Þjóðviljinn - 27.03.1976, Qupperneq 7
Laugardagur 27. mars 1976 ÞJöÐVILJINN - SÍÐA 7
Ráðherra hefur settHæsta-
rétt úr leik í YL-rnáliini
Einar Karl Haráldsson:
■ Virðing Hœstaréttar hefur
verið skert
■ Fordœmi er fyrir þvi að ekki
fari saman að vera
hœstaréttardómari og standa
i meiðyrðamálum.
■ Hœstaréttardómarar hljóta að
vikja sœti og prófessorar
koma ekki til greina
Hæstiréttur er og á að
vera virðuleg stofnun, og
um hana þarf að ríkja
góður friður til þess að
úrslitavald hennar i rétt-
arþrætum njóti almennr-
ar viðurkenningar. Það
er því mikilsvert að em-
bættismenn, sem skipaðir
eru til þess að gegna
störfum við réttinn, séu
hafnir yfir stjórnmála-
þrætur og f lokkadrætti,
sem skipta þjóðinni í and-
stæða skoðanahópa.
Að hæstaréttardómarar þurfi
sjálfir að vera vandir að virð-
ingu sinni er hafið yfir allan
vafa. Þvi til sönnunar skulu hér
tilgreind orð Kristjáns Jónsson-
ar, dómsstjóra, er hann mælti
við setningu Hæstaréttar i
fyrsta sinn 17. febrúar 1920 i við-
urvist helstu fyrirmanna lands-
ins:
,,Það er vegsemd fyrir hina
islensku þjóð, að hún nú aftur
hefur fengið æðsta dómsvald og
allt dómsvald sinna máía i sinar
hendur, og það er vegsamlegt
starf, sem þessum dómstóli er
falið, að kveða upp úrslita-úr-
skurði i réttarþrætum borgar-
anna og leggja fullnaðardóma á
misgerningamál, en hér sann-
ast að visu hið fornkveðna að
vandi fylgir vegsemd hverri, og
„vandinn", hann hlýtur að
leggjast þunglega á dómendur
og málflutningsmenn, þvi að i
þeirra höndum eru úrslit hvers
máls.”
t seinni tið hefur yfirleitt rikt
góður friður um Hæstarétt, og
enginn óskar þess lengur að
hægt sé að ómerkja dóma hans
með þvi að leita á náðir dana-
konungs. Nú hefur það hinsveg-
ar gerst að dómsmálaráðherra
skipar sem hæstaréttardómara
prófessor i lögum, sem er mjög
umdeildur fyrir afskipti sin af
landsmálum og á auk þess i ein-
um umfangsmestu meiðyrða-
málum, sem um getur hérlend-
is. Vl-málin svokölluðu eru nú
flest rekin fyrir bæjarþingi
Reykjavikur, en tvö þeirra hafa
verið þingfest i Hæstarétti, og
fer málflutningur fram i þeim
innan skamms.
A sama hátt og vandi fylgir
þeirri vegsemd að vera hæsta-
réttardómari hlútur það að vera
vanda- og ábyrgðarverk að
velja i embætti við dóminn. Hér
á eftir verða leidd rök að þvi að
Ölafi Jóhannessyni, dómsmála-
ráðherra, hafi mistekist hrapal-
lega að þessu sinni. I rauninni
hefur hann sett Hæstarétt eins
Þór Vilhjáhnsson
og hann leggur sig úr leik með
ákvörðun sinni.
Til þess að rökstyðja þessa
fullyrðingu er nauðsynlegt að
minna á blaðaskrif i Frjálsri
þjóð árið 1963. Þau stóðu i
nokkra mánuði og var flett ofan
af okurviðskiptum, sem einn
bankanna átti hlut að. Jafn-
framt var upplýst að vixlar
höfðu verið seldir með stórum
afföllum til manna, og siðan
gengið að þeim á fruntalegan
hátt. I öllum þeim málum sem
af þessum skrifum risu hefur nú
verið dæmt og engin ástæða er
til þess að draga nöfn einstakl-
inga fram i dagsljósið á ný. Eðli
málsins samkvæmt verður þó
að geta þess að hæstaréttar-
dómari einn blandaðist mjög
inn i þetta hneykslismál.
Svo fór að hann sagþi af sér
embætti hæstaréttardómara.
Hann lét hafa eftir sér i opinber-
um málgögnum, svo og i máls-
skjölum, að hann segði af sér til
þess að geta farið i meiðyrða-
mál við Frjálsa þjóð og að-
standendur hennar. Ólikt var
maðurinn sómakærari en Þór
Heimir Vilhjálmsson sem telur
sér sæma að standa i enn við-
tækari meiðyrðamálum\ og
ólafur Jóhannesson
sækja samt um embætti Hæsta-
réttar. Slikt telja menn sér
varla fært nema að vera vissir
um sterkan bakhjarl hjá hinu
pólitiska valdi. Hæstaréttar-
dómarinn fyrrverandi taldi það
á hinn bóginn ekki geta farið
saman að vera dómari og
standa i meiðyrðamálum.
