Þjóðviljinn - 03.03.1976, Page 13
Miðvikudagur 3. mars 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13
Billy Graham, krossfari kapltalismans, reiöir hnefann aö ber-
syndugum múgnum, sem kaupir sér aflát meö því aö láta „kraumá
I pottum” Billy Graham-samsteypunnar.
Sjónvarp í kvöld
Doran Godwin leikur landstjórafrú, sem olli hneyksli heima hjá
drykkjurútnum og plantekrueigandanum David Lisle, meö þvi aö
hún dansaöi við svartan þjón á dansleik þjónustuliösins.
Dansað við surt
Næstsiðasti þáttur I fram-
haldsflokknum Or sögu þræla-
haldsins veröur sýndur i
sjónvarpinu I kvöld. Siðast var
greint frá andófi William
Wilberforce og fleiri góðra
manna gegn talsmönnum
þrælahaldsins, sem i dagskrár-
kynningu sjónvarps voru
kallaðir „voldugir hagsmuna-
hópar”. Á venjulegumæltu máli
myndum við þó kalla þessa
óprúttnu eiginhagsmunaseggi,
braskara, kaupahéððna eða ein-
faldlega fulltrúa verslunar-
auðvaldsins. Slikir menn ganga
lausir og óbeislaðir á meðal vor
enn i dag, með og án alvarlegra
augna.
ráa
Útvarpsleikritið annað kvöld
I skjóli myrkiirs
eftir Frederick Knott
Ánnaö kvöld kl. 20.00 verður
flutt leikritiö t skjóli myrkurs
eftir Frederick Knott. Þetta er
sakamálaleikrit um viöureign
blindrar konu viö harðsvlraöa
t útvarpsleikritunu annaö kvöld
greinir frá viöureign blindrar
konu viö harðsviraða glæpa-
menn.
glæpamenn, sem hyggjast not-
færa sér veikieika hennar til aö
koma fram áformum slnum.
Þýðinguna gerði Loftur Guð-
mundsson, en leikstjóri er Rúrik
Haraldsson. Með helstu hlut-
verkin fara Sigurður Skúlason,
Hákon Waage, Helgi Skúlason,
Anna Kristin Arngrimsdóttir og
Flosi ólafsson.
Frederick Knott er breskur
rey farahöfundur, maður á
miðjum aldri. Annaö leikrit
hans, Lykill að leyndarmáli
(Dial ’M’ for Murder), var sýnt
hér i Austurbæjarbiói fyrir um
það bil 20 árum, en það hefur
einnig verið kvikmyndað og
notið mikilla vinsælda. Sama er
að segja um leikritiö t skjóli
myrkurs, en I þvi kemur vel
fram sú spenna sem er ein-
kennandi fyrir leikrits Knotts,
og hvert óvænta atvikið rekur
annað.svo hlustandinn er sem á
nálum leikinn út i gegn.
Morgunútvarp í dag
Krossferð kapítalsins
Krossfari á 20. öld heitir
þáttur sem á dagskrá verður i
útvarpinu kl. 10.25 i dag, en I
þætti þessum segir Benedikt
Arnkelsson frá bandariska trú-
boðanum Billy Graham. Þessi
lestur Benedikts er annar I röö
nokkurra morgunlestra sem
útvarpað verður til frægingar
þessum vesturheimska sálna-
hirði.
Sem kunnugt er hefur „Billy
Graham-samsteypan” tekið að
nota i sina þágu nútima aug-
lýsingatækni og hefur með fá-
gætu skrumi náð undraverðum
árangri I blekkingar- og fjár-
plógsstarfsemi. Siðasta sumar
fór „Samsteypa” þessii herferð
um Evrópu og var þá haldið
griðarmikið mót i Belgiu, þar
sem þúsundir „krupu við fót-
skör meistarans”, en
„fagnaðarerindið” var hátalað
yfir múgnum og fór svo að
ýmsir féllu i yfirliö, aðrir töluðu
tungum og enn aðrir léttu af sér
syndabyrðinni og keyptu sér af-
lát með þvi að leggja fé i sjóö
„Samsteypunnar”. Hefur vafa-
litiö kraumaö vel i pottum
þeirra samsteypumanna,
meðan prelátinn Billy Graham
tónaði yfir lýðnum innantóman
lofsöng um smáborgaralegar
dyggðir og fordæmdi böl
kommúnismans. Ekki fara
sögur af þvi hvað verður um það
fé sem til „Samsteypunnar”
rennur, en ekki er óliklegt að
stórum hluta þess sé varið til
kaupa arövænlegra hlutabréfa,
og er þá eins liklegt að
hergagnaiðnaðurinn bandariski
njóti riflegs stuðnings frá þess-
um nútimakrossförum. Er það
vel við hæfi og I fullu samræmi
við hræsnisgjálfur Billy
Grahams og froöusnakka hans.
Er skemmst að minnast fyrir-
bæna Billy Grahams meðan á
Vietnamstriðinu stóð, en þessi
einkavinur Nixons var ein-
dreginn stuöningsmaður striös-
reksturs bandarikjamanna i
Indó-Kina, enda hefur jafnan
4. Krossgáta Sjónvarpsins
verður á dagskrá á laugardags-
kvöldið næstkomandi, en vegna
þeirra áhugamanna um kross-
gáturáðningar, sem úti á lands-
byggðinni búa, birtum við
krossgátuformið hér með dá-
góðum fyrirvara.
