Þjóðviljinn - 04.11.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. nóvembcr 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Þór Hagalln sveitarstjóri á Eyrarbakka:
EYRARBAKKI:
Ekki öll kurl komin til grafar
kjallarar
íbúðarhúsa
fylltust
af sjó —
holræsakerfi
Eyrarbakka
stórskemmt
— Þetta eru óskaplegar
skemmdir, sem maöur sér
hérna, en samt eru ekki öll
kurl komin til grafar enn,
sagði Þór Hagalín sveitar-
stjóri á Eyrarbakka er við
hittum hann að máli f gær.
— Fyrir utan það sem yið sjá-
um hérna, báta i höfninni og
skemmdirnar á frystihúsinu, þá
komst sjór inni plastiðjuna hérna
og búast má við að eitthvað af
vélum hennar séu skemmdar.
Sjór fossaði hér uppum holræsi i
flestum húsum og ég óttast það að
miklar skemmdir hafi orðið á hol-
ræsakerfinu við þennan mikla
þrýsting sem það hefur orðið fyr-
ir.
— Þá hafa sjóskemmdir orðið á
mörgum ibúðarhúsum hér þar
sem kjallarar þeirra fylltust af
sjó. Var þar bæði um að ræða sjó
sem kom uppum holræsin og eins
yfirborðsvatn, þvi hér flaut sjór
um allar götur.
— Þá vil ég taka það sterkt
fram, að ef við værum búnir að fá
þá höfn sem við höfum verið að
biðja um undanfarin ár og þó ekki
hefði verið nema sá garður sem
byggja átti i sumar, en svikið var,
þá hefði óhappið i höfninni aldrei
komið fyrir, sagði Þór.
— Og sjáðu ölfusið, það er eins
og hafsjór yfir að lita. Hversu
mikið landbrot halda menn að
eigi sér stað i svona veðri? Við
höfum hvað eftir annað óskað eft-
ir þvi að komið yrði upp varnar-
görðum, bæði fyrir landbroti
ölfusár og ekki siður fyrir þvi ó-
skapar landbroti sem sjórinn
veldur okkur. Þessu er ekki ans-
að, nema hvað 2 til 300 þúsund
krónum hefur verið varið árlega
undanfarin 3-4 ár til að gera varn-
argarða við ölfusá, en það er eins
og saumnál i heystakk i þeirri
óðaverðbólgu sem hér geysar,
sagði Þór Hagalin sveitarstjóri að
lokum. —S.dór
Eins og i hernaði. Sjálfboöaliðar vinna við að hlaða upp sandpokavirki til að styrkja undirstöðu frysti
hússins fyrir átökin sem menn áttu von á i gærkveldi
Menn töldu með öllu vonlaust aðhægt væri að bjarga Sólborginni. Bæði er hún mikið skemmd, auk þess
sem svo mikill sjór var kominn i hana að vélarnar voru stórskemmdar, en öllum dýrmætum tækjum var
bjargaö úr skipinu i gær.
Djúp lægð,
mikið rok
og stór-
streymi olli
óveðrinu
og
skemmdum
Það var margt sem
hjálpaðist að við að
valda því mikla óveðri
sem gekk yfir suðvest-
urlandið um helgina.
Markús Einarsson veð-
urfræðingur sagði að
djúp lægð hefði nálgast
landið úr suðvestri og á
aðfararnótt sunnudags-
ins hafi af hennar völd-
um gengið yfir suðaust-
an hvassviðri eða
stormur með rigningu.
Siðan hefði regnsvæðið
farið yfir og lægðar-
miðjan nálgast okkur.
Aðfaranótt mánudagsins
gerðist það siðan að hin mjög
djúpa lægðarmiðja iloftþrýst-
ingur 950 millibör) fór i norð-
austur yfir landið. Óveðrið
sunnanlands, suðvestan-
stormur, stafaði af þvi, að
lægðin var djúp og mikill suð-
vestan strengur fyrir sunnan
lægðarmiðjuna. Oft hefur þó
komið fyrir að sterk suðvestan
átt veldur litlum skaða en þó
heldur lægðarmiðjan sig að
sögn oftast nokkuð fyrir utan.
Nú gekk hún hins vegar inn að
stréngnum og samfara svo
litlum loftþrýstingi hækkar
sjávaryfirborð um allt að hálf-
an metra. Þar við bættist sið-
an að stórstreymi er á leiðinni
og það var einmitt það sem olli
skemmdum á bátum við suð-
urströndina.
