Þjóðviljinn - 27.03.1976, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 27.03.1976, Qupperneq 9
8 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 27. mars 1976 LÁTTU EKKI SVONA, COLBY! ítalska blaöakonan Oriana Fallaci ræöir viö fyrrverandi yfirmann CIA (Jm s<6ustu helgi birti enska blaðið Sunday Times langt viðtai itölsku blaðakonunnar Oriana Fallaci við Wiiliam Colby fyrr- verandi yfirmann bandarisku leyniþjónustunnar CIA. Fallaci liefur átt viðtöl viö fjölda ráða- manna úr ýmsum heimsálfum, þ.á m. Robert Kennedy, Haile Se- lassie, Ali Bhutto forseta Pakist- ans, Indiru Gandhi, transkeisara, Alvaro Cunhal og Henry Kissing- er. Sá siðastnefndi sagði eitt sinn aö það hefði verið mesta vitleysa sem hann hefði gert sig sekan um á lifsleiðinni að samþykkja að eiga viðtal við Fallaci. Aðrir við- mælendur hennar hafa flestir verið honum sammála. En eins og gefur að skilja er erfitt að skera úr um hvort Fallaci hefur rangt eftir mönnum eða fær þá til að glopra út úr sér hlutum sem þeir iörast eftir á fyrir að hafa sagt. Fallaci hefur sérstætt viðhorf til starfs sins. Hún hefur sagt að viðtal sé eins og ástarsaga fyrir henni. — Það er barátta, það er eins og samfarir... Ég verð ást- fangin af manninum, sem situr andspænis mér, jafnvel þó ég hati hann, segir hún. Þrátt fyrir vafasaman feril Fallaci féllst Colby, sem var yfir- maður CIA frá 1973 þar til snemma á þessu ári, á að veita henni viðtöku á heimili sinu i Washington I febrúar sl. Eftir á sagði Fallaci að viðtaliö hefði verið ..þreytandi og leiðinlegur slagur”.Hér á eftir fer viðtalið I heild sinni. Þótt Þjóðviljinn taki enga ábyrgð á sannleiksgildi þess getur hann lofaö þvi að engum mun leiðast lesturinn. Fallaci: — Nöfnin, Colby. Komdu með nöfnin á þessum skepnum, löndum minum sem þáðu CIA-peninga. ítalia er ekk- ert bananalýðveldi i eigu United Fruit Company og það er ekki rétt að heil stétt stjórnmálamanna sé umvafin einhverjum huliðs- hjálmi. Finnst þér ekki að Per- tini, forseti italska þingsins, ætti að fá þessi nöfn? Colby:— Nei, vegna þess að þingið okkar hefur ákveðið með atkvæðagreiöslu að þessum skýrslum skuli haldið leyndum. CIA verður aö vernda starfsmenn sina og vildarmenn. Auðvitað var þaö ekki CIA sem tók afstöðu til þess hvort birta ætti þessi nöfn eða ekki, þaö er i verkahring bandarisku rikisstjórnarinnar, og ég tala ekki fyrir munn stjórnar minnar, ég tala fyrir munn CIA. En mitt mat er að ekki sé rétt aö birta þau og ég myndi segja það ef leitaö væri eftir áliti minu. Engin nöfn. bað er þaö minnsta sem ég get gert til að halda þá samninga sem ég hef gert við samstarfsmenn mina. bingið ykkar getur spurt allra þeirra spurninga sem það vill, og þið hafið ykkar lögreglu. Og þeir sem finnst þeir liggja undir grun geta einfaldlega risið upp og borið hann af sér. beir þurfa einungis að segja: ,,bað er ekki rétt, við fengum enga peninga.” Min vegna er það i himnalagi. Ég get ekki fórnað einhverjum fyrir sögusagnir um að hinn eða þessi liggi undir grun. Ég hef heitið þessum mönnum að þegja yfir leyndarmáli þeirra og það verð ég að gera vegna þess að ef ég