Þjóðviljinn - 24.10.1975, Side 12

Þjóðviljinn - 24.10.1975, Side 12
12 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 24. október 1975. Hugleiöingar á baráttudegi í dag fara konur um gjörvallt ísland i verkfall til að sýna framá mikilvægi vinnuframlags sins i þjóð- félaginu. Ungar og gamlar, úr öllum stéttum og flokkum, standa konur saman og sýna sjálfum sér, islenskum karlmönnum og öllum heimi hvers konur eru megnugar þegar á reynir. Auðvitað eru for- Svava Jakobsdóttir alþingismaöur: Nóg aö fæöast karlmaður? 1 fyrravetur var ágæt dugnaðarkona úti á landi spurð að þvi i sjónvarpsþætti, hvað hún vildi verða i næsta lifi. Mér er svar hennar ákaflega minnis- stætt. Það var stutt og laggott — hún vildi verða karlmaður. Ég taldi mig skilja hvað hún átti við, en vil slá þann varnagla strax að þær hugleiðingar sem svar hennar vakti hjá mér eru minar eigin og verður hún engan veginn kölluð til ábyrgðar á þeim. sendur kvennanna misjafnar, en misréttið er þeim öllum ljóst og gegn þvi sameinast þær. Jafnréttissiðan hefur fengið nokkrar konur á aldrinum 10—75 ára til að skrifa hvað þeim er efst i huga i dag varðandi baráttumál kvenna. Það kann að vera að hún sé túlkun minni algerlega ósammála. Ég imynda mér að kona sem vill vera karlmaður I næsta lifi, æski þess fyrst og fremst sakir þess að hún (hann) fæðist þá frjáls — laus við þá fordóma sam- félagsins sem beina stúlku- barninu mjög snemma inn á braut sem stefnir á eitt, og aðeins eitt afmarkað verksvið, hús- móðurstarfið, enda þótt hugur hennar beinist að öðru. Hún á ekkert val — starfsvettvangurinn var ákveðin um leið og hún fæddist. Ef hún vinnur fullan vinnudag að auki úti i atvinnu- lifinu, þá er það bara hjáverk og ber að launa samkvæmt þvi. A hinn bóginn eiga drengirnir úr svo mörgu að velja. Þeir eru beinlinis hvattir til að velja sér lifsstarf eftir eigin löngun og hæfileikum. Sjóndeildarhringur þeirra stækkar eftir þvi sem þeim vex vit og þroski meðan sjón- deildarhringur stúlkunnar þrengist uns ekkert er eftir nema tvö herbergi og eldhús, isskápur og ryksuga. Æjá, mér finnst, satt að segja, ekkert undarlegt þótt fleiri en ein kona vildi fæðast karlamður i næsta lifi. En ef við litum aðeins lengra, þá vaknar spurningin, hvort það sé nóg að fæðast karlmaður til þess að þeim standi öll tækifæri mannlifsins til boða. Allir fæðast I þennan heim sem stéttbundnir einstaklingar. Sumir karlenn fæðast þvi frjálsari en aðrir. Efnahagslegt og félagslegt rang- læti lokar leiðum: vinna þeirra færir öðrum meiri arð en þeim sjálfum, — aðrir uppskera það sem þeir sá. Ef ég sæi fram I timann — i lif næstu kynslóða á Islandi, vildi ég gjarna sjá þann árangur af samofinni jafnréttis- og verka- lýðsbaráttu, að allir fæddust jafn- frjálsir inn i stéttlaust þjóðfélag. Gætu þá ekki allir verið sáttir við kynferði sitt? Svava Jakobsdóttir Ásdís Guðmundsdóttir iðnverkakona: Hvernig væri þjóö- félagiö án kvenna? Hvers vegna kvennafri? Vegna þess að það virðist ekki vanþörf á að sýna fram á, að konur geti staðið saman hvar i stétt, stöðu eða á stjórnmála- sviðinu sem þær eru. Misrétti gagnvart konum er svo augljóst ef fólk vill opna augun og viður- kenna það. Við höfum lög um launajafn- rétti, sem ekki eru virt. Það sýnir ma. skýrsla námsbrautar i' þjóð- félagsfræðum