Þjóðviljinn - 10.06.1976, Síða 10

Þjóðviljinn - 10.06.1976, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN F'immtudagur 10. júni 1976 Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur: Mótsögn við sósíalíska lífsskoðun í tilefni greinar Stefáns Jónssonar um eignarhald á landi Eignarhald á landi. Ég hef aldrei áður sent Þjóð- viljanum linu, en nú get ég ekki látið hjá liða. Astæðan er grein Stefáns Jónssonar Alþingismanns „Um eignarhald á landi” i bún- aðarblaði Þjóðviljans. Er það rétt, að sú ihaldsafstaða, sem bergmálar i grein Stefáns, hafi ráðið viðbrögðum þingflokks Alþýðubandalagsins til þings- ályktunartillagna Alþýðu- flokksins varðandi eignarhald á landi? Ég verðað játa, aö ég hef lengi leitað að skynsamlegri skýringu á þvi, hvers vegna þeir þingmenn, sem ég hef greitt at- kvæði i þeirri trú, að þeir vildu koma á sósiölsku þjóöfélagi, skuli hika við að koma á þjóð- nýtingu náttúruauðlindanna. Séu viðbrögð þingmanna flokks mins mótuð af þeirri afstöðu, sem Stefán Jónsson lýsir i grein sinni, er ljóst, að skýringin er hvorki skynsamleg eða i sam- ræmi við sósialskar lifsskoðan- ir. Stefán — talsmaður kapitalisma. F|orsvarsmenn þess kapital- iska kerfis, sem við búum við, halda þvi gjarnan fram, að óskert einkaeign á framleiðslu- tækjunum og auðlindum sé ófrávikjanleg grundvallarfor - senda fýðræðisþjóðfél. Dreifð eign sé vörn gegn ofurvaldi stjórnvalda. Félagshyggju- menn hafa sýnt fram á, að þess- ar fullýrðingar eru óraunhæfar. 1 fyrsta lagi er eignarhaldinu misjafnlega skipt, og i öðru lagi er býsna algengt, að eignarrétt- inum sé misbeitt. Félags- hýggjumenn hafa þvi lagt áherslu á, að eignarréttinum séu settar skorður, t.d. að tryggt sé, að einstaklingar geti ekki i skjóli eignarréttar hindrað vegagerð, að jafnvel eiganda sé óheimilt að eyðileggja náttúru- undur o.s.frv. Þá hafa félags- hyggjumenn itrekað, hve óeðlilegt það sé, að landeigend- ur fái stórgróða af nýtingu jarð- varma og sölu jarðnæðis til hús- bygginga I þéttbýli. Af þessum ástæðum hafa margir talið eðli- legt að landið allt sé þjóðnýtt, en bændum tryggður réttur til að nýta landið til búskapar. Hug- myndir um þjóðnýtingu bú- rekstrarins hef ég ekki séð, enda væru þær augljóslega með öllu óraunhæfar miðað við nú- verandi búskaparaðstæður. Það ætti hinsvegar að vera búrekstri fremur til framdráttar, að bú- jarðir séu verðlagðar i sam- ræmi við búskaparaðstöðu, þannig að bændur geti keypt þær, Rök Stefáns Jónssonar gegn þingsályktunartillögum Al- þýðuflokksmanna eru af nákvæmlega sama toga spunn- ar og þau rök forsvarsmanna kapitaliska kerfisins, sem ég rakti hér að framan. Stefán seg- ir orðrétt i grein sinni: „Eignar- hald siðlitillar braskarastjórnar á öllu Islandi er ekki jafn heill- andi tilhugsun, og má til sanns vegar færa að landið sé nær þvi að vera þjóðareign með þvi að nokkur þúsund bændur fái að halda eignarrétti á bújörðum sinum. Eins og nú er háttað málum er þó nokkurs viðnáms að vænta gegn heildarafsali landsréttinda og ráðlausri ráð- stöfun hlunninda meðan ráð- stöfunarrétturinn er I höndum þúsunda Islendinga.” Stefán gerir skýran greinar- mun á þvi fólki, sem býr I þétt- býli og þvi, sem býr I sveitum, með hans eigin orðum: „Enn er það svo, að islensk menning á dýpstu og þróttmestu rætur sin- ar I sveitunum, og þar er enn mannspartanna að leita I þeirri þjóðfrelsisbaráttu, sem við eig- um framundan.” Ég er ekki trú- aður á það, að þessi fullyrðing hafi jafn einhlitt gildi og Stefán vill vera láta. Ég tel ótvirætt, að töluverðir mannspartar séu I i- búum þéttbýlisins. Ég tel ekki raunhæft, að krefjast þess að bændastéttin ein ráðskist með landið. Það var bóndi, sem seldi útlendingum Geysi og það var bóndi, sem vildi selja GuIIfoss (ekki dugði minna en að dóttir Asmundur Stefánsson hans hótáði sjálfsmorði til að fá hann ofan af sölunni). Bændur eru menn eins og við bæjarbúar. Hvorki betri né verri. Bændur þurfa