Þjóðviljinn - 24.10.1975, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 24.10.1975, Qupperneq 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. október 1975. Það fer ekkert á milli mála að þetta er besti leikur 1. deildar- keppninnar i ár til þessa. FH-liðið lék alls ekki illa, það hitti bara fyrir ofjarl sinn. Kannski ná segja að FH-ingar hafi á stundum verið of bráðlátir með skot sin, þegar þess er gætt hve frábær markvarsla Gunnar Einarssonar var. Á slikan markvörð þýðir ekki að skjóta nema úr dauðafæri. Viðar, Geir og Guðmundur Sveinsson voru bestu menn FH i sókn, en þeir Sæmundur og Þórarinn i vörninni. Hörður, Elias, Ingimar Haraldsson, Ólafur Ólafsson og Sigurgeir voru atkvæðamestir hjá Haukum, en annars átti allt liðið mjög góðan leik en eins og áður segir var Gunnar Einarsson i sérflokki, langt fyrir ofan alla aðra leikmenn á vellinum. Mörk Hauka: Hörður 11, Sigur- geir 3, Ingimar 2, Elias 4 og Jón H. 1. Mörk FH: Guðmundur 5, Geir 4, Þórarinn 3, Viðar 2, örn og Guðmundur Arni 1 mark hvor. —S.dór Hinn ungi landsliðsmaður Hauka, Ingimar Haraldsson skorar hér annað marka sinna gegn FH <Ljósm. S.dór) FH orðið litli bróðir í Firðinum? ,,Haukar eru bestir, Haukar eru bestir", söng áhorf- endaskarinn í Hafnarfiröi i fyrrakvöld, þegar Haukarnir tóku „stórveldið" FH í kennslustund i handknattleik og sýndu bæöi FH-ingum og áhorfendum hvernig á að leika góðan handknattleik, handknattleik eins og hann gerist bestur hjá íslenskum liðum. Mikill hraði og ógnun í sókn- inni, hraður, fastur og hreyfanlegur varnarleikur og umfram allt frábær markvarsla. Já, markvarslan hjá Gunnari Einarssyni er kapítuli út af fyrir sig, ég man vart eftir að hafa séð annað eins nema kannski einu sinni eða tvisvar áður um dagana. Og það er engum gerð minnkun í því að fullyrða að hún átti mestan þátt í þessum sigri Hauka. Ef liðin hefðu haft jafn góða mark- verði hefði þessi leikur sennilega orðið jafn og spenn- andi. Það eru engir smá karlar sem Haukarnir hafa lagt að velli i tveimur fyrstu leikjum sinum. Is- landsmeistarar Vikings og bikar- meistarar FH og þetta er liðið sem flestir spáðu falli eða i það minnsta fallbaráttu. Og það sem menn velta nú fyrir sér er hvort Haukarnir séu að sanna þarfleysi dýrra þjálfara eöa hvort Elias Jónasson, einn besti leikmaður liðsins, sem jafnframt stjórnar æfingum liðsins sé svona frábær þjálfari. Ljóst er að annaðhvort er. Þaðfer nefnilega ekki á milli mála að Haukarnir eru með besta liðið i 1. deild sem stendur, hvað sem verður. Við megum nefnilega ekki gleyma þvi að þeir byrjuðu likt þessu i fyrra og hafa raunar gert það oft áður, þótt liðið hafi kannski ekki verið svona sann- færandi fyrr. 1 fyrra unnu þeir hvern leikinn á fætur öðrum I byrjun, en siðan datt botninn úr öllu saman og þeir höfnuðu um miðja deild. En haldi þeir áfram að leika eins og þeir hafa gert i tveimur fyrstu leikjunum veröur nær ógerlegt fyrir nokkurt lið að stöðva þá. Það skemmst frá þvi að segja að Haukarnir tóku leikinn strax I sinar hendur og héldu forystu út allan leikinn. Tölur eins og 2:0, 4:2, 7:4og 9:4i leikhléi, 10:4, 12:5, 14:6 16:10, 18:12 sáust á marka- töflunni. En undir lokinn tóku FH- ingar lykilmenn Hauka úr umferð, þá Hörð Sigmarsson stórskyttu liðsins og Elias Jónas- son primus mótór i öllum samleik, og við það dofnaði mikið yfir sóknarleik Haukanna og FH náði að minnka muninn niður i 2 mörk. 18:16 urðu lokatölur leiks- ins. Manni er ekki grunalust um að þreyta hafi verið farin að hrjá Haukana i