Þjóðviljinn - 27.01.1976, Side 3
Þriðjudagur 27. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Gerðardómur fallinn i Svartsengismálinu
88 miljónir fyrir landið og
heitt
vatn
Hitaveita
Suðurnesja
hafnar
Höskuldarvöllum
Eigendur Svartsengis
hafa ákveðið að una úrslit-
um gerðardóms hvað við-
víkur verðlagningu land-
svæðis undir hitaveitu-
framkvæmdir f landareign
Járngerðarstaða og Hóps
svo og verðlagningu á
heitavatnsréttindum. Var
úrskurður á þá leið, að
Hitaveita Suðurnesja skuli
greiða 87.700.000.00 krónur
fyrir landið og heitavatns-
réttinn.
Gerðardóminn skipuðu þeir
Gaukur Jörundsson, Guðmundur
Magnússon og Pétur Stefánsson.
Voru þeir * nefndir i hann sL
sumar en skiluðu af sér niður-
stöðum á 40 vélrituðum siðum
21. janúar sl. Jarðeigendur á-
kváðu svo á fundi 24. janúar að
una úrskurðinum.
Samkvæmt samkomulagi, sem
aðilar málsins gerðu- með sér i
sumar á Hitaveita Suðurnesja nú
að greiða 1/9 hluta matsverðsins
til jarðeigenda eða 9.744 milj. 2/9
hluta á að greiða eftir 5 mánuði.
3/9 hlutar falla i gjalddaga eftir
tvö ár. Greiðist þá 1/3 hluti þess-
arar upphæðar, en hinir þriðjung-
arnir á næstu tveimur árum þar
frá, þriðjungur hvort ár og af
þeim sömu vextir og af eins árs
bankabók.
Siöustu niundu hlutarnir falla i
gjalddaga eftir 5 ár. Eru þeir
vaxtalausir þar til, en greiðast I
þrennu lagi þar eftir og bera eft-
irstöðvar jafnan sömu vexti og
áður greindi.
Eins og menn rekur minni til
gáfu þeir Vatnsleysubændur, Sæ-
mundur bórðarson og Þorvaldur
Guðmundsson, jarðhitaréttindi
að Höskuldarvöllum i byrjun
þessa mánaöar, ef verða mætti til
þess að flýta fyrir niðurstöðum i
hitaveitumálum fyrir Suðurnes.
Ekki verður annað séð, en þetta
hafi tekist hjá þeim tvimenning-
um þótt með öðrum hætti hafi
verið, en þeir hafi ætlað sér, þvi
vafalaust má telja að þetta tilboð
þeirra tvimenninga hafi orðið til
þess, að jarðeigendur að Svarts-
engi féllust á að una gerðardómi.
Framhald á 14. siðu
Mikill einhugur rlkti á fjölmennum Dagsbrúnarfundi si. sunnudag.
Dagsbrún fékk heimild
til vinnustöðvimar
— Þetta var fjöl-
mennur fundur, yfir 300
manns og rikti mikill
einhugur á fundinum.
Aðeins ein rödd kom
fram gegn þeirri tillögu
að veita félaginu
heimiid til vinnustöðv-
unar, allir aðrir voru þvi
sammála, sagði
Guðmundur J.
Guðmundsson varafor-
maður Dagsbrúnar er
við leituðum frétta hjá
honum af fundi félagsins
sl. sunnudag þar sem
verkfallsheimild til
handa félaginu var
samþykkt:
— Það kom fram tillaga um að
dagsetja vinnustöðvun en hún
Oryggi hornfirðinga
í orkumálum tryggt
en aðeins í bili
Höfn i Homafirði 24. jan. 1976.
1 dag var tekin i notkun á veg-
um Rafmagnsveitu rikisins ný
2000 kilówatta diselvél hér á
Hornafirði. Af þvi tilefni buðu
Raf m agnsveiturnar frétta-
mönnum að vera viðstaddir
þegar vélin var tengd Horna-
fjarðarveitu.
Vélin er af M.W.M. gerð, þýsk
að uppruna. Byrjað var á
uppsetningu vélarinnar i haust.
Varla hefði mátt tæpara standa
með verkslokin, þvi nú er svo
komið að vatn ernærri á þrotum
úr miðlunarlóni Smyrla-
bjargaárvirkjunar. Auk þess
sem loðnubræðsla fer senn i
hönd og almenn vetrarvertið
hafin. Með uppsetningu þessar-
ar vélar er öryggi byggðarlags-
ins i raforkumálum tryggt um
nokkurn tima.
Uppsett afl á staðnum var um
2400 kw., þar af 1200 kw á vatns-
aflsstöðinni á Smyrlabjörgum.
Þó þetta mikilvæga skref hafi
nú verið stigið, þá er það svo að
allri aukningu á raforkunotkun
nú um nokkurt skeið hefur verið
mætt með diselvélakeyrslu,
enda hefur aukningin hér á
Hornafjarðarveitusvæði verið
um 20—25% á ári.