Krossgátuþættir þessir njóta
mikilla vinsælda og erþátttaka i
verið sterk samsvörun meö
styrjaldarógnun kapitalismans
og tungutalandi krossförum nú-
timans.
þessu gamni Sjónvarpsins mjög
góð, en margir senda úrlausnir
sinar til Sjónvarpsins til að
keppa um viðurkenningu fyrir
réttarlausnir. Kynnir Kross-
gátuþáttarins verður að vanda
Edda Þórarinsdóttir leikkona,
en umsjón annast Andrés
Indriðason.
Sendandi
útvarp
öskudagur
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Olöf Jónsdóttir les
sögu sina „öskudag”. Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Krossfariá 20. öldkl.
10.25: Benedikt Arnkelsson
flytur annan þátt sinn um
Billy Graham. Passlu-
sálmalög kl. 10.40: Sigur-
veig Hjaltested og
Guðmundur Jónsson
syngja; dr. Páll ísólfsson
leikur á orgel Dómkirkjunn-
ar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan:
„Hofstaöabræöur” eftir
Jónas Jónasson frá Hrafna-
gili.Jón R. Hjálmarsson les
(5).
15.00 Miödegistónleikar. Leon
Goossens og Konunglega fil-
harmoniusveitin I Liverpool
leika óbókonsert I c-moll
eftir Domenico Cimarœa;
Sir Malcolm Sargent stjórn-
ar. Julian Bream og Cre-
mona-kvartettinn leika
Kvintett I e-moll fyrir gitar
og strengjakvartett op. 50
nr. 3 eftir Luigi Boccherini.
Kammersveitin I Prag leik-
ur forleikinn „Circe” eftir
Václav Praupner og Partitu
i d-moll fyrir strengjasveit
eftir Frantisek Ignac Tuma.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphom.
17.10 Gtvarpssaga barnanna:
„Njósnir aö næturþeU” eftir
Guöjón SveinssoaHöfundur
les sögulok (12).
17.30 Framburöarkennsla I
dönsku og frönsku
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Vinnumál. Þáttur um
lög og rétt á vinnumarkaöi.
Umsjónarmenn: Arnmund-
ur Backman og Gunnar Ey-
dal lögfræðingar.
20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng-
ur. Eirikur Stefánsson
syngur islensk lög. Kristinn
Gestssonleikurápianó.b. A
ferö fyrir tuttugu árum.
Agúst Vigfússon flytur
ferðaþátt eftir Jóhannes As-
geirsson. c. Tvö kvæöi eftir
Benedikt Gislason frá Hof-
teigi. Gunnar Valdimarsson
les. d. Lárus gamli. Torfi
Þorsteinsson bóndi i Haga i
Homafirði flytur frásögu. e.
Þar dali þrýtur. Óskar
Halldórsson lektor flytur
sföari hluta frásögunnar um
skáldin á Arnarvatni eftir
Jón Kr. Kristjánsson á Viði-
völlum I Fnjóskadal. f. Kór-
söngur. Karlakórinn Fóst-
bræður syngur lög við miö-
aldakveöskap eftir Jón Nor-
dal. Söngstjóri: Ragnar
Björnsson.
21.30 Útvarpssagan:
„Kristnihald undir Jökli”
cftir Halldór Laxness.
Höfundur les (16).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (14)
22.25 Kvöldsagan: „t ver-
um”, sjálfsævisaga Theó-
dórs Friðrikssonar. Gils
Guðmundsson les siöara
bindi (26).
22.45 Djassþáttur Jóns Múla
Arnasonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
# sjónvarp
18.00 Björninn Jógi. Banda-
risk teiknimyndasyrpa.
Þýðandi Jón Skaptason.
18.25 Robinson-fjölskyldan.
Breskur myndaflokkur
byggður á sögueftir Johann
Wyss. 4. þáttur Arás kattar-
ins. Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir.
18.50 Ballett er fyrir alla.
Breskur fræðslumy nda-
flokkur. Lokaþáttur. Þýð-
andi Jón Skaptason.
Illé.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Vaka. Þátturinn fjallar
að þessu sinni um leikstarf-
semi á Akureyri og Húsa-
vik. Umsjón Egill Eðvarðs-
son.
21.20 Úr sögu jassins. Loka-
þáttur. Rakin saga jassins
siðasta aldarfjórðunginn.
Meðal þeirra, sem koma
fram eru: Art Blakey, Dave
Brubeck, Ornette Coleman,
Gil Evans, Milt Jackson,
John Lewis og Gerry
Mulligan. Þýðandi og þulur
Jón Skaptason. (Nordvisi-
on-Danska sjónvarpið).
21.55 Baráttan gegn þræla-
haldi. 5. þáttur. Þakklátir
bændur.Efni 4. þáttar: Árið
1791 hófu þrælar á vest-
ur-indiskum pantekrum
uppreisn, en hún var bæld
niður með harðri hendi.
Þeir, sem börðust fyrir af-
námi þrælahalds, fengu litlu
áorkað, og William Pitt for-
sætisráðherra átti við annan
vanda að etja, striðið við
Frakka. Samt var sam-
þykkt á þingi, að þrælahald
ogþrælasala skyldi afnumið
i áföngum. Þýðandi Óskar
Ingimarsson.
22.45 Dagskrárlok.