um jafnrétti kynj- anna, þar sem fram kemur, að konur eru i miklum meirihluta i lægstu launaflokkunum. Ef sam- dráttur er i' atvinnulifinu bitnar það strax á konum. Ýmsar stöður eru veittar eftir kynjum. Konur i frystihúsum hafa ekkert atvinnu- öryggi. Svona mætti lengi telja. En i dag stöndum við saman og sýnum hvernig fer þegar kon- urnar leggja niður vinnu,. hvernig þjóðfélag án kvenna væri. Hlín Agnarsdóttir háskólanemi: Fram til baráttu, konur Á þessum degi og vonandi flesta aðra lika er mér auðvitað efst I huga baráttan sem er fram- undan hjá konum. Einn dagur, eitt ár, nægja engan veginn til að opna augu fólks fyrir stöðu og baráttumálum kvenna. Til þess þarf stöðugt upplýsinga- og áróðursflæði. Það verður samt að játast að augu margra hafa opnast á þessu ári, þótt einnig hafi borið á tilraunum til að gera i' eitt skipti fyrir öll fullkomið grin að konum, störfum þeirra og hugsunarhætti. Það var ekki hægt að búast við þvi að forheimskandi málgögn auðvalds og afturhalds gerðu ein- hverja hreinsun á efni sem elur á kynjamisrétti og fyrirlitningu á konum, hvað þá að hægri tikin hún Geir og þeir sem ráða heimi verslunarviðskipta færu að breyta hefðbundinni afstöðu sinni til kvenna, þvi enn eru konum eignuð sérstök áhugasvið og enn er þeim innrættur alls kyns hé- gómi og della varðandi likama sinn og hegðunarmunstur i þvi einu markmiði að hganast á þvi og viðhalda rikjandi skipulagi. Heiláþvottavélar auglýsinganna eru óstöðvandi við að telja okkur trú um hvernig við eigum að vera. Andsvarkvenna við þessum déskota er barátta, stöðug og áræöin. Kvennabaráttan er margþætt og staða kvenna er ærið misjöfn. En langstærsti hluti kvenna er þó láglaunaður vinnukraftur og á þeirri staðreynd verða konur að byggja baráttu sina. Ekki má þó gleyma að barátta þeirra er ekki eingöngu bundin stöðu þeirra hér heima heldur ber konum að vekja athygli á stöðu kynsystra sinna erlendis með stuðningi og þátt- töku i mótmælaaðgerðum gegn hvers konar eymd og áþján sem hrjáir þegna annarra rikja og má i þvi sambandi nefna dauðadóm ana á Spáni 27. sept sl. Hvar voru konur þá? Samstaða samstöðunnar vegna i einn dag er ekki nægjanleg, kon- ur verða að fylgja vakningu sinni eftir I verki. Það er þvi ósk min að þær kon- ur sem einna helst hafa staðið hér að róttækri kvennabaráttu herðist enn meir og þétti sér enn fastar saman um baráttumálin innan öflugrar kvennahreyfingar enn kraftmeiri en Rauðsokka- hreyfingarinnar sem hefur jú rutt brautina fyrir starfið i framtið- inni i átökum sinum við ihalds- söm sjónarmið og fordóma gagn- vart konum. Að lokum vil ég skora á konur að hefja skipulagt átak til upp- byggingar mikilvirkrar kvenna- hreyfingar sem ynni markvisst að fullri atvinnu- og félagsþátt- töku þeirra. Fram til baráttu konur! Helga Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi: Fylgjum málum fast eftir Nú þegar þessi langþráði dagur er lukkulega upp runninn „vildu allir Lilju kveðið hafa”. Ölíkleg- asta fólk vill nú eigna sér hug- myndina að honum, væntanlega til að fá (h)rós i hnappagatið. Sannleikurinn er sá, að hugmynd- in að dagsverkfalli kvenna er orð- in nokkuð gömul. Hún kom fram hjá Rauðsokkum i upphafi starfs þeirra fyrir 5 árum. Siðan var henni hreyft af og til I starfshóp- um hreyfingarinnar