Hornfirðingar sem aðrir lita
að sjálfsögðu til þjóðhagslegs
ávinnings við að losna viö oliu-
notkun til rafmagnsframleiðslu
og húsakyndinga, og telja að
svæðið verði að tengja Austur-
landsveitu sem fyrst þar sem
ljóst virðist að skammt muni
þess að biða að Austur- og
Norðurland verði samtengd
ásamt með virkjunum á
Suðurlandi.
Þorsteinn Þorstcinsson.
Fjölmennur fundur um landhelgismálið á Selfossi:
Mótmælir samningum
við breta
Fjölmennur fundur var haldinn
um landhelgismálið á Selfossi um
helgina. Fundinn sóttu talsvert á
annað hundrað manns. Hann var I
aðalsal Selfossbíós. Frummæl-
endur á fundinum voru þeir Garð-
ar Sigurösson alþingismaður og
Lúðvik Jósepsson, alþingis-
maður. Fundarstjóri var
Sigurður Einarsson, verka-
maður. Aö ioknum framsöguræð-
um töluðu 11 ræðumenn og kom
greinilega fram eindregin and-
staða allra ræðumanna við að
samið yrði við breta um veiðar
innan islensku landhelginnar. i
samræmi við það gerði fundurinn
svofellda ályktun:
„Almennur fundur um land-
helgismálið haldinn á Selfossi
25.1. 1976 lýsir yfir eindreginni
andstöðu sinni við alla samnings-
gerð við breta um fiskveiði-
heimildir við Island. Fundurinn
telur að þær upplýsingar sem
fyrir liggja um ástand fiskistofna
við landið séu svo ógnvekjandi að
útilokað sé með öllu að halda
áfram jafnmikilli sókn i fiski-
stofnana og verið hefur og af
þeim ástæðum sé augljóst að út-
lendingar verða að vikja af
miðunum.”
Þessi ályktun var samþykkt
með atkvæðum manna úr fylgis-
sveit allra flokka.
Framsókn vildi ekki
Alþýðubandalagið á Selfossi
hafði fyrir fundinn boðið
framsóknarfélagi staðarins þátt-
töku i umræðufundi um land-
helgismálið. Stjórn félagsins tók
sér frest til þess að hugleiða mál-
ið, en á þriðjudag var þvi svarað
að aðstæður hefðu breyst svo aö
félagið vildi ekki taka þátt i fyrir-
huguðum fundi.
Tilraunaklakstöð
fyrir nytjafiska
A fundinum i Selfossbiói var
samþykkt eftirfarandi ályktun
flutt af Haraldi Logasyni:
„Almennur fundur i Selfossbiói
25.1. 1976 skorar á alþingi að
koma á fót tilraunaklakstöð fyrir
nytjafiska okkar og hafa hana
það stóra að gagn verði að.”
náði ekki fram að ganga,
Dagsbrún mun að öllum likindum
standa við hlið annara verkalýös-
félaga i slikum aðgerðum sagði
Guðmundur.
Hann sagði að mikill hugur
væri nú i Dagsbrúnarmönnum.
Það kreppti að þeim eins og fleir-
um um þessar mundir, nærri 50
Dagsbrúnarmenn væru þegar
komnir á atvinnuleysisskrá,
eftirvinna færi minnkandi hjá
þeim sem hafa vinnu og allir
vissu hvernig búið væri að fara
með kaupmáttinn. Þvi væri ekki
um annað að gera fyrir verka-
menn en að berjast til þrautar.
—S.dór
ENGA
SAMNINGA
VIÐBRETA
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt á félagsfundi Dagsbrúnar
sem haldinn var i Iðnó sunnud. 25.
jan. 1976:
Fundur i Verkamannafél.
Dagsbrún haldinn 25. jan. 1976
itrekar fyrri mótmæli um samn-
inga við erlendar þjóðir um veið-
ar i islenskri fiskveiöilögsögu.
Funduiinn minnir á að sam-
kvæmt hinni svörtu skýrslu fiski-
fræðinga okkar er hámarksaflinn
sem veiða má á Islandsmiðum
svipað aflamagn og islendingar
hafa veitt einir. Allir samningar
við erlenda aðila verða þvi samn-
ingar um að minnka okkar afla
um sama magn og samningar
kynnu að kveða á um. Fundurinn
vekur sérstaka athygli á þvi að á
sama tima og forsætisráðherra
stendur i samningamakki við
breta i London er verið að tala um
hér heima að leggja hluta fiski-
skipaflotans og þegar fram liöur
á árið verði að stöðva megin
þorra af fiskveiðum islendinga.
Þetta mundi skapa magnaðra at-
vinnuleysi og meiri kjaraskerð-
ingu en þekkst hefur um árabil.
Fundurinn skorar á allt verka-
fólk að snúast til einarðrar varn-
ar gegn þvi að ekki verði samið
yfir það slíkt atvinnuleysi og slik
kjaraskerðing. Fundurinn lýsir
yfir þvi aö Dagsbrún er reiðubúin
til samstarfs við alla þá aðila sem
vilja hindra þá þjóðarógæfu sem
samningar við breta mundu leiða
yfir islensku þjóðina.
Samþykkt meö öllum greiddum
atkvæðum.