geng á bak orða minna og leita siðan til einhvers annars þá segir hann að ekkert sé að marka loforð min. Af hverju biðurðu ekki sovétstjórnina um nöfnin á itölsku kommúnistunum sem þiggja fé frá Moskvu? Sovétmenn haga sér nákvæmlega eins. F.: —Við tölum um sovétmenn seinna, Colby. Tölum um CIA núna.Segöu mér eitt: ef ég kæmi hingað (til Bandarikjanna) sem útlendingur og fjármagnaði bandariskan stjórnmálaflokk, 21 stjórnmálamann og nokkra blaðamenn, hvaö myndir þú gera? C.: — bú værir að brjóta lögin og ef ég kæmist á snoðir um það myndi ég tilkynna það til FBI og láta handtaka þig. F.: — Agætt. Svo að ég ætti að tilkynna itölsku lögreglunni um þig og útsendara þina og sendi- herrana ykkar og láta handtaka ykkur? C.: — bað segi ég ekki. F.: — bvi ekki? bað er ólöglegt ef ég kem hingað og múta stjórn- málamönnum ykkar, og það er lika I andstöðu við lögin ef þú ferð heim til min og mútar okkar stjórnmálamönnum. C.: — Ég er ekki að segja að þú værir að múta. bað sem ég sagði var að með þvi að koma hingað og gera þaö sem þú sagðir værir þú að brjóta lög. F.: — bað brýtur lika i bága við okkar lög, Colby. Og ég skal segja þér eitt: það er aöeins ein mann- gerð viöbjóðslegri en sá sem þiggur mútur, það er sá sem mút- ar. C.: — Viö hjá CIA mútum eng- um. bað getur verið að mútur séu vandamál hjá ykkur en það var fyrir hendi löngu áður en CIA kom á vettvang. Að halda þvi fram að við mútum einhverjum er það sama og að segja að við gefum peninga til þess að eitt- hvert verk sé unnið fyrir okkur. baö er ekki ástæðan fyrir pen- ingagjöfunum. Við gefum mönn- um peninga til að hjálpa þeim við að gera eitthvað sem þá langar til aö gera en geta ekki gert af þvi að þá skortir fjármagn. Við erum fyrst og fremst að styðja við bak- ið á lýðræðisþjóðum og lýðræðis- sinnum i öllum löndum. betta ættu italir að skilja vegna þess aö bandarisk aðstoð hefur átt sinn þátt i að forðá Italiu frá kommún- isku alræði sl. 30 ár... F.: — 1 Pike-skýrslunni (um starfsemi CIA) talar þú um skjól- stæðinga þina. Hvað áttu við með þessu orði skjólstæðingar? C.: — bað er... hvað gerir lög- maður þegar hann vinnur fyrir skjólstæðing sinn? Lögmaðurinn hjálpar skjólstæðingi sinum. F.: — bú litur semsé á þig sem lögmann Kristilegra demókrata og Sósialdemókrata? C.: — Rétt. Og þó.... ég vil ekki ræða einstök dæmi. F.: — Af hverju ekki? Varstu að ljúga þegar þú sagðir „Rétt”? C.: — Ég lýg aldrei! Og ég þjá- „Ég trúi á vestrænt frelsi og lýðræði” ist þegar þeir saka mig um lygar. Ég lýg ekki. Stundum neita ég að veita upplýsingar, stundum held ég einhverju leyndu, en ég lýg aldrei. bingið myndi ekki láta mig komast upp með það, ekki heldur bandariskir fjölmiðlar. Yfirmaður leyniþjónustu i Bandarlkjunum getur ekki sagt að eitthvað sé ekki satt þegar það er satt. Leyniþjónusta okkar heyrir undir lögin en stendur ekki utan viö þau. En hvaö sem þvi lið- ur þá langar mig að leggja eina spurningu fyrir þig: hefði það veriö rétt ef Bandarikin hefðu aö- stoðað lýðræðisöflin i baráttunni gegn uppgangi Hitlers? F.: — betta er mitt svar, Colby: það er enginn Hitler til á Italiu. Og þeir 