Þjóðviljinn - 24.10.1975, Blaðsíða 20
ROÐRASTÖÐVUN SJOMANNA
Ríkisstj órnin
á næsta leik
UOBVIUINN
Föstudagur 24. október 1975.
Svœðismótið:
Hamann
efstur
1 gær voru tefldar biðskákir
á alþjóðlega svæðismótinu i
Reykjavik. Fóru leikar
þannig, að Hamann vann Van
den Broeck og Poutiainen gaf
biðskákina gegn Ribli.
Liberzon vann aftur skákina
gegn Murrey, sem frestað var
i 1. umferð.
Hamann er nú efstur með 2
1/2 vinning.
Fjórða umferð hefst i dag kl.
17, og teflir þá Friðrik gegn
Van den Broeck og Björn gegn
Timman.
— úþ
Vill losna
við Franco
MADRID 23/10 — Heimildir i
Madrid, sagðar áreiðanlegar,
herma að i spænsku rikisstjórn-
inni vaxi þeirri skoðun fylgi að
Franco beri að láta af völdum, en
enginn þori að stinga upp á þvi
við hann. Juan Carlos rikisarfi,
sem i fyrra stjórnaði um þriggjp
vikna skeið i veikindaforföllum
Francos, er sagður hafa sagt
Ariasi forsætisráðherra að hann
vilji ekki taka við aftur nema fyr-
ir fullt og allt.
MOSKVU 23/10 — Fyrstu mynd-
irnar af yfirborði Venusar eru lik-
legar til að breyta hugmyndum
manna um þessa plánetu. Yfir-
borð hennar virðist til dæmis
mjög hnökrótt, likt og botn á fljóti
eða hafi en ekki likast eyðimörk,
eins og hingað til hefur verið
haldið. Einnig kom það á óvart að
steinarnir á myndinni sáust kasta
skugga, en áður var haldið að al-
gert myrkur rikti á plánetunni
vegna skýjahjúpsins um hana.
— Mér er óhætt að
fullyrða, að hér á Vest-
fjörðum er alger sam-
staða meðal sjómanna,
það kom skýrt fram á
þeim fundi sem við héld-
um á (safirði í fyrra-
kvöld, sagði Sölvi Öskars-
son skipstjóri á Tálkna-
firði en hann var á
þessum fundi kjörinn í
einskonar framkvæmda-
nefnd fyrir sjómenn í
þessu máli.
Þeir bálar, sem leggja
upp hjá Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur munu halda
áfram veiðum þótt aðrir
bátar stoppi til að mót-
mæla fiskverðinu. Og
þegar þess er gætt að
Fiskiðjusamlagið greiðir
5 kr hærra verð fyrir kíló-
segir Sölvi
Pálsson skip
stjóri á
Tálknafirði
— Og eins og málin standa í
dag, fæ ég ekki betur séð en að
rikisstjórnin eigi næsta leik,
málið er greinilega komið i
sjálfheldu og það getur enginn
aðili nema rikisstjórnin leyst
ið af fiskinum en aðrir,
þá er ekki nema eðlilegt
að bátarnir haldi áfram
veiðum.
Talsmaður Fiskiðjunnar, sem
við höfðum samband við i gær,
sagði að þeir hjá Fiskiðjunni
vildu ekkert um þetta mál
segja. Frétt sú, um málið, sem
lesin var upp i útvarpinu i gær
þessa deilu. Ég geri mér þvi
vonir um að eitthvað jákvætt
komi fram á fundi forsætis-
ráðherra og framkvæmda-
stjórnar sjómanna i róðrar-
banninu sem haldinn verður i
dag sagði Sölvi.
Fyrir okkur sem róum með
linu, já og raunar alla fiskimenn
er það lifsspursmál að við fáum
fiskverðið hækkað og sjóða-
kerfið lagfært, við getum ekki
og munum ekki gefa eftir I mál-
inu, slikt kemur ekki til greina,
bætti hann við að lokum.
— S.dór
var ekki frá Fiskiðjunni komin
og sagði talsmaðurinn að hann
teldi ekki ástæðu til að vera að
ræða málið meðan á deilunni
stendur, þetta er það viðkvæmt
allt saman sagði hann.
Hinsvegar sagði hann það rétt
vera, að Fiskiðjan gréiddi
uppbót til sjómanna eins og
hann orðaði það, og þvi væri
fréttin af þessu efnislega rétt.
—S.dór
Alþýðuflokkurinn
segir:
Enginn
fjárhags-
stuðningur
t gær greindi Þjóðviijinn frá þvi
eftir Aftonbladct i Sviþjóð að
Alþýðuflokkurinn hefði fengið
10.000 sænskar krónur i fyrra frá
sænska jafnaðarmannaflokknum.
i gær birtist einnig i Þjóð-
viljanum yfirlýsingu um það frá
Gylfa Þ. Gíslasyni að Alþýðu-
flokkurinn hefði ekki fengið fjár-
stuðning frá útlendum aðilum. i
gærkvöid barst blaðinu yfirlýsing
frá Alþýðuflokknum þar sem
þessi mál eru rakin. Er viður-
kennt að um hafi verið að ræða
10.000 kr. frá sænska jafnaðar-
mannaflokknum, en sagt er að
þetta fé hafi verið notað til þess
að standa straum af kostnaði við
fund norrænna jafnaðarmanna
sem haldinn var i Reykjavik i
fyrra. Kveðst Alþýðuflokkurinn
ekki lita á þessa greiðslu sem
fjárhagsstuðning.
