Þjóðviljinn - 27.03.1976, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. mars 1976
Skrifið
eða
hringið.
Sími: 17500
Lántökur til
hitaveitu-
framkvœmda
1 stað þess að
láta vatnssölu
standa undir
kostnaði við
nýlagnir
Þeir sem eiga heitt vatn að
selja til upphitunar húsa og ým-
íssa þarflegra nota hafa i reynd
gullkálf i hvorri hendi. Rándýr-
ar boranir, flutningur vatnsins
og dreifing — allt borgist auð-
veldlega þegar vatnið tekur að
renna. Revkvikingar björguðu
stórum fjárfúlgum með þvi að
tvinóna ekki við hitaveitufram-
kvæmdir þótt hart væri i ári eft-
ir kreppuna miklu. En þá grun-
aði engan hækkun oliuverðs. Og
enn magnast gróðinn meö
hverri holskeflu verðhækkana.
En reykvikingar létu ekki
staðar numið við að hita bæinn
sinn. Nú er unnið af krafti við að
hlýja upp grannabyggðir. Þetta
er rétt stefna, stór i sniðum og
eftirbreytni verð. Frá henni er
ekki hægt aö hvika um hárs-
breidd án þess að leggja heiður
að veði. Peningavöntunarbar-
lómur er ekki haldbær afsökun
tii þess að seinka framkvæmd-
um. Það þýðir ekki að starblina
á hitaveitutekjur okkar einar
saman til að borga brúsann.
Ilver veit hvenær stjórninni
þóknast að hækka heita vatnið,
eða hver sú hækkun verður þeg-
ar hún fæst. Hafi það verið
ásetningur ráðamanna að gróð-
inn af Hitaveitu Reykjavikur
nægði til að greiða kostnaðinn til
að hita upp 30 þúsunda byggð i
fljótheitum, þá hafa gloppóttir
karlar staðið að þeirri áætlana-
gerð. Eigi að standa við gefin
heit eru ekki önnur úrræði en
lántaka. Lán til hitaveitufram-
kvæmda á vegum Reykjavikur
þegar ekkert er á huldu hlýtur
að vera auðvelt verk miðiungs
sláttumanni og sjálfsagt að létta
þeim starfa af sjálfum forstjór-
anum.
Ég gæti trúað að velflestum
yrði það ekki um megn að
greiða það hátt verð fyrir heita
vatnið að engra lána yrði þörf.
En okursala af þvi tagi er borg-
inni ekki samboðin. Okkur er
ekki skylt að greiða þennan
kostnað hitaveituframkvæmda
um leið og verkið er unnið. Þess
vegna er lántaka sjálfsögð fjár-
öflun. Um það verður ekki deilt.
Ég minni á nauðsyn þess að
ekki skorti heitt vatn úr iðrum
jarðar, þegar dreifikerfin eru
tilbúin. Það er of seint að hanna
virkjanir og flutninga þegar
vetur er genginn i garð. Ég ræði
þetta nú vegna þess að rennsli i
veturhér vestast i borginni hef-
Nóg cr al' lieitu vatni i iðrum
jarðar og rétt að nvta það til
uppliitunar húsa og fleiri þarfa.
Spurningin er hins vegar hvern-
ig Ijármagna skuli fram-
kvæmdirnar.
ur oft verið mjög dræmt og
stundum horfið úr kronum.þó
ekki lengi i hvert sinn. Okkur
dugir ekkert jómfrúrpiss inn á
kerfið þegar norðannæðingur-
inn nistir mannfólkið sinum
kuldaklóm af fullkomnu mis-
kunnarleysi i næstu harðindum.
Steindór Arnason
Eins og greinin ber með sér
hefur hún verið skrifuð áður en
siðasta hækkun hitaveitugjalda
var ákveðin. Það fellir hana þó
ekki úr neinu gildi, og er hún þvi
birt þótt seint sé.
Mannhvörf
á Islandi
'
m
Tilefni þessara tilskrifa er
hvarf Geirfinns Einarssonar,
sem allri þjóðinni er kunnugt
um. Mannshvörf eru mikií á
Islandi miðað við mannfjölda,
en hvarf Geirfinns er sérstakt
vegna þess, að þar höfum við
það nær staðfest, að hann hverf -
ur af mannavöldum. En ég
spyr, hvað um alla hina?
Hér er um einskæra tilviijun
að ræða að það er vitað, að Geir-
finnur hvarf af mannavöldum;
annars hefði verið sagt rétt eins
og vanalega, þessi eða hinn fór
að heiman frá sér kl. þetta og
hefur ekkert spurst til hans sið-
an, og þar með er þvi lokið,
nema að þeir sem kynnu að hafa
orðið mannsins varir eru vin-
samlega beðnir um að Iáta vita.
Mannshvarf hér á landi er mér
ekkert undrunarefni ef glæpa-
menn eru á annað borð til á
meðal okkar, þá mun óviða eða
hvergi vera eins handhægt og
um leið áhættul. að láta mann
hverfa eins og hér, þótt um ör-
lita þjóð sé að ræða. Byggi ég
fyrst og fremst þessa staðreynd
á þvi, að við isl. eigum
engan einasta sérfræðing i
rannsóknum á mannshvörfum,
morðmálum, þjófnaðarmálum
og fl. varðandi glæpi. Þar af
leiðir að sjálfsögðu, að erfitt eða
jafnvel ógemingur er að upp-
lýsa mál, aðeins vegna mennt-
unarskorts. Hverjar eru kröfur i
lögum um menntun rannsókn-
arlögreglumanna? Hafa þær
hreinlega gleymst við umræður
til laga um menntamál?