800 þúsund dollar- ar sem Martin sendiherra afhenti Vito Micheli (fyrrverandi yfir- maður itölsku leyniþjónustunnar) með samþykki Kissingers höfn- uðu ekki i höndum lýöræðissinna. beir runnu til arftaka Hitlers, ný- fasistanna. C.: — Ég vil ekki ræöa einstak- ar aðgerðir CIA. 1 fyrsta lagi vegna þess að ég ber mikla virð- ingu fyrir Graham Martin (sendi- herra Bandarikjanna á ttaliu árin 1969—73). Viðhöfum unniðsaman viða um heim og mér hefur alltaf fundist hann vera sérlega hæfur sendiherra. 1 öðru lagi held ég að þegar um svona starfsemi er að ræða geti CIA haft eina skoðun en bandarika stjórnin aðra. bað er forsetans að taka ákvarðanir. Við aðgerðir sem þessar hlýöir CIA skipunum stjórnarinnar. Áður en lögunum var' breytt fyrir ári gat forsetinn kallað yfirmann CIA á sinn fund og sagt: „Gerðu þetta og segðu engum frá þvi.” F.: — Afbragð. Svo það var þá Nixon, auðvitað i samráði við Kissinger, sem vildi gefa Miceli þessa peninga. Ef þú hittir þá berðu þeim þá þakkir minar fyrir sprengjurnar sem nýfasistarnir gerðu fyrir peningana. C.: — Ég get ekki rætt þetta. Ég veit þetta ekki. En ég veit að ný- fasistar i þinu landi njóta aðeins fylgis 8% kjósenda og að hættan sem steðjar að Italiu kemur frá kommúnistum. Siðan seinni heimsstyrjöldinni lauk höfum við aðstoðað ýmis lýðræðisöfl i bar- áttunni gegn hættunni sem stafar af kommúnistunum. betta höfum við gert i 25, nei 30 ár. F.: — Og árangur þessarar að- stoðar, Colby, er sá að kommún- istar eru i þann veginn að komast i rikisstjórn. Fylgi þeirra eykst i hverjum kosningunum á fætur öörum. Svaraðu nú i einlægni: finnst þér öllu þessu fé vel variö? Finnst þér leyniþjónustan þin hafa haft árangur sem erfiði? C.: — Við eyðum yfirleitt ekki peningum i vitleysu. bú getur ekki dæmt út frá aðeins einni for- sendu, svo sem úrslitum siðustu kosninga á ltalíu. Verið getur að starfsemi Bandarikjanna á Italiu siðan heimsstyrjöldinni siðari lauk hafi ekki veriðalfullkomin en hún hefur verið gagnleg, jákvæð. Hún hefur birst I Nató, Marshall- aðstoöinni og CIA. begar ég var i Róm árið 1953 ók fólk um á vesp- um. Nú ekur það bilum. Lifskjör ykkar nú eru betri en þau væru ef kommúnistar hefðu stjórnað landinu frá 1948. Eða 1960. Venju- legur itali hefur það betra en venjulegur pólverji. betta sýnir að stefna og starf Bandarikjanna á Italiu hefur ekki byggst á mis- skilningi. Við höfum unnið gott starf. bið italir sjáið alltaf heims- endi framundan. Arið 1955 sögðuð þiö aö ttalia væri að fara á haus- inn, rikisstjórnin væri einskis nýt, vonlaus. Núna heyri ég sömu raddirnar og 1955. En þið fóruð ekki á hausinn þá og þið farið heldur ekki á hausinn núna þvi það eru til góðir italir. F.: — Areiðanlega ekki skjól- stæðingar þinir, Colby. C.: — Ég er að tala um alþýðu manna. F.: — Segðu mér, Colby, hvaöa mann féll þér best við þegar þú bjóst á ítaliu? C.: — De Gasperi (forsætisráð- herra á árunum 1945—53). Annars vil ég ekki nefna nein nöfn. Ég má það ekki. Aö auki kynntist ég ekki ýkja mörgum. Ég var byrjandi i starfi, hafði áhuga á að safna upplýsingum og reyna að fylgjast meö þvi sem var að gerast á