Þjóðviljinn - 24.10.1975, Síða 7
Föstudagur 24. október 1975. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
• Forystumenn finnska flokksins segjast ekki
hafa vitað um athafnir gjaldkerans.
Voru 100 þúsund mörk frá Vestur-
Þýskalandi pólitískir ClA-peningar?
100 þús. vestur-þýsk mörk komu einhversstaöar frá. Eugen Lodereí, formaöur i v.-þ.
Málmiönaöarsambandinu, sendi peningana til Stokkhólms, Per Johansson, gjaldkeri
sænska Málmiönaöarsambandsins, tók viö þeim og setti þá á sinn eigin bankareikning.
Peningarnir héldu áfram til Gösta Damberg, gjaldkera sænska sósialdemókrataflokksins.
Penti Kettla, gjaldkeri finnska bróöurfiokksins, fékk I sinar hendur 244 sænska þúsund-
krónuseöla og ætlaöi meö þá til Finniands. Lögreglan lagöihaid á þá.
Kratapeningar
yfir landamærin
Finnskir sósiaidemókratar
hafa átt I fjárhagslegum erfiö-
leikum aö undanförnu. Mikiö
iiggur viö, þar sem kommúnistar
sigla nú meðbyr i finnskum
stjórnmálum en heldur hefur
siegiö i bakseglin hjá krötum.
Nils Gösta Damberg, gjaldkeri
sænskra sósíaldemókrata hefur
skýrt frá því i viötali viö Afton-
bladet aö þegar fyrir þingkosn-
ingarnar i siðasta mánuöi hafi
fiokksbræöurnir ieitaö eftir
stuöningi frá Sviþjóö, en þá hafi
þvi miður ekkert verið I kassan-
um.
Þaö er afar einkennandi fyrir
þau blaöaskrif sem oröiö hafa um
tilraunina til þess að smygla 250
þúsund. sænskum krónum frá
Sviþjóö til Finnlands, aö leiötogar
finnskra og sænskra sósialdemó-
krata telja eðlilegt að systur-
flokkar styrki hvern annan, en
það er hinsvegar harmaö aö pen-
ingarnir skuli koma frá dularfull-
um aöila i Vestur-Þýskalandi og
reynt sé aö smygla þeim yfir til
Finnlands á klaufalegan hátt.
Samstaða
norrænna krata
í forystugrein Aftonblaðsins,
sem gefiö er út af Arbetar-press-
en og er þar meö kratablað, þann
9. okt. segir að það sé ekki á
nokkurn hátt hægt að ætlast til að
fjármagnshreyfingar milli landa
séu einkaréttindi sænskra
kapitalista. t foystugreininni
kemur sú skoðun fram að sósial-
demokrataflokkúnum á Norður-
löndunum sé i rauninni skylt aö
styrkja hvern annan nú og fram-
vegis.
Hinsvegar sé óþarfi aö velta
vöngumyfir því hvort meginhluti
250 þúsund kr. hafi komið frá
bandarisku leyniþjónustunni CIA
eða ekki. Það sé nógu slæmt að
peningarnir skuli hafa komiö frá
Vestur-Þýskalandi.Það sé illa
komiö fyrir finnskum sósial-
demókrötum, ef þeir hafa taliö
sig þurfa aö leita eftir fjárstuön-
ingi frá V-Þýskalandi fyrir þing-
kosningarnar og kosningarnar i
finnska Málmiðnaðarsamband-
inu.
Niðurstaða forystugreinarinn-
ar er semsagt sú að ekki sé hægt
að álasa gjaldkera sænska flokks-
ins fyrir að hafa komið peningum
til finnska bróðurflokksins, held-
ur fyrir að hafa sent vitlausa pen-
inga, i stað þess að efna til opinn-
ar almennrar fjársöfnunar meðal
norrænna sósialdemókrata til
styrktar finnskum flokksbræðr-
um.
Bitbein i
kosningunum
Peningarnir sem Pentti
Ketola,gjaldkeri finnska flokks-
ins reyndi aÖ smygla til Finn-
lands, verða nú bitbein i kosning-
unum i Málmiðnaðarsambandinu
2. 3. 4. nóv. Félagar i þessu sam-
bandi eru 140 þús., og baráttan er
tvisýn.
