Þjóðviljinn - 27.03.1976, Side 4
'4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. mars 1976
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ilitstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ilitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
FARA SVEITARFÉLÖGIN í MÁL VIÐ RÍKIÐ?
Fyrir áramót ákvað rikisstjórnin og
þingmeirihluti hennar að gjörbreyta laga-
ákvæðum um verkefnaskiptingu rikis og
sveitarfélaga. Með hinum breyttu lögum
voru felld niður ákvæði um þátttöku rikis-
valdsins i viðhaldi skólamannvirkja,
rekstri dagvistunarheimila, stofnkostnaði
við dvalarheimili aldraðra, heimilishjálp i
viðlögum, vinnumiðlun og húsmæðraor-
lofi. Kostnaður rikissjóðs við þessa þaetti
var talinn liðlega 200 milj. kr. vegna
Reykjavikur skv. fjárlagafrumvarpinu
þegar það var upphaflega lagt fram.
Þessum útgjöldum var velt yfir á sveitar-
félögin i einu lagi, en til þess að mæta
þeim útgjöldum var aukin hlutdeild
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga i söluskatts-
tekjum úr 8% af 13 söluskattsstigum i 8%
af 18 söluskattsstigum. Gert var ráð fyrir
að Reykjavikurborg fengi i sinn hlut um
178,9 milj. kr. út úr þessum skiptum og
vantaði borgina þá 25 milj. kr. til þess að
standa undir hinum nýju útgjöldum. Þessi
útgjaldaaukning sveitarfélaganna kom þó
sérstaklega þungt niður á hinum smærri
sveitarfélögum sem hafa úr minna fé að
spila en Reykjavikurborg. Eru hin nýju
lög þvi i rauninni ákaflega fjandsamleg
allri byggðastefnu, jöfnun félagslegrar
þjónustu i byggðum landsins.
Samkvæmt eldri lagareglum átti rikið
að greiða kostnað þann sem nefndur var
eftir á, en i lögunum sem sett voru um
áramótin voru engin ákvæði um að þau
ættu að verka aftur fyrir sig og þvi eðlilegt
að lita þannig á af hálfu sveitarfélaganna
að rikið eigi enn eftir að gera upp við þau
þann kostnað sem þau gerðu ráð fyrir að
fá úr rikiskassanum fyrir árið 1975.1 sam-
ræmi við þetta eðlilega viðhorf mun borg-
arstjórn Reykjavikur senda rikissjóði
kröfur um uppgjör og slikt hið sama munu
mörg önnur sveitarfélög i landinu hafa i
undirbúningi og gera.
Núverandi rikisstjórn hefur oft verið
sökuð um að hana skipi óhæfir eða litt hæf-
ir starfsmenn, sem ekki kunni taka mál
föstum tökum. í fáum tilfellum hefur
þetta komið eins skýrt i ljós og i þessum
málum. í fyrsta lagi var lögunum um
verkefnaskiptingu rikis og sveitarfélaga
breytt án nokkurs minnsta samráðs við
sveitarfélögin eða samtök þeirra. Þar var
um að ræða algerlega einhliða ákvörðun
rikisstjórnarinnar. Þessi einhliða ákvörð-
un var framkvæmd þrátt fyrir heitar yfir-
lýsingar ihaldsins á vinstristjórnarárun-
um og enn i dag um nauðsyn þess að
treysta sjálfstæði sveitarfélaganna.
í annan stað sýnir ákvörðunin um verk-
efnabreytingar rikis og sveitarfélaga hvi-
lik handarbakavinnubrögð eru tiðkuð af
hálfu rikisstjórnarinnar við alla lagasmið,
þó i stjórninni sitji ekki færri en fimm lög-
fræðingar. Bendir vegna þessa nú margt i
þá áttina að sveitarfélögin verði að fara i
mál við rikið til þess að rétta hlut sinn,
enda eiga þau ótviræðan rétt til þess að fá
uppgert fyrir árið 1975 á þessu ári eins og
kveðið var á um i áðurgildandi lögum, en
nýju lögin sögðu ekki orð um að nýju lögin
hefðu áhrif aftur i timann.
