Þjóðviljinn - 24.10.1975, Side 18

Þjóðviljinn - 24.10.1975, Side 18
18 StÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 24. október 1975. Dagskipan til kvenna 24. október 1975 Lag Internationalinn Fram þjökuö fljóö f þúsund löndum, sem þoldu mannsins herradóm. Nú er lag aö losna úr þeim böndum og láta gjalla nýjan róm. Sameinaöar brjótiö bændaveldiö og byrjiö á þvi strax I dag. Með köldu blóöi karlmenn alla geldiö, svo komi réttlátt þjóðfélag. Nú skal búrhnifa brýna láta blóð renna um storð. Ef karlar kergju sýna skal kasta þeim fyrir borö. nn. Baldur Framhald af 11. siðu. yfir neinu að kvarta. „Við höfum ekkert að vinna — það er miklu frekar að viö töpum einhverju á þvi að taka þátt i aðgerðunum.” — Auðvitað veit maður um misrétti i launum viða — hélt Baldur áfram. — Sama menntun, sama starf, minni laun — þetta er alkunn visa og það er ekki nema eölilegt að konur leiti réttar sins. — Finnst þér ekki að þær, sem ekki þurfa að kvarta yfir launa- misrétti, ættu að vera með i að- geröunum til þess að sýna nú einu sinni ærlega samtakamátt kvenna? — Ja... það verður vitanlega hver og ein að gera það upp við sig. Ég sé ekki nokkra ástæðu fyrir t.d. kvenfólkið hér að fara i fri, menn eru skilst mér alveg sáttir við „kerfi” hérna hjá BYKO. Stúlkurnar standa sig lika með sóma hérna, þr eru alls ekki siöri við afgreiðslustörfin og kunna á skiptilykla og borvélar eins og þær hafi fæðst með þetta i höndunum. — Hefur verkfallið mikil áhrif á atvinnulifið? — Já, það er enginn vafi á þvi. Þó er ég lika viss um að verkfall karlmanna hefði að sjálfsögðu mun meiri áhrif, einkum á sam- göngur og stórvirkan iðnað. Það er kannski kominn tími til þess að við förum að láta eitthvaö frá okkur heyra á sjálfu kvennaár- inu. Kratapeningar Framhald af bls. 7. Dieter Strand harmar það að- eins að ekki skuli hafa verið hægt að senda meira af kratapeningum frá Sviþjóð til Finnlands. CIA peningar i Evrópu Hvaðan komu peningarnir? Þeirri spurningu er enn ósvarað. Finnskir kratar segjast ekki hafa beöið um neina hjálp frá Vestur- Þýskalandi. Sten Anderson segir að þeir hafi komið frá v-þýska Málmiönaðarsambandinu; Vest- ur-þýska málmiðnaðarsamband- ið neitar þvi og einnig talsmenn vestur-þýskra sósialdemókrata. Hinsvegar hefur Eugene Loderer, forseti Málmiðnaðarsambands- ins, viðurkennt aö hann hafi feng- ið peningana hjá „vinum” og komið þeim áleiðis. Hver var þessi vinur Loderer? í Aftonbladet 9. okt. eru raktar ýmsar upplýsingar um CIA- stuðning við and-kommúniskar hreyfingar i Vestur-Evrópu. Þar segirað bandariska leyniþjónust- an hafi dreift milíjónum dollara gegnum net sambanda i mörgum löndum til sósialdemókratiskra flokka. Samkvæmt frásögn Aftonblaðs- kérndunf &JB KOtlendiv ins hafa heimildir i Washington ljóstrað upp, að Cia-stuðningur- inn, hafi einkum beinst að and- kommúniskum verkalýðsfélögum og viðskiptaaðilum i NATÖ-rikj- unum. Dreifimiðstöðin fyrir þessa styrki, sem einkum hafa i sumar farið til sósialistaflokks Soaresar i Portúgal, er talin vera i Vestur-Þýskalandi. Frásagnir fjölmiðla um CIA-stuðninginn við Soares, meðal annars fréttir New York Times frá þvi skömmu fyrir siðustu mánaðamót, hafa verið staðfestar i Washington. Hins- vegar segir Aftonbladet að engar upplýsingar liggi fyrir um það að CIA peningum hafi verið veitt til Finnlands fyrir millligöngu sænskra sósialdemókrata. Grun- semdir hafi á hinn bóginn vaknað um að þau 100 þúsund v-þýsku mörk, sem skipt var i sænska þúsundkrónuseðla i Stokkhólmi, hafi verið