Þjóðviljinn - 24.10.1975, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. október 1975.
Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir
verkakona:
Verkalýðs-
hreyfingin
verður að
taka málin
fastari
tökum
Mér er launajafnréttift efst i
huga I dag. A meöan allskonar
brögðum er beitt til að halda kon-
um í lægstu launaflokkunum er
aliö á minnimáttarkennd þeirra
og baráttukjarkur þeirra er lam-
aður.
Ég trúi þvi, aö islenskar konur
séu almennt farnar að gera sér
grein fyrir að þær verða að herða
baráttuna fyrir jafnrétti og þá
launajafnrétti fyrst og siðast.
Verkalýðshreyfingin verður að
taka þessi mál fastari tökum en
áður og hver vinnandi kona
verður að leggja fram sinn skerf
til baráttuunnar.
Fram til baráttu og sigurs!
Gleðilega hátið!
Bergþóra
Jónsdóttir
menntaskólanemi:
Lang-
þvingað
kvenfólk
leysi af sér
böndin
A yfirborðinu virðist vera mik-
ill áhugi fyrir jafnréttismálum,
en það er sorglegt hversu litt
virkar stúlkurnar i skólanum eru
gagnvart félagsmálum og þá
aðallega þeim félagsviðum sem
höfða til annarra málefna en
lista. A málfundum og öðrum
fundum þykir það tiðindum sæta
ef kvenmaður leggur orð i belg,
veldi karlmanna á þvi sviði er
nær algjört, en hvort þetta stafar
af „kvenlegri feimni” aldalangri
andlegri bælingu kvenfólks eða af
ótta við „strigakjaftana ” sem
alltaf hafa eitthvað til málanna
að leggja (þeir eru allir karl-
menn) vil ég ekkert um segja, en
vona að auknar umræður um
stöðu konunnar verði til þess að
langþvingað kvenfólk leysi af sér
böndin og taki til óspilltra mál-
anna.
t samtölum við stöllur minar i
skólanum hef ég orðið vör við
mjög útbreidda skoðun sem ég tel
algerlega á röngum rökum reista.
Það er mjög algengt að þær telji
höfuðmóthverfuna i þjóðfélaginu
Björg Pétursdóttir
menntaskólanemi:
Áfram,uns
takmarkinu
er náö!
Mér finnst, að þaö verði að gæta
þess, að hvorki kvennaárið né
kvennadagurinn fari út i öfgar.
Aö hugtakið kvennaár sé ekki
notað i' auglýsingaskyni og sagt
td.: Ja, nú er kvennaár, nú getum
viö gert þetta eða hitt. Og það sé
notað svo mikið, að allir verði
hundleiðir á þvi. Lika það, að nú
sé kvennaár og öll hin árin séu
karlaár og þá eigi ekkert að fjalla
um kvennamál.
Margir eru sammála um, að
konur eigi að fá jafnhátt kaup og
karlmenn fyrir sömu vinnu. En
þegar á reynir eru kvennastörfin
alltaf lægra metin.
24. okt. held ég að verði vel
heppnaður. Flestallar konur úti
um allt land taka sér fri og munu
Karlar — konur, og þvi slita þær
jafnréttisbaráttuna úr öllu þjóð-
félagslegu samhengi og vilja þvi
siður tengja hana við aðra
pólitiska paráttu i þjóðfélaginu
hvað þá sé minnst á
kommúnisma.
t skólanum höfum við starfandi
þjóðmálasvið sem er vettvangur
nemenda fyrir skoðanaskipti i
þjóðfélagsmálum og ekki þá sist i
jafnréttismálum. A þeim tveimur
árum sem ég hef verið I skólanum
var aðeins ein stelpa starfandi I
fyrra en engin I ár, amk. ekki enn
sem komið er. Þetta sýnir slögg-
lega áhugaleysi eða deyfð þá er
ríkir meðal stelpnanna, þvi það er
aldeilis ekki nóg að vera fylgjandi
jafnrétti f oröi, þaö er starfið út á
við sem skiptir mestu máli.
sýna stööu konunnar I þjóöfélag-
inu. Afturá móti tel ég, að mesta
hættan sé nú, að allt detti niður
þegar árið er liðiö. Semsagt, aö
flestallir missi áhugann.
Það verður að passa að slikt
gerist ekki.
Viö verðum aðhalda baráttunni
áfram uns takmarkinu er náð.
Jafnrétti á öllum sviðum.
Sigríður
Arnardóttir
10 ára
grunnskólanemi:
Karlar
ættu aö
athuga þaö!
Konan er það mikilvæg i þjóð-
félaginu að liklega verður að gefa
öllum i barnaskólum fri ef
kennslukonurnar taka sér allar i
einu fri og það eru ekki nema 3—4
karlar sem vinna á barnaheimil-
um en allt hitt konur. Frystihús,
bankar, sjúkrahús, búðir og fleira
er fullt af konum.
Karlar ættu kannski stundum
að athuga það að það eru konurn-
ar sem leggja það á sig að fæða
börnin. Hvers vegna eru þær þá
veikari aðilinn? Karlar og konur
með lágt Raup ættu að standa
betur saman.
STANDIÐ SAMAN KONUR i
kvennafrii 24. október.
Ætla að
fjölmenna
í bæinn
A Akranesi hefur orðið til söngur i tilefni kvennafridagsins og
þess að konur ætla að fara hópferð til Reykjavikur og taka þátt i
baráttuaðgerðum þar og kvennafundinum á Lækjartorgi.
Förum, förum, förum nu i bæinn
förum þvi að nú er kvennnafri,
Til hamingju, til hamingju, tii hamingju meö daginn,
höndum tengjum fyrir máii þvi
að undirstrika og viröa álag vinnudags
verömætin að skapa til sólarlags.
t dag má frystihúsum landsins loka
i leyfisleysi nú er tekið fri
málum okkar áfram skulum þoka
enginn getur borið móti þvi
að verömætin við sköpum fyrir lægstu laun
leggjum þó fram krafta i dagsins önn og raun.
t dag mun enginn salta sild i tunnu
á saumastofum vélagnýrinn dó
lengur enginn þegir hljóöi þunnu
þvi að nú er loksins komiö nóg
karlmennirnir heiminum stjórna illa enn
eigum við ekki konur að taka þar við senn.
Þjóð skal meta störf sin stolta kona
þvi stöðvast vinnustaðirnir i dag
Búðir og skrifstofur þegja til si svona
skólar og bankar hafa annan brag
viö þjóöfélagi flestar færum tvöfalt starf
þvi fjölskyldu og heimili vinnum allt sem þarf.
Gott er okkar Akraborg aö gista
allar getum tekiö okkur far
slenið nú af hópnum skulum hrista
heimtum rétt sem konum alltaf bar.
Syngjandi viö höldum i okkar höfuðborg
Húrra fyrir kvennafundinum viö Lækjartorg.
Þú færð ísmola í veizluna
í Nesfi
Nú getur þú áhyggjulaust boðið gestum kalda
drykki heima hjá þér. Engin bið eftir að vatnið frjósi í
ískápnum.
Hjá Nesti færðu tilbúna ísmola, — og þú átt ekki á
hættu að verða ís-laus á miðju kvöldi.
Renndu við í Nesti og fáöu þér ísmola í veizluna!
NESTI h.f.
Ártúnshöfða — Elliðaár — Fossvogi