Þjóðviljinn - 27.01.1976, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 27.01.1976, Qupperneq 9
Þriðiudagur 27. janúar 1976. ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 SAMSTAÐA JAFNSTAÐA SÉRSTAÐA Samstaða, jafnstaða, sérstaða. Árið 1976 verður sennilega hversdagslegt, rúmheilagt ár. Þó hefir það hlotið i arf frá kvenna- árinu 1975ofangreind þrjú orð. Þó að þessi arfur, sé ekki mikill að fyrirferð,er hann þó öllu meiri en árið 1975 hlaut frá þjóðhátiðarár- inu 1974. Samstaðan var raunar fyrir- ferðarmest allan fyrrihluta árs- ins. Þaðvarekki fyrren undir lok þess, að jafnstaðan kom á vett- vang og leysti jafnréttið af hólmi. Það var i degi og vegi, sem ég heyrði jafnstöðuna fyrst nefnda. En sérstaðan kom ekki i leitirnar fyrr en eftir áramót. Þá kom það upp úr kafinu, að konur höfðu þá sérstöðu, að þær þurftu að ala börn. Þetta hraut út úr kvenkyns alþingismanni i viðtalsþætti eftir áramötin. Svo getur það orðiö dægradvöl og tómstundagaman fyrir reikn- ingsfróðar konur að finna sam- nefnara er allar þessar óliku stöð- ur ganga upp i. Þar með tökum við kvennaárið endanlega út af dagskrá. Við öndum léttara i hvert sinn, sem jólin og áramótin eru liðin hjá, með öllum þeim fyrirgangi sem þeim fylgir, og lifið fer aftur i sinar háttbundnu, hversdagslegu skorður, jafnt i útvarpinu sem annars staðar. Hjá sveitafólki bætist svo fengi- timinn ofan á allt jólatilstandið. Þess skal getið ófróðum borgar- búum til upplýsingar að fengitimi er sá timi kallaður, þegar hrút- arnir eru látnir fara upp á ærnar til þess að þær verði lambshaf- andi, og þá verður vinnutiminn stundum ærið langur, sérstaklega þegar tungl er i fyllingu, eða ný- kviknað. Tunglið hefir nefnilega örvandi áhrif á sauðkindina og sennilega mannfólkið lika. Að öllu þessu athuguðu fer jóla- dagskrá útvarpsins mikið fyrir ofan gerð og neðan hjá fólki i þessari umdeildu atvinnugrein. Skemmtilegasta áramótakveðj- an, sem ég heyrði i útvarpinu á gamlársdag, var frá mennta- skólanemum úr dreifbýlinu. Þeir óskuðu bændum gleðilegs árs og góðs gengis i tilhleypingunum Með hverju árinu sem liður, verður auglýsingaflóðið á jóla- föstunni æðisgengnara, næstum ógnvekjandi. Maður er aldrei óhultur fyrir þessum ófögnuði. Þó maður reyni að loka hann úti eins og frekast er unnt, kemst maður ekki hjá að heyra meiri eða minni ávæning af honum. Opni maður fyrir öðru. sem ætti að vera byrjað, sam- kvæmt dagskrá, hellist þetta yfir mann enn langa stund, þvi öll timaröð brenglast og gengur úr skorðum. 1 örvæntingu okkar förum við að telja dagana, sem eftir eru til jóla, og okkur finnst jólin aldrei ætla að koma. En i raun og veru hlökkum við ekki til jólanna, eins og þegar við vorum börn. Við hlökkum til þess að auglýsingun- um linni, þegar jólin loks koma. Hitt er okkur svo hulin ráðgáta, hvernig á þvi stendur, að auglýs- ingarnar eru svo yfirþyrmandi, einmitt nú, þegar okkur er sagt, að lifskjörin hafi rýrnað um svo eða svo mörg prósent frá þvi i fyrra. Það hlýtur að liggja i þvi, að þessi lifskjaraskerðing hefir ekki gengið jafnt yfir alla. Ein- Hver samdi áramótaskemmtun útvarpsins? Var það Jónas Jónasson? Það er bráðnauðsyn- legt að sá fyndni — eða þeir — stigi fram úr myrkrunum. hverjir hljóta að hafa svo rúmar tekjur, að hægt er að bjóða þeim ýmiss konar varning, sem ekki getur