Þjóðviljinn - 03.03.1976, Blaðsíða 7
Miftvikudagur 11. mars 1976. ÞJÖDVILJINN — SIÐA 7
Hjúskapur
vísinda og
tónlistar
Á morgun fimmtudag, 4.
mars, flytur Antonio D.
Corveiras fyrirlestur á
vegum Alliance francaise i
stofu 201 Árnagarði um
lannis Xenakis, eitt af
fremstu og forvitnilegustu
tónskáldum sam-
tíðarinnar.
Fyrirlesturinn hefst kl.
20.30 og er haldinn á
*
Corveiras: ég kom með fulla tösku
af gögnum.
f rönsku. Þar gefst og tæki-
færi til að heyra ágrip úr
merkustu verkum Xenakis
og skoða heimildir sem
hann varða.
Antonio D. Corveiras er maður
spænskur, organieikari að mennt
og hefur haldið tónleika i ýmsum
löndum beggja vegna Atlants-
hafs. Hann hefur dvalist hér á
tslandi um hrið og kennt tónlist og
spænsku i Keflavik og hér i
Reykjavik. Hann er margfróður
um nútimatónlist og hefur haft
ýmislegt saman við Xenakis að
sælda i Paris. En Xenakis, sem er
griskrar ættar, hefur starfað i
Frakklandi um nær 30 ára skeið.
1 viðtali við Corveiras var hann
að þvi spurður, hvaða rök lægju
að þvi, að hann vildi fjalla um
Xenakis i fyrirlestri uppi á
tslandi.
Jarðýta i frumskógi
— Ég hefi sjálfur mikinn áhuga
á þessum manni, sem hefur skipt
miklu máli fyrir mig. Ég kom til
tslands með tösku fulla af parti-
túrum og gögnum um Xenakis og
poka með eigin dóti og þessi fyrir-
lestur verður mér tækifæri til að
ljúka vissum kafla i ævi minni.
Ég veit vel að allir hlutir eru af-
stæðir, og vel gætu islendingar
komist af án Xenakisar. En það
er nú einu sinni hæpið að hafa á
Xenakis: hefur hann skilað tónlistinni langan veg fram á við
(Ijósm. A. Oliver A.)
Spjall vegna fyrirlestrar
um tónskáldiö XENAKIS
lofti um of nytsemdarsjónarmið i
listum. Og mér finnst skrýtið, hve
litil kynni af Xenakis þeir virðast
hafa sem fást við framsækna
tónlist hér á tslandi.
— Hvernig væri hægt að lýsa
“sérstöðu Xenaisar i nútima-
tónlist?
— Eins og aðrir framúrstefnu-
menn kannar hann nýtt land,
ryður braut eins og jarðýta i
frumskógi. Hans miklu gáfur til
abstraktsjónar tengjast við
afneitun á sjálfstjáningu i róman-
tiskri merkingu orðsins. Og á
sama hátt og Marcuse gaf þá
saman Marx og Freud, þá hefur
Xenakis unnið að hjúskapar-
miðlun milli listar og visinda.
útreikningar og músik
Hann hefur t.d. notað mjög i
tónlist sinni fyrirbæri úr heimi
stærðfræði og eðlisfræði —
likindareikning, „leikkenningu"
og þar fram eftir götum. Ekki svo
að skilja að þessi fyrirbæri séu
notuð eins og þau koma fyrir af
skepnunni, þau eru sett i vinnslu
og útkoman verður eitthvað aiveg
nýtt. Eða eins og franska tón-
skáldið Olivier Messiaen komst
að orði: Þegar maður hlustar á
tónlist eftir Xenakis þá gleymir
maður þvi að hún er byggð á ótrú-
lega miklum útreikningum —
vegna þess, hve mikil tónlist
þetta er.
t fornöld fylgdust tónlist og
stærðfræði að á svipuðu þróunar-
stigi, tónlistin var með nokkrum
hætti brautryðjandi gagnvart
visindum. Og að minu viti hefur
Xenakis með visindahyggju sinni
skilað tónlistinni langan veg fram
á við, tekið stórt stökk sem
kannski hleypir henni fram úr
systkinum sinum, öðrum list-
greinum.
— Hvað um móttökuskilyröi
slikrar tónlistar, styðst hún i
nokkru við frásögn, þjóðlegheit
eða þessháttar fyrirbæri?
— Nei, þetta er hrein músik,
sem felur boðskap sinn i sjálfri
sér. Að þvi er varðar móttöku-
skilyrði þá er að minu viti ekki
spurt um sérstaka þekkingu,
heldur blátt áfram hvort menn
kunni.vilja hlusta...
Xenakis er fæddur i Rúmeniu
1922 og er af grisku foreldri. Hann
héltheim til Aþenu og lauk námi i
húsagerðarlist 1947. Þá hafði
hann á striðsárunum tekið þátt i
skæruhernaði gegn þjóðverjum —
en siðar gegn bretum og missti þá
annað augað. Hann hélt til Frakk-
lands og komst i kynni við tón-
skáldið Messiaen og húsameist-
arann Le Corbusier. Með Le
Corbusier vann hann i tólf ár — og
gerði m.a. skála Philipsverk-
smiðjanna á heimssýningunni i
Bruxelles 1958. Jafnhliða lagði
hann stund á tónlistarnám og tón-
smiðar. Þekktustu verk hans eru
Metastasis (fyrir hljómsveit).
Nætur (fyrir 12 blandaðar raddir)
og Persephasa (fyrir sex slag-
verk). Þess má geta, að frá og
með siðasta verkinu hefur
Xenakis i auknum mæli notað
tölvur til aðstoðar við tósmiðar.
Antonio Corveiras sýndi m.a.
verk eftir hann sem samið er með
tilstilli tölvu og þriggja laser-
geisla.
En að lokum: hvernig vildi það
til að Antonio kom til íslands?
Hann svaraði á islensku:
— Ég veit það ekki. áb
’
’
’
’
’
1
1
1
1
1
1
’
i
1
i
i
1
i
1
i
Sýmini viljann í verki
Þjóðviljinn er eina stjómarandstöðublaðið
Síöustu vikur hafa sýnt eftirminnilega að þjóöinni er
Ijós nauðsyn þess aö láta valdhafana vita um vilja sinn
þegar mikið er í húfi.
Dagblööin eru áhrifamikil tæki í þeirri baráttu.
Og alltaf vofir sú hætta yfir aö þeir sem hafa völdin og
fjármagniö í sínum höndum nái einokunaraöstööu, geti
sagt þjóöinni hvaö hún eigi aö gera.
Nú er svo komið aö Þjóöviljinn er
oröinn eina stjórnarandstööublaöiö
öll hin dagblööin eru á snærum
stjórnarsinna.
Þjóöviljinn birtir önnur sjónarmiö en hin blöðin, hann
skýrir, afhjúpar og vekur til umhugsunar.
Einskis sigurs er aö vænta nema eiga vopn sem bita.
Hvernig ræöst landhelgis- og lífskjarabaráttan?
Nær vilji þjóðarinnar fram aö ganga?
Nær Þjóðviljinn til fleiri lesenda?
Kemur þjóðviljinn á vinnustaö þinn?
Þaö er einmitt nú sem auka þarf útbreiðslu Þjóöviljans,
efla vilja þjóðarinnar til aö snúa vörn í sókn.
Áskriftasíminn er 17505
DIÚDVUm
blaðið sem vitnað er í