Þjóðviljinn - 10.01.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.01.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 - - Ju maöurinn minn heitir likaSmith, en er bókhaldari. Sá Smith sem þér leitið að býr i númer 2 A — hann ER leyniþjónustumaður - Góða kvöldið, ég er nýi granninn. Mig langar til að kvarta yfir hávaðanum. W7-J3 - - Gott að við vorum ekki heima. Nú hafa þau haft eitt af þessum apapartium sinum aftur... ÍÞRÓTTAFÓLK p P, - - Mundu svo að stefna beint á mark andstæðingana i dag, hér er áttaviti... HHS-C Flokkast þetta undir „örvun með lyfjum”? - 1IIIW I'ITT - - Biddu aðeins. Þetta litur spennandi út.... - - Góða nótt, ástin. Það var reglulega gaman að horfa á körfuboltann hjá ykkur. Bæjarstjórnin I Görðum á fyrsta fundi sinum. A myndinni eru frá vinstri Guömundur Einarsson, Guðrún Erlendsdóttir, Ólafur Garðar Einarsson, Ágúst Þorsteinsson, Hilmar Ingólfsson og Garöar Sigurgeirsson, bæjarstjóri. Prófessorshjónin (Margrét Helga Jóhannsdóttir og Guðmundur Pálsson) rifja upp ljúfar minningar. Húrra krakki sýndur aftur Sá gáskafulli gamanleikur Húrra krakki, sem hvað mestum vinsældum átti að fagna i vor og haust, verður nú tekinn til sýningar aftur i Austurbæjarbiói og verða fáeinar sýningar á leikn- um næstu laugardagskvöld. Hlé var gert á leiknum i haust, þar sem einn leikaranna, Bessi Bjarnason, fór i boðsferð utan- lands, en hann fer með eina burðarrullu leiksins. Húrra krakki var ávallt leikinn fyrir fullu húsi i haust og var þvi ákveðið að gefa þeim, sem ekki komust þá, kostá að skemmta sér kvöldstund i Austurbæjarbiói yfir kostulegum tiltækjum þessa vin- sæla farsa. Húrra krakki er sýndur á veg- um Húsbyggingasjóðs Leikfélags Reykjavikur, og ágóðinn af sýningunum rennur til byggingar hins nýja Borgarleikhúss. Niu leikarar koma fram i leiknum: Bessi Bjarnason, Guðmundur Pálsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Pétur Einarsson, Ásdis Skúladóttir, Aróra Halldórs- dóttir, Jón Sigurbjörnsson, Helga Stephensen og Sigurður Karlsson; leikstjóri er Jón Hjartarson, en þýðingu og staðfærslu annaðist Emil Thorodsen. — Leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson og lýsingu Daniel Wiliamsson. Nýi kaupstaður- inn í Görðum Þriðjudaginn 6. janúar s.l. var haldinn fyrsti fundur bæjarstjórnar i nýstofnuðum kaupstað, sem nú heitir Garða- bær eða Garðar, en var áður nefndur Garðahreppur. Þessi breyting átti sér stað með lögum, sem gengu i gildi um siöustu ára- mót. Helsta breytingin, sem þetta hefur i för með sér, er sú að bæjarfélagið hcyrir ekki lengur undir Kjósarsýslu heldur beint undir ráðuneyti. Það þarf ekki lengur aö borga ýmis gjöld til sýslunnar og verður sjálfstæðara. Bæjaryfirvöld vonast til að fá eigin löggæslu, en hingað til hefur llafnarfjarðarlögrcglan annast hana. Þá hefur breytingin það i för með sér að nafn sveitarstjóra breytist i bæjarstjóra og oddvita i forseta bæjarstjórnar. Á fyrrnefndum fundi var lögð fram tillaga a"ð samþykkt um stjórn bæjarmála, kosið i sjúkra- samlag og Garðar Sigurgeirsson bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu skipulagsvinnu, sem lengi hefur verið á döfinni. Þá var stofnaður lista- og menningar- sjóður sem hefur það markmið að kaupa listaverk og stuðla að annarri menningarstarfsemi. Á hann að fá árlegt framlag úr bæjarsjóði. Ólafur Garðar Einarsson for- seti bæjarstjórnar, gerði sérstak- lega að umtalsefni hina nýju nafngift kaupstaðarins, þ.e. Garðabæ. Hann taldi að orðið bær merki hið sama og kaupstaður, sem sýndi hvaða réttarstöðu bæjarfélagið hefði, en væri þjálla i meðförum. Hann hefði orðið var við nokkra óánægju með nýja nafnið á meðal bæjarbúa og mæltist til þess að kaupstaðurinn yrði i almennu tali nefndur Garðar eins og staðurinn hefði heitið frá fornu fari sbr. hið forna höfuðbýli Garða á Alftanesi. Aleit hann það hliðstætt við það að Hafnarfjarðarbær, sem svo heitir lögformlega, væri i daglegu tali aðeins nefndur Hafnarfjörður. Garðahreppur varð til árið 1878, þegar Álftaneshreppi hinum forna var skipt i Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Hins vegar varð sveitarfélagið til i sinni núverandi mynd árið 1918, þegar Hafnar- fjörður var gerður að sérstökum kaupstað.en áður var hann innan hreppsins. Forseti bæjarstjórnar minntist á það hvort ekki hefði verið talið eðlilegra að sameinast t.d. Hafnarfirði á ný, en sagði að minni sveitarfélög vildu yfirleitt ekki sameinast hinum stærri. Þannig vildu garðbæingar ekki sameinast Hafnarfirði og ibúar Bessastaðahrepps ekki sam- einast Garðabæ þó að stærri sveitarfélög vildu gjarnan innlima hin smærri. Garðabær hefur verið i örum vexti siðari ár og er ibúafjöldi hans nú liðlega 4000 manns. Hefur hann i raun bvggst sem úthverfi frá Reykjavik og mikill hluti ibúanna hefur atvinnu þar eða i öðrum bæjum. Þó hafa risið upp ýmis iðnaðarfyrirtæki i Garðabæ og má þar nefna skipasmiða- stöðina Stálvik. í bæjarstjórn Garðabæjar eru nú 5 raenn, og á Sjálfstæðis- flokkurinn 4 en Alþvðubandalagið 1. Aðrir flokkar eiga ekki fulltrúa. GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.