talist lifsnauðsynlegur, en þvi báru auglýsingarnar fyrir lið- in jól glöggt vitni. Svo var eins og dytti bylur af húsi, þegar auglýsingunum loks slotaði og blessuð jólin gengu i garð. Vist var eitt og annað i jóladag- skránni, sem gott var að hlusta á, eða hefði verið gott að hlusta á, hefði maður átt þess kost. Sem dæmi um slíkt mætti nefna Pétur Gaut. Hann var báða dag- ana fluttur á þeim tima, er ég vesæll maður var niðri i fjárhús- um að brynna fénu. Ég hef oft rekið mig á það, að dagskrárgerðarmenn útvarpsins virðast ekki vita, eða vilja ekki vita, að til er fólk á þessu landi, sem þarf að vinna alla daga jafnt. Um helgar er venjulega sett á miðjandag ýmislegt markvert og áheyrilegt efni, sem vel gæti sómt sér vel i kvölddagskrá og næði þá til fleiri eyrna en það gerir um miðjan dag. Eins og venjulega bar mest á flugeldaauglýsingum milli hátið- anna. Sumir auglýsenda hvöttu karlmenn til þess að skjóta burtu kvennaárinu, en þessi hvatning hljóp dálitið fyrir brjóstið á ein- hverjum kvenmanni, sem ræddi um dag og veg um svipað leyti. Andrés Kristjánsson flutti eitt sitt besta erindi, og hafa þó mörg þeirra verið góð. Aramótagamanið á gamlaárs- kvöld var verulega skemmtilegt og besta áramótagaman, sem ég hefi heyrt hin si'ðari ár. Þættirnir voru að visu nokkuð misjafnir, en sumir veruléga sniðugir og mein- fyndnir eins og til dæmis Albert við Gullna hliðið, Vilborgarstaða- hjónin og siðast en ekki sist loka- þátturinn, þegar Geir mistókst að skjóta upp eldflauginni, en hún féll niður á þjóðarbúið og kveikti i þvi, en ráðherrarnir dönsuðu syngjandi i kring um bálið. Svo tók alvaran við, þegar gamanið var á enda. Forsætisráðherrann var hóg- vær og óádeilinn, en málflutning- ur hans allur mjög loðinn og þokukenndur, og maðurinn allur átakanlega innilokaður, þannig að hlustandinn komst ekki hjá þvi að draga þá ályktun, að hann væri ekki allur þar sem hann væri heyrður. Þessi einkenni komu þó enn skýrar i ljós eftir áramótin, þegar hann sat fyrir svörum á beinni linu, einkum þó varðandi landhelgismálið. Útvarpsstjóri flutti að lokum sina hefðbundnu áramótahugleið- ingu. Hún var að vanda hógvær, lýtalaus og auk þess mjög fróð- leg. Biskupinn hefir sennilega pré- dikað á nýjársdag, en það hefir farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Ég veiti mér nefnilega þann llver veit nema ljósir lokkar, Iftill kjóll og stuttir sokkar hittist fyrir liinuni megin? — Mynd: Skáidið Tómas. munað, að sofa undir hverri ein- ustu guðsþjónustu og hefi þvi ekki hugmynd um, hvað þjónar drott- ins i þessu landi hafa til mála að leggja til eflingar guðs kristni. Eftir hádegið á nýjársdag kom forsetinn að vanda og flutti sitt áramótaspjall, vel samið og vel flutt, en hefði þó sumstaðar mátt ganga feti framar, að skaðlausu. til dæmis i landhelgisstriðinu. Eftir áramótin ræddi Andrés Kristjánsson um dag og veg. Þar kvað nokkuð við annan tón en hjá þeim efnahagslegu og menning- arlegu leiðtogum þjóðarinnar og áður hafa verið nefndir. Hann komst meðal annars að þeirri niðurstöðu, að þjóðin hefði sér að meinalausu getað sparað séir margt af þeim veraldlegu gæðum er hún hefði veitt sér á liðnu ári og að þjóðarkökunni. margnefndu hefði mátt skipta jafnar en raun hefir á orðið. f si'ðari hluta erindisins vék hann aö herstöðinni á Miðnes- heiði. þessu