félagslegt aðhald eins og aðrir. Um hvað stóð Laxáirdeilan? Ekki hefur Stefán háleitar hugmyndir um suðurþingeyska bændur. Hann telur eignarhald á landinu forsendu baráttu bænda gegn virkjun Laxár. Ég var að visu við nám erlendis, þegar sú deila stóð sem hæst og fylgdist þvi einungis með henni af blaðalestri, en ég hef alltaf talið að náttúruverndarsjónar- mið hafi ráðið afstöðunni. Eign- arréttur á landi er reyndar ekki vörn, þegar um virkjun er að ræða, þvi lög heimila eignar- nám, þegar nauðsynlegt er tal- ið. Eignarréttur einkaaðila er þvi ekkert úrslitaatriði i sliku tilfelli. Deila eigenda við virkj- unaraðila er þvi aldrei deila um það, hvort virkja eigi eða ekki — aðrir aðilar taka ákvöröun um það — heldur verður einungis deilt um bætur. Ég hef alltaf staðið I þeirri trú, að um vlðtæk- ari deilu hafi verið að ræða varðandi Laxárvirkjun, enda barátta bænda notio viðtæks stuðnings I þéttbýli landsins. Allra sist hefði hvarflað að mér, að þingmaður Alþýðubanda- lagsins teldi, að hætta beri við nauðsynlega framkvæmd, af þeirri einu ástæðu, að eigandi landsins sé framkvæmdinni mótfallinn. Það hlýtur hverju sinni að verða að meta, hvort samræmist betur heildarhags- munum að ráðast i fram- kvæmdina eða ekki. Ég hef staðið I þeirri trú, að baráttan um Laxárvirkjun hafi staðið um heildarhagsmuni en ekki eign- arrétt fáeinna bænda. Hver er afstaða Al- þýðubandalagsins? Ég trúi þvi ekki, að Stefán Jónsson tali fyrir munn þing- manna Alþýðubandal. Sem kjósandi Alþýðubandalagsins I siðustu þingkosningum og félagsmaður Alþýðubandalags- ins i Reykjavík tel ég mig eiga rétt á að krefja þingmenn skýr- inga. Ég tek það fram, að ég hef ekki kynnt mér tillögur Al- þýðuflokksmanna nægilega vel til þess að geta fjallað um þær. Afstaðan til þess grundvallar- atriðis, sem Stefán fjallar um, er hins vegar i fullkominni and- stöðu við mitt lifsviöhorf og ég spyr þvi: Er það skoðun þing- flokks Alþýöubandalagsins, að eignarréttur einstaklinga sé eina vörnin gegn yfirgangi al- mannavaldsins, og það sé þvi ó- hjákvæmilegt að bændur, vegna yfirburða mannkosta, skuli fara með eignarréttinn? 8. júni 1976 Asmundur Stefánsson Einn pislargöngumaður plskar annan samkvæmt beiöni hans. Blóð- ið lagar úr þeim sem laminn er, og sá sem lemur er allur orðinn blóðslettóttur. Píslarleikir á Filipseyjum í San Pedro smáborg á Filips- eyjum, fara pislarleikir fram á hverju ári á föstudaginn langa. Er þetta gert i minningu höfundar kristindómsins og dauða hans. Þetta fer þannig fram að hundruö trúaðra kaþólikka fara i göngu um borgina og lemja sig svipum, prikum og burstum, sem glerbrot er limd við. Þessu halda þeir áfram uns þeir uppgefast af þreytu, sársauka og blóð- Fernando de la Cruz á krossinum. missi.Þeir sem uppgefast biðja barsmiðinni þangað til þeir falla I gjarnan vini sina að halda áfram öngvit. Fernando á heimleið eftir krossfestinguna. Hann er sæmi- lega hress, enda var hann ekki nema þrjár mlnútur á krossin- um — en að vlsu negldur á hann á höndunum. Hámarki nær þetta með stælingu á sjálfri krossfestingu Krists. Einn þeirra trúuðu lætur þá festa sig á kross. Ekki hangir hann að visu á likamsþunganum einum, þar eð á krossinum er þrep handa honum til að standa á, en hinsvegar eru hendur hans negldar á krossarmana með ósviknum nöglum. Sjálfir ráða þessir pislarleikarar hve lengi þeir eru á krossinum og hafa til þessa ekki haldið það út nema ör- skamma stund. Metið hefur Fernando de la Cruz, 24 ára. Hann var á krossinum i þrjár minútur, og átti það sér stað siðastliðið ár. Yfirvöld kaþólsku kirkjunnar eru ekkert hrifin af þessu og hafa lýst þvi yfir að þessi pislarleikur filippina sé „heiðingja skikkan heimskuleg.” En þeir i San Pedro halda þessu samt ótrauðir áfram, enda eru þeir farnir að græða sæmilega á ferðamönnum, sem streyma til bæjarins til að sjá pislargönguna og kross- festinguna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.