Þjóðviljinn - 27.03.1976, Page 12

Þjóðviljinn - 27.03.1976, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. mars 1976 KJARVALSSTAÐIR Um helgina Laugardagur 27. mars Svning á verkum Asgrims Jónssonar i báðum sölum og göngum. öpin 14—22. Björn Th. Björnssonlistfræðingur verður s> ningargestum til leiðsögu milli 15—17. Sunnudagur 28. mars Asgrimssyning opin frá 14—22. Aöalsteinn Ingólfsson listfræðingur verður svningargest- um til leiðsögu milli 17—19, Kamrhersveit leikur tónlist eftir Woifgang Amadeus Mozart i Austursal kl. 15 Leikin verða 1. Kvartet i D-dúr KV 285 fyrir flautu og strengi 2. Sónata no. 2 i G-dúr KV 11 fyrir fiðlu og sembal 2. Kvintet i A-dúr KV 581 fyrir klarinett og strengi Aðgangur ókeypis Veitingar á staðnum BYGGUNG — Kópavogi Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 27. mars kl. 1 e.h. i Félags- heimili Kópavogs. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS AUSTFIRÐINGAR bókhaldið Stjórnunarfélag Austurlands gengst fyrir bókfærslunám- skeiði i barnaskólanum á Egilsstöðum dagana 2.-4. april n.k. Námskeiðið hefst kl. 21:00 föstudaginn 2. april og stendur yfir laugard. og sunnud. frá kl. 9:00 báða dagana. Á námskeiðinu verður fjallað um sjóðbókarfærslur, dag- bókarfærslur, færslur i viðskiptamannabækur og vixla- bækur og sýnt verður uppgjör fyrirtækja. Leiðbeinandi verður Kristján Aðalsteinsson viðskipta- fræðingur. Þátttaka tilkynnist i sima 1379 Egilsstöðum. Þátttökugjald er kl. 7.500.- Stjórnunarfélag Austurlands. t Sovéskar bækur og tímarit (á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá kl. 10—12 og 14—18, föstudaga til kl. 19, laugardaga kl. 10—12. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð Norskar fréttir Athyglisverð tilraun gerð í Noregi við smíði á 35 lesta fiskibáti Umfangsmiklar tilraunir, kost- aðar af opinberu fé, eru nú að hefjast eða nýbyrjaðar i Noregi. Tilraunirnar eru fólgnar i smiði á 50 feta fiskibáti eða á að giska 35 smálesta fullkomnum bát til fisk- veiða frá norsku ströndinni. Ætl- ast er til að báturinn fullnægi öryggis- og tæknikröfum til fisk- veiða allt árið um kring, hvort sem veitt er við ströndina eða úti á opnu hafi. Þá er lika stefnt að þvi að báturinn bjóði upp á að- búnað sjómönnum til handa er uppfylli ströngustu kröfur á þvi sviði, sem nú eru gerðar. Smíðuð verða mörg likön af slikum bát og þau siðan reynd i sjóhæfnisgeymi Tækniháskólans i Þrándheimi, en að þeirri reynslu lokinni verður það likan valið til smiðinnar sem að fagmanna dómi sýnir mesta yfirburði. Að sjálfsögðu getur það orðið erfitt verk að sameina alla þá kosti sem krafist er um borð i svo litlu fljótandi fari. Þvi verður fróðlegt að fylgjast með þvi, hvað út úr þessari athyglisverðu til- raun norðmanna kemur. Þó þess sé ekki getið i hvaða sérstaka til- gangi þessi tilraun er gerð, þá þykir mér sennilegt að hún sé gerð i þágu fiskimanna i Norður- Noregi, sem einskonar undirbún- ingur undir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar þar. En á Finnmörku hafa bátar i þessum stærðarflokki oft synt góða rekstrarlega af- komu og sjómenn alltaf átt þá sjálfin ■ Ný veiðiaðferð með þorskanetum t Norður-Noregi er algjörlega bannað að nota ljósabúnað viö veiðar með snurpunót hvort sem um er að ræða sild eða annan þann fisk sem leyfilegt er að veiða i nót (Þorskveiðar i nót eru algjörlega bannaðar). En nú hafa fiskimenn frá Salten i Norður-Noregi byrjað þorska- netaveiðar og nota við þær sterk ljós og árangurinn er sagður mjög góður. Þetta er sögð alveg ný veiðitækni sem menn vita ekki til að áður hafi vecið notuð við þorskveiðar með netum enda ger- ólik þeim hefðbundnu þorska- netaveiðum sem stundaðar hafa veriðfram að þessu og