vandræðatökubarni okkar islendinga. Hann minnti á hvernig þjóðin er blekkt, með þvi að segja henni, að herinn verði látinn fara, þegar að friðvænlegr- a verði i heiminum, en benti jafn- framt á, að þriðji fjórðungur þessarar aldar hafi verið frið- vænlegasti timi aldarinnar að minnsta kosti i þessum heims- hluta. Að segja fólkinu. að herinn fari þegar orðið sé friðvænlegar en nú, sé i rauninni sama og að segja þvi að hann verði aldrei látinn fara. Af þessu dró hann svo þá ályktun, að það væri heiðar- legra að segja fólkinu umbúða- laust að það yrði að búa við eilifð- arhersetu, en að segja þvi að her- inn færi, þegar runninn væri upp yfir þessa jörð einhver endalaus Fróðafriður. Þetta var i fáum orðum sagt mjög gott erindi og eitt af þeim bestu, sem Andrés hefir flutt. og hafa þó mörg verið góð. Á þrettándanum var 75 ára af- mælis Tómasar Guðmundssonar skálds minnst i útvarpinu. Það var góð dagskrá. Ágætt erindi var flutt og siðan lesið og sungið úr ljóðum þess. Þó var þar eitt sem af bar og verður okkur ógleymanlegt. Það var minningarljóðið um Stubb, er birst hafði i Morgun- blaðinu nokkru fyrir jól. Stubbur var bara hundur, sem haföi tekið svo miklu ástfóstri við skáldið, að hann mátti ekki af þvi sjá og var óhuggandi og eirðarlaus þegar hann naut ekki nálægðar þess. Þvi var það, að þegar skáldið þurfti að fara á sjúkrahús. vildi það firra þennan vin sinn þeim andlegu þjáningum. er skilnaður- inn olli. að það brá á það ráð að láta lóga honum. En þessi verkn- aður olli skáldinu eftir á mikilli iðrun og eftirsjá. En skáldið huggar sig við það. að Stubbur muni af hjartagæsku sinni fyrir- gefa verknaðinn og að þeir, hund- urinn og húsbóndinn.muni hittast i öðru lifi. En ljóðið er þó i raun að öðrum þræði annaðen hin hugþekka lýs- ing á vináttu manns og hunds. Að öðrum þræði er það uppgjör full- orðins manns við lifið og veröld- ina, þessa köldu grimmu veröld. sem umlykur okkur og við finnum ef til vill þvi átakanlegar fyrir, þegar halla tekur undan fæti, hve ólik er hinni fögru veröld. sem blasti við okkur i hillingum æsku- áranna. Við finnum, að þessi veröld nú- timans skilur okkur ekki og enn siður, að við skiljum hana. en höldum þó i vonina um að hún sjái fótum sinum forráð á elleitu stundu og hrökkvi til baka. áður en hún steypist fram af bjarg- brúninni. Þegar við stöndum þannig utan við veröldina, sem hætt er að skilja okkur og við skiljum ekki lengur. þá getur verið óumræði- lega gott að eiga hund, sem við skiljum. og vita að hann skilur okkur. Og við gerum gælur við þá hugsun. að við munum hitta vin okkar. hundinn. þegar við erum komnir yfir móðuna miklu. Kannski trúum við einnig að þá muni æskan og ellin sameinast á ný. Hver vcit nema Ijósir lokkar. litiK kjóll og stuttir sokkar hittist fyrir hinumegin.... Þá verða þau þrjú. sem ganga suður Lauiásveginn: skáldið Tómas. stúlkan með ljósu lokk- ana og Stubbur. 10. til 14. jan. 1976. Skúli Guðjónsson. VIKULEGAR HRAÐFERÐIR EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR Fró NORFOLK WESTON POINT KRISTIANSAND HELSINGBORG GDYNIA VENTSPILS VALKOM Fró ANTWERPEN - FELIXSTOWE - KAUPMANNAHÖFN - ROTTERDAM - GAUTABORG - HAMBORG mánudaga þriájudaga þriájudaga þriájudaga mióvikudaga fimmtudaga FERÐIR FRÁ ÖÐRUM HÖFNUM EFTIR FLUTNINGSÞÖRF

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.