Þjóðviljinn - 24.10.1975, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 24.10.1975, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNl Föstudagur 24. október 1975. Gísli Guðmundsson, Suðureyri; Þessi hópur stendur að AlþýOuleikhúsinu á Akureyri. A myndina vantar Þráin Bertelson. kiilla Ég læt ekki mig lygara Gisli Guömundsson, fréttaritari Þjóðviljans á Suðureyri við Súg- andafjörð hefur beðið blaðið að koma á framfæri athugasemdum vegna sveitarst jóra máls þar vestra — að gefnu tilefni. . t fréttabréfi Gisla sem birtist hér i blaðinu 18. mars 1975 var fjallað um sveitarstjóramálin undir millifyrirsögninni ,,Lög- lærður sveitarstjóri,” Þar segir svo: „Gestur Kristinsson, sem tók við starfi sveitarstjóra sl. haust varð vegna veikinda sinna að hætta i þvi starfi. 1 hans stað hefur verið ráðinn nýr maður. Nafn hans er Hlöðver Kjartansson. Hann er lögfræð- ingur að mennt frá i vetur. Hlöðver er bróðir Guðvarðar er var hér kaupfélagsstjóri i tvö ár. Hlöðver er kvæntur súgfirskri konu. Heimili þeirra hefur verið i Reykjavik, en hún er lærð hjúkrunarkona. Sveitarstjórinn nýji mun koma hingað næstu daga og þá án konu. Hlöðver er 27 ára gamall.” Gisli heldur áfram: „1 sama blaði 18. mars kom önnur smáfrétt, sem ég simaði suður 17. mars, og var hún um afla súgfirðinga þá daga, sem liðnir voru af mars-mánuði og i lokin stóð þar orðrétt: „Nýi sveitarstjórnin settist i stólinn þar 10. mars, hann er nú alfarinn héðan, og var frá 10. til 14. mars. Ekki veit ég hvers vegna hann hætti, enda vildi hann ekki segja mér það, þegar ég hringdi til hans yfir á Flateyri.” Svo mörg voru þau orð. 18. mars, daginn, sem Þjóðviljinn kom út, hringdi blaðamaður frá Visi til hrepps- stjórans hér og vildi fræðast um sveitarstjórann og hans stuttu viðdvöl. Blaðamaður Visis ÞJM hefur sennilega ekki trúað fréttum Þjóðviljans og talið þær vera einhverja markleysu. Hreppsstjórinn benti blaðamann- inum á sjálfan oddvitann, hann hlyti að geta sagt þeim sann- leikann. Eftirfarandi stóð svo i Visi 19. mars: „Hann stoppaði ekki lengi viö, sá sem ætlaði að taka við embætti sveitarstjóra við Súgandafjörð. Hann var aðeins i fjóra daga. Þá afþakkaði hann starfið og fór heim til Reykjavikur aftur. Hlöðver Kristjánsson heitir þessi maður og er 27 ára. 1 Þjóð- viljanum igærer þvi haldið fram, að Hlöðver hafi verið búinn að taka við embættinu, en i viðtali við Visi i morgun neitaði Ólafur Þórðarson, oddviti, að Hlöðver hafi verið sestur i stólinn. Hann var aðeins kominn hingað til að kynna sér starfið, en hann var ekki búinn að taka við embættinu, sagði oddvitinn. Aðspurður um það, hvort fjár- hagserfiðleikar sveitarfélagsins kynni að hafa átt nokkurn þátt i þvi að Hlöðver sneri heim aftur, svaraöi oddvitinn: „Við skulum ekki blanda þeim málum of mikið saman. Hins vegar er þvi ekki að neita, að erfiðleikar okkar fjárhagslega eru miklir. Vegna fyrirhugaðra mannaskipta i embætti sveitar- stjóra létum við gera upp bók- haldið. Otkoman var ófögur, en ég vil ekki úttala mig á þessari stundu um þær tölur, sagði