Þjóðviljinn - 10.06.1976, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 10.06.1976, Qupperneq 3
Fimmtudagur 10. júni 1976 ÞJöÐVILJINN — StÐA 3 Þrjár nýjar islenskar kvik- myndir Akurnesingar frumsýna myndir úr byggðarlaginu A föstudaginn veröa frum- sýndar I Bióhöllinni á Akra- nesi, þrjár islenskar kvik- myndir. Myndirnar eru allar i litum. Lengsta myndin er „Akranes 1974” ca. 65 minútna löng, og sýnir svip- myndir frá atburöum á Akranesi á þvi ári og hátlöa- höldum þar, en þau vöru óvenju fjölbreytt á þjóö- hátiöarárinu og stóöu i átta daga. önnur myndin erfrá sama ári og var tekin á sameigin- legriþjóöhátiö ibúa Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og akur- nesinga aö Reykholti i Borgarfiröi. Sú mynd er 14 min. löng. Þriöja myndin er 17 min. löng og var tekin á Akranesi fyrir u.þ.b. 30 árum eöa á árunum 1946-48 af Sören Sörensyni, kvikmyndatöku- manni. Jón Hermannsson hefur annast frágang og hljóöse tningu. Hinar myndirnar tvær eru teknar af Þrándi Thoroddsen og Jóni Hermannssyni. í myndinni „Akranes 1974”,eru þættirfrá atvinnu- llfinu á Akranesi, svipmynd- ir frá komu b.v. Vers, Akra- borgarinnar nýju og kútter Sigurfara, vigslu byggða- safnsins aö Göröum, eggja- leiöangri nokkurra drengja i Akrafjall, grásleppuveiöum, sýningu Skagaleikflokksins á Járnhausnum, einnig úr þjóöhátiðarleikritinu Ljós I holti, auk svipmynda úr bæjarlifinu og frá hátiöar- höldum á þjóöhátiö. Þor- valdur Þorvaldsson samdi texta við myndina og er hann einnig þulur. Myndinfrá árunum 1946-48 hefur varöveist ótrúlega vel og hefur ekki veriö sýnd fyrr en nú. lhenni má m.a. sjá hátiöa- höld á sjómannadegi, svip- mynd frá heiöursborgaraat- höfn i Akraneskirkju, þegar þeir Clafur Finsen, héraös- læknir og séra Friörik Friö- riksson voru gerðir aö heiöursborgurum Akraness, róöur meö m.b. Sigrúnu og sildveiðar með m.b. Ólafi Bjarnasyni fyrir noröan land, koma nýsköpunar- togarans Bjarna Olafssonar o.fl. Valdimar Indriöason samdi texta viö myndina og er hann einnig þulur. Liðsfundiir herstöðva Þó að Kefiavikurgangan væri mikill áfangi verður stöðugt að hafa I huga að sigur I herstöðvamálinu byggist á þrotlausu starfi þúsunda herstöðvaandstæðinga um allt land. Myndin var tetyn viö upphaf göngunnar. andstæðinga i Glœsibœ á laugardaginn Miönefnd herstöövaand- stæðinga gengst fyrir almennum iiðsfundi i Glæsibæ á iaugardag- inn kemur og hefst hann kiukkan 10 árdegis og stendur til kl. 18 með matarhléi. Þjóðviljinn hafði samband við Gils Guðmundsson aiþm. en hann á sæti I miðnefnd- inni. Gils sagði aö þrennt yröi á dag- skrá þessa fundar sem er opinn öllum andstæðingum hersetunnar og Nató. I fyrsta lagi verður rætt um sumarstarfið og kynnt áætlun varðandi það. Þar er efst á blaði erindrekstur út um land. t öðru lagi verða kynnt drög að lögum heildarsamtaka herstöðvaand- stæöinga sem stofnuð veröa i haust, og i þriðja lagi drög að stefnuskrá. Tekið skal skýrt fram að þessi fundur mun engar ákvarðanir taka. Eins og fyrr segir hefst fundur- inn kl. 10 i Glæsibæ (á mótum Alf- heima og Suðurlandsbrautar) og verða almennar umræður fram að hádegismat. Eftir hádegi verður svo fundarmönnum skipt i hópa um þau þrjú mál sem fundurinn fjallar um og aö lokum veröa aftur almennar umræöur. 1 fréttabréfi frá miðnefnd segir m.a: „Miönefnd leggur á þaö áherslu, að sumarið sem i hönd fer verði notað til að tengja og treysta innviöi þeirrar miklu á karfa A fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins i dag varð samkomulag um, að lágmarksverö á karfa, 500 gr og yfir, skuli vera hvert kg. kr. 36.00. Verðið gildir frá og meö 8. júni til 31. desember 1976. Karfi undir 500 gr er óverðlagður. Veröiö miðast við að karfinn sé veginn islaus og afhentur á flutn- ingstæki við skipshlið. hreyfingar gegn herstöðvum og NATO, sem fram kom i Kefla- vikurgöngunni. En þótt Kefla- vikurgangan væri mikill áfangi, verður stöðugt að hafa i huga, aö sigur i herstöðvamálinu byggist á þrotlausu starfi þúsunda her- stöðvaandstæðinga um allt land, ekki bara einn dag, heldur árið um kring, starfi, sem grundvall- ast bæði á einstökum samræmd-' um aðgerðum, útgáfustarfsemi og siðast en ekki sist á upplýs- inga- og útbreiðslustarfsemi frá manni til manns. I öllu þessu starfi mun mið- nefnd leggja á það áherslu að sameina alla andstæðinga her- stöðvanna