Þjóðviljinn - 24.10.1975, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 24.10.1975, Qupperneq 9
Föstudagur 24. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „Áfram stelpur” á plötu Sjö leikarar syngja 15 lög inn á plötu ,,Áfram stelpur" heitir hljómplata af stærri gerð- inni sem út kemur í lok nóvember. Nokkrir leikar- ar tóku sig saman og ákváðu að syngja lögin úr ,,Kellingunum" inn á plötu og bæta við nokkrum öðr- um kvennasöngvum. Á plötunni verða semsagt 15 kröftuglega k>yrjaðir text- ar eftir ýmsa höfunda. Lögin úr kabarettinum „Ertu nú ánægð kerling” eru mörgum kunn, enda gengu þessar sýning- ar fyrir fullu húsi vikum saman i kjallara Þjóðleikhússins og hjá Leikfélagi Akureyrar. Við hittum leikarana á þriðju- daginn þar sem þær voru að syngja baráttulögin inn á plötuna i stúdióinu „Hljóðritun” i Hafnar- firði undir stjórn Magnúsar Ingi- marssonar, sem hefur annast út- setningar. Þær sem syngja eru Anna Kristin Arngrimsdóttir, Briet Héðinsdóttir, Guðrún Alfreðs- dóttir, Kristin ólafsdóttir, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir og Steinunn Jóhann- esdóttir. „Þetta eru lög úr „Kerlingun- um”,” sagði Steinunn Jóhannes- dóttir, „það er að segja sum þeirra og svo nokkur sem við höf- um tint til i viðbót. Höfundur ljóðanna eru sviinn Gunnar Edander og Böðvar Guð- mundsson, Þrándur Thoroddsen, Dagný Kristjánsdóttir, Kristján Jónsson og svo er eitt lag og ljóð eftir Megas.” Hver er tilgangurinn með út- gáfunni? „Okkur finnst full þörf á þvi að lög og textar eins og þau sem við erum að syngja inn á plötuna komist á framfæri á kvennaári. Okkur langaði lika til þess að gera lögunum úr „Kerlingunum” betri skil, þvi sannast að segja gekk sýningin i Þjóðleikhúsinu enn fyrir fullu húsi þegar hætt var við hana.” Kjartan Eggertsson og Hjörtur Blöndal gefa plötuna út. Magnús Ingimarsson stjórnar söngnum og útsetur og hljóðfæraleikarar eru ekki af verri endanum: Birgir Karlsson, Arni Scheving, Alfreð Alfreðsson, Jón Sigurbjörnsson, Gunnar Ormslev og Auður Ingva- dóttir. Lögin á plötunni verða fimmtán talsins, þar af eru fjögur sem hvorki voru i „Kerlingunum” i Reykjavik né á „Akureyri”. 1 dag, I kvennaverkfallinu, munu leikararnir sem aö framan voru taldir, syngja á útifundi á Lækjartorgi og einnig verða eitt- hvað á ferðinni milli „opnu hús- anna” og skemmta sjálfum sér og öðrum. Og við spurðum loks hvað plat- an væntanlega ætti að heita? „Auðvitað „Afram stelpur”! —■ og umslagið gerir hún Sigrún Eldjárn.” —GG : : Leikararnir sjö við upptökuna. Frá vinstri: Sigrún Björnsdóttir, Briet Héðinsdóttir, Kristin ólafsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Anna Kristin Arngrimsdóttir og Margrét Helga Jó hannsdóttir. Söngvar í kvennaverkfalli A kvennaári hafa komið fram I dagsljósið ýmsir baráttu- og kvennatextar, sem Þjóðviljinn birtir hér sýnishorn af. Sjálfsagt. verða þeir margir kyrjaðir á fundum og I „opnu húsunum” i dag. Hvers vegna þegjum við Á plötunni: Áfram stelpur Hvers vegna þegjum við þunnu hijóði og þótt við tölum, er sem þaðheyrist vart? Hvað gera stelpur, sem langar I ljóði að leggja til svo fjarskalega margt? Og aliir garga: Hvað er hún að þvarga? Það heyrist ekkert I henni. Hvað ætli sé að röddinni? Eiga þá stelpur alltaf að þegja og aðeins vona að strákar túiki þeirra mál. Eða upp að risa og rétta úr kútnum og reka upp öskur: Ef þiðbara hélduð kjafti þá munduð þið heyra I okkar hljóðu sál. Svona margar Svona margar, nær meirihlutinn af mannfólki þessa lands. Það skýrslur segja til sanns. Svona margar, meirihlutinn, já meirihluti mannkynsins er við, kvenfólkið. Ef kúrum við hér ein og ein á okkar básum heima. Það verður okkar versta mein þvi vlst ei skulum gleyma: Að meirihlutans sterka stoð þá styður okkur ekki. Þá setjum við hvorki bönn né boð Við bundnar erum I hlekki. Svona margar.... Þvi skulum við reyna að skriða út úr skelinni þarna heima og rétta úr okkar kvennakút ei krafti okkar gieyma. Þvl ef við stöndum lilið við hlið við hljótum að vera margar. Ef stelpa konu leggur lið það leiðin er til bjargar. Svona margar.... Hvers vegna kvennafrí? Texti: Valborg Bentsdóttir Lag: Frjálst eri fjallasal Hvers vegna Kvennafrl? Konurnar fagna þvi, takast mun allsherjar eining. Vanmetin voru störf, vinnan þó reyndist þörf. Aðeins I kaupi kyngreining. Nú.á að brjóta I blað bráðlega sannast það, við sigrum, ef saman við stöndum. Konan á vilja og vit, viiji hún sýna lit. Tengjumst því baráttuböndum. Metin skal maðurinn, manngildi er hugsjónin. Enginn um Ölmusu biður. Hljómar um fjöll og fjörð: Frelsi skal ríkja á jörð, jafnrétti, framþróun, friður. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN AKUREYRI Merki kvennaárs er tákn jafnréttis og friöar. Tákn einber tryggja ekki konum jafnan rétt körlum, en væröarvoö frá Gefjun tryggir jjeim yl og gæöi islenzkrar ullar. íofiö kvennaársmerki minnir jafnframt á, aö ávallt og ekki aðeins á kvennaári ber konum aö gæta réttinda sinna. Verö aöeins 2.950 krónur. Kvennaársteppið fæst í þremur litum, í sauðalitum, mórauöu og gráu, og i rauðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.