Þjóðviljinn - 16.01.1976, Page 6

Þjóðviljinn - 16.01.1976, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. janúar 1976. Unnur Eiríksdóttir Fædd /. júií 1921 — Dáin 8. janúar 1976 Aðfararnótt 8. þ.m. lést að heimili sinu i Reykjavik Unnur Eiriksdóttir skáldkona aðeins 55 ára að aldri. Þótt hún hafi átt við vanheilsu að striða um nokkurt skeið, kom fregn þessi á óvart, þvi Unnur var enn á miðjum starfsaldri og vaxandi rithöf- undur. beir hinir skarpskyggnu sem rýna i bækur okkar blekbænda á opinberum stað.vita kannski ekki jafnan hvað liggur á bakvið eina bók. Og ef til vill þurfa þeir ekki að vita það, ef þeir eru nógu skarpskyggnir. Að baki þeirra bóka sem Unnur Eiriksdóttir lét eftir sig bjó reynsla og greind þeirrar konu sem fékk litt svalað löngun sinni til skólagöngu, en menntaði sig sjálf við hversdag- verkin sem húsmóðir og móðir. í skjóli háskans gróðursetti ég tréð. Svo segir hún i einu ljóði sinu, og siðar i sama ljóði: Kinnroðalaust hrópa ég inni tómiæti daganna framani grá andlit fólksins og vökul spyrjandi andlit barnanna: Þetta tré er lifandi. Það er þetta tré sem hún trúði á, tré lifsins og skáldskaparins, tré alls sem gott er og satt i mannheimum. Liklega er þessi áminning öllum áminningum nauðsynlegri. Þetta tré er lifandi. Á hinu ytra borði var lifssaga Unnar Eiriksdóttur hvorki löng né margbrotin i hefðbundinni frá- sögn. Hún fæddist vestur á Bildu- dal þann 7. dag júlimánaðar árið 1921, en þar bjuggu þá foreldrar hennar, hjónin Sigrún Kristjáns- dóttir og Eirikur Einarsson er seinna voru kennd við Réttarholt i Reykjavik. Var hún ein af fimmtán dætrum þeirra. Eins árs var Unnur tekin i fóstur til Þorsteins föðurbróður sins og' konu hans er bjuggu að Höfða- brekku i Mýrdal. Þar ólst Unnur siðan upp i góðu yfirlæti og taldi sig hafa átt þar góða æsku. Or Mýrdalnum lá leiðin til Reykjavikur, og 16 ára gömul réðst hún i vistir og hugðist afla sér fjár til skólanáms, ef kostur væri. Kringumstæðurnar leyfðu þó fátt i þeim efnum. Reyndi hún þó að bæta sér það upp með kvöldskólum og hjá Námsflokk- um Reykjavikur eftir föngum. Vist er að menntunarskortur háði henni ekki á rithöfundarbrautinni. um það vitna glimur hennar við nokkra af þekktustu snillingum aldarinnar. Um tvitugsaldur giftist Unnur Guðlaugi heitnum Ásgeirssyn.i klæðskera og eignuðust þau tvö börn: Þórunni Höllu kennara og Hörð sem verið hefur öryrki frá 'æðingu. Seinna stofnaði hún svo heimili með Gunnari H. Guð- mundssyni arkitekt og átti með lonum tvær dætur, Hlin og öldu, ;em báöar eru i skóla. Það má sjá af þessu að hús- móðurstörf hafa tekið mikið af tima Unnar, en allt um það auðnaðist henni að verða kunnur rithöfundur sem vakti athygli og gat komið á óvart. Eftir Unni liggja þrjár frum- samdar bækur. Það eru skáld- sagan Villibirta, ljóðabókin í skjóli háskans og smásagna- safnið Hvitmánuður. Þá var leik- rit hennar Hlé flutt i útvarpi, og sömuleiðis nokkur barnaleikrit. Fjölda smásagna birti hún i blöðum og timaritum, bæði þýdd- ar sögur og frumsamdar. Auk alls þessa þýddi Unnur allmargar skáldsögur, þar á meðal sögur eftir fræga menn eins og Durren- matt, Sartre og Colette og leikrit- ið Höll i Sviþjóð eftir Fr. Sagan, en það var leikið af Leikfélagi Kópavogs. Þessi upptalning, sem þó er alls ekki tæmandi, segir sina sögu, ekki sist ef aðstæður höfundar eru hafðar i