Þjóðviljinn - 10.06.1976, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. júnl 1976
Tóníist
á
Listahátíð
Einsöngstónleikar
Metropolitan-óperan er sú
stofnun á norðurhveli jarðar
sem hefur yfir sér hvað mestan
dýrðarljóma. Það er þvi að von-
um að hjartað tekur að slá örar
þegar hingað kemur ágætur
söngvari frá Metropolitan,
William Walker, ásamt undir-
leikara sinum Joan Dorman til
að halda tónleika hér i háskóia-
biói sem lið i listahátið 1976.
William Walker, baritón-
söngvari
William Walker söng fyrst
fjórar italskar ariur sem urðu
hver annarri skemmtilegri i
meðförum hans; þar komu vel
fram snögg karakterskipti frá-
bærs leikara og innlifun i hlut-
verk sitt. Þar næst komu fjórir
söngvar eftirSchubert.en sá sið-
asti þeirra var Álfakóngurinn
við ljóð eftir Goethe; það væri
synd að segja að þessi fjögur
þýsku lög og frönsku söngvarn-
ir, sem á eftir komu, lægju eins
vel i munni söngvarans og
itölsku ariurnar i byrjun, en frá-
bær fagmennska brást honum
ekki og ailt var þetta vel unnið
og áferðarfallegt af hendi lista-
mannsins.
Mun betur virtist William
Walker kunna við sig i návist
fjögurra laga eftir bandariska
tónskáldið Richard Cummings,
og einnig i ariunum eftir Verdi
og Leoncavailo, að ekki sé
minnstálöginúr söngleikjunum
og ariuna úr Rakarnum i Se-
villa, sem var siðasta lóðið á
vogarskálina, til að gera Willi-
am Walker alveg ógleymanleg-
an öllum sem á hann hlýddu.
Joan Dorman, undirleikari
hans, féll lika mjög vel inn i sitt
hlutverk, og i sameiningu tókst
þeim að gera þessa tónleika að
hinni eftirm innilegustu
skemmtun.
Sigursveinn Magnússon.
Tónleikar
Gunnars
Valkare ofl.
Hér er um aö ræða hóp af
ungufólki sem iðkar slaghljóð-
færaleik og söng ásamt pipu-
blæstri og fiðluspili. Flest hljóð-
færin eru eftirlikingar af afri-
könskum fyrirmyndum, sum
hver smiöuð af meölimum hóps-
ins.
Þau fluttu svo blandað efni,
sinar eigin tónsmiðar, fyrir
þessi hljóðfæri, sungu nokkra
söngva með ádeiluivafi og léku
sjálf með, og einnig fluttu tveir
höfuðpaurarnir úr hópnum
þjóðlegt efni á tvö strengja-
hljóðfæri.
Þegar i upphafi tónleikanna
vakar spurning: þvi að magna
upp hljóðfærin með rafmagni?
— i svona litlum sal er það al-
gjör óþarfi og stendur bókstaf-
lega i vegi fyrir nánu sambandi
flytjenda og hlustenda sem oft
skapast við svipaðar aðstæður.
Eins og hljóöfærin er tónlistin
einnig eftiröpun á afrikanskri
tónlist þó auðvitað sé ýmislegt
samanvið en i óralöngum run-
um tónsmiða þessa hóps vantaöi
alveg eitt atriði sem getur skipt
sköpum í svona uppákomu, an
það er dans og hreyfing sem
þungamiðja, þvi án hreyfingar
verður þessi tónlisteins og hálf-
sögð saga þ.e.a.s. nema leikið sé
á hljóöfærin af þvi meiri kunn-
áttu, en að minu viti vantaði
mikið upp á að svo væri.
Stóra trompið i sambandi við
að fá þennan hóp hingað er auö-
vitað hljóöfærin sem bæöi að út-
liti og tóngæðum virðast hin
mesta völundarsmiö, og aö þvi
leyti höfðu þessir tónleikar gildi
að þeir voru góö sýning á hljóö-
færunum og tækni i meðferð
þeirra,en listræna hliðin var dá-
lltið ófullkomin.
Að tónleikunum loknum ætl-
aði undirritaður ásamt fleira
fólki að skoða hljóöfærin, og
færði sig ofurlitið nær svona af
forvitni. Gekk þá maður fram
fyrir skjöldu og skipaði fólki út
að fara; hann sagði að klukkan
væri orðin tiu og þá hefði lista-
hátið ekki lengur húsið til um-
ráða. N.B. þá vantaði klukkuna
sjö minútur I tiu. Þessi sami
maður var þá búinn aö trufla
tónleikana með sifelldu rápi
fyrirframan sviðið. Grun hef ég
um að þessi maður sé a.m.k.
vinnumaður ef ekki ráðsmaður
að Kjarvalsstöðum og kemur
það mest á óvart, að sú ágæta
stofnun skuli ekki ráða til sin
alúðlegri starfsmenn af hverj-
um er áreiðanlega enginn skort-
ur á tslandi.
Sigurs veinn Magnússon.