Nú er þess að geta, að þegar
þessi viðtæku meiðyrðamál,
sem hæstaréttardómarinn höfð-
aði á hendur aðstandendum
Frjálsrar þjóðar, höfðu rambað
sinn veg gegnum lægri dómsstig
á venjulegum hraða, komu þau
loks til kasta Hæstaréttar. Þá
var gerð krafa um það að með-
dómendur ákærenda og fyrr-
verandi samstarfsmenn hans i
Hæstarétti vikju úr sæti vegna
þess að það þótti ekki hafið yfir
allan vafa að þeir gætu reynst
hlutdrægir við dómsfellinguna.
Þetta þótti sjálfsögð krafa, og
dómarar viku sæti. Eins og
stundum áður i áþekkum tilfell-
um voru lagaprófessorar við
Háskólann kvaddir til dóms-
starfa i Hæstarétti, og voru það
Armann Snævarr og Magnús
Torfason. Þetta virðist eðlileg
ráðstöfun, og er vist komin
nokkur hefð á að þessi háttur er
viðhafður ef hæstaréttardómar-
ar eru úrskurðaðir vanhæfir,
vegna tengsla við mál.
En hvað gerist þegar VL-mál-
in verða tekin fyrir i Hæsta-
rétti? Það liggur nokkuð ljóst
fy.rir. Krafa hlýtur að verða
gerð um að allir hæstaréttar-
dómarar viki sæti, þar sem þeir
eru samstarfsmenn VL-manns
og hlutaðeigenda i meiðvrða-
málunum. Þessi krafa verður
tekin til greina vegna fordæmis-
ins og sjálfsagðrar sómakennd-
ar meðdómaranna. Ekki kemur
heldur til greina að kveðja til
fyrrverandi samstarfsmenn
lagaprófesorsins. Þeir hljóta að
teljast vanhæfir til dómara-
starfs vegna náinna tengsia,
auk þess sem einn núverandi
lagaprófessora er i VL-hópnum.
Hvert á þá að leita?
Ekki er annað sýnna en með
þessari ráðstöfun hafi dóms-
málaráðherra skert virðingu
Hæstaréttar verulega um leið
og hann talar um nauðsvn þess
að viðhalda reisn dómstóla og
hyggst leggja til viðtækar
breytingar á réttarkerfinu.
Enginn efast um hæfni Þórs
Heimis Vilhjálmssonar á laga-
sviðinu, og sem réttarfarspró-
fessor ætti hann að koma sterk-
lega til álita við skipun i em-
bætti hæstaréttardómara. ef
ekki kæmi annað til. En jafnvel
þótt meiðyrðamálunum væri
ekki til að dreifa, hefði engu að
siður orðið órói um Hæstarétt
með skipan hans. Einfaldlega
vegna þess að réttarfarspró-
fessorinn hefur verið umdeildur
á stjórnmálasviðinu.
I þvi sambandi má t.d. minna
á störf hans sem lögmanns út-
varpsins þar sem hann túlkaði
lög stofnunarinnar á þann veg.
að starfsemi bandariska her-
sjónvarpsins bryti ekki i bága
við þau. Var hann þar i and-
stöðu við marga lögspekinga.
Þegar Samstarfsnefndin um
verndun landhelginnar boðaði
til útifundar til þess að mót-
mæla herskipainnrás breta og
samningunum við vestur-þjóð-
Framhald á bls. 14.
Ragnar um skattamálin:
Tekjuskattsálagningiii reginhneyksli
Brýnna að lagfœra tekjujöfnunartœkið en afnema það
Tckjuskattur er tekjujöfnunar-
tæki og það væri spor afturábak
að afnema skattinn með öllu.
Láglaun eiga að sjálfsögðu að
vera tekjuskattsfrjáls. Brýn
nauðsyn er á þvi að lagfæra
tekjuskattslög og framkvæmd
þcirra þannig að einstaklingar og
félög geti ekki skotið undan stór-
tekjum einsog nú er gert, ýmist
ólöglega eða með lögvernduðum
hætti.
Þetta var stefnuyfirlýsing
Ragnars Arnalds i umræðum á
þingi á fimmtudaginn um skatta-
mál. Tilefni þeirra umræðna var
þingsályktunartillaga alþýðu-
flokksmanna um afnám tekju-
skatts á launatekjum.