huga. Þvi auk alls annars átti Unnur við veikindi að striða seinustu árin. Bjó hún þá i sambýli við Stefán Hörð Grims- son skáld, sem reyndist henni góður félagi og hjálparmaður og þá best þegar mest lá við. Gekk hann þó ekki heill til skógar sjálfur. Unnur Eiriksdóttir er farin burt, en það lifandi tré, sem hún gróðursetti stendur og mun lengi standa. Ég votta börnum hennar, öðrum venslamönnum, svo og Stefáni Herði innilega samúð mina,En þeir sem mikið hafa átt, hafa lika mikið að missa. Jón frá Pálmholt Fyrir nokkrum árum sátum við þrjú i túninu á Höfðabrekku Unnur, Stefán og undirritaður, við vorum hress og kát þvi dagur- inn var bliður og fyrir augum dýrð landsins, jöklar, sandar og úthafið i sólarbreiskju. Hún hafði roðnað ögn af göngu, tuggði strá, brosti unglega. Hvernig varstu sautján ára, spurði ég i glettni. Hún hló, en að baki hlátursins bryddi á trega, þvi hér á þessu forna höfuðbóli hafði hún lifað hamingjudaga bernskunnar, nú var bærinn i eyði, mannlif horfið, nokkrar kindur á beit i túninu. Hún sagði okkur frá bernsku sinni, hér höfðu ungir fætur vaðið sumargrasiö, hér hafði hún leikið sér meö lömbum og folöldum, les- ið i frostrósir og þytur farið um hjartað þegar hún spurði: er langt til stjarnanna? Hönd fóstra, sagnirnar, svörin, allt var hlýtt. Hann hét Þorsteinn Einars- son og var föðurbróðir hennar, hann hafði tekið hana i fóstur eins árs gamla, einn þeirra lifsþyrstu gáfumanna af ætt Jóns Steingrimssonar sem lifðu kannski meira i draumum en bú- skap, en næmt stúlkubarnið drakk i sig ást á landi og listum úr heitu þeli þessa barnelska manns. Allt var æfintýri, landið, fólkið ljóðin sögurnar og seinna þráði hún að ganga menntaveginn, en þá var kreppa i landi og smátt um skotsilfur i höndum heiðabænda. Sextán ára yfirgaf hún heimili fóstra og hélt út i brimrót lifsins nett og bjartsýn, var i vist hjá ýmsum i höfuðstaðnum en aflaði sér jafnframt menntunnar eftir föngum m.a. á kvöldskólum og námskeiðum i hópi glaðværra ungmenna. En brátt tók alvaran við, um tvitugt giftist Unnur Guðlaugi heitnum Ásgeirssyni klæðskera og eignaðist með honum tvö börn, Þórönnu Höllu kennara og Hörð sem verið hefur örkumla frá fæð- ingu og veit enginn hve sárt það hefur kramið viðkvæmt móður- hjartað... Seinna tók hún saman við Gunnar Guðmundsson arkitekt og eignuðust þau dæt- urnar Hlin og öldu. Frá unga aldri stefndi hugur Unnar til ritstarfa og birti hún fyrstu sögu sina aðeins tólf ára gömul, en áform og veruleiki fara stundum á svig, máski að hvers- dagsstörf húsmóður hafi ekki alltaf verð örvandi fyrir rithöf- undarefnið og svo kom vanheilsa einnig við sögu, eigi að siður varð henni vel til verka þegar fram sótti og þegar þar að kom hygg ég að sambýlið við skáldið Stefán Hörð hafi fremur hvatt en latt. Frá hennar hendi komu á skömmum tima skáldsaga, ljóða- bók, smásagnasafn, útvarps- leikrit, og auk þess þýddi hún márgar bækur. Hér er hvorki staður né stund til að leggja mat á ritstörf hennar, en óhætt er að segja að ljóðin lofuðu miklu. En þvi miður, þegar hún hafði hlotið viðurkenningu sem sérstæð lista- kona og þess að vænta að hún fengi notið hæfileika sinna og dýrrar lifsreynslu þá gripu örlög- in i taumana og siðasta árið var hún ekki fær um að halda á penna. Hún bar sig vel i löngu striði heilsubrests og þá var gott að eiga þann vin Stefán Hörð