og i jan. s.l. var samþykkt ályktun á lág- launaráðstefnunni, sem nokkur verkalýðsfélög og Rauðsokkar héldu, að stefna að verkfalli einn dag á kvennaárinu. Við umræður um kvenfrelsis- mál og önnur jafnréttismál á und- anförnum árum hafa konur smátt og smátt verið að rumska, og nú á verkfallsdaginn eru þær glað- vaknaðar. Þær eru vaknaðar af Þyrnirósarsvefninum langa og gera sér ljóst, hvar þær standa og til hvers þær eru notaðar I karla- samfélagi okkar. Þær hafa áttað sig ánauðsyninni á samstööu kvenna hvað varðar annan þátt jafnréttisbaráttunnar og loks hafa þær komist að raun um, aö enginn færir þeim réttindin á silf- urfati. Þær vita nú og skilja (von- andi allar) að baráttu er þörf. Og konur þegja ekki i dag. Þær láta til sin heyra og þær standa sam- án. Mér virðist þvi, að dagurinn i dag marki tlmamót I hinni nýju jafnréttisbaráttu. Fyrsti þáttur hennar er að baki, og nú ættu kon- ur að vera reiðubúnar að hefja annan þáttinn: almenna mark- vissa og skipulagða baráttu fyrir raunverulegu jafnrétti karla og kvenna. Fullkomið jafnrétti kynj- anna rúmast hins vegar ekki inn- an marka karlasamfélagsins. Þess vegna verur það að breytast til að markinu verði náð. Nú veltur þvi á miklu, að konur skilji sinn vitjunartima og haldi vöku sinni, þær mega alls ekki slaka á sofna aftur, heldur knýja öfl aft- urhalds og þröngsýni á flótta. Þót að dagurinn i dag sé nokkur sigurdagur, skulum viö ekki hrif- ast um of eða fá glýju i augun. Við skulum hafa það rikt I huga, að baráttan framundan verður ekki neinn leikur. Hún mun verða löng og hörð eins og öll mannréttinda- barátta hefur ævinlega verið. Þá megum við heldur ekki gleyma, við hvern við erum að berjast. Ráðandi öfl i þjóðfélaginu hafa vissulega hag af rikjandi ástandi, og þau munu áreiðanlega gera allt, sem þau geta til að viðhalda þvi, þó að blitt sé látið við konur i dag. Ef konur verða sterkt póli- tiskt afl og virkar I stéttabarátt- unni, er ekki vafi á, að andstaðan gegn þeim verður geysihörð. Ýmislegt bendir lika til þess, að þegar sé hafin sókn til þess að fækka konum á hinum almenna vinnumarkaði. Fjárlagafrum- varpið fyrir næsta ár ber með sér, að þeir sem það hafa samið, vilji helst reka allar konur I atvinnu- lifinu inn á heimilin aftur. Niður- skurður til félagslegrar þjónustu, er stórfelldur og i undirbúningi er fumvarp um breytingar á skatt- lagningu hjóna, en þar er gert ráð fyrir stórauknum skattbyrðum kvenna, sem vinna utan heimilis. Nái þær tillögur fram að ganga, verður i mörgum tilvikum fjár- hagslegt tap fyrir konur að vinna utan heimilis. Allir sjá, hvert þá stefnir. öréttlætið á siðan að fela undir yfirskini jafnréttis. Að lokum vil ég hvetja allar konur til að láta nú ekki deigan siga heldur fylgja málunum fast eftir. Ég fagna samstöðu kvenna og almennri þátttöku I verkfall- inu, enda þótt mér sé ljóst, að jafnréttismál eru ekki sérmál þeirra. Sérstaklega finnst mér á- stæða til að gleðjast yfir mikilli þátttöku kvenna viða I dreifbýl- inu, En umræður um jafnréttis- mál hafa að vonum verið minni þar á undanförnum árum en hér fyrir sunnan. Allt bendir þvi til, að orðið hafi almenn vitundarvakning meðal kvenna, og við skulum vona að hún sé meira en stundarfyrir- brigði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.