Þjóðviljinn - 11.12.1975, Blaðsíða 10
10 StÐA —ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. desember 1975.
Viðlagasjóður:
200 miljónir kr. færist
til norðfjarðardeildar
Umrœður um málefni viðlagasjóðs
°g uppbygginguna i
Vestmannaeyjum og í Neskaupstað
Kikisstjórnin leggur til aö
stjórn Viðlagasjóös heimilist að
verja á næsta ári allt aö 200 mil-
jónum króna af eign sinni til aö
standa aö fullu viö skuldbinding-
ar sinar vegna snjófióðanna sem
uröu I Noröfiröi rétt fyrir jólin I
fyrra. Er talið að ella mundu
tekjur noröfjaröardeildar sjóös-
ins ekki hrökkva tii aö mæta
skuldbindingum vegna snjófióö-
anna. Þingmenn lýstu sig geta
fallist á þcnnan tiifiutning fjár-
magns aö því tilskildu aö vest-
mannaeyingar fái engu minni
bætur en ella heföi oröiö.
Forsætisráðherra, Geir
Hallgrimsson, fylgdi úr hlaöi
frumvarpi um breytingu á lögum
um ráöstafanir vegna snjóflóöa i
Noröfiröi og fjáröflun til Viölaga-
sjóðs. Fer hér á eftir endursögn
úr ræöu hans og úr greinargerö
með frumvarpinu:
Tekjustofnar hverfa
um áramót
Um næstu áramót falla úr gildi
ákvæði um tekjustofna Viðlaga-
sjóðs (þ.e. söluskattstig). Þá mun
Viölagasjóöur hafa fengið alls —
vegna Vestmannaeyja — um 5, 9
miljaröa framlag frá riki, sveitar
félögum, sem gjafir frá Noröur-
löndum og öðrum aðilum en að
meðtöldum öörum tekjum (fyrir
sölu, leigu o.fl.) verða heildar-
tekjur Viðlagasjóðs frá upphafi á-
ætlaðar 6.850 miljónir króna
vegna Eyjagossins. Með lögum
frá því i febrúar i fyrra var sjóðn-
um falið að koma fram gagnvart
yfirvöldum i Neskaupstað vegna
snjóflóðanna þar, og var stofnuð
til þess sérstök deild með sjálf-
stæðum fjárhag. Tekjur þeirrar
deildar eru áætlaðar að veröi
orðnar 440 miljónir kr. um næstu
áramót, en alls um 550 miljónir
þegar kemur fram á næsta ár án
þess að viðbótartekjustofn komi
til.
1 haust leið tóku gildi lög um
viðlagatryggingu, en sú stofnun
skal taka viö eignum og skuldum
Viðlagasjóös um áramótin
1976/77.
800 miljónir og mil-
jarður til viðbótar
1 bréfi frá stjórn Viðlagasjóös
kemur fram að vestmannaeyja-
deild sjóösins hafi nú lokið upp-
gjöri við alla tjónþola nema
bæjarsjóð kaupstaðarins, en gert
er ráö fyrir að greiöslur til hans
nemi um 800 miljónum króna.
Hefur sú upphæð að verulegu
leyti verið greidd. Mikið af fé
deildarinnar er fast I skuldabréf-
um og fasteignum og þvi sé
greiðslustaða deildarinnar slæm.
Skuldin við Seölabankann muni
nema rúmum miljarði um næstu
áramót og verði ekki aö fullu
greidd fyrr en f ársbyrjun 1978.
Stjorn Viölagasjóðs segir: „Vel
getur veriö að enn komi upp I
Vestmannaeyjum þau vandamál
sem stjórn sjóðsins telji sér skylt
. að sinna... fyrirsjáanlegt er að án
frekari aðstoðar muni bæjarsjóð-
ur Vestmannaeyja verða i mikl-
um fjárhagserfiðleikum um ára-
bil. Stjórn sjóðsins telur að ekki
megi loka augunum fyrir þessum
vanda”. 1 nýlegu bréfi frá bæjar-
stjórn Vestmannaeyja til Viö-
lagasjóös segir að „fjárvöntun”
bæjarsjóðs næstu 4 ár nemi um
einum miljarði króna.