Grimsson sem aldrei brást en gætti hennar sem sjáaldurs augans þar til yfir lauk, en hún fékk hægt andlát á heimili þeirra. En þó dauðinn fylli okkur jafnan undrun og harmi er hann einnig hvild þeim sem þreyttur er. Þessu til viðbótar langar mig að tilfæra eitt ljóða hennar þvi að minum dómi segir það meira en fátækleg orð min um manneskj- una Unni Eirfksdóttur. Bæn: Meistari ég leirinn gljúpi efnið milli handa þinna ávarpa þig i fyllstu auðmýkt væri ekki efnið værir þú ekki meistari gefðu mér fegurð og láttu mig standa fyrir dyrum úti i miðdegissólinni svo ég gleðji augu þeirra sem ganga hjá en geymdu mig ckki og gefðu mér engum molaðu mig i duftið fyrir sólarlag leyfðu mér að hverfa hljóðlaust með kvöldblænum Börnum hennar og öðrum nánustu sendi ég minar heitustu samúðarkveðjur. Asi i Bæ Hvit segl blöktu I golunni sól skein i heiði og þið sváfuð öll ég stóð ein á ströndinni og veifaði dökkri slæðu mannlausu skipi sem sigldi fyrir hvitum seglum út f óvissuna segir Unnur Eiriksdóttir i fyrsta kvæðinu, Mannlaust skip, i ljóða- bók sinni I skjóli háskans (Helga- fell 1971). Ljóð þetta má heim- færa á mannsævina: sól skin i heiði og lifið heldur áfram þótt eitthvert okkar tinist burt, og öll eigum við það sameiginlegt þegar kallið kemur að standa ein á ströndinni, landamærum lifs og dauða, og veifa mannlausu skipi sem siglir fyrir hvitum seglum vonarinnar út i óvissuna. Ég ætla ekki að minnast Unnar á hefðbundinn hátt, heldur sem mikilhæfrarskáldkonu sem hrifin var burt i blóma lifsins. Ég kynntist henni skömmu áður en skáldsaga hennar Villibirta kom út. Hún var þá þegar kunn fyrir smásögur sinar og ljóð, sem birst höfðu i timaritum, og fjölmargar þýðingar m.a. eftir Sartre, Col- ette og Durrenmatt. Já, ég kynnt- isthenni sem glæsilegri konu sem vænti sér mikils af lifinu. Hún hafði þá fundið þann lifsförunaut sem vakti hljómgrunn i hjarta hennar, Stefán Hörð Grimsson skáld, og sem aldrei brást henni undir hinum aðsteðjandi og lang- varandi veikindum. Skáldsagan Villibirta (Snæfell 1969) lýsir þroskaferli ungrar konu frá barnsaldri. Sagan gerist að mestu i Reykjavik i seinni heimsstyrjiddinni og i baksýn bregður höfundurinn upp hnit- miðuðum og skýrt dregnum Forsætisráðherra fundinn Kom í Ijós með Luns Fyrsti ríkisstjórnarfundur á ísl. á ensku var haldinn í gær Lýst var eftir forsætisráðherra hér i blaðinu sl. miðvikudag. Var það vegna þess að hann hafði gjörsamlega horfið af sjónar- sviðinu frá þvi breska herskipiö Leander sigldi á Þór á föstudag- inn i sfðustu viku. Forsætisráð- herra er nú fundinn. Þegar framkvæmdastjóri NATO Jósef Luns, kom hingað i fyrradag skreiddist ráðherrann úr fylgsni sinu. Var ekki annað séð af myndum i dagblöðum og sjónvarpi en ráðherrann væri hýr á brá, og var honum greinilega rórra i nærveru Luns en með þjóð sinni éinni. Það sem meira er er kannski það, að eftir ráðherranum er haft álit og prentað i Morgunblaðinu. Er það fyrsta umsögn hans i fjol- miðli, siðan hann fyrir viku nefndi það, að hann liti ákeyrslu Leanders á Þór ,,mjög alvarleg- um augum.” Nú hafði ráðherrann þennan boðskap að flytja þjóðinni: „Joseph Luns er góður gestur og okkur kærkominn. Luns hefur alla tið reynst okkur vel og þvi er að vænta árangurs af viöræöun- um við hann. En það er ekki hægt að búast við að lausnin komi strax.” 