og aðildar Islands að NATO, öfl sem leggja viija þjóð- legt sjálfstæði og verndun menn- ingararfleifðar til grundvallar. Gils Guðmundson sem og öfl, sem leggja höfuð- áherslu á baráttuna sem lið i al- þjóðlegri baráttu verkalýðs gegn auðvaldi. Hreyfingin þarf að þroska með sér starfsaðferðir, sem gera kleift sameiginlegt átak allra þessara afla. Miðnefnd stefnir að myndun iandsamtaka gegn herstöðvum og NATO næsta haust, en mun leggja höfuðáherslu á það i sumar að byggja undirstöður slikra samtaka með erindrekstri og myndun virkra starfseininga um land allt. Slikar starfseiningar geta verið með ýmsu móti, svo sem starfshópar á vinnustöðum, hverfahópar i þéttbýli og hópar, sem ná yfir stór og smá svæði i dreifbýli. Hlutverk slikra hópa og starfseininga verður ekki aðeins undirbúningur að stofnun sam- takanna á landsráðstefnu i haust, heldur verði verkefni þeirra einn- ig almennt upplýsinga- og út- breiðslustarf um leið og þeir eru vettvangur skoðanaskipta meðal þeirra, sem nú þegar eru reiðu- búnir til þátttöku i sliku starfi. Góði samherji, miðnefnd vænt- ir þátttöku þinnar i komandi liðs- fundi og hvetur þig til að koma þar á framfæri hugmyndum þin- um, sem verða mættu til eflingar baráttu okkar, innávið sem útá- við.” Skrifstofan á Skólavörðustig 45 er opin alla virka daga kl. 13-18. Simi: 17966. —GFr. Orlofsfé hefur inn- heimst betur en áður en þó eru alltaf nokkrir sem ekki ná út orlofsfé sinu vegna vanskila atvinnurekenda Ef menn eru svo óheppnir að vinna hjá skuldseigum atvinnu- rekanda, sem ekki greiöir or- lofsfé viökomandi starfsmanns til orlofsdeiidar pósts og sima, þá fær sá hinnsamiekki orlofsfé sitt út fyrr en eftir dúk og disk, kannski ekki á viökomandi orlofsári. Þegar svo fer aö at- vinnurekandi greiðir ekki or- lofsféö og sinnir ekki tilmælum um aö greiða þaö, þá er máliö sett i innheimtu hjá lögfræöingi og menn vita aö þaö getur tekiö langan tima aö ná peningunum út. Sá sem i raun á þessa pen- inga, launþeginn, fær enga vexti á þetta fé, en aftur á móti krefst póstur og simi þess aö atvinnu- rekandinn greiöi dráttarvexti og þá hiröir póstur og simi. Við höfðum i gær samband við póstgiróstofuna og spurðumst fyrir um hvernig innheimta or- lofsfjár heföi gengið i ár, og sagði Guðmundur Jóhannsson, sem fyrir svörum varð, að hún hefði gengið betur nú en oftast áður og sem betur fer færi þeim atvinnurekendum fækkandi sem ekki greiddu orlofsféð. Þó væri þvi ekki aö neita, að alltaf væru nokkrir sem ekki greiddu og vissu'ega liðu þeir launþegar sem hjá þeim vinna fyrir það. Ekki vildi Guðmundur segja til um hve vanskil næmu hárri prósentutölu af heildarupp- hæöinni, en hann sagðist þora að fullyrða að þar væri um örfá prósent að ræða. Astandiö hefði veriö nokkuð slæmt þegar þetta kerfibyrjaði,en færi sifellt batn- andi og væri um það bil að kom- ast i viðunandi horf. —S.dór. Ráðstefna um atvinnulýðræði t kvöld gengst Alþýöubanda- lagiö fyrir almennri flokksráö- stefnu um hinar ýmsu hliöar at- vinnulý öræöis. Ráöstefnan veröur aö Grettisgötu 3 og hefst kl. 20.30. Hún er liöur I stefnu- mótun flokksins og hugsuö til undirbúnings siöari ráöstefnu um þetta mál. Hún er opin öilum alþýöubandalagsmönnum og aö loknum inngangsoröum og fjórum stuttum erindum veröa almennar umræöur. Ragnar Arnalds formaður flokksins flytur inngangsorö en siöan talar Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur um hugmyndir i Stór hópur trésmiöa og rafiönaöarmanna hefur nú gengið fram hjá meistarakerfinu meö þvi aö skipuleggja sig I samvinnufélögum. A myndinni sjást nokkrir þessara manna. Framtak þeirra ber vafalaust á góma á ráöstefnu Alþýöubandalagsins I kvöld (Ljósin. AK nágrannalöndum um atvinnulýð ræði og eignaraöild starfsmanna at fyrirtækjum. Þá talar Stefán Berginann liffræðingur talar um atvinnulýðræði i sósialiskum rikj- um, Böövar Pétursson verslunar- maður segir frá umræðum i sam- vinnuhreyfingunni um atvinnu- lýðræði og Asmundur Stefánsson hagfræðingur ræðir um atvinnu- lýðræði i ljósi islenskra aðstæöna og um hlutverk verkalýðs- hreyfingarinnar i þvi sambandi. Þessi erindi verða um 10-12 minútna löng. Alþýöubandalagsmenn eru hvattir til að taka þátt i ráðstefn- unni og leggja þannig sitt af mörkum til stefnumótunar i þessu mikilvæga atriði. —GFr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.