Gunnar Valkare I ham.
Fráæfinguá Kerrunni: frá trúðagalsa til ástríðugrimmdar.
íslenski dansflokkurinn og gestir hans
Stokkið I ungverskum dönsum
Góð
Islenski dansflokkurinn og
gestir hans héldu tvær sýningar i
Þjóðleikhúsinu hvitasunnuhelg-
ina. Sýningin var i skemmstu
máli sagt sérstaklega ánægjuleg,
hæfileg blanda af alþjóðlegri
klassik og svo þvi „sem hægt er
að gera hér heima”, eins og sagt
er.
Þau Helgi Tómasson og Anna
Aragno sýndu tvidansa úr tveim
af þeim ballettum sem oftast er
gripið til i listdanshúsum: Hnetu-
brjótnum og Don Quijote. Klass-
iskir tvidansar eru svo formfastir
og hver öðrum skyldir, að áhorf-
andanum hættir við ofmettun og
frekju eiturlyfjaneytandans:
hann vill meiri og ótrúlegri tækni,
það þarf innan tiöar lygilega mik-
iö til að honum sé komið úr jafn-
vægi. Það er varla hægt að segja
að það gerðist i þetta sinn. En þó
svo væri: Helgi og Anna Aragno
eru auövitað framúrskarandi
dansarar og mikið augnayndi.
Gamall listnautnaseggur komst
einhverju sinni svo aö orði:
„Maður var þessi bjáni á barns-
aldri, að halda að enginn gæti ver-
iðfallegur nema pi insai ogprins-
essur”. Nema hvaö: þau voru
prins og prinsessa þetta kvöld og
við þá börn að aldri öllsömul.
Agaður kraftur Helga og hið létta
flug önnu Aragno naut sin
kannski best þegar þau dönsuðu
sitt i hvoru lagi, manni fannst á
blanda
stundum i samleik þeirra, að
þau hefðu ekki haft sérlega mikið
hvort af öðru að segja áður.
Fyrsti ballettinn sem tslenski
dansflokkurinn flutti var reyndar
sá dauflegasti — Kenneth Trillson
hafði sett saman klassiska etýöu
við vals eftir Glazúnof. Aftur á
móti voru ungverskir dansar
(tónlist Brahms, Ingibjörg
Björnsdóttir samdi dansa) um
margt mjög skemmtilegir, f jörug
þjóðlegheit i bland viö látbragðs-
skrýtlur um ástarskot, afbrýði og
fleira það sem eilift er. Bæði var
að dansflokkurinn sýndi mjög
jafnaframmistöðu i dönsunum og
siðan voru þeir mjög vel felldir að
möguleikum hans.
Stærsta átak flokksins var
flutningur á nýlegum ballett eftir
Kenneth Tillson, sem hefur þjálf-
að dansarana að undanförnu.
Kerran heitir hann. Þar er sögð
sagaaf trúðafjölskyldu sem tekur
unga stúlku upp af vegi slnum og i
hópinn, hún skemmtir með þeim
á torgum en innan skamms dreg-
ur til válegra tiðinda, þvi synirnir
tveir leggja hug á hana meö sig-
aunskum tilþrifum: ástriðumorði
og sjálfsmorði. Og áfram veltur
kerran út i óvissu og trega.
Satt best að segja getur það
haft truflandi áhrif að muna, að
tónlist Prokoféfs, sem notuð er i
þessum ballet, var upphaflega
gerð við allt allt aðra sögu:
skrýtluna um Kisju liðþjálfa, sem
var aldrei til nema sem yfirsjón
skrifara á skjali, en varð fyrir
duttlunga Páls, keisara allra
rússa, að miklum manni i rikinu.
Þessi um margt gamansama tón-
listnýtur sin aðsönnu vel I trúða-
látum, en minningar frá hinni
sögunni geta semsagt ruglaö
mann i riminu meöan harmleik-
urinn fer fram. En dansararnir
gerðu þetta ljómandi skemmti-
lega, það tókst góð samvinna með
dansi og látbragðsleik, átakið var
einbeittara en oft áður á islensk-
um danssýningum og útkoman
sterkari hreyfingar og frjálslegri.
Auður Bjarnadóttir og Alpo
Pakarinen fóru einmitt á þann
veg með hin háskalegu hlutverk
ókunnu stúlkunnar og yngra son-
arins i fjölskyldunni, og örn Guö-
mundsson (eldri bróöirinn) varð
kvenþjóð meiri styrkur en ég áö-
ur man.
I dansflokkinum eru nú, auk
Auöar, þær Asdis Magnúsdóttir,
Guðrún Pálsdóttir, Ingibjörg
Pálsdóttir, Helga Bernhard, Guð-
munda H. Jóhannesdóttir, Nanna
Olafsdóttir og Ólafia Bjarnleifs-
dóttir. Við höfum áður rakið það
margsinnis hve erfitt þessum
flokki reynistaötryggja starf sitt
og framtið. En hann berst af
ágætri vigfimi og á alla velvild
skilið.
AB