odd-' vitinn. Það verður gert á opnum hreppsnefndarfundi innan tiðar.” A siðasta hausti tók Gestur Kristinsson við embætti sveitar- stjóra, en þegar hann varð að láta af störfum vegna veikinda tók Birkir Friðbertsson við starfinu og gegnir þvi enn, eða þar til nýr sveitarstjóri finnst. „Við fáum nýjan sveitarstjóra áður en langt um liður. Það þarf ekki að efast um það”, sagði Ólafur Þórðarson, oddviti, að lokum.” — Þetta var frétt Visis og i framhaldi hennar segir Gisli enn: „Með þessari yfirlýsingu sinni i Visi, gerði oddvitinn mig að ósannindamanni, eða hreint út sagt lygara, þar sem hann afneitaði Hlöðver Kjartanssyni sem sveitarstjóra og sagði hann ekki hafa verið ráðinn. Það liða nú nokkrir mánuðir og eftirfar- andi kom siðan i Þjóðviljanum 16. júli, undir fyrirsögninni „5 sveitarstjórar á tæpu ári.” „Ólafur Þórðarson bar á móti þvi i viðtali við Visi 19.mars i vetur, að Hlöðver Kjartansson hefði verið ráðinn og farinn að innheimta gjöld og gefa út ávisanir viðvikjandi starfinu. Hins vegar sagði Ólafur það rétti- lega i Visisviðtalinu, að þvi væri ekki að neita að erfiðleikar hreppsins fjárhagslega væru miklir og Hlöðver hefði verið hér til að kynna sér það. Hver veit nema erfiðleikarnir hafi nú aukist og Sigurjón skutli sér burt þá og þegar, já hver veit. Ekkert hefur frést af hinum ■ opinbera hrepps- nefndarfundi, sem lofað var i málefnasamningi vinstrimanna og oddviti gat um i vor þann 19. mai sl.” Þetta vil ég láta koma fram, sagði Gisli. Ég læt ekki kalla mig lygara i blöðum, jafnvel þó að það sé oddviti sem það geri. Þvi er viö að bæta að hinn opin- beri hreppsnefndarfundur hefur ekki verið haldinn enn. Oddvitinn er á þingi suður i Reykjavik, fór þangað rétt þegar hann hafði sett skólann, en hann er skólastjóri hér lika. —Gfsli Starfsemi hússins að hefjast Eins og fram hefur komið i fréttum var á siðastliðnu sumri stofnað ferðaleikhús. Alþýðu- leikhúsið, sem hefur aðsetur sitt á Akureyri. Stofnfundur var haldinn þann 4. júli. Um þessar mundir er starf- semi leikhússins að hefjast með æfingum og undirbúningi að eft- irtöldum sýningum. Safni einþáttunga, sem eiga það sameiginlegt að bregða upp myndum er sýna stöðu ýmissa þjóðfélagsstétta. Einþáttung- arnir eru samdir i hópvinnu fé- laganna i leikhúsinu. Eru æfing- ar þegar hafnar á hluta þátt- anna. Samfelld dagskrá er fjallar um mengun, orsakir hennar og afleiðingar. Þessi dagskrá er sérstaklega undirbúin til sýn- inga i skólum. Nýtt islenskt leikrit eftir höf- und, sem ekki hefur áður látið að sér kveða á þessum vett- vangi. Verkið er nútimaverk og tekur höfundurinn til meðferðar félagsleg og persónuleg vanda- mál fólks i samfélagi nútimans. Sameiginlegt öllum þessum sýningum er að þær eru gerðar þannig úr garði, að hægt er að sýna þær við frumstæðar að- stæður, s.s. á vinnustöðum, i skólum og viðar. Eftir næstu áramót er stefnt að fastráðningu fimm starfs- manna að Alþýðuleikhúsinu. Verður það allt fólk sem unnið hefur i leikhúsum áður við leik og leikstjórn. Hópurinn mun mynda þann kjarna sem megin- starf leikhússins mun hvila á. Ekki verður ráðinn sérstakur leikhússtjóri, þar sem hópnum öllum er ætlað að hafa stjórnun á sinni hendi, ásamt félögum i rekstrarfélagi leikhússins. 