Nýlunda
1 framsöguræðu sinni fyrir til-
lögunni ræddi Gylfi Þ. Gislason
þá nýlundu að islenskir
„jafnaðarmenn” skyldu nú vilja
leggja það til að neysluskattar ■
tækju við af tekjusköttum og
minnti á þveröfuga stefnu
jafnaðarmanna i öllum löndum
hér áður fyrr. Þá hafi stighækk-
andi tekjuskattur verið eina hag-
stjórnartækið, en nú væri komin á
fullkomin félagsmálalöggjöf og
menntun væri ókeypis. Þróun
tekjuskatts hefði verið á þá lund
að félög slyppu að mestu við hann
en einstaklingar bæru þá þeim
mun meira, einnig af þurftar-
tekjum sinum. Setti Gylfi þvi
næst fram aðalatriðin i hug-
myndum alþýðuflokksþing-
manna: afnám tekjuskatts á
launatekjur, aðgreining atvinnu-
rekstrar og einkabúskapar hjá
þeim sem rekur fyrirtæki fyrir
eigin reikning og margt fleira
sem hér er ekki rúm til að telja
upp. Fram komi að alþýðuflokks-
menn ætlast til að söluskattur
taki við af tekjuskattinum, en
virðisaukaskattur leysi sölu-
skattinn fljótlega af hólmi.
I nefnd
Malthias A. Matliiesen fjár-
málaráðherra gerði nokkra grein
fyrir þróun skattamála siðustu
misséri. 1 tið tveggja siðustu
rikisstjórna hefur verið unnið að
heildarendurskoðun á skattalög-
gjöfinni og væru tillögur þartil-
heyrandi nefndar i burðarliðnum.
Yrðu hugmyndir Gylfa og félaga
teknar til athugunar. Stefna
Sjálfstæðisflokksins væri vissu-
lega sú að færa æ meiri skatt-
heimtu frá beinum sköttum til
óbeinna, en ekki sagði ráð-
herrann beinlinis að flokkur sinn
vildi afnema tekjuskattinn með
öllu. Ráðherrann varaði við oftrú
á virðisaukaskattinn.
Þingsjá
Svíþjóö
Ilalldór Asgrímsson kvað það
fljótræði og glapræði að ætla að
leggja niður skattkerfi áður en
reynt væri að lagfæra það. Kvaðst
hann efast um að jafnaðar-
mannaflokkar i nálægum löndum
hefu sömu stefnu i skattamálum
og flokkur Gylfa Þ. t Sviþjóð hefði
jafnaðarmannaflokkur ráðið
rikjum i áratugi og þar væri
tekjuskattskerfið mun áhrifa-
meira til jöfnunar en hér.
Hátekjumaður héldi eftir 140 þús-
undum kr. af hverri miljón sem
hann hefði i tekjur (samsvarandi
upphæð hér væri um 600 þúsund).
Kvaðst hann ekki vilja trúa þvi að
alþýðuflokkurinn berðist fyrir
afnámi þessa áhrifamikla tekju-
jöfnunartækis, amk. ef hann
ætlaði að halda áfram að kalla sig
jafnaðarmannaflokk.
Halldór gagnrýndi ýmis atriði i
tillöguflutningnum sem hann
taldi óraunhæf og vanhugsuð og
kvaðst ekki sjá neitt athyglisvert
við tillögurnar. öfugt við
fjármálaráðherra.
Á leiöinni?
Karvel Pálmason stillti sér upp
við heygarðshornið hjá þeim
alþýðuflokksmönnum og tók .
undir mörg atriði i málflutningi
Gylfa. Greinilega væri það tekju-
skattskerfi ranglátt þarsem
atvinnureksturinn sleppur en
launafólk ekki. Sé það svo að ekki
reynist unnt að ná fram breyt-
ingum á þvi rangláta kerfi, sé það
spurning hvort ekki væri rét að
afnema það með öllu.
Fráleitt
Ragnar Arnalds kvaðst vera
sammála sumum atriðum i hug-
myndum þeirra alþýðuflokks-
manna en ekki aðalatriðinu: að
leggja tekjuskattinn algerlega
niður. Það væri að sinu áliti
fráleitt að afnema slikt tekju-
jöfnunartæki. Mikil bót væri ef
tekjuskattur yrði ekki lagður á
lágar tekjur og miðlungstekjur.
en hann ætti að sjálfsögðu að
haldast á hátekjum.
Það væri alrangt að afnám
tekjuskatts væri stefna jafnaðar-
manna i löndum þarsem þeir eru
áhrifamiklir á rikisstjórn. Enda
væri hlutfall tekjuskatts af
heildarskattbyrði miklu hærra i
þeim löndum en hér á landi.
Ragnar kvaðst efast mjög um
ágæti virðisaukaskattsins. enda
hefði komið fram hörð gagnrýni á
hann i löndum þarsem hann hefði
verið tekinri upp.
Skattleysingjar
Vissulega væri sumt hjá Gylfa
til bóta. svo sem aðskilnaður
einkabúskapar og atvinnu-
rekstrar. endurskoðun á
afskriftarreglum og vaxtafrá-
drætti. Um öll þessi atriði hefði
hann. Ragnar. flutt tillögur nú i
upphafi þings sem enn væri i
athugun i nefnd. Sinar tillögur
væru eitthvað öðruvisi orðaðar.
en meginhugsunin væri sú sama.
Framhald á bls. 14.