1 sömu tilkynningu er þvi neitað
að Alþýðuflokkurinn hafi vegna
Alþýðublaðsins fengið fjárhags-
aðstoð frá sænskum jafnaðar-
mönnum. Segir i tilkynningunni
að aðeins hafi verið um að ræða
tæknilegar leiðbeiningar um
útgáfu blaðsins, er hingað til
lands kom einn sérfróður maður
frá sambandi sænskra jafnaðar-
manna.
Krata-
peningar
yfir
landamærin
Sjá 7. síðu
Fiskiðjusamlag Húsavíkur:
Greiðir meira fyrir
fiskkílóið en aðrir
Troðfullur salur
Salur Sjómannaskólans
var þéttsetinn i gærkvöldi
þegar sjómenn af fjöl-
mörgum skipum héldu
fund um f iskverðshækkan-
ir og hin umtöluðu sjóða-
mál sín.
Á fundinum fluttu fulltrúar sjó-
manna i samstarfsnefndinni ræð-
ur, þar sem þeir m.a. lýstu von-
brigðum sinum með móttökur
Geirs Hallgrimssonar forsætis-
ráðherra, þegar sam-
starfsnefndin hitti hann að máli
fyrr i gær. Litu margir svo á, að
ráðherra hefði hreinlega gefið
þvert afsvar við þeirri málaleit-
an sjómanna, að lágmarksverð á
fiski yrði hækkað.
Jafnframt kom fram i ræðum
fundarmanna, að erfitt væri
vegna eðlis sjómannastarfsins,
að ná upp mikilli samstöðu og fé-
lagsstarfsemi meðal sjómanna.
Erfitt væri um vik við hvérs kyns
fundarhöid og annaö þess háttar.
Þaö væri þvi mikilvægt að nota
það tækifæri, sem nú byðist.loks
þegar svo mörg skip væru i höfn,
til hins ýtrasta. Sjómenn ættu
ekki enn einu sinni að láta kúga
sig til undirgefni.
Að sögn fundarmanna voru það
sjómenn af mun fleiri skipum
en þeim 119 sem á sinum tima
sendu skeytið til ráðherra. öll
skip væru nú i höfn nema nokkrir
togarar auk einhverra skipa fyrir
austan. Báðu sjómennirnir, sem
Þjóðviljinn hafði tal af i gær-
kvöidi fyrir baráttukveðjur til fé-
laga sinna úti á sjó.
—gsp
Vinstrimenn neita
að afhenda vopn
LISSABON 23/10 — Varnarsveitir
vinstrisinna i Portúgal, BR, hafa
lýst þvi yfir að þær muni gerast
leynihreyfing til þess að komast
hjá að afhenda vopn sin, en Costa
Gomes forseti hefur fyrirskipað
öllum óbreyttum borgurum að af-
henda vopn sin fyrir aðra nótt.
Talsmaður varnarsveitanna
segir að þær þori ekki að láta
vopn sin af hendi af ótta við að of-
beldisaðgerðir af hálfu ihaldsafla
fari i hönd. Carlos Fabiao, yfir-
maður landhersins, sagði i nótt að
hann óttaðist valdaránstilraun
frá hægri, en flokkur alþýðu-
demókrata segist hinsvegar ótt-
ast slikar aðgerðir frá vinstri.
Kommúnistaflokkur Portúgals og
fleiri vinstri aðilar kref jast breyt-
inga i rikisstjórn og byltingarráð-
inu, þar sem hægfara herforingj-
ar ráða nú mestu, og hafa boðað
fjöldafund i Lissabon til að leggja
áherslu á þær kröfur.
Sj ór æning j ar
á Eyrarsundi
KAUPMANNAHÖFN 23/10 — ýfir á útgerðina. Sænska sjó-
Þeir fáheyrðu atburðir gerðust i
dag i Kaupmannahöfn og Malmö
að tveimur ferjum, sem heita
nöfnum þessara borga og ganga
milli þeirra yfir Eyrarsund, var
rænt og þeim siglt áleiðis til Kiel i
Vestur-Þýskalandi. Eru þar að
verki útsendarar Hadag, vestur-
þýsks útgerðarfyrirtækis sem á
helminginn i ferjunum á móti
sænska fyrirtækinu Centrums-
linjen. Talið er að ástæðan til
þessa athæfis sé sú að sá aðili, er
hafði veitingasöluna á ferjunum á
leigu, er orðinn gjaldþrota, og
þýðir það að ábyrgðin á skuld-
bindingum hans gagnvart starfs-
fólkinu við veitingasöluna færist
mannasambandið hefur lýst töku
ferjanna sjórán.
Sjúkraþjálfarar
í verkfall
Félag islenskra sjúkraþjálf-
ara styður málstað þann, sem
er að baki kvennafris til þess að
vekja athygli á stöðu konunnar.
Þess vegna mælist F.l.S.Þ. til
þess að félagsmenn leggi niður
vinnu þennan dag, en höfð verði
neyðarvakt á þeim stofnunum
þar, sem þess gerist þörf.