1 fé- laginu eru fjórtán félagar. 1 verkefnavali mun Alþýðu- leikhúsið leggja áherslu á verk er fjalla um félagsleg viðfangs- efni. Þetta felur einnig i sér að leikhúsið mun taka til sýninga klassisk verk. Með verkefna- valinu og túlkun mun leikhúsið taka afstöðu til þeirra mála sem um er fjallað. Leikhúsið tekur afstöðu með verkalýðsstéttinni og vill beita kröftum sinum i baráttu alþýðunnar fyrir aukn- um réttindum og fullkomnara þjóðfélagi. 1 þeirri viðleitni mun leikhúsið leita samstarfs við leikritahöfunda til að skrifa verk til flutnings á vegum leik- hússins. Þær starfsaðferðir sem leik- húsið mun beita i innra starfi sinu, byggjast ekki á hefð is- lenskra leikhúsa. Alþýðuleik- húsið leggur áherslu á sem full- komnast lýðræði i vinnubrögð- um sinum og telur að allir sem viiina að leiksýningum eigi að mynda einn samhentan vinnu- hóp er byggi starf sitt á sam- vinnu og samstarfi en ekki stjórnun eins eða fárra. Starfsfólk leikhússins og sam- starfshópur þess mun i samein- ingu velja verk til sýninga og mun verkefnavalið grundvall- ast á þvi að boðskapur hvers verks falli að skoöunum hóps- ins, þannig að ekki komi til þess að leikarar og aðrir starfsmenn þurfi að koma upp sýningu and- stæðri þeirra eigin skoðunum. Tilraunir sem áður hafa verið gerðar hér á landi til að koma upp sjálfstæðum leikhópum hafa flestar mistekist að þvi leyti að hóparnir hafa verið skammlifir. Eigi Alþýðuleik- húsinu að takast að verða lang- lift er þvi nauðsýn á að á bak við það standi mikill fjöldi styrktar félaga sem sé reiðubúinn til að tryggja fjárhagsafkomu leik- hússins með sameiginlegu á- taki. Nú er unnið að þvi að leita til almennings um stuðning við Al- þýðuleikhúsið. Mun á næstunni verða haft samband við mikinn fjölda fólks og þvi gefinn kostur á að styðja leikhúsið með kaup- um á styrktarkortum, sem jafn- framt gilda sem aðgöngumiðar á sýningar leikhússins. Þeir sem vilja leggja málinu lið eru beðnir að senda framlög sin með giróseðli eða að leggja þau beint inn á ávisanareikning Alþýðuleikhússins við útibú Landsbanka tslands á Akureyri. Númerið er 4081. Póstur til leikhússins sendist i pósthólf nr. 26 á Akureyri. 1 framkvæmdanefnd Alþýðu- leikhússins eiga eftirtalin sæti: Böðvar Guðmundsson, Hjarðar- lundi 6, Akureyri, s. 23788. Helgi Guðmundsson, Helga- magrastræti 15, Akureyri, s. 22509 Ragnheiður Garðarsdóttir, Skarðshlið 9, Akureyri, s. 23129. Ragnheiður Benediktsdóttir, Helgamagrastræti 15, s. 22509. Tilboð óskast í birgðaskemmu að Keflavíkurflugvelli. Stærð 450 fermetr- ar. Skemman er með beinum veggjum, járn á lektum og stálgrind i þaki. Skemman verður sýnd mánudaginn 27. október kl. 10-12 árdegis. Frekari upplýsingar á skrifstofu vorri næstu daga. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri miðvikudaginn 29. þ.m. kl. 11 árdegis. Sala varnarliðseigna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.