Þær eru raunar einhverjar en
ómerkilegar. Núna hefur rikis-
valdið stöðugt gert meiri kröfur
til menntunar, eins og t.d.
stúdentspróf þarf til inntöku i
fjölda skóla, sem ekki var áskil-
ið áður; núna er talað um,
verslunarháskóla, kennarahá-
skóla, hjúkrunarháskóla, tækni-
fræðinga i þessu og hinu og fl. og
fl. en hvergi er minnst á rann-
sóknarlögreglu-háskóla, eða
tæknifræðing i slikum efnum.
Það er tvennt ólikt að vera
hjartasjúkdómasérfræðingur
eða beinasjúkdómasérfræðing-
ur.
Með þessum linum er ég siður
en svo að kasta rýrð á okkar
löggæslumenn. Ég veit að þeir
gera allt sem þeir geta og i
þeirra valdi er til þess aö upp-
lýsa mannshvörf.
Hinsvegar beini ég þessum
orðum minum til forráðamanna
okkar, og skora á þá að taka
þetta mál alvarlegum tökum,
þar sem ég get ekki betur séð
en það sé löngueinsýnt, að okk-
ur vantar sérlærða háskóla-
gengna menn til rannsóknar á
glæpamálum, og þá getum við
sagt „með lögum skal land
byggja”. Ef glæpamaður geng-
ur laus er spurningin hver verð-
ur drepinn næst?
Magnús Guðmundsson
Patreksfirði.
Skólamál sveitanna:
Sjónvarpskennslu
fyrir yngstu börnin
Sleppum i staðin breskum
þáttum og íþróttaþáttum
Mig langar að fjalla örlitið um
skölamál sveitanna. Nú er orðin
skylda aðláta 7 ára gömul börn
fara i skóla.Yfirleitt eru það
heimavistarskólar sem þau
þurfa að vera á, og eru þá fjarri
foreldrum og heimili frá 5 dög-
um og upp i hálfan mánuð i einu.
Væri ekki hægt að kenna þess-
um börnum i sjónvarpinu? Þá
gætu þau verið heima allt til 9
ára aldurs. Sjónvarp er á flest-
um heimilum landsins, og börn
hafagamanaf aðhorfaáþað.
ýmisl. skemmtilegt væri hægt
að sýna þeim þar, sem ekki er
hægt að koma við i skólum eða á
heimilum.
Ég man eftir þætti i útvarp-
inu, þar sem talað var um þetta
vandamál yngstu barnanna.
Talað var við Aðalstein Eiriks-
son, og man ég ekki betur en
hann teldi það nánast óhæfu að
senda svona ung börn í heima-
vistir lengri eða skemmri tima.
Þá þyrfti a.m.k. að hafa lærðar
fóstrur til að annast þau. En i
þessu efni sagði Aðalsteinn að
ýmsir litu hýru auga til sjón-
varpsins (sem var að komast af
staðum Jjetta leyti). Það ætti að
geta tekið að sér þetta hlutverk
að einhverju leyti.
Siðan hef ég aldrei heyrt á
þetta mál minnst. Börnin eru
skylduð til að fara i skóla og
foreldrarnir hlýða yfirleitt
möglunarlaust. Börnin hlakka
mikið til fyrst i stað, en svo er
þetta alltaf leiðinlegra og leiðin-
legra eftir þvi sem liður á fyrsta
veturinn, hvað þá þegar skóla-
námi lýkur.
Gaman væri að heyra, hvort
menntamálaráðherra hefur
nokkuð leitað eftir þvi við sjón-
varpið að gerð yrði tilraun með
þessa kennslu i sjónvarpinu.
Vera má að það sé talið dýrt, —
en eru ekki allar leiðir dýrar i
þessum skólamálum? Vel gæt-
um við séð af einhverjum
breska þættinum i sjónvarpinu i
staðinn, og jafnvel mætti
iþróttamyndunum fækka eitt-
hvað lika að ósekju. Fyrr má nú
rota en dauðrota. (Og Ömar
keyrir i öllu saman: keyrir á
skiðum, keyrir i sundi, keyrir
með boltann og keyrir svo allt út
úr sér.)
Bjarney.
i stað þess að fara i skóla geta börnin lært ýmislegt af lifinu i
kringum sig. Hér hafa góðar vinkonur hist.
mTrTm
lil VI
-
molar
Sú saga er sögð, sem svo
hljóðar:
Einn krati spurði annan i
afmælishófi Alþýðuflokksins,
sem varð sextugur á dögunum
eins og menn muna, hver það
eiginlega væri, sem stækkað
gæti mynd Alþýðuflokksins i
augum islendinga. .
Svarið kom um hæl:
Hans Petersen!
■ ■ ■
1 verðhækkanaskriðunni að
undanförnu hafa ýmsir orðið til
að spyrja hvar Húsmæðrafélag
Reykjavikur sé nú statt.
Minnast menn þá þeirrar her-
ferðar, sem það setti af stað
undir forystu Dagrúnar
Kristjándóttur, er verðhækkun
varð á búvörum árið 1973 og
mikillar sefjunar á Austurvelli.
Má e.t.v. búast við svohljóöandi
auglýsingu i útvarpi: „Lýst er
eftir Húsmæðrafélagi Reykja-
vikur i liki Dagrúnar Kristjáns-
dóttur...” Liklega kemur það
ekki i leitirnar fyrr en með nýrri
vinstri stjórn.
Ellilifeyrisþegar hafa enga
hækkun fengið til samræmis við
nýgerða kjarasamninga. Maður
sem hringdi til blaðsins sagðist i
gær hafa orðið vitni að þvi að
gömul kona varðað hætta við að
kaupa 1 franskbrauð, vegna
þesshve dýrt það var orðið. Það
er hart á dalnum þegar fólk er
farið að spara við sig brýnustu
lifsnauðsynjar.
.