pólitiskir CIA-pening- ar. Þaö er þá ekki i fyrsta sinn sem CIA hefur reynt að hafa áhrif á verkalýðsmál i Finnlandi, þvi að fyrir liggja uppljóstranir um að á árunum kringum 1960, þegar hægri sinnaðir sósialdemókratar klufu finnska alþýðusambandið og stofnuðu eigið samband, er ekki naut langra lifdaga, fengu forystumenn þess fjárstuðning frá CIA. Skáldkonur Frh.af bls. 15 af starfi, erfiðleikum og fórnfýsi ljósmæðranna og lesendur leiddir inn á gömlu sveitaheimilin, eins og þau voru fyrir og eftir siðustu aldamót. Hér segir frá margs konar dáðum ljósmæðranna sjálfra, ævikjörum islenskrar alþýðu og viðburðarikum feröa- lögum á sjó og landi. Ritsafnið er samtals tæpar 800 blaösiður. (Frétttilkynning.) Ríkisstjórnin Framhald af bls. 1 semi, en enginn vafi er á þvi að hún mun fylgja kröfum sinum fasteftir um áramótin. Samtimis þessu gerbreyta opinberir starfs- menn um aðferðir i kjarabarátt- unni. Siðan sagði Ragnar: „Nú hafa sjómenn siglt fiskveiðiflotanum i land og krefjast leiðréttingar á fiskverði og aflahlut. Þetta hiaut að gerast fyrr eða siðar. Rikis- stjórnin hefur skert aflahlut sjó- manna aftur og aftur mcð þvi að taka stórar fúlgur af óskiptum afla og setja i ýmiss konar sjóði. Við alþýðubandalagsmenn höfum barist gegn þessum aðgerðum og varað við þcim, enda augljóst að þetta er fyrst og fremst gert til að snuða sjómenn. Það eru þessar aðgerðir rikisstjórnarinnar sem nú hafa komið öllu i hnút”. „Svo ætlar þessi rikisstjórn að leyfa sér ofan á allt annað að fara að semja við breta um áfram- haldandi fiskveiðiréttindi i is- lenskri landhelgi, þrátt fyrir hina iskyggilegu skýrslu Haf- rannsóknarstofnunar og þver- öfugt við augljósan vilja þjóðar- innar. Þessi rikisstjórn er búin að ofbjóða þjóðinni. Hún á að vikja. Þjóðin þarf vinnufrið, aðra stefnu, djarfa forystu, vinstri stjórn.” Tillaga Sigurjóns Péturssonar í borgarráði: Starfsfólk borgarinnar fái laun í kvennaverkfalli Borgarfulltrúi Alþýðubanda- Iagsins, Sigurjón Pétursson, lagði til á borgarráðsfundi sl. þriðju- dag svohljóðandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að beita ekki heimild til frádráttar á laun- um hjá þvi starfsfólki borgarinn- ar, sem leggur niður vinnu „kvennafridaginn” 24. okt. nk.” Albert Guðmundsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram breytingatillögu, sem fól i sér, að einungis konur, sem legðu niður vinnu, skyldu losna undan þvi, að missa þess i launum. Af- greiðslu tillagnanna var frestað. Sigurjón Pétursson.sagði blað- inu i gær, að ástæðan til þess að hann hefði lagt fram þessa tillögu hefði verið sú, að borgin hefði not- fært sér heimild i lögum um opin- bera starfsmenn, sem kveður á um það, að heimilt sé að taka af launum þeirra tvöfalda launa- upphæð fyrir hvern þann dag, sem vinna er lögð niður. Þá sagði Sigurjón, að hann hefði orðað tillöguna á þann veg, að nefna ekki konur sérstaklega, til þess að það bitnaði ekki á karlpeningnum hjá borginni, ef konur tækju sér ekki einungis fri frá launaðri vinnu, heldur og heimilisstörfum, sem þá karlpen- ingur i starfi hjá borginni yrði að taka að sér þennan dag, svo sem heimilisumsýslu, barnagæslu o.fl. Astæðan til þess að tillögunni var frestað, er sú, að hafi tillaga ekki verið kynnt fyrir fund þann, sem hún er lögð fram á, er ekki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um hana á þeim fundi. —Úþ Virðing forsætisráðherra og Morgunblaðsins fyrir störfum íslenskra kvenna: Mogginn kemur út Til heiðurs stallsystrum sinum hafa konur þær, sem sjá um