stjórnmálasviðinu vegna þess að ég talaði itölsku. En ég get sagt þér að þá var ég hlynntur sam- starfi við vinstrimenn. Ég á við sósialista. Ég virti þá og virði þá enn þvi þeir eru sannir vestur- evrópumenn. beir eru frjálslynd- ir en stefna ekki að alræði eins og kommúnistar. bað má reiða sig á þá. Mér fannst þeir vitanlega hafa gert stór mistök með þvi að ganga i bandalag með kommún- istum en ég hélt að þegar til lengdar léti myndu þeir gefast upp á þvi samstarfi. Staðreyndin er hins vegar sú að á þessum tima var samstarf við sósialista ekki ofarlega á stefnuskrá Bandarikj- anna. F.: — Auðvitað ekki. Clare Booth Luce var sendiherra ykkar. Segöu mér, Colby, að hve miklu leyti fór starf þitt fram innan veggja sendiráðsins? Fer það enn fram þar? C.: — Að miklu leyti. Ég vann mikið i sendiráðinu. Ég var póli- tiskur sendiráðsfulltrúi. Við eig- um ævinlega mikið samstarf við sendiráðin. 1 gegnum þau fáum við auðvitað mest af okkar upp- lýsingum. Og Luce var góður starfskraftur. bess vegna er ég enn góður vinur hennar. Mjög at- hyglisverð kona. Mjög hæfileika- rik. F.: — Já, einkum i þvi að hlut- ast til um einkamál lands mins eins og væri það bandarisk ný- lenda. En CIA einskorðar starf sitt ekki við sendiráðin erlendis og á ttaliu. bað vita allir að SID (italska leyniþjónustan) er útibú CIA á ttaliu. Segðu mér nú. Colby, með hvaða rétti njósnar þú um mig heima hjá mér og notar leyniþjónustu lands mins til þess? Með hvaða rétti hlerarðu t.d. sim- töl min? C.: — En þannig afla ég mér upplýsinga um allan heim. bað er ekkert vont i sjálfu sér að vilja skilja hvað er að gerast i heimin- um, hvað fólk hugsar og aðhefst. bað er ekki verið að gera innrás i einkalif fólks. Markmiðið er að athuga hvort þú ert með byssu til að skjóta mig eða annað vopn til að vinna mér mein og koma i veg fyrir að þú getir beitt þvi. bú spyrð: hefur ein þjóð rétt til að framkvæma leynilega upplýs- ingasöfnun i landi annarrar þjóð- ar? bað eru lög i öllum löndum sem banna það en samt sem áöur Laugardagur 27. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 gerir hver einasta þjóð það fyrir þvi. Hef ég þá rétt til að reyna að komast að þvi hvað er á seyði til að vernda land mitt? Já, siðferði- legan rétt. Jafnvel þó það sé ólög- legt. F.: —bú segir m.ö.o. að það sé ólöglegt en samt réttmætt að þú njósnirum mig i minu eigin .landi og beitir jafnvel fyrir þig leyni- þjónustu lands mins i þvi skyni. Er þetta rétt skilið? C.: — baðerundirýmsu komið. I sumum tilvikum er leyniþjón- usta annars lands reiðubúin að aðstoða þig. bað fer eftir þvi hvaða stefnu fylgt er i hverju landi. Stundum hafa tvær þjóðir sameiginlegra hagsmuna að gæta, þær hafa bundist samtök- um og hafa miklar áhyggjur al' ihlutun. bess vegna vinna þær saman. F.: — Er það rétt eða ekki að árangursrikasta samstarf ykkar við SID hafi verið mál Svetlönu, dóttur Stalins? (bvi hefur veriö haldið fram að CIA og SID hafi fengið italskan höfuðsmann til að smygla henni út úr Rússlandi).. C.: — bessu get ég ekki svarað Leyniþjónusta getur ekki ljóstrað upp um samstarfsmenn sina. bú getur ekki imyndað þér