Þegar borgarstjórinn i Reykjavik, sá
tryggi fylginautur Geirs Hallgrimssonar,
er farinn að flytja skammarræður um
rikisstjórnina, og borgarlögmaðurinn i
Reykjavik skrifar árásargreinar á for-
svarsmenn rikisstjórnarinnar, þá er langt
gengið. Þá ætti öllum að vera ljóst, jafnvel
rikisstjórninni sjálfri, að hún er á villigöt-
um. —s
SAMSTAÐA STORVELDA GEGN SMÁRIKJUM
Bandarikjamenn hafa greinilega engan inni um þá málaleitun islendinga að fá íslands andspænis NATO-veldi breta á ís-
áhuga á þvi að liðsinna islendingum i bar- skip af Ashvillegerð i flota landhelgis landsmiðum. Sannast enn að i hernaðar-
áttunni við breska vigdreka. Enn hafa gæslunnar. Sýnir þetta betur en allt annað bandalagi eru stórveldin reiðubúin til þess
engin svör borist frá bandarisku stjórn- hversu bandarikjastjórn metur málstað að standa hlið við hiið gegn smárikjum. -s
• .. ■
Ekki sakar
að hafa
sakadómarann
með
Fyrir skömmu var frá þvi
greint hér i þessum pistli a&
Kristinn Finnbogason hefði
verið kosinn formaöur fulltrúa-
ráðs framsóknar i Reykjavik.
Þá láðist hins vegar að geta
þess sem vert væri að Kristinn
er umsvifamikill fésýslumaður
og er hér með beðist vel-
virðingar á þessum afleitu mis-
tökum. Kristinn hefur rekið fjöl-
mörg fyrirtæki i bænum, bila-
sölur og dæluskip svo nokkuð se
nefnt. Hefur hann þótt furðu-
slunginn við að leika sér á
mörkum þess sem lagabókstaf-
urinn greinir frá og hafa margir
dáðst að snilli hans. Þvi miður
þekkir undirritaður ekki svo til
viðskiptahátta Kristins að unnt
sé að rekja snilldarbrögð hans
miklu nánar hér. Vonandi lætur
hann verða af þvi sjálfur þegar
hann hefur útgáfu á Krafta-
verkasögum sinum.
t samræmi við þessa
viðskiptahæfni sina hefur
Kristinn valið meö sér i stjóm
Fulltrúaráðsins. Þar situr Jón
Hverju eigiim
viftaösvaraum \
þennan Ashville bát\
Lsem islend ingar vilja
fá fyrir Land-y
helgisgæsluna./
'Á
Jón Abraham, sakadómari,
endurskoðar nú lög Fram-
sóknarfélags Reykjavikur.
Aðalsteinn Jónasson i Sportval
og þar situr hægri hönd bila-
salans sem Kristinn hafði i
vinnuforðum meðsvo góðum og
efnilegum árangri að hann
réðist siðar suður á völl og situr
nú á flokksskrifstofu Fram-
sóknarflokksins.
En i samræmi við umgegnis-
venjurnar við lagabókstafinn
hefur Kristni Finnbogasyni þótt
ástæða til þess að endurskoða
lög Framsóknarflokksins i
Reykjavik. Til þess var ráðin
meðal annarra Jón Abraham
Ólafsson sakadómari. Ekki er
amalegt að hafa sh'kan mann til
ráðuneytis um það hvernig á að
útbúa lög flokksins, mann sem
þekkir einstigilaganna betur en
margir aðrir vegna starfs-
reynslu sinnar.
