
kosningasmalar Sjálfstæðis-
flokksins?
Það er alveg dæmalaus
hræsni og yfirdrepsskapur sem
kemur fram i málflutningi þess-
ara manna og þeir kjóeendur
sem þeir félagar biðla til eru á-
reiöanlega orðnir löngu þreyttir
á þessum málflutningi. — s.
... OG SKORIÐ