við þekkj- um. Veiðunum er lýst þannig, að fiskibátarnir halda út á miðin að kvöldinu og leggja þar flotnet á þvi dýpi sem þeir kjósa sér. Siðan liggur báturinn yfir netunum og beinir ljósi frá sterkum ljós- kastara á hafflötinn, þar sem net- in liggja undir. Við þetta segjaisjómennirnir að sild sem i sjónum er, leiti upp á yfirborðið, en þorskurinn elti hana og lendi þá i netunum. Svo mikið er vist, að árangur veið- anna er sagður góður. Norsk fisk- veiðiyfirvöld eru sögð hafa kynnt sér þessa tegund veiða með ljós- um, og telja að hún sé heimil samkvæmt norskum lögum. Hrá- efni sem fæst með þessum nýju þorskanetaveiðum er sagt jafn- gott og besti linufiskur. Norskar fiskveiðar árið 1975, jan.-sept. Fræðiritið Fiskets Gang birti 25. desember s.l. skrá yfir norsk- ar fiskveiðar árið 1975 yfir tima- bilið janúar-september. Það sem hér verður sagt, er tekið upp úr þeiri aflaskýrslu. Samkvæmt þessari skýrslu er heildarafli norðmanna yfir 9 mánuði s.l. árs 1,802,061 tonn á móti 2,029,725 tonnum yfir sama timabil 1974. Verðmæti þessa afla við fyrstu sölu er talið vera fyrir áriö i ár n. kr. 1796 miljónir, 102 þús. Stærsti magnliður norsku fiskveiðanna er loðnan. Yfir framangreint tima- bil er loðnuaflinn árið 1975, 915,382 tonn á móti 1.009,294 tonn- um 1974 yfir sama timabil. Af botnfisktegundum er magnið af þorski mest 195,265 tonn, en 1974, 184,179 tonn. Af ufsa 89.833 tonn 1975, en 90,810 tonn 1974. Ýsuaflinn er 28,799 tonn 1975, en 38,634 tonn 1974. Keila er 10,748 tonn 1975, en 18.924 tonn 1974. Rækjuafli 13,117 tonn 1975 á móti 11,282 tonnum 1974. Háfur 7,721 tonn 1975, en 7,988 tonn 1974. Langa 11,653 1975, en 15,005 tonn 1974. Grálúða 2,762 tonn 1975, en 4.335 tonn 1974. Aflinn skiptist nið- ur i vinnslu þannig: Til sölu nýr 43.368 tonn til fryst- ingar 196,015 tonn, i skreið 51,817 tonn.til söltunar 102,507 tonn, til niðursuðu 12,683 tonn, i mjöl- og lýsisvinnslu 1,393,192 tonn og i beitu 2479 tonn. Útflutningur Norðmanna á helstu fiskafurðum yfir 11 mánuði ársins 1975 Frosin fiskflök 89,922 tonn, þurrkaður saltfiskur 53,436 tonn, óverkaður saltfiskur 7,194 tonn, skreið 17,823 tonn, söltuð sild 9,785 tonn, meðala-lýsi 4,064 tonn, iðnaðar-lýsi 5,695 tonn, lýsi frá mjölvinnslu 83,509 tonn, niður suðuvörur úr fiski 13,984 tonn, sildar-og fiskimjöl 302,760 tonn. (Heimild, útflutningsskýrslur birtar: Fiskets Gang 1.2. ’76.) Starfsfræðsludagur á Akranesi er í dag t dag, 27. mars, verður haldinn starfsfræðsludagur á Akranesi. Hann fer fram i Gagnfræðaskóla- húsinu og verður húsið opið frá 13.30 til 17.30. Kynntar verða sjö- tiu starfsgreinar og skólar og er þcssi kynning einkum ætluð unglingum tólf ára og eldri. Einn- ig vcrða helstu fyrirtæki bæjarins opin og skipulagðar hópferðir nemenda þangað frá skólanum. Fengnir hafa verið fulltrúar frá Reykjavik fyrir þær helstu starfs- greinar og skóla sem bundnar eru höfuðborgarsvæðinu. Um það bil tiu ár eru nú liðin siðan siðast var haldinn starfsfræðsludagur á Akranesi og er þvi vonast til að unglingar bæjarins og sem flestir skólar i nágrenni hans noti sér þetta tækifæri sem best. Starfs- fræðsludagurinn er haldinn á vegum Akraneskaupstaðar. For- maður undirbúningsnefndar er Þorvaldur Þorvaldsson. 'fc: HbO-E> x — Mamma hennar Lisu sendi mig heim úr afmælisveislunni, af þvi að ég klagaði yfir að það — Reyndu nú að skemmta þér svolítið, góða besta. Þetta er silfur- brúðkaupsferðin okkar. væri oröið of heitt. — Þetta er Hans litli. Hann segir að barnapian ykkar sé að gráta. -4bO-. — Biddu bara og sjáðu — þaö liður ekki á löngu þar til einhver veröur súr yfir þvi, að hún slær eign sinni á aila hcrrana.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.