hversu mikinn skaða uppljóstranirnar að undanförnu hafa unnið viðsvegar um heiminn. Hann er geysimik- ill.Til er það fólk sem segir núna: „Guð minn góður, get ég treyst ykkur fyrir lifi minu og starfi eða látið þið það leka til þingsins?” Fólk hefur snúið við okkur baki, fólk sem hefur unnið með okkur hefur neitað að halda þvi áfram. Erlendar leyniþjónustur hafa m.a.s. sagt: nei, við létum ykkur fá strangleynilegar upplýsingar en nú fáið þið ekki meir. Við misstum nokkra útsendara vegna þess að þeir treystu okkur ekki lengur fyrir leyndarmálum sin- um. F.: — Aðeins útsendara, ekki skjólstæðinga? C.: — Jú, lika þá. Bæði nýja menn og þá sem lengi höfðu verið hjá okkur. beir voru vonsviknir. Við höfum barist fyrir þvi af hörku að halda þessum nöfnum leyndum. Af mikillihörku. Og það hefur tekist. bað verð ég að segja. En allt umtalið hefur skaðað okk- ur Samt sem áður. Svona hlutir gerast ekki hjá KGB. bað eru þó nokkrir útsendarar frá KGB á ttaliu og auðvitað margir italir sem vinna fyrir þá lika. Samt biður enginn KGB að skýra frá nöfnum þeirra. Menn hafa allt á hornum sér þegar CIA á i hlut en KGB — enginn ásakar þá. F.: — bú hefur rangt fyrir þér, Colby. Við viljum hvorki hafa ykkur né þá. Við erum dauðleið á ykkur báðum. C.: — Gott, gott. En eru komm- únistarnir ykkar alveg saklausir af viðskiptatengslum við Austur- Evrópu? Bandarikjamenn og sovétmenn fara ólikt að á ttaliu. öll sovésk viðskipti fara um hendur innflutningsaðila sem láta ákveðinn hundraðshluta af ágóð- anum renna til Kommúnista- flokks ttaliu. Þetta er ágætis kerfi, flókið en gott. Hvað myndir þú segja ef ákveðið hlutfall af öll- um viðskiptum itala við Banda- rikin rynni til eins ákveðins flokks? F.: — bið þurfið þess ekki, Colby. CIA sér um það, og sendi- herrar eins og Graham Martin, og Lockheed og Gulf... C.: — bað er stórkostlegt hvernig þú fléttar saman rökin og kemst óbeint að þeirri niðurstöðu að sovétmenn séu öndvegisfólk. t Póllandi... ef þeir vilja ekki gera það sem sovétmenn vilja að þeir geri kemur sendinefnd frá Moskvu, sest niður með miðstjórn flokksins og segir henni að hafa sig hæga og makka rétt. Viidiröu að ttaliu væri stjórnað á þennan hátt? En segjum svo að kommún- istarnir séu saklausir með öllu. Ætlið þið að hleypa þeim i rikis- stjórn af þeirri ástæðu einni? Ætl- ið þiö aö taka þá áhættu? Nefndu mér eitt land sem horfið hefur inn á braut kommúnismans og snúið siðan baki viö honum. Nefndu mér eitt! Aðeins eitt! F.: — Colby, hvaö myndir þú gera ef kommúnistar ynnu kosn- ingar á ttaliu? C.: — Nefndu eitt land! Aðeins eitt! Rúmenia? Pólland? Tékkó- slóvakia? Ungverjaland? F.: — Svaraðu spurningu minni, Colby, mynduð þið refsa okkur með valdaráni eins og i Chile? C.: — En hvað ef engar kosn- ingar yrðu nú haldnar eftir það? Alveg eins og gerðist með Hitler og Mússólini. Skilurðu ekki að þeir virtu leikreglur lýðræðisins i öll þessi ár meðan þeir voru i minnihluta? Heldurðu virkilega að þeir haldi áfram að vera lýð- ræðislegir þegar þeir hafa náð yfirhendinni? „Blaðamenn hafa dregið upp ranga mynd af CIA” F.: — Ef til vill hefurðu rétt fyr- ir