Jaðraði við
grin
Þegar dómsmálaráðherra
ákvað loks að leita eftir mögu-
leikum á þvi að auka skipakost
landhelgisgæslunnar með því að
ræða við erlenda aðila sneri
hann sér fyrst til Bandarikja-
stjórnar, en sagði jafnframt að
ef það ekki gengi myndi hann
llklega ræða við rússa um að fá
hjá þeim gæsluskip. Þegar for-
sætisráðherra las þessa frétt af
gerðum dómsmálaráðherra
sins i dagblöðunum þótti honum
mikið við liggja að afsanna
þegar Istaðað nokkurtvit væri I
þessari athöfn undirmanns síns.
Var birt frétt i Morgunblaðinu
til þess að sýna að Ashville-
bátar þessir væru nánast ónot-
hæfir, einkumþó i 20-30 stiga
frosti og 12-14 vindstigum. Þótti
vist engum mikið. Það er sjald-
gæft að mönnum sé hlátur i hug
þegar Morgunblaðið ver banda-
rikjastjórn og Nató gegn hags-
munum islendinga, en vissulega
jaðraði ’ þessi’ frétt ‘ Mbl. u’m
Ashvillebátana við grin.
t- . .V V
Fór í fínutaugar
Moggans
Nú er alllangtum liðið siðan
dómsmálaráðherrann sneri sér
til Bandarikjastjórnar og hefur
hann ekki enn verið virtur við-
lits af bandarisku rikisstjórn-
inni. Astæðan er að sjálfsögðu i
fyrsta lagi fyrirlitning banda-
risku stjórnarinnar á land-
helgismálinu og um leiö alger
samstaða hennar með bretum.
En iannan staðer ástæðan sú að
bandarisku rikisstjórninni er að
sjálfsögðu kunnugt um afstöðu
ihaldsins i rikisstjórn Islands.
Dómsmálaráðherra hefur oft
eftir að beiðnin var send látið i
ljós óþolinmæði með viðbragðs-
leysi bandarik jamanna og hefur
hann svo að segja gefið tóninn i
þeim efnum. Það var þvi ekki að
furða þó að ríkisútvarpið tæki
þannig tl orða i fréttatima i
fyrradag um málið: „Banda-
riksa utanrikisráðuneytið hefur
engu svarað beiðni islendinga
um skip til landhelgisgæslu
ÞÓTT LIÐIÐ SÉ HATT A
AÐRA VIKU SIÐAN HENNI
VAR KOMIÐ A FRAMFÆRI.”
Þessi aukasetning sem hér
birtist með breyttu letri fer þó
mjög I taugarnar á Morgun-
blaðinu. Og skrifar Styrmir
Gunnarsson ritstjóri Staksteina
um máliði gær. Þar tekur hann
enn upp hanskann fyrir banda-
rikjamenn — hann telur eðlilegt
mjög að bandarikjastjórn skuli
ekki hafa svarað umleitunum
Ólafs Jóhannessonar. Hefur
Morgunblaðið sjaldan afhjúpað
sig betur sem málgagn banda-
risku rikisstjórnarinnar ekki
siður en Sjálfstæðisflokksins og
islensku rikisstjórnarinnar en
einmitt I þessu máli.
Albanía og
Kína
Reiðilestri Stáksteina i gær
fylgir svo hótun til fréttamanna
útvarpsins um að þeir fái ofani
gjöf frá yfirmönnum Rikisút-
varpsins og útvarpsráði ef þeir
hættu ekki að haga sér sisona.
En það eina sem gagnrýnivert
er þó, er það að fréttamennirnir
skyldu ekki geta þess að hér var
um að ræða túlkun domsmála-
ráðherrans. Og liklegast er að
skammir Staksteina um frétta-
menn útvarpsins eigi i rauninni
að hitta dómsmálaráðherrann
sjálfan fyrir: hér sé komin sú
aðferð i pólitiskum áróðri, sem
rússar höfðu forðum að -
skamma Albaniu þegar þeir
vildu beita geiri sinum að Kina.
w
vism Miðvikudagu
r 24. mars 1976
OG SKORIÐ