setn- ingu Morgunblaðsins, samþykkt að hefja setningu Morgunblaðs- ins, á miðnætti i nótt, svo Morgunblaðinu, einu árdegis- blaða, megi auðnast að sýna allri kvenþjóðinni lítilsvirðingu með útkomu sinni á laugardagsmorg- un. Ritstjóri Morgunblaðsins, Styrmir Gunnarsson, lokaði sig af i glerhöllinni við Aðalstræti i gær, svo ekki tókst að fá þetta staðfest hjá honum þrátt fyrir itrekaðar tilraunir blaðamanns. Hins vegar hefur blaðið þetta eftir öruggum heimildum annars staðar frá i Morgunblaðshöllinni. Gagnvart þessu virðingarleysi Morgunblaðsins og formanns eig- endafélags þess, Geirs Hallgrimssonar, fyrir vinnu kvenna, eiga konur ekki nema eitt svar. Samkvæmt lagabókstaf, þar sem fjallað er um atvinnuróg, er óheimilt að prenta mótleik kvenþjóðarinnar, enda skýr og þvi ekki ástæða til. —úþ öll áhöfn togarans Júni frá Hafnarfirði hefur verið afskráð, að þvi er framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar sagði blaðinu i gær. Sagði hann ennfremur, að þetta þýddi fyrir sér ekki uppsögn á mannskapn- um, heldur væri þetta siður, þeg- ar skip væru bundin við bryggju. Eins og kunnugt er er áhöfn togarans Júni þátttakandi i að- gerðum sjómanna, sem beinast að fiskverðsákvörðun og aflagn- ingu sjóðakerfis sjávarútvegsins, og skipstjórinn Guðmundur Jóns- son, einn af nefndarmönnum i samstarfsnefnd undir- og yfir- manna vegna þessa máls. —úþ Farmanna- og fiskimannasambandið: Treystir fulltrúa sjómanna í Verðlagsráði, — fagnar gagnrýni á sjóðina Fréttatilkynning frá Far- manna- og fiskimannasambandi tslands I tilefni af aðgerðum sjó- manna: „Fundur haldinn i stjórn Far- manna- og fiskimannasambands tslands lýsir fyllsta trausti á full- trúa sinum i Verðlagsráði sjávar- útvegsins, og telur að hann hafi þar unnið af mikilli kostgæfni. Hins vegar fagnar stjórn Far manna- og fiskimannasambands ins framkominni gagnrýni sjó- manna á sjóðakerfi sjávarút vegsins.” Tónlistarfélagið í kvöld I kvöld klukkan niu efnir Tón- listarfélagið til tónleika i Austur- bæjarbiói i Reykjavik. Þar koma fram Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari og Árni Kristjánsson, pianóleikari. Efnisskrá er á þessa leið: Robert Schumann: Fantasia fyrir selló og pianó, op. 73 Zart und mit Ausdruck Lebhaft, leicht Rasch und mit Feuer Joh. Seb. Bach: Einleiks-Svita nr. 6, D-dúr fyrir selló Síldarsöltun Þjóðviljinn frétti af þvi að Þor- steinn RE væri væntanlegur til Reykjavikur sl. nótt með sildar- farm og að til stæði að salta hann hjá Bæjarútgerð Reykjavikur. Við spurðum Matthias Þ. Guðmundsson verkstjóra hjá BOR hvort þetta væri rétt. — Jú, þetta er rétt. Þorsteinn kemur með um 240 tunnur i nótt og aflinn verður saltaður á morg- un (þ.e. föstudag) þvi annars eyðileggst hann. Preludio Allemande Courante Sarabande Gavotte I & II Gigue Ludwig van Beethoven: Sónata i C-dúr, op. 102 nr. 1 Andante-Allegro vivace Adagio-Tempo d’Adante Allegro vivace Fr. Chopin: Sónata i g-moll, op. 65 Allegro moderato Scherzo: Allegro con brio Largo Finale: Allegro hjá BUR — Verða ekki konur við þessa vinnu? — Jú, fastráðnar konur munu gera þetta. Við fórum ekki fram á að þær mættu, spurðum þær aðeins hvort þær mundu gera það og þær sögðust allar ætla að mæta. Eflaust horfa þær i peninginn á þessum verðbólgu- timum þvi þær fá 500 krónur fyrir hverja tunnu. En við munum flýta þessu eins og hægt er og ég vonast til að þetta verði búið um hádegið, sagði Hatthias. —ÞII Erling Blöndal Bengtsson Arni Kristjánsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.