lokin , eftir þann óskapnaðar hraða sem þeir héldu uppi lengst af, bæði i vörn og sókn. HM í júdó Slagur á milli Japans og Sovétr. Yfir 300 þátttakendur, frá 50 löndum eru nú komnir til Vin- arborgar i Austurriki til þess að taka þátt i HM i júdó sem hefst þar i dag, mótið var sett i gær. Síðasta HM I júdó var haldiö i Lausanne i Bandarikjunum og þá sigruðu japanir í öllum 6 þyngdarflokkunum. Ekki er búist við aðþeir leiki þetta aft- ur nú, en talið er vist að þeir vinni léttvigtina, millivigtina, þu ngavigtina og opna-flokkinn. Hörðustu keppinutar japana verða sovétmenn sem eiga mjög harðsnúnu liði á að skipa, svo og frakkar og a-þjóð verjar. Þetta verður siðasta stórmótið i júdó fyrir ólym- píuleikana I Montreal i Kan- ada á næsta ári. Þór á Akureyri með pantaða flugmiða ... en Breiöablik ætlar ekki að mæta A miðvikudagskvöld var haldinn fundur með móta- nefnd KSÍ og Breiðbliks vegna ,,nýja úrsiitaleiksins i 3. flokki, sem nú er framundan. Þar kom fram, aö akureyring- ar eru staðráönir I að mæta til leiksins, sem settur verður nk. laugardag. Breiðablik ætlar hins vegar ekki að m'æta og gerir kröfur til formlegrar af- greiðslu málsins. Ein af kröfum kópavogs- manna er sú, að þeir verði formlega sviptir is- landsmeistaratitlinum áður en þeir veröi skikkaðir til að leika um hann að nýju. Litur KSi þó svo á, að um leið og einn undanúrslitaleikur sé dæmdur ólöglegur, leiki titill- inn aftur á lausu. Þetta mun vera i fyrsta sinn i knattspyrnusögu okkar is- lendinga sem íslands- meistaratitill er tekinn af ein- hverju liði. Mistökin i sam- bandi við framkvæmd undanúrslita yngri flokkanna eru mikil og er vonandi að langt verði að biða þess, að leiðindaatvik sem þetta komi aftur upp. —gsp Handknattleikur í lægsta gæðaflokki þegar Fram sigraði Gróttu 16:12 Sem betur fer er það einstakur viðburður að sjá handknattleik i 1. deild i svo lágum gæðaflokki sem hann var I leik Fram og Gróttu suður i Hafnarfirði sl. miðvikudag. Það er meira að segja sjaldgæft að sjá hann fara svona ncðarlega i 2. deild, svo hörmulegur var hann. Bæði liðin eru að visu slök um þessar mundir og þess vegna kannski ekki von á stórleik þegar þau mætast, en látum það vera. Hitt er miklu verra. að bæði liðin og þó alveg sérstaklega Gróttu-liðið gerðusig sek um slikan fjölda af byrjendavillum. of mörg skref, tvigrip, misstu boltann úr hönd- um sér, ótimabær skot og fleira og fleira aðengu tali tekur um 1. (íeildarlið. Fyrir bragðið var leikurinn ömurlegur á að horfa. Þar ofan á bættist að það varð aldrei spenna I leiknum, Fram hafði alltaf yfir 2 til 4 mörk. Það var aðeins fyrstu minúturnar sem jafnræði var með liðunum, 2:2 eftir 15 minútur en siðan sigu Framarar framúr og höfðu 2 mörk yfir i leikhléi 8:6. Siðan höfðu þeir þetta 2-4 mörk yfir allan siðari hálfleikinn, tvi- vegis meira að segja 5 mörk, þannig að aldrei kom upp spenna I leiknum. Lokatölurnar urðu svo 16:12 eins og áður segir. Aðeins einn leikmaður á skilið hrós fyrir frammistöðu sina i leiknum, það er Pálmi Pálmason, sem sýndi frábæran leik á köflum og vann þennan leik fyrirFram, á þvi leikur enginn vafi og án hans væri Fram algerlega á núlli. Það væri þá helst Arni Indriða- son sem hægt væri að hæla hjá Gróttu-liðinu en hann hefur samt oft leikið mun betur en að þessu sinni. Mörk Fram : Pálmi 7. Arnar 5 (2), Andrés 2, Pétur og Gústaf 1 mark hvor. Mörk Gróttu: Björn Magnússon 3, Björn Pét. 3, Magnús 2, Arni, Atli og Kristmundur 1 mark hver. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.