Þjóðviljinn - 10.06.1976, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 10. júni 1976
Blaða-
verkfall i
Fœreyjum
Þdrshöfn 9/6 ntb — Fimm af
sex blöðum sem koma út
reglulega f Færeyjum hafa
ekki komiö út i heÖan mánuð
vegna prentaraverkfalls og
eru engar likur á að það leys-
ist á næstunni.
Málgagn Þjóðveldisflokks-
ins, 14. september, er eina
blaðið sem út hefur komið i
verkfallinu. Er ástæða þess
sú að starfsmenn blaðsins
eru ekki f prentarafélagi
Færeyja.
Verkfallið er nú farið að
hafa alvarleg áhrif á alla
stjórnsýslu eyjanna. ABeins
eitt blaö, Dimmalætting,
hefur rétt til að birta lög sem
lögþingið hefur sett og þar
sem blaðið kemur ekki út
öðlast lögin ékki gfldi og ekki
er hægt að stjórna i krafti
þeirra.
Tjónaþungt ár hjá
Tryggingu h.f.
Trygging h.f. hélt aðalfund sinn
þann 26. maf s.l. Félagið var
stofnað 17. maf 1951 og er þvf 25
ára um þessar mundir. 1 tilefni af
þessum timamótum félagsins
ákvaö stjórnin að færa Styrktar-
félagi vangefinna kr. 500 þús. aö
gjöf til styrktar starfsemi sinnar.
Þrátt fyrir erfitt árferöi, varö
afkoma félagsins góð á árinu
1975.
IBgjöld ársins námu 994,2
miljónum, sem er 86% aukning
frá árinu áður. Um það bfl
helmingur iðgjaldanna er vegna
erlendra endurtrygginga og eru
það fyrst og fremst þær, sem
renna stoðum undir hagnaö
félagsins á árinu.
Arið var mjög tjónaþungt og
námu tjón ársins greidd og áætluö
Henry Kissinger:
AHYGGJUR
AF CHILE
Santíago 9/6 reuter — Á sjötta
aðalfundi Samtaka Amerfku-
rikja, OAS, sem nú stendur yfir I
Santiago höfúðborg Chile hafa
umræður einkum snúist um al-
menn mannréttindi og veg þeirra
I álfunni. Hefur sérstök mann-
réttindanefnd samtakanna skilað
áliti um það efni.
I skýrslunni er stjórn Chile sök-
uð um ofsóknir, pyndingar og
stöðugar handtökur. Við setningu
fundarins visaði forseti her-
foringjastjórnarinnar I Chile, Au-
gusto Pinochet, þessum ásökun-
um algjörlega á bug og annar
fulltrúi Chile sagði að brot á
mannréttindum hefðu ekki siöur
tiðkast á stjórnarárum Allendes
og þau valdið miklu neyðar-
ástandi.
Stjórn Chile hefur sleppt úr
haldi 60 föngum það sem af er
þessum mánuði og 305 i mai.
Flestum finnst vera áróðurs-
keimur af þessu og spyrja hvenær
röðin komi að þeim fjórum
þúsundum pólitiskra fanga sem
enn hirast I fangelsum Chile.
Henry Kissinger utanrikisráð-
herra Bandarikjanna kom til
Santiago I gær og hélt þá ræðu á.
fundinum. Hann hvatti öll riki álf-
unnar til að standa vörð um
mannréttindi og lagði til að
starfssvið mannréttindanefndar-
innar yrði aukið þannig að hún
gæti hvenær sem er kannaö við-
gang mannréttinda hvar sem er I
álfunni.
Hann kvað niöurstööur
nefndarinnar um ástandið I Chile
hafa varkið ugg manna i Banda-
rikjunum. — 1 Bandarikjunum
má greina vaxandi áhyggjur
embættismanna, fjölmiðla og
þingsins sem hefur tekið það
óvenjulega skref að setja hernað-
ar- og efnahagsaðstoð við Chile
sérstök skilyrði, sagði Kissinger.
Fundurinn I gær var lokaður en
fregnir hermdu að fulltrúar
Venesúela og Jamaica hyggðu á
tillöguflutning um að OAS gripi til
viðeigandi ráðstafana til að koma
i veg fyrir brot gegn mannrétt-
indum. Einnig kvisaðist að utan-
rikisráðherra Jamaica hefði
skorað á stjórn Chile að fyrir-
skipa almenna náöun pólitiskra
fanga.
Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og jarðarför
Jónasar Páls Björgvinssonar,
Furugrund 38, Akranesi.
Eiginkona og börn, móðir, systkini og aörir vandamenn.
Sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og fósturbróðir,
Kristján Reynir Þórðarson,
andaðist i Landakotsspitala 8. júni sl.
Ragnhildur Einarsdóttir,
Þórður Sigurbjörnsson,
systur og fósturbróðir.
V
Útför eiginmanns mins,
Björns Guðmundssonar
talkennara frá Næfranesi,
verður gerð frá Fossvogskirkju iaugardaginn 20. júni kl.
10.30. Þeir sem vildu minnast hans eru vinsamlega beðnir
að láta styrktarsjóði þroskaheftra barna njóta þess.
Fyrir hönd barna okkar, og systkina hins látna,
Ýrr Bertelsdóttir.
kr. 1275 miljónum, eða 28% hærri
upphæð en heildariðgjöldum
nemur. Af einstökum tjónum
vegur flugskýlisbruninn á
Reykjavikurflugvelli mest, en
heildartjón félagsins vegna hans
námu tæpl. 500 miljónum króna.
Þrátt fyrir þetta reyndist
hagnaður af reglulegri starfsemi
kr. 16.679.317, en þar frá dragast
opinber gjöld fyrra árs vegna
breyttrar aðferöar viö reiknings-
skil svo og tekjuskattur af skatt-
skyldum tekjum ársins, þannig
að til ráðstöfunar verður
hagnaöur að upphæð kr. 5.478.964.
A árinu voru gefin út jöfnunar-
hlutabréf aö upphæð 20 mfljónir
króna. Hlutafé nemur nú 40
miljónum króna.
Eigið fé I árslok nam kr. 56 mil-
jónum, auk skattlegs varasjóös
aö upphæö kr. 17,5 miljónir.
Stjórn félagsins skipa: Geir
Zoega jr, formaöur, Othar Elling-
sen, varaformaöur, Eirikur As-
ítalia:
Vinstri-
flokkar
vinna á
Róm 9/6 reuter — Vinstri-
flokkarnir á Italiu vinna á I
kosningunum 20. þ.m. ef marka
má skoðanakönnun sem blaðiö La
Republica birti í dag. Samkvæmt
henni eru þó kristilegir demó-
kratar enn stærsti stjórnmála-
flokkur landsins.
Kristilegir fengu i könnuninni
34.4% atkvæöa sem er 0.9%
minna en I könnun sem gerð var
fyrir viku. Kommúnistar fengu
32.9% sem er aukning um 0.5%
frá siðustu viku. Þessir tveir
flokkar virðast þvi eiga i vændum
hörkubaráttuum að verða stærsti
flokkur landsins.
Samanlagt nutu vinstri-
flokkarnir stuðnings 47.6% þeirra
sem spuröir voru en miö- og
hægriflokkar 46.5%.
Hvar á...
Framhald af 2 siðu
hendi. Við byggðum 10 ibúðir á
sl. ári, með láns- og leigu-
kjörum. Byrjað er nú á öðrum
10 en lánafyrirgreiðsla hefur
ekki fengist hjá Húsnæðismála-
stjórn, þær verða þó væntanlega
byggðar samt. — Við munum
taka i notkun nýjan iþróttavöll I
sumar. Og svo verður talsvert
unniö aö varanlegri gatnagerð.
En svo við nálgumst aftur
upphafið að þessu spjalli þá
skflst mér að höfuðerfiðleikar
samvinnuhreyfingarinnar nú
liggi i rekstursfjárskorti. Hið
sama gildir um landbúnaðinn.
Fé vantar bæði til reksturs og
framkvæmda. Hvað landbúnað-
inn áhrærir sérstaklega þá
sýnastmérallarhorfurá þvi, að
mjólkurframleiðslan muni
verulega dragast saman. Hún
mun reyndar þegar viðast hvar
eða allsstaðar hafa minnkað
nema þá hjá okkur þing-
eyingum; þetta stafar af of lágu
vérðlagi. Mjólkurlitrinn þyrfti
að vera 7-10 kr. hærri til fram-
leiðenda en hann er nú.
—mhg
^ullsmiöiii
JólMllllfS IflíSsOII
l.iiig.iura' 30
Rri'UiUili _
sími ^
geirsson, ritari óskar Svein-
björnsson fulltrúi vátryggingar-
taka I stjórn og Þorsteinn Bern-
harðsson meöstjórnandi.
Framkvæmdastjórar eru Arni
Þorvaldsson og Hannes O. John-
son.
Már
Einarsson,
úrsmiður
jarðsettur
i dag
1 dag verður jarðsettur frá
Þjóðkirkjunni I Hafnarfirði Már
Einarsson, úrsmiður þar i bæ. At-
höfnin hefst klukkan 2 eftir há-
degi.
Már Einarsson var i áratugi og
til dauðadags traustur félagi i
stjórnmálasamtökum Islenskra
sósialista.
Þjóðviljinn vottar aðstandend-
um samúð við fráfall hans.
LITLI PRINSINN
frumsýning laugardag kl. 20.
2. sýn. sunnudag ki. 15.
Siðasta sinn.
INúKá aðalsviðinu
föstud. 18. júni kl. 20.
iaugard. 19. júni kl. 20.
Aðeins þessar tvær sýningar.
Miðasala 13.15—20.
Simi 1-1200
LEIKFÉLAG ^2 22
REYKJAVlKUR
SAGAN AF DATANUM
i kvöld kl. 20,30. — Rauð kort
gilda.
föstudag kl. 20,30. — Blá kort
gilda.
sunnudag kl. 20,30 — Gul kort
gilda.
SKJALDHAMRAR
laugardag. — Uppselt
Miðasalan i Iðnó opin kl. 14 til
20,30. Simi 1-66-20.
Fatlaðir
Framhald af bls. 16
etja, þar sem til stendur að færa
örorkulifeyrinn út til sveitar-
félaganna og óttast danir að þeir
sem búa i fátækari sveitarfélög-
unum muni gjalda þess.
Hér á landi hefur margt þokast
i rétta átt, en það mætti vera
meira og ganga hraðara, sagði
Theodór. Hann sagði að fatlaðir
mættu núorðið mun meiri skiln-
ingi hér á landi en var og nefndi
sem dæmi að þegar sótt var um
húsnæði fyrir þetta þing að Hótel
Loftleiðum var þess jafnframt
óskað að gerðar yrðu ákveðnar
breytingar á húsnæðinu þannig að
hjólastólar kæmust þar um húsið
og inn og útúr þvi. Eins þurfti að
breikka dyr svo hjólastólar
kæmust þar i gegn. Þessu var vel
tekið og hefur loforðið verið efnt
að fullu, sagði Theodór að lokum
—S.dór.
Innbrot í sparisjóð
1 fyrrinótt var brotist inn I
Sparisjóö Kópavogs eftir að
þjófarnir höfðu brotist inn hjá
sparisjóðsstjóranum, Jósafati
Lindal, og tekið þar lykla sem
gengu að húsnæði Sparisjóðsins..
Jafnframt tóku þeir billykla
Jósafats og óku á bil hans upp i
hliðargötu i nágrenni sparisjóðs-
Að sögn Þórðar Þórðar-
sonar rannsóknarlögreglu-
manns, eru engar fréttir af
rannsókn málsins ennþá og
kannaðist hann ekki við það að
einhverjir hefðu verið hnepptir i
gæsluvarðhald. Lögreglan óskar
eftir vitnum, sem hugsanlega
hafa séð til ferða bifreiðar Jósa-
fats þessa nótt, en það er nýleg
Volvo-bifreið, rauö að lit, með
númerið Y-100.
— gsp
Alþýðubandalagsfólk
Akureyri:
Almennur félagsfundur verður haldinn
fimmtudaginn 10. júni kl. 20.30 i Alþýðuhúsinu.
Fundarefni: Landhelgismálið. Stefán Jónsson
alþingismaður kemur á fundinn.
Stjórnin
Alþýðubandalagið
Vestur-Barðastrandarsýslu
Almennur stjórnmálafundur I
félagsheimilinu á Patreksfirði
föstudaginn 18. júni n.k. kl. 21.
Málshefjendur:
Lúðvik Jósepsson.alþingismaður
og Kjartan ólafsson, ritstjóri
Frjáisar umræður
Alþýðubandalagið
Barðastrandarsýslu
i Vestur-
Styrktarmenn Alþýðubandalagsins
eru áminntir um að greiða framlag sitt fyrir árið 1976. Glróseðlar hafa
verið sendir út, en nýir styrktarmenn eru beðnir um að senda framlag
sitt inn á hlaupareikning nr. 4790 i Alþýöubankanum eða greiða það til
skrifstofu flokksins að Grettisgötu 3.
Alþýöubandalagið