þér. En ég minni þig á að það eruð þið bandarikjamenn sem ýt- ið þjóðum ævinlega i faðm kommúnista. Það eruð þið sem kaupið, mútið og verndið alla fas- ista heimsins. Bandarikin, Colby, eru stærsti framleiðandi komm- únista i heiminum. C.: — Þessu er ég ósámmála. Þú segir þetta aöeins af þvi að þú ert hlutdræg. F.: — Hvað mynduð þið banda- rikjamenn gera ef kommúnistar kæmust til valda á Italiu? C.: — Ég veit það ekki. Það er hluti af stefnumótun bandarisku stjórnarinnar. F.: — Auðvitað veistu það. Nýtt Chile? C.: — Ekki endilega. Þetta er ó- raunhæf spurning sem ég get ekki svarað. I þessu eru svo margar ó- þekktar stærðir. F.: — Láttu ekki svona, Colby. Væru Bandarikin i fullum rétti að hlutast til um málefni ttaliu og bera fyrir sig einhvern Pinochet ef kommúnistar kæmust til valda? „CIA mútar engum, heldur aðstoðar menn við að gera það sem þeir vilja sjálfir” C.: — Þessu held ég að ég geti ekki svarað. Ykkar Pinochet er ekki i Ameriku, hann er á ttaliu. F.: — Ég veit það. En hann þarf ykkar með. An ykkar getur hann ekkert gert. Colby, ég er að reyna að fá þig til aö viðurkenna að ttalía er sjálfstætt riki, ekki ban- analýðveldi, ekki bandarisk ný- lenda. En þú vilt ekki viðurkenna það. Ég er einnig að reyna að segja þér að þiö getið ekki hagaö ykkur eins og alheimslögregla. C.: — Leyfðu mér að útskýra þetta. Eftir fyrri heimsstyrjöld- ina kom mikill afturkippur i bandarisk stjórnmál. Við sögðum að striðið hefði verið ranglátt og illa háö, og við héldum að okkur höndum um hrið. Við minnkuðum herinn svo hann varð aðeins fá- mennari en sá rúmenski, 150 þús- und manns, og við ákváðum-að reka opna utanrikisstefnu. Utan- rikisráöherrann leysti upp leyni- þjónustuna og sagði að séntil- menn læsu ekki bréf hver til ann- ars. Við héldum að við fengjum að lifa i heimi séntilmanna og þyrftum ekki að blanda okkur framar i utanrikismál annarra. Þá fóru vandræðin að gerja i Evrópu en við höfðumst ekki að. Siðan sauð upp úr i Mansjúriu og við hreyföum okkur ekki. Loks sprakk blaðran á Spáni og enn héldum við að okkur höndum. En þetta gafst ekki vel og efnahags- lifið varð fyrir áföllum. Einræðis- herrar spruttu upp og þóttust geta ráðskast með málefni nágranna sinna. Þá hófst seinni heimsstyrj- öldin og eftir hana gerðist það sama og eftir þá fyrri. Arið 1945 leystum við aftur upp leyniþjón- ustu okkar, OSS, og sögðumst vilja frið. En þá hófst kalda strið- ið og ljóst varð að Stalin ógnaði Grikklandi, Tyrklandi, tran. Við drógum okkar lærdóma af þessu og breyttum i samræmi við þá. Við endurskipulögðum öryggis- þjónustu okkar og við héldum út- þenslustefnu sovétmanna i skefj- um með Nató, með Marshall-að- stoðinni og með CIA. Frjálslyndir og ihaldsmenn tóku saman hönd- um og sáu að þeir þurftu að koma til hjálpar. Ég var i hópi frjáls- lyndra. Ég hafði verið róttækur sem strákur... F.: — Hvernig i veröldinni forstu að þvi að breytast svona mikið? C.: — Clemenceau sagði að sá sem ekki er róttækur i æsku væri tilfinningalaus en sá sem ekki er ihaldssamur á efri árum væri vit- laus. En leyfðu mér að halda áfram. Nató gekk vel. Það tókst að stemma