1 gær sat svo Luns á fundi með rikisstjórn íslands. Fór sá fundur fram á ensku. Mun fátitt að ráðu- neyti sýni móðurmálinu svo mikla litilsvirðingu sem þá að haida fund á framandi tungu, þess þá heldur, þegar sú tunga er valin, sem fjendur þjóðar tala. Ef til vill er þetta fyrirboði og undir- ritaður neitar amk. að trúa þvi, að ráðherrarnir hafi ekki vitað af þvi að þeir töluðu ensku! —úþ myndum af hernáminu. Sögu- hetjan, Brynja, sem lifað hefur i draumheimi æskunnar giftist barnung sér eldri manni, drykk- felldum og óábyrgum. Viðhorf þeirra til lifsins er gjörólikt, eink- um eftir að hún hefur náð fullum þroska sem móðir. Þar með er æskudraumum ungu stúlkunnar lokið og kaldur veruleikinn blasir við. Unnur hefði án efa átt framtið fyrir sér sem rithöfundur og skáld ef heilsa hennar hefði ekki bilað. En einmitt þegar hún er að ná há- tindi i skáldskap sinum steðja veikindin að. Þó tókst henni að gefa út ljóðabók og smásagna- safn, og það hlýtur að hafa valdið henni vonbrigðum að geta ekki haldið áfram að skrifa. Mér finnst einhvern veginn að Villibirta, hennar fyrsta og eina skáldsaga, hafi ekki vakið þá athygli sem skyldi. Sagan er vel gerð og hefur sömp stileinkenni til að bera og smásögur hennar, en still Unnar er fastmótaður og persónulegur, oft táknrænn og með ljóðrænu i- vafi. Sagan Skúlptúr i smásagna- safninu Hvitmánuður (Helgafell 1974) hefst t.d. þannig: ,,Þeir freista min, allir þessir litir. Grænir, bláir, gullnir, og mjúkt, sveigjanlegt grasið, ilm- andi og á sifelldri hreyfingu i blænum.” Nei, ég vil ekki minnast Unnar eins og hún sé dáin þvi skáld lifa áfram i verkum sinum. Hún mun birtast okkur i ljóðum sinum og sögum, i litunum sem freistuðu hennar: grænum, bláum, gulln- um, og i mjúku, sveigjanlegu grasinu, ilmandi og á sifelldri hreyfingu i blænum. Og þá verður okkur hugsað til hennar eins og konunnar I Fjarskanum, ævintýr- inu i Villibirtu, en frásögnin hljóðar svo: „Konan i Fjarskanum er litil og grannvaxin. Hún er alltaf glöð, lika þótt eitthvað blási á móti. Hún er svo létt á fæti að likist dansi. Orðheppin og fljót i svör- um. öllum þykir vænt um hana.” — Þetta er i rauninni mynd af Unni sjálfri eins og hún kom mér fyrir sjónir þegar við kynntumst fyrst, og þannig mun ég minnast hennar. Ég votta hér með dætrum skáldkonunnar og unnusta samúð mina. Gréta Sigfúsdóttir Barist áfram í Beirút BEIRÚT 14/1 — Falangistar i Beirút tóku i dag fremur fámenn- ar flóttamannabúðir, þar sem palsetinumenn hafast við, og tókst með þvi að opna strandveg- inn frá höfuðborginni norður i land, en áður hafði vinstrisinnuð- um múhameðingum nærri tekist að einangra kristnu hverfin i borginni. Að minnsta kosti 70 manns féllu i Beirút i gær og fyrri partinn i dag og um 150 særðust. Miklir eldar loga i borginni og reykský hvilir yfir henni. Kissinger til Moskvu MOSKVU 14/1 — Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, fer til Moskvu á þriðjudaginn kemur og dvelst þar fjóra daga til viðræðna við so- véska ráðamenn, samkvæmt frétt frá sovésku fréttastofunni Tass. Talið er að tilgangur við- ræðnanna muni einkum vera sá að fá fram einhvern árangur i samninga-umleitunum Banda- rikjanna og Sovétrikjanna um fjölda og útbreiðslu strategiskra kjarnorkuvopna (SALT), en hvorki hefur gengið né rekið i þeim samningaumleitunum und- anfarið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.