Lúðvik Garðar ■
Forsætisráöherra tilkynnti að
úttekt yrði gerð á stöðu bæjar-
sjóðsins I Vestmannaeyjum á
vegum stjórnvalda. Félagsmála-
ráðuneyti, Seölabanki og bæjar-
stjórn muni skipa hvert sinn full-
trúa til þess verks, og verði siöan
tekin ákvöröun um máliö að at-
hugun lokinni.
Endurbyggingin í Nes-
kaupstað kostar uppundir 1
miljarð
Stjórn Viölagasjóðs áætlar að
heildarútgjöld noröfjarðardeildar
vegna snjóflóðanna muni nema
um 650 miljónum króna. Skorti
deildina þvi um 100 miljónir
króna til að standa viö skuldbind-
ingar. Framkvæmdastjóri upp-
byggingarnefndarinnar i Nes-
kaupstað telji að kostnaður við
endurbygginguna muni nema 982
miljónum króna, en sams konar
áætlun gerö af trúnaðarmönnum
Viðlagasjóðs nemi 775 miljónum
kr. Stafar mismunurinn aðallega
af mismunandi mati á því hvaða
liðir skuli teknir inn i slika áætl-
un. Sjóðsstjórnin segir um sina á-
ætlun: „Til þess að mæta þessum
kostnaöi eru bætur og aðrar
greiöslur úr Viðlagasjóöi 590 milj.
kr., lán til Sildarvinnslunnar úr
Fiskveiöasjóði 200 milj. og lán til
annarra tjónþola sem talið er aö
munu fást, 28 miljónir, eða sam-
tals 818 milj. kr.”.
Þingmannanefndin
vildi 250 milj. kr.
viðbótarf jármagn
A sinum tima skipaði forsætis-
ráðherra nefnd þriggja þing-
manna, þá Lúðvik Jósepsson,
Tómas Árnason og Sverri Her-
mannsson, til að hafa milligöngu
milliViðlagasjóösogheimaaöila i
Neskaupstaö. Þingmannanefndin
sendi forsætisráðherra bréf 20.
nóvember 1975 þar sem segir
m.a.:
„Það er skoöun okkar, eftir aö
hafa rætt málið við fulltrúa Viö-
lagasjóös og þá heimaaðila i Nes-
kaupstað, sem máliö varðar
mest, að tryggja þurfi norðfjarö-
ardeild Viðlagasjóðs að minnsta
kosti 250 miljónir króna á næsta
ári og miðum við þá við að tekjur
deildarinnar af gildandi tekju-
stofni til áramóta, verði 570 mil-
jónir króna.
Við teljum tillögu Viðlagasjóös
Orðsending
til fyrirtækja
og stofnana
frá Fjölvís.
Hafið þið pantað
Minnisbókina 1976
fyrir starfsmenn og
viðskiptavini?
Síminn er 2 15 60.
fBókaútgáfan
Fjölvís
Skipan opin-
berra framkvæmd a
Fjárveitinganefnd á að gera tillögur
A fundi sameinaðs þings i
fyrradag svaraði Matthias A
Mathiesen, fjármálaráðherra
fyrirspurn frá Helga Seijan um
hvað liði endurskoðun þeirri á
lögum um skipan opinberra
framkvæmda, sem samþykkt var
með.þingsályktunartillögu frá 14.
mai 1975.
Helgi Seijan sagði, að það hafi
alloft viljað brenna við, að óeðli-
legur dráttur hafi átt sér stað
varðandi opinberar framkvæmd-
ir, og I þeim efnum jafnvel litt
hirt um samþykktir alþingis og
mál þvi strandað á fyrirstööu hér
og þar I kerfinu. Taldi Helgi, að
t.d. hafi fólkiö á Breiðdalsvik og
Hólmavik fengið að kynnast
dæmum af sliku tagi.
Af þessum ástæðum bæri nauð-
syn til að endurskoða lögin um
opinberar framkvæmdir, svo aö
þingmenn og jafnvel ráðherrar
þurfi ekki að knékrjúpa fyrir
vissum aöilum i kerfinu, til að fá
fram sjálfsagöa hluti, sem alþingi
væri þegar búið að samþykkja.
Matthias Mathiesen, fjármála-
ráðherra, sagðist nýlega hafa
óskaö eftir þvi viö fjárveitinga
nefnd alþingis, að hún tæki að sér
þessa endurskoðun á skipan opin-
berra framkvæmda, sem mælt er
fyrir um i þingsályktunartillög-
unni frá 14. mai I vor. I þessum
efnum væri fjárveitinganefnd
ætlaö aö hafa samráö við Fjár-
laga- og Hagsýslustofnun og við
samtök sveitarfélaga.