stigu við sovéskri útþenslustefnu. Undirróðursáætl- anir kommúnista voru kæfðar i fæðingu. Allt þetta var gert án þess a_ð einræði kæmist á. Hér börðust ekki hægri og vinstriöfl. Þetta var leit að lýðræðislegri lausn. Og CIA hlaut bandaríska utanrikisstefnu i heimanmund. Við ákváðum að neyta allra bragða til að verja frelsið. I þeirri baráttu gerðist það sums staðaraðleiðtogartóku sér meira alræðisvald en fólki likaði. F.: — Frá Franco hershöfð- ingja til Caetano, frá Diem til Thieu, frá Papadopoulos til Pinochet, svo ekki sé minnst á alla fasisku einvaldana i Suður-Ameriku, svo sem brasi- lisku pyntingameistarana. Svo að i nafni frelsisins studduð þið alla þessa menn sem gengu af frelsinu dauðu á sinum vigstöðvum. C.: — Þetta er ekki ósvipað þvi sem gerðist i striðinu. Þá studd- um við Stalin gegn annarri og verri ógnun. A sama hátt og við unnum með honum vinnum við nú... hérna.... stundum verðum við að vinna með fleirum en okk- ur likar. Var ekki kommúnis.minn mesta hættan á sjötta árautgn- um? Ef við styðjum einhvern ein- ræðisherra gegn ógnum kommúnismans gerum við það með þá von i huga að hann eigi eftir að breytast i lýðræðissinna með timanum. Þegar kommún- istar eiga i hlut er hægt að gefa upp alla von. Stjórn min viður- kennir stjórn Pinochet i Chile sem einu lögmætu stjórn landsins. Pinochet hyggur ekki á heims- yfirráð. Enginn hefur áhyggjur af honum. F.: — Ég skal benda þér á hverjir hafa áhyggjur af Pinochet, Colby. Þeir chilenar sem hafa verið fangelsaðir, of- sóttir, pyntaðir og myrtir af Pinochet undanfarin þrjú ár. 1 öðru lagi þeir sem i raun unna frelsinu en láta sér ekki nægja að flagga þviorði eins og þú. I þriðja lagi ibúar þeirra landa sem sú hætta vofir yfir að þau verði nýtt Chile, til dæmis mitt. C.: — bú gerir mér rangt til með þvi að velja Chile sem dæmi. Ef þú lest skýrslu þingsins um Chile vandlega...sérðuaðfrá 1964 studdum við lýðræðissinnaða miðflokka gegn manni sem leit á Castro og kommúnistana sem sina bestu vini. CIA átti engan þátt i aö steypa Allende árið 1973. Lestu neitun mina i skýrslunni þar sem ég segi ,,að frátöldu sex vikna skeiði i árslok 1970”. F.: — Já, i nóvember 1970 kallaði Nixon Richard Helms (fyrrverandi yfirmaður CIA) á sinn fund og skipaði honum að undirbúa valdarán til að steypa Allende sem þá hafði nýlega unn- ið kosningarnar. C.: — Þetta stóð aðeins i sex vikur... og okkur mistókst... Eftir þetta komum við hvergi hærri. F.: — Ekkiþað? Segðu mér frá verkföllunum sem þið fjármögn- uðuð i þvi skyni að kippa fótunum undan stjórn Allendes. Segðu mér frá ihlutun ITT. C.: — Gott og vel, við sendum þeim dálitið fé. Það var að mig minnir 10 þúsund dollarar... Valdráðin var gert vegna þess að Allende var að eyðileggja chilenskt þjóðfélag og efnahagslif með þvi að haga sér ólýðræðis- lega. Hæstiréttur Chile, þingið og umboðsmaður þess voru sam- mála um að Allende hefði brotið gegn stjórnarskránni. Hann hafði mas. beitt fjölmiðla andstöðunn- ar þvingunum... F.: — Hvað? Ertu genginn af göflunum, Colby. Þú getur ekki beitt slikum sögufölsunum. Fjöl- miðlar andstöðunnar gerðu Allende lifið