1 kosningabaráttunni verða
kratarnir minntir á slagorð, sem
þeir sjálfir hafa haldið á lofti i
fyrri kosningum: „Kjósið krata
Myndin hér aö ofan var
tekin á blaöamannafundi sem
Kalevi Sorsa, leiötogi finnskra
krata, Ulf Sundquist, flokks-
ritari, og Pentti Ketola, gjald-
keri, héldu i Helsinki um
miöjan mánuöinn. Þar sögöu
Sorsa og Sundquist aö flokks-
forystan hefði ekkert vitaö um
máliö og Ketola var iátinn
taka á sig alla ábyrgð. Hann
sagöist ekki hafa vitaö hvaöan
peningarnir komu, nákvæm-
lega, og sagði að þctta væri I
fyrsta sinn sem flokkurinn
fengi stuöning hinnar alþjóð-
legu verkalýöshreyfingar.
Ketoia er nú i frii og er taliö
liklegt að þaö veröi langt.
Ketola er fremst á myndinni
en Sundquist viö hliö hans.
— eina flokkinn, sem ekki tekur
viö neinum styrkjum.”
Meðal annars vegna þessa
slagorös er talið að Ketola hafi
ekki viljað láta verða uppvist um
peningastreymið til flokksins að
utan. Honum heföi veriö i lófa
lagið að koma peningunum frá
Sviþjóð á löglegan hátt, þvi
sænskir kratar hafi i ár leyfi
sænska Seðlabankans til þess
aðflytja 3 milljónir sænskra
króna úr landi til stuðningsstarfs
viðsvegar um heim.
Veit flokksforystan
ekkert um fjáröflunar-
leiðir gjaldkera?
Eftir að upp komst um gjald-
eyrissmyglið hvarf áðurnefndur
Ketola um skeið og tjáði sig ekki
opinberlega. Hin opinbera lina
finnska sósialdemókrataflokksins
kom fram i ummælum flokksrit-
arans, Ulf Sundquist, sem sagði á
fundi með fréttamönnum að
flokksforystan vissi ekkert um
þessa peninga, hefði ekki beðið
um þá, vissi ekki hvaðan þeir
kæmu eða hvernig þeir hefðu bor-
ist.
Þetta verður, samkvæmt skoð-
un Aftonblaðsins, ekki túlkað á
annan hátt en að gjaldkerar nor-
rænu krataflokkanna hafi mjög
frjálsar hendur um útvegun fjár
til flokksstarfsins, og flokksfor-
ystan viti raunverulega ekki
hvaðan það fé er komið, sem hún
hefur úr að spila.
Of Iftið af
sænskum kratapeningum
í grein sem Dieter Strand,
kunnur blaðamaður og flokks-
krati, skrifar i Aftonblaðið 9. okt.,
setur hann upp það dæmi að
kommúnistar i Sviþjóð hefðu
möguleika á þvi að ná völdum i
sænsku verkalýðshreyfingunni á
næstu mánuðum. Hann kveðst
viss um að þá myndu menn ekki
beita neinum vettlingatökum i
stjórnmálabaráttunni. Af þessu
dregur hann þá ályktun, að gerðir
Ketola hafi verið réttlætanlegar.
Aö hans mati þýðir litið að vera i
sunnudagafötunum i baráttunni
við kommúnista skiljanlegt hafi
verið að Ketola skuli hafa reynt
að koma peningunum til Finn-
lands án þess að það vekti at-
hygli.
Frh. á bls. 18.
Upprifjun um peningasmyglið
Úr Þjóðviljanum
Þriðja okt. sl. fann öryggis-
eftirlitið á Arlanda-flugvelli i
grennd við Stokkhólm 194.000
krónur sænskar á fjórum
finnum, sem voru i þann veginn
að stiga upp i flugvél á leið til
Helsinki. Finnarnir voru Pentti
Ketola, féhirðir finnska sósial-
demókrataflokksins, kona hans
og önnur hjón. Fimmti finninn i
hópnum var þá þegar sloppinn
úr landi með 50.000 krónur
sænskar.
Fljótlega kom i ljós aö Ketola
hafði fengiö fjármagniö hjá Nils
Gösta Damberg, féhirði sænska
sósialdemókrataflokksins. Sá
sem afhenti Damberg fúlguna
var hinsvegar Per Johansson,
féhirðir sænska málmiðnaöar-
mannasambandsins, sem er
undir stjórn sósialdemókrata.