Þess hefur veriö fariö á leit viö
fjárveitinganefnd, að hún leggi
fram á þessu þingi, sem nú situr,
hugmyndir aö breytingum á lög-
gjöf um þessi efni, ef nefndin tel-
ur á annað borð, aö ástæða sé til
að breyta löggjöfinni.
Helgi Seljanþakkaöi svörin, og
taldi gott, að hreyfing hafi komist
á máliö við það, að fyrirspurnin
var lögð fram.
Alþýðubandalagið
■ Aiþýðubandalagsfélögin i Arnessýslu haida sameig-
I inlegan fund I barnaskóianum i Þorlákshöfn sunnudag-
I inn 14. des. kl. 2 e.h. Allt stuðningsfólk Alþýöubanda-
WP Æ lagsins er velkomið á fundinn; Garðar Sigurðsson al-
I' þingismaður mætir á fundinum. Aöalmál fundarins
ftá verður aö skipuleggja starf Alþýöubandalagsins i
Suðurlandskjördæmi og að stofna félagsdeild i Þor-
Garðar Sigurðsson Stjórn Kjördæmisráðsins.
um viðbótartekjur 100 miljón
krónur ófullnægjandi og bendum
á að þær bótakröfur, sem fram
eru komnar og ekki hefir verið
synjað, enda ekki enn fjallað um
þær samkvæmt reglugerð sjóðs-
ins, samsvari þeirri tekjuþörf,
sem viö gerum tillögur um.”
Staðið verður við
'gefin fyrirheit
1 lok ræðu sinnar sagði Geir.
Hallgrimsson:
„Ég Itreka enn, aö staðið verö-
ur viö áöur gefin loforö rikis-
stjórnar og Alþingis um tjónabæt-
ur og uppgjör við Vestmanna-
eyjakaupstað og vestmannaey-
inga, Neskaupstað og norðfirð-
inga. Sömu reglum verður fylgt
viö endanlegt uppgjör tjóna og
greiðslubóta beggja deilda Við-
lagasjóös, og sambærileg aðstoð
verður veitt til uppbyggingar at-
vinnulifsins i kaupstöðunum
tveimur.”
Þessi leið er ríkis-
stjórnarinnar
Lúðvik Jósepsson kvaðst ekki
fullkomlega ánægður með þá leið
sem rikisstjórnin heföi valiö til aö
tryggja noröfjarðardeild Við-
lagasjóðs tekjur; sér heföi sýnst
nær að framlengja lifdaga tekju-
stofnanna að þessu marki. Standa
þarf að fullu og öllu, sagði Lúðvik,
við gefin loforð til vestmannaey-
inga um áöstoö og bætur i sam-
ræmi við lög og reglur. I Vest-
mannaeyjum muni standa margt
óbætt þótt farið verði aö öllu eftir
þeim reglum sem unnið væri eft-
ir. Lúðvik kvaðst ekki vildu draga
úr þvi að vestmannaeyingar
fengju aö njóta allra tekna vest-
mannaeyjadeildar Viölagasjóðs.
í trausti þess að staðiö verði við
allar skuldbindingar gagnvart
vestmannaeyingum eins og for-
sætisráöherra hefði gefiö yfirlýs-
ingu um, mundi hann samt styöja
frumvarpiö, sagði Lúðvik Jóseps-
son.
Lúðvik fór einnig nokkrum orö-
um um þaö mismunandi mat á
bótaskyldu tjóni i Noröfiröi sem
kæmi fram hjá Viðlagasjóöi ann-
arsvegar og hinsvegar hjá þing-
mannanefndinni. Viölagasjóður
byggir enn á upphaflegum áætl-
unum, en þingmannanefndin
byggir á bótakröfum og fram-
lögðum reikningum. Þingmenn-
irnir heföu lagt til að tryggja
skyldi norðfjarðardeildinni 250
miljónir króna, en þær 200 miljón-
ir sem frumvarpið fæli i sér mætti
eftir atvikum teljast viðunandi,
og yrði vonandi hægt aö bæta viö
siöar ef eitthvaö skortir á.
Hvaða framkvæmdum
átti að sleppa?
