Þjóðviljinn - 11.12.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.12.1975, Blaðsíða 1
Veðurguðirnir sáu um landhelgisgœsluna Skiptar skoðanir meðal út- gerðarmanna um tillögur Kristjáns Ragnarssonar, formanns LítJ um að leggja fiskiskipum SJA BAKSIÐU Bæjarstjórinn á Seyöisfirði fór þess á lcit viö Landhelgisgæsluna f gær, aö hún kannaði þrjú dufl, sem voru á reki um 300 metra frá Borg- artanga á Seyöisfiröi, um 30—40 metra frá landi. Bæjarstjórinn taidi duflin vera á stærö viö bobbinga, og taldi hann aö þetta gæti veriö hluti af kafbátagiröingu! Varöskip athugaði þetta i gærkveldi. — úþ JÓLAGLAÐNINGUR t gær var dregiö I Happdrætti Háskóians, meöai ann- ars um 18 miljón króna vinning. Stærstu vinninganna er getiö á þriöju siöu i dag. Kafbátagirðing á reki? Ríkisstjórnin hyggst afnema byggingarstyrk til dagheimila 0 Aður en rikið hóf þátt- töku i kostnaði viö bygg- ingu dagheimila voru 20 dagheimili i 7 sveitarfé- lögum byggð á heilum ár- atug. 0 A tveimur árum eftir að vinstri stjórnin hóf að styrkja byggingu dag- heimila hefur verið hafin bygging 39 dagheimila i 18 sveitarfélögum. % Sjá 3. siðu. Stjórnin efnir ekki loforð Bretar gátu lítið veitt vegna veðurs Litiö geröist markvert á miðun- um i gær. Veðurguðirnir tóku að sér landhelgisgæsluna og komu að mestu leyti i veg fyrir það að 49 breskir togarar út af norðaustur- landi gætu veitt eitthvað að ráði. 9 „verndarskip” voru með togurunum. Hvergi annars staðar voru bretar á ferð og varðskipin öll voru á þessu eina veiðisvæði þeirra. Þjpöverjarnir voru siðan i sinum umsömdu veiðihólfum, og var þetta þannig rólegur dagur hjá islensku varðskipsmönnun- um. —gsp Hugmyndinni um að selja íslensk fiskiskip jafnað við áformin um að flytja íslendinga á Jótlandsheiðar SJÁ SÍÐU 3 Ntm Jlsammngar Sakarova tekur við Nóbels- verðlaunum OSLO 10/12 — Jelena Sakarova, eiginkona sovéska eðlisfræðings- ins og andófsmannsins Andreis Sakarof, veitti i dag friðarverð- launum Nóbels viðtöku i Osíó fyr- ir hönd manns sins, sem fékk ekki ferðaleyfi úr landi hjá sovéskum yfirvöldum. Við þetta tækifæri flutti frú Sakarova ræðu, sem maður hennar hafði samið. 1 ræð- unni hvatti Sakarof til þess að póli tiskum föngum hvarvetna i heimi yrði veitt frelsi. Ambassadorar Sovétrikjanna og Austur-Evrópu- rikja voru ekki viðstddir at- höfnina. Sakarof er nú i Vilnius, höfuðborg Litháens, þar sem vin- ur hans, visindamaðurinn og and- ófsmaðurinn Sergei Kovalef, er fyrir rétti. við sjómenn Heimild til stœkkunar brœðslunnar seld fyrir óverulegar aðrar breytingar. Raforkan hœkkar en skatturinn lœkkar! Rikisstjórnin hefur gert samning við svissneska ál- hringinn Alusuisse um stækkum álversins,. sem þessir aðilar eiga og reka í Straumsvik. Er gert ráð fyrir að afköst bræðslunn- ar verði aukin um 11.000 tonn. Raforkuverð hækkar lítillega, en skattgjald svisslendinganna lækkar. Á kvöldfundi alþingis i gær var útbýtt stjórnarfrumvarpi um lagagildi nýs viðaukasamnings milli islensku rikisstjórnarinnar og Alusuisse um álbræðslu við Straumsvik. Sérstaklega er tekið fram i athugasemdum að æski- legt sé að hraða staðfestingu samnings þessa. Þessi nýi samningur ásamt fylgisamningi viö Landsvirkjun felur i sér þrennt: í fyrsta lagi verða breytingar á gjaldi þvi sem álbræðslunni er gert að greiða i stað almennra skatta. Samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi verður skatt- greiðsla Alusuisse til islenska rik- isins um 3 miljönum dollara minni næstu fimm árin, en hún myndi verða að óbreyttu. Hinsvegar hverfa fyrri ákvæði um myndun skattinneignar ál- versins hjá rikinu. t öðru lagi breytist verð rafork- unnar, sem álhringurinn kaupir af Landsvirkjun, þannig að það lækkar ekki nú að hausti eins og það ella hefði gert, heldur helst óbreytt til ársloka. Siðan hækkar það um 17% eftir áramótin og enn um 14% sex mánuðum seinna. Verður það siðan að nokkru bund- ið álverði. 1 þriðja lagi fela samningarnir i sér heimild til stækkunar verk- smiðjunnar um sem svarar ein- um sjöunda hluta núverandi bræðslumannvirkja álversins. Þýðir það aukna orkusölu til ál- versins, sem myndi svara 20 megawatta afli til viðbótar þeim 140 mW, sem hringurinn fær nú. Rafmagnsverð til álbræðslunn- ar i Straumsvik hefur verið ó- breytt i sex ár, eða þrjú banda- risk mill á kilówattstund. Sam- kvæmt núverandi gengi banda- rikjadollars er það um 0,48 isl. kr. Sú hækkun rafmagnsverðsins, sem nú er boðuð, raskar ekki stórvægilega þeirri slagsiðu, sem verið hefur á orkuviðskiptum við álverið og kom fram i þvi á sl. ári, að álverið keypti yfir helming allrar framleiddrar raforku i landinu, en greiddi þó aðeins ti- unda part af tekjum raforkukerf- isins. Sérstaka athygli vekur, að eng- in ákvæði eru um hreinsibúnað við hinn nýja áfanga bræðslunn- ar, og ekki hefur verið raskað fyrri ákvæðum álsamningsins, um að álbræðslan skuli óháð isl. dómsvaldi. Forsætisráöherra var óspar á loforö til sjómanna þegar þeir sigldu I land á dögunum, loforö, sem uröu til þess, aö sjómenn létu úr höfn og héldu til veiða á ný. Eitt þessara loforða hefur þeg- ar veriö svikið og ekki vitað til þess aö hægt veröi aö standa viö þaö á næstu vikum; þeas. loforöið um aö endurskoðun á sjóöakerfi sjávarútvegsins yröi lokiö fyrir 1. desembcr. Þjóðviljinn spurði óskar Vig- fússon.sem sæti átti i samstarfs- nefnd sjómanna, að þvi, hvað valdið hafi svikum þessa loforðs, en hann á sæti i nefnd þeirri, sem endurskoðar sjóðakerfið. Óskar sagði, að þau svör, sem hann hefði fengið, þegar hann hefði spurst út i töfina, væru þau, að fiskiþing, sem gert hefur verið að skila ákveðnum gögnum til nefndarinnar, hafi ekki staðið við þau loforð sem fiskimálastjóri gaf um skilafrest. Svo hitt, að ekki hefur alltaf náðst til nefndar- manna, en sumir þeirra búa úti á landi. Onnur loforð Geirs Hallgrims- sonar til sjómanna átti ekki að efna fyrr en um áramót. —úþ pjoðvhhnn Fimmtudagur 11. desember 1975 — 40. árg. 282. tbl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.