—gsp
Skriftvéla-
virkjar hófu
verkfall í gær
I fyrstci sinn sem nýstofnað félag
þeirra lœtur verulega til sin heyra
ÓVEÐURSNÓTT í SANDGERÐI
5 bátar fóru
upp í fjöru
í gær skall á verkfall skrift-
vélavirkja, sem stofnuðu félag
sitt i febrúar á þessu ári. Er
þarna um fyrstu sameiginlegu
aðgerðir félagsmanna að ræða.
Samningaviðræður hjá sátta-
semjara stóðu yfir alla aðfarar-
nótt mánudagsins en mikið mun
vanta á að samningar séu að tak-
ast.
En hvaða félagsskapur skyldi
þetta svo vera? Flestum kom
nafnið ókunnuglega fyrir og við
höfðum þvi samband við Hrafn
Haraldsson, formann félagsins.
— Við stofnuðum þetta félag
þann 20. febrúar sl., sagði Hrafn.
— Við erum núna með 26 félags-
menn en nokkrir tugir i viðbót
munu þó starfa við viðgerðir á
skrifstofuvélum, tölvum og öðru
þvi, sem heyrir undir okkar
starfssvið. Við vonumst til þess
að það fólk komi allt saman inn i
félagið innan tiðar. Fyrirhugað er
að við gerumst er fram liða
stundir aðilar að rafiðnaðarsam-
bandinu en ennþá stöndum við
nokkuð einir á báti.
— Þetta er i fyrsta sinn sem við
reynum að gera launasamninga
við okkar atvinnuveitendur en til
þessa hefur eingöngu verið um að
ræða sérsamninga hvers og eins
við sinn yfirmann. Þetta hefur þvi
verið ansi laust i reipunum til
þessa og engin samræming i
launum.
— Hvaða áhrif hefur verkfall
ykkar?
— Það er ekki svo gott að gera
sér grein fyrir þvi. Að sjálfsögðu
verður ekki um neina stöðvun að
ræða i atvinnulifinu nema þá að
verkfallið verði geysilega langt,
sem við vonum nú að verði ekki.
Við erum i rauninni á móti verk-
föllum, teljum að enginn hagnist
á slikum aðgerðum og höfum
dregið það i lengstu lög að fara út
i slikt. Við teljum þó að ekki verði
komist hjá þvi lengur, við erum
búnir að eiga i þessum deilum
siðan i sumar ög timi er kominn
til einhverra aðgerða úr þvi að
samningalitur er ekki meiri en
raun ber vitni.
Skriftvélavirkjun er löggild
iðngrein og hefur verið kennd i
Iðnskólanum i meira en tuttugu
ár eftir hinu hefðbundna
meistarakerfi. Námið er fjögurra
ára langt eins og i öðrum iðn-
greinum. —gsp
Finnn bátar fóru upp i fjörur i
Sandgerði i óveðrinu i fyrrinótt og
enn vcrr hefði farið cf ekki hefði
notið við nýgerðs brimvarnar-
garðs, og sagði sveitarstjórinn i
Sandgerði, Alfreð Alfreðsson, að
allt eins hcfðu allir 30 bátarnir,
sem þar voru i höfn, getað farið
upp á land ef nýja garðsins hefði
ckki notið við.
Alfreð sagði, að áttin hefði ver-
ið suð-vestan og aldan hefði geng-
ið óbrotin inn i höfnina. Það sem
bjargaði þvi að skip skemmdust
ekki var það, að kyrrð var i höfn-
inni sjálfri. Einn bátur losnaði frá
bryggjunni og þvingaði fjóra aðra
með sér. Fimm bátar lentu upp i
fjöru, þrir á milli bryggjanna,
tveir lentu suður af Miðnes-
bryggjunni i grjótgarð þar.
Alfreð sagði, að illa hefði geng-
ið að komast um borð i bátana
sökum veðurofsans og hefði þurft
heljarmenni til.
Fjórir bátanna náðust út i gær.
Tveir þeirra voru litið sem ekkert
skemmdir, en Þorkell Árnason
GK og Viðir GK eru taldir eitt-
hvað skemmdir en óvist hversu
mikið.
Skúmur GK, 130lesta stálbátur,
var enn i fjörunni i gær, en reyna
átti að ná honum út á flóðinu. Lá
hann þvers milli bryggjanna. Er
hann ekki talinn skemmdur.
Fjórir bátanna voru stálbátar
120—130 lestir að stærð, einn eik-
arbátur, 60 lesta.
Alfreð sagði, að sjór hefði verið
um það bil hálfum meter hærri en
við venjulegt háflæði. Gekk hann
þó hvergi á land upp til skaða, þó
svo hann hafi meðal annars geng-
ið alveg upp undir vigtarskúr.
—úþ