Garöar Sigurösson kvaðst hafa
verið erlendis þegar stjórn Viö-
lagasjóös gekk frá bréfi þvi sem
til er vitnaö i greinargerð frum-
varpsins, og heföi hann þvi miður
ekki getaö haft áhrif á samningu
bréfsins, en i þessu formi hefði
hann aldrie skrifað undir þaö. f
bréfinu væru yfirlýsingar sem
hann gæti ekki sætt sig við og
hlyti að mótmæla. „Bæjarfélagiö
hefur reist sér hurðarás um öxl
með miklum og dýrum fram-
kvæmdum”, stendur þar. Þetta
væri leiöinleg aðdróttun að mönn-
um sem væru af kappi aö reyna
að byggja upp bæinn sinn. Or
hvaða framkvæmdum átti aö
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðiö
SPORVAGNINN GIRND
föstudag kl. 20.
CARMEN
laugardag kl. 20. Uppselt.
Litla sviðið
HAKARLASÓL
aukasýning I kvöld kl. 20.30.
Allra siðasta sinn.
Miðasala 13.15-20.
Simi 11200.
^LÉlKFELAG^
WREYKIAVÍKIJRlg
SAUMASTOFAN
i kvöld kl. 20.30.
SKJALDHAMRAR
föstudag kl. 20.30.
SAUMASTOFAN
laugardag kl. 20.30.
SKJAUDHAMRAR
sunnudag kl. 20.30.
Aðgöngumiðasalan i Iðnó er
opin frá kl. 14.
Simi 16620.
draga? Sjúkrahúsinu? Ibúða-
byggingum? Iþróttaaöstöðu? Allt
heföi þetta veriö nauösynlegt ef
fólkiö átti að geta horfiö heim aft-
ur og unað þar.
Seðlabankinn þyrfti að
kaupa skuldabréfin
Garöar fjallaöi siðan um þaö
mikla tjón sem Vestmannaeyja-
bæ er ætlað að bera bótalitiö. Til
dæmis kostar 400 miljónir aö gera
upp rafstööina, en bæturnar eru
aðeins um 100 miljónir. Þá eru
bætur allar miöaöar viö verölag
1973, en viö framkvæmdir er unn-
ið á miklu dýrara verðlagi.
Skuldabréfaeign Viölagasjóðs
væri I reynd mjög litils virði,
sagöi Garðar, ef Seðlabankinn
kaupir þau ekki á nafnvirði, og
beindi hann þeim tilmælum til
forsætisráðherra að hann ynni aö
þvi að svo mætti verða. Hér er um
aö ræöa skuldabréf vegna sölu á
viölagasjóöshúsum, flest til 26
ára, en húsnæðismálastofnun hef-
ur þverneitað að lána út á þessi
hús.
1.100 miljónir í
tolla og vexti
Þá vakti Garðar Sigurðsson at-
hygli á þvi að opinberir aðilar
hafa tekið til sin uppundir jafn-
mikið fé frá Viðlagasjóöi og nem-
ur gjafafé Noröurlanda. I árslok
1976 er taliö samkvæmt greiðslu-
áætlun aö tollgreiðslur til rikisins
hafi samtals numið 561 miljón
króna og vaxtagjöld nettó, aöal-
lega á yfirdráttarskuldinni viö
Seðlabankann, 542 miljónum.
Samtals næmi þetta yfir 1.100
miljónum króna.
Að lokum sagði Garðar
Sigurðssonað það væri ekki nægi-
legt að fá yfirlýsingu um að staðiö
yrði við allar skuldbindingar
gagnvart vestmannaeyingum.
Lagaramminn um Viðlagasjóö
væri svo þröngur aö innan hans
væri ekki hægt að gera svo við
vestmannaeyinga að viðunandi
væri.
Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa
Harðar Þórðarsonar
sparisjóðsstjóra, öldugötu 34, fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 12. des. kl. 1.30. slðdegis.
Ingibjörg Oddsdóttir
Þórður Harðarson Sólrún Jensdóttir
Anna Harðardóttir Leifur Dungal
og barnabörn
Faöir minn
Sigurður Þorsteinsson,
fyrrum bóndi I Fremri-Hlið I Vopnafiröi, andaðist að
heimili minu, Holtagerði 82, Kópavogi, niunda desember.
Valgeir Sigurðsson.
tmmmmmm—mmmamamammmmmKmmmmm*