leitt fram á siðasta dag. C.: — Andstöðublöðin áttu i miklum erfiðleikum á valdatima hans. Og að halda þvi fram að Allende hafi verið lýðræðissinni... ja, það er þin skoðun. Hann sagðist sjálfur vilja bæla alla andstöðu niður. Hann var öfga- maður og kúgari. F.: — Ef allar þinar upplýs- ingareru af þessu tagi, Colby, þá fer maður að skilja af hverju CIA gerir sig svo oft að athlægi. bú segst berjast i nafni lýðræðisins og því langar mig að spyrja: Hafði Allende ekki rétt til að stjórna landinu eftir að hafa unn- ið kosningar á lýðræðislegan hátt? Já eða nei... vertu ekki svona þögull, Colby svaraðu mér. C.: — Vann Mússólini' ekki kosningar? Var Hitler ekki kosinn i embætti kanslara Þýskalands? F.: — Þetta kalla ég falsrök. Þú veist að þessar kosningar voru á engan hátt frjálsar. Og þú getur ekki sett mjafnaðarmerki milli Allende og Mússólini og Hitlers. Það eru hreinar öfgar, Colby. C.: — Ég er enginn öfgamaður. Ég tnii á vestrænt og frjálslynt lýðræði. F.: — 1 hverju birtist sú trú? 1 moröum, Colby? Segðu mér frá norðinu á Schneider hershöfð- ingja i Chile. C.: — CIA hafði mjög litil áfskipti af morðinu á Schneider hershöfðingja. Þú sérð það i skýrslu þingsins. Samtökin sem stóðu að morðinu fengu ekkert fé frá CIA. Þú ert haldin algjöru ofsóknarbrjálæði þegar CIA á I hlut. Þaö eruð þið, blaðamennirn- ir, sem dragið upp ranga mynd af CIA. CIA er hæfasta leyni- þjónusta heimsins en þið reynið allt hvað þið getiö til að sverta Bandarikin. Auðvitað hafa ýmsir fallið i valinn af völdum starfsemi okkar. Bæði okkar menn og and- stæði.ngar okkar. En við höfum ekki skipulagt neinar morðtil- raunir. Ég þekki starfsmenn mina, þeir eru góðir bandarikja- menn, sannir þjóðernissinnar sem berjast til að verja land sitt Það er réttur þeirra, réttur okk- ar, að vernda frelsið i heimin- um... F.: — Af orðum þinum mætti halda aö CIA væri skátafélag þar sem félagarnir sitja öllum stund- um á bókasöfnum viö lestur á bókum ogræðum. Tölum ialvöru. 1 fyrsta lagi eruð þið njósnarar. C.: — Biddu nú hæg. Já, hér áöur fyrr var starf leyniþjónustu fólgiö I njósnum i hefðbundnum stil. Mata Hari og allt það. Núna felst það I söfnun upplýsinga úr blöðum, útvarpi, bókum og ræð- um. Þessum upplýsingum er safnað saman og sérfræðingar látnir rannsaka þær. Við það er beitt rafeindatækni, tölvum oþh. tækni. F.: — bað getur veriö aöCIA sé svona að einhverju leyti. En stofnunin er einnig annað og verra, skuggalegra. Hún er pólitiskt afl sem á laun skipulegg- ur valdarán, samsæri og morðtil- raunir. Skuggastjórn sem refsar öllum þeim sem andstæðir eru hagsmunum Bandarikjanna. C.: — Það sem þú átt við nemur 5% af fjárhagsáætlun okkar. Aöeins 5% fara i hvers kyns pólitiska og hernaðarlega starf- semi. F.: — Já, en það er ekki málið hversu mikið er fjármagnaö og hve mörgum er mútað til að gæta hagsmuna ykkar — sem oft eru Framhald á bls. 14. „Þaö hefur enginn áhyggjur af Pinochet” „CIA átti engan þátt í að steypa Allende” „CIA hefur aldrei myrt neinn” (Anarkistinn Felfrinelli sem ítalskir nýfasistar myrtu) Eg lýg aldrei

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.