75.000 krónur af fjárhæöinni
voru gjöf frá sænska málmiðn-
aöarmannasambandinu til
finnskra sósialdemókrata, en
afgangurinn, að upphæð 169.000
krónur sænskar reyndist viö
17. október
nánari athugun koma frá
bankareikningi i Genossen-
schaftbank i Basel f Sviss, en
þann reikning hefur Eugen
Loderer, formaður málmiönaö-
armannasambands Vestur-
Þýskalands, sem er stærsta
verkalýössamband Vestur-
Evrópu og undir stjórn sósíal-
demókrata.
Lögbrot
Fyrst i staö lá beinast viö aö
ætla að fjárfúlga þessi væri
styrkur frá vesturþýskum
sósialdemókrötum til bróöur-
flokksins I Finnlandi, hliöstætt
þvi sem þegar kom á daginn
meö hinn sænska hluta fjárhæð-
arinnar, en svo reyndist ekki
vera. Málmiðnaðarmannasam-
band Vestur-Þýskalands þver-
tók snarlega fyrir að nokkur
peningur af fénu væri frá þvi
kominn. Loderer, sem staddur
var á alþjóðlegri ráöstefnu
málmiönaöarmannasamtaka i
Tókió, gaf um siöir þá skýringu
að nokkrir „vinir” hans hefðu
skotiö saman fénu. Ekki hefur
veriö upplýst hverjir þessir
„vinir” eru, og eru uppi um það
ýmislegar grunsemdir.
í Sviþjóð vakti máliö i upphafi
mesta athygli vegna þess, að
hér var um lögbrot og tilraunir
til lögbrota að ræöa af hálfu
Ketola og fylgdarliös hans.
Bannaö er samkvæmt sænskum
lögum aö fara meö meira úr
landi en 6000 krónur sænskar,
nema aö fengnu leyfi sænska
rikisbankans. önnur hlið á mál-
inu er þó stórum alvarlegri. Hér
er sem sagt greinilega um að
ræöa tilraun vesturþýskra og
sænskra sósfaldemókrata — og
ef til vill fleiri aöila — til að hafa
áhrif á gang innanrfkismála I
Finnlandi, meö riflegum fjár-
stuöningi við finnska sósial-
demókrata.
Baráttan í finnsku
verkalýðshreyfingunni
Ekki þarf að fara I grafgötur
•yckn 13íalmS — dikr/ör SMZNASTE nyt
1 ÐE HEMLICH
IlpnRTiPENGnnm
— sá hðr
ákte den
finske
partikassörei
och tvá
kvinnor fast
með ástæöurnar til þess, að
þessum fjárstuðningi skuli veitt
til finnskra sósialdemókrata
einmitt nú. Um langt árabil
hafa flokkar sósialdemókrata
og fólkdemókrata (sem er raun-
ar einskonar kosningabandalag,
þar sem finnski kommúnista-
flokkurinn er sterkasti aðilinn)
veriö i harðri keppni um völdin i
verkalýðssamtökum Finnlands.
Eins og sakir standa virðast
fólkdemókratar þar i sókn,
allavega unnu þeir talsvert á i
þingkosningunum nýverið, en
sósialdemókratar töpuðu litil-
lega. 2.-4. nóv. nk. fara fram
kosningar i málmiðnaðar-
mannasambandi Finnlands,
einu fjölmennasla verkalýös-
sambaiidi landsins. Þar hafa
sósialdemókratar nú nauman
meirihluta, en hafa fulla ástæðu
til aö óttast að þeir glati honum
til fólkdemókrata, þar eö I þing-
kosningunum bættu þeir siðar-
nefndu verulega við sig i kjör-
dæmum, þar sem málmiðnað-
armenn eru fjölmennir. Báöir
flokkarnir leggja höfuöáherslu
á að hafa sem sterkust itök i
verkalýöshreyfingunni, sem sjá
má af þvi aö i Finnlandi er sagt
aö frá sjónarmiöi þessara
flokka hafi þingkosningarnar
fyrst og fremst verið „general-
prufa” fyrir kosningarnar i
málmiðnaðarmannasamband-
inu.
Talið er að sigur fólkdemó-
krata i þeim kosningum myndi
hafa i för meö sér harðari bar-
áttu finnskra verkalýössamtaka
almennt fyrir hærra kaupgjaldi
og aukna róttækni i finnskum
stjórnmálum. Það er ljóst að
ekki einungis vesturevrópskir
sósialdemókratar myndu lita þá
þróun óhýrum augum, heldur og
til dæmis sænsk stórfyrirtæki,
sem eiga verulegra hagsmuna
að gæta i þessu sambandi, og
